Morgunblaðið - 15.09.2018, Page 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018
Minningarnar
hrönnuðust upp
þegar við fréttum að
Katrín væri dáin.
Skærastar voru
minningarnar um glæsilega og
sterka konu með stórt hjarta sem
kvaddi þennan heim með sömu
reisn og hún lifði. Við erum þakk-
lát fyrir að hafa fengið að vera
samferða henni og sendum fjöl-
skyldu hennar okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Katrín mun lifa
áfram með okkur. Það er leitt að
við komumst ekki í útförina en í
staðinn fáum við að skála við hana
í kampavíni í háloftunum.
Gunnar og Evgenía.
Mig langar fyrir hönd Hesta-
mannafélagsins Fáks að minnast í
nokkrum orðum góðs félaga,
Katrínar Stellu Briem, sem lést
27. ágúst síðastliðinn. Hún var
hestamaður og félagsmálamann-
eskja af lífi og sál og nutum við
Fáksfélagar hennar framlags til
félagsins. Katrín Stella var í
kvennadeild Fáks og var formað-
ur deildarinnar í mörg ár og stóð
þannig vaktina í að halda viðburði
og safna fyrir hinum ýmsu verk-
efnum sem voru í gangi á upp-
byggingarárum félagsins, s.s.
byggingu félagsheimilis Fáks.
Einnig sat Katrín Stella í stjórn
Fáks árin 1985-1991, gegndi þar
m.a. varaformannsstöðu og kom
þannig beint að því að gera félag-
ið öflugt, og seinna meir sat hún í
fræðslunefnd, fulltrúaráði og
firmanefnd en þar starfaði hún al-
veg fram að kveðjustund. Katrín
Stella hafði einstaklega jákvæða
og hlýja nærveru sem hafði áhrif
á samstarfsfélaga hennar og fékk
þannig miklu áorkað fyrir Fák.
Það var þessi fallega nærvera
sem einkenndi Katrínu Stellu og
kom hún eins fram við alla, jafnt
menn og málleysingja. Einkar
stolt var hún af dýrunum sínum
og ekki síst gæðingshryssunni
sinni, henni Perlu frá Fossatúni.
Hugur Katrínar Stellu var
ætíð hjá Fáki, félaginu sem henni
var mjög kært og hún lagði
drjúga hönd á plóg við að efla.
Jafnvel seinustu árin, þegar hún
átti örðugara með að koma við
uppi í Fáki, hringdi hún reglulega
til að fá fréttir og hvetja okkur til
góðra verka. Af höfðingsskap og
upp á sitt eindæmi gaf hún félag-
inu á 90 ára afmæli þess árið 2012
fagurlega útskorinn hesthaus á
heiðursfána félagsins úr íslensku
birki eftir listakonuna Siggu á
Grund.
Við Fáksmenn minnumst góðs
félaga og þökkum Katrínu Stellu
kærlega fyrir það óeigingjarna
starf sem hún vann fyrir Hesta-
mannafélagið Fák í gegnum tíð-
ina um leið og við sendum fjöl-
skyldu hennar og aðstandendum
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Hestamanna-
félagsins Fáks,
Hjörtur Bergstað, formaður.
Hún sagðist vera sátt. Aðallega
þó þakklát fyrir svo ótal margt.
Þótt Katrín lægi útaf í sjúkra-
rúminu var hún vel til höfð og yfir
henni mikil reisn – eins og ávallt.
Hún sagði mér frá draumaferð-
inni til Ítalíu í vor – og svo þeim
miklu ótíðindum sem bárust eftir
heimkomuna. Hún var yfirveguð
þegar hún ræddi það sem fram
undan væri og sagðist tilbúin. Ég
veit að það var henni ákaflega
dýrmætt að vera búin að koma
einstakri ævisögu sinni á blað.
Katrín Stella
Briem
✝ Katrín fæddist20. febrúar
1935. Hún lést 27.
ágúst 2018.
Útförin fór fram
14. september
2018.
Koma skikki á óreið-
una í minningabank-
anum, finna týndu
púslin, grafast fyrir
um ástæður, græða
gömul sár; skilja og
fyrirgefa.
Viðtal við Katrínu
í Morgunblaðinu
2007 hafði kveikt hjá
henni þrá eftir því
að raða þessum
brotum saman í eina
heild, aðallega fyrir afkomendur
sína. Svo þeir mættu fá betri
skilning á aðstæðum hennar og
kannski skilja hana sjálfa ögn
betur. Eftir að ég tók að mér að
aðstoða hana við verkið, vildi
Katrín fara í bæinn og fagna sam-
starfinu með góðum kaffibolla.
Hún átti erfitt með gang og ég
var efins um að við fengjum stæði
nálægt kaffihúsi í miðborginni.
„Engar áhyggjur – við tökum
Secret á þetta!“ sagði hún og hló.
Og auðvitað losnaði stæði á besta
stað í þann mund sem okkur bar
að. Katrín trúði á þann boðskap
Leyndarmálsins að allt færi eins
og það ætti að fara. Hún kaus því
að túlka allt sem gerðist í lífinu á
jákvæðan hátt. Það væri einhver
ástæða fyrir öllu. Jafnvel í erfið-
leikum væri okkur ætlað að læra
mikilvæga lexíu um kjark og
þroska.
Verkefnið vatt upp á sig. Æviá-
grip Katrínar Stellu varð á end-
anum miklu meira en það. Æska
hennar var svo sérstök og sam-
band mæðgnanna svo erfitt að við
urðum að leita skýringa með því
að teygja okkur aftur um tvær
kynslóðir. Litla samantektin varð
að þriggja kynslóða sögu sem
skráð var í þykkt hefti sem við
kölluðum „doðrantinn“ en bar tit-
ilinn „Stjörnuskin og langir
skuggar“. Upp úr doðrantinum
var svo bókin skrifuð sem kom út
árið 2014, Saga þeirra, sagan mín.
Þetta tók langan tíma. Ótal við-
töl og endalaust grúsk; rannsókn-
in teygði sig um allan heim.
Vinnustundirnar voru margar og
eftir að hverri þeirra lauk tóku
símhringingarnar við. Katrín var
nákvæm og skipulögð og ef hún
mundi skyndilega eftir einhverju
atriði hringdi hún strax til að af-
greiða það. Stundum hringdi hún
oft.
Heilsu Katrínar hafði hrakað
mjög þegar bókin kom út. Það
efldi hana samt að sjá loks
drauminn verða að veruleika.
Hún fann líka fyrir mikilli hlýju
lesenda enda dáðust margir að
því hvernig hún hafði unnið úr
sinni erfiðu stöðu og markað sína
eigin slóð. Það gerði hún sannar-
lega og skilaði sínu ævistarfi með
sóma.
Það voru forréttindi að fá að
kynnast þessari stórmerku konu
og eignast hennar vináttu og
trúnað. Kveðjustund okkar var
falleg og í raun ekki erfið. En eins
og ævinlega hringdi síminn rétt
eftir að ég var farin frá henni og
hún bað mig að koma aftur. Hún
hafði gleymt að láta mig hafa eitt-
hvað. Ég sneri við og eftir stuttar
samræður föðmuðumst við enn á
ný og þökkuðum hvor annarri
fyrir yndislega vináttu. Í eyra
mitt hvíslaði hún aftur: Ég er
sátt.
Helga Guðrún Johnson.
Ég man fyrst eftir Katrínu
Briem á Ragnheiðarstöðum, en
þar átti hestamannafélagið Fákur
jörð og hittust Fáksmenn þar í
dans og gleði seinnipart sumars í
mörg ár. Seinna áttum við eftir að
vera saman í stjórn Fáks. Á
fyrsta stjórnarfundi greindi okk-
ur á, hún svo pen og orðvör en ég
alltaf með munninn fyrir neðan
nefið – henni fannst ég tala full
hvasst til karlanna sem voru með
okkur í stjórn. Við töluðum saman
eftir fundinn og eftir það varð
okkur vel til vina og bar aldrei
skugga á þann vinskap. Við
hringdum oft hvor í aðra og ef ég
hringdi, hóf ég samtalið alltaf á
sama hátt: „Blessuð, þetta er
næstbesta vinkona þín.“ Þetta
fannst Katrínu skemmtilegt, hún
hafði húmor fyrir þessu. Við bröll-
uðum margt saman, tókum upp
gulrætur fyrir Fák á Ragnheið-
arstöðum til fjáröflunar, í kulda
og trekki að hausti, reyndum að
laga eitthvað til á Stóru-Drageyri
þar sem Fákur var með afdrep
fyrir hesta og menn og það sem
ber hæst í minningunni er þegar
við Fákskonur í fínu gráu jökk-
unum okkar riðum til Bessastaða
til fundar við frú Vigdísi Finn-
bogadóttur, þar sem vel var tekið
á móti okkur.
Katrín var mesta Fákskona
sem ég hef þekkt, hún unni félag-
inu sínu af öllu hjarta og var
endalaust að gefa af sér til okkar
félagsmanna, hvort sem var með
vinnu, styrkjum eða gjöfum. Hún
var höfðingi heim að sækja og
hélt hin skemmtilegustu kvenna-
boð bæði á Laugarásveginum og í
Mörkinni.
Ég þakka þér, Katrín mín, fyr-
ir samfylgdina í 35 ár og votta
strákunum þínum og fjölskyldum
þeirra innilega samúð. Þín verður
sárt saknað.
Guðlaug Steingrímsdóttir.
Þegar ég hugsa til Katrínar
sem jarðsungin verður í dag,
finnst mér sem hún hafi verið eitt
af mikilvægari hryggjarstykkjun-
um í götumynd uppvaxtaráranna.
Götumynd, eða brot úr götu-
mynd, sem samanstóð af mynd-
arlegum stakstæðum húsum og
fallegum görðum sem við lékum
okkur mikið í. Einkum og aðal-
lega voru það þó manneskjurnar,
dýrin, fjölskyldurnar og óáþreif-
anlega andrúmsloftið sem sveif
yfir hverri húseiningu fyrir sig,
sem skapaði skjólsælu heildina.
Hin rólega Reykjavík þessa
tíma virtist mjög langt frá heim-
inum. Eða heimurinn mjög langt
frá Reykjavík. Ferðalög þangað,
yfir til heimsborganna, ekkert
sérlega tíð framan af.
Kanda hins vegar bar með sér
andblæ þess sem sprottið hafði úr
öðrum jarðvegi. Yfir henni léku
framandlegir vindar og á ein-
hvern hátt bar fas hennar þess
skýr merki að hún væri ættuð úr
fjarlægari jarðvegi en aðrir ná-
grannar sem ættaðir voru úr
sveitum og eða af hrjóstrugum
holtum þessa lands. Það duldist
engum að Kanda var heimsborg-
ari.
Persónuleikinn var litríkur.
Hún hafði skoðanir á mönnum og
málefnum, en jafnframt virtist
Kanda alltaf forvitin og áhuga-
söm um viðmælendur. Frásagn-
armáti hennar var skemmtilegur.
Hláturinn tíður og til þess fallinn
að hrífa viðstadda. Í kringum
hana var iðulega líf og í kringum
hana voru alltaf dýr, helst mörg.
Sjálf var Kanda há og glæsileg.
Sat stundum við símann og hló
með einhverjum yfir einhverju
þegar við áttum leið yfir til þeirra.
Heimilið sem hún bjó fjölskyld-
unni á Laugarásveginum var fal-
legt. Þar voru stytturnar fleiri en
á heimilum nágrannanna, baðher-
bergi ævintýralegri en annars
staðar tíðkaðist og umgjörð með
öllu meiri heimsborgara blæ. En
heimilið var líka líflegt. Þar voru
boð, þar voru synirnir þrír og vin-
ir þeirra, þar var vel borðað,
margt spjallað, stundum spilað,
þar voru sagðar sögur af uppá-
komum úr hestaferðum, þar var
hundurinn Píla lengi vel, síðar
ýmsir doppóttir dalmatíuhundar.
Á milli fjölskyldnanna við
Laugarásveg númer 50 og númer
54 var alltaf mikill samgangur og
vináttan djúpstæð.
Það er með söknuði sem við
kveðjum Katrínu að sinni og
þökkum fyrir samfylgdina góðu.
Fyrir hönd nágrannanna á
Laugarásvegi 50,
Snæfríð Þorsteins.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Ég sendi fjölskyldu og að-
standendum mínar dýpstu
samúðarkveðjur.
Guðmundur Árni Sigurðsson.
Katrín kastaðist snemma út á
lífsins rúmsjó í fylgd móður sinn-
ar, í aðstæður sem voru ekki auð-
veldar oft á tíðum. Hæfileikar
Katrínar í mannlegum samskipt-
um ásamt meðfæddu innsæi,
hjálpuðu henni að koma sér í
vænlegar stöður. Þessum hæfi-
leikum hennar fékk ég að kynnast
í hestaferðum um hálendið þar
sem upp gátu komið breyttar að-
stæður og skjótra úrræða var
þörf, sem og í stjórn hestamanna-
félagsins Fáks þar sem menn
höfðu skoðanir. Katrín var sér-
staklega lagin við að lesa í um-
ræður og leggja gott til mála.
Eins var hún mjög frjó í hugsun
og tillögugóð fyrir Fák og hafði
mikinn metnað fyrir hönd félags-
ins sem og hestamennskunnar al-
mennt. Katrín starfaði fyrir Fák í
á annan áratug sem varaformað-
ur í stjórn félagsins og auk þess í
fjölmörgum nefndum þess. Gull-
merki Fáks og Landssambands
hestamannafélaga hlaut hún fyrir
sín vel unnu störf. Kvennadeildin
stóð í miklum blóma í hennar for-
mannstíð og þar tókst henni að
virkja og samstilla stóran hóp
kvenna sem kunnu að meta for-
ystuhæfileika hennar.
Það var einhver spenna og dul-
úð í kringum Katrínu, þ.e. um for-
tíð hennar, ættir og sögu. Hún
bar þetta tiginborna fas sem var
henni eðlislægt en alltaf var stutt
í hláturinn, brosið og góðvildina.
Þetta skýrðist allt í ævisögu
hennar „Saga þeirra, saga mín“
sem Helga Guðrún Johnson skrif-
aði. Þessi tími í hennar lífi hjá
Fáki var henni afar kær og mik-
ilvægur og eldmóður hennar aldr-
ei meiri. Þrátt fyrir fall af hesti
sem gerði það að verkum að hún
þurfti að hætta útreiðum hélst
áhuginn áfram fyrir hestum,
starfinu í Fáki og fólkinu sem hún
hélt ætíð nánu sambandi við. Hún
tók að sér um margra ára skeið að
safna fyrirtækjum í firmakeppni
Fáks sem er ekki auðvelt starf.
Þar reynir mikið á mannleg sam-
skipti og útgeislun hringjandans
en því fékk ég sjálfur að kynnast
hjá Katrínu og sá hvílíkt happ þar
var fyrir félagið að eiga hana að.
Hún fór í ham þegar hún hafði
þessi Fáksverkefni á höndum sér
og var þá ekki auðvelt að ná henni
í eitthvað hverdagslegt spjall.
Katrín átti marga góða hesta
og hafði næmt auga þegar kom að
meta kosti og galla.Þar kom
innsæið hennar eðlislæga aftur að
notum. Ég man sérstaklega eftir
brúnni hryssu sem hún átti og
Perla hét og gekk hún á fjaður-
mögnuðu tölti undir henni og
sjálfri sér svo dögum skipti á
ferðalagi sama hver undirburður-
inn var. Guðmundur sem hafði
fussað eilítið yfir þessu brölti
Katrínar í hestamennskunni til að
byrja með, en stundað laxveiðina
af sama kappi, braut saman
stöngina og tók við taumnum af
Katrínu og stundaði hesta-
mennsku og ferðalög fram á ní-
ræðisaldur og áttum við þar sam-
an margar ánægjustundir í
ferðalögum með Fáki og Íshest-
um.
Skuggar gæðinga þeirra sjást
ekki lengur á sléttunni á Langa-
nesmelum í haustsólinni austur
við Eystri Rangá. Minningin lifir
um heiðurshjón sem sigldu um
heimsins höf, tóku land og
byggðu upp blómlega verslun
ásamt sonum sínum sem er nú er
kjarni Vesturbæjar. Aðstandend-
um votta ég samúð mína.
Þormar Ingimarsson.
Við kynntumst fyrir um 20 ár-
um. Hún hringdi í mig, kynnti
sig, sagði mér af okkar mögulegu
fjölskyldutengslum og bauð mér í
kaffi á heimili sitt í Laugarásn-
um. Þar kynntist ég þessari fág-
uðu, fallegu og ekki síst vilja-
sterku og hugrökku konu sem
átti eftir að segja ævisögu sína í
bók sem varð ein metsölubóka
það árið, Saga þeirra, sagan mín.
Hún sagði mér þegar bókin var í
smíðum að hún yrði ekki sátt við
líf sitt nema segja þessa sögu,
sem samstarfskona hennar
Helga Guðrún Johnson kom svo
vel til skila og á nærgætinn hátt
gagnvart þeim sem hlut áttu að
máli.
Hún miðlaði mér af þekkingu
sinni og lífsreynslu fyrri ára. Við
ræddum okkar mögulegu fjöl-
skyldutengsl, þau sem þar komu
við sögu, skoðuðum gamlar ljós-
myndir og höfðum samband við
stjúpbróður hennar Kristján
Gunnar Þórðarson, rithöfund og
fv. blaðamann, sem býr í Banda-
ríkjunum og tók upp nafnið Chris
Albertson. Reyndum að bjóða
honum til Íslands án árangurs,
ræddum ítrekað við hann í síma
og auðheyrt var að þau voru
hvort öðru nákomin og samtölin
kærleiksrík. Þannig kom hún mér
líka fyrir sjónir, kærleiksrík, og
þannig var hún í minn garð einn-
ig.
Við hittumst öðru hverju eftir
okkar fyrsta samtal, en allt of
sjaldan undir það síðasta, harma
ég það og kenni mér um. Nú er
orðið of seint að bæta úr því og
lærdómurinn enn einu sinni, að
því sem er manni kært skuli mað-
ur ekki slá á frest.
Hugur minn fyllist hlýju og
þakklæti við tilhugsunina um
Köndu. Okkar samtöl voru mér
mikils virði.
Ég sendi fjölskyldu hennar
innilegar samúðarkveðjur. Megi
það vera þeim huggun að hafa átt
að þessa stórbrotnu konu.
Margrét Sigrún
Björnsdóttir.
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
PÉTUR MOGENS LÚÐVÍKSSON
sjómaður,
Gyðufelli 10, Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landspítalans
9. september.
Útförin fer fram frá Garðakirkju fimmtudaginn 20. september
klukkan 15.
Jóhanna Sigrún Thorarensen
Ragnar Ægir Pétursson Margrét Pálmadóttir
Berglind Ellen P. Petersen
og barnabörn
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
BJARNHILDUR HELGA LÁRUSDÓTTIR,
Fróðengi 3,
lést 12. miðvikudaginn september.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Ragnheiður M. Guðmundsd. Ragnar Ágúst Eðvaldsson
Bjarnhildur Helga Ragnarsd. Magnús Ingi Finnbogason
Þórunn Magnea Ragnarsd.
Eðvald Ágúst Ragnarsson
Jóhanna Dís Magnúsdóttir
Magnús Ingi Magnússon
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HULDA INGER KLEIN KRISTJÁNSSON,
Hjallaseli 55, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð
þriðjudaginn 4. september.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 17. september
klukkan 11.
Sophus Klein Jóhannsson Áslaug Ingólfsdóttir
Brynja Jóhannsdóttir Rúnar Gíslason
Ottó Ragnar Jóhannsson Pálmey Jóhannsdóttir
Hjördís Jóhannsdóttir Elín Margrét Jóhannsdóttir
ömmubörn og langömmubörn