Morgunblaðið - 15.09.2018, Blaðsíða 39
af henni Svövu þarna uppi í
Borgarfirðinum og eiga þar vin-
um að mæta.
Að leiðarlokum þökkum við
fyrir samfylgdina, minnumst
margra ánægjustunda og varð-
veitum hugljúfa minningu um ein-
staka eðalkonu.
Við vottum Pétri og fjölskyld-
unni okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd bekkjarsystkina
III-bekk RHS 1965-1966,
Hjalti Þórisson og
Kristjana Leifsdóttir.
Þegar ég var unglingur eign-
aðist ég pennavinkonu, eins og al-
gengt var í þá daga. Þessi vinkona
mín var Svava Sjöfn, sem bjó í
Skagafirði. Þessi bréfaskrif
hættu svo að einhverjum tíma
liðnum og við týndum hvor ann-
arri.
Haustið 1967 fór ég á Hús-
mæðraskólann að Varmalandi.
Þegar við höfðum komið okkur
fyrir var komið að því að við allar
tilvonandi skólasysturnar áttum
að kynna okkur lítillega. Nema
hvað við hlið mér situr þá ung
stúlka að nafni Svava Sjöfn, við
urðum báðar jafn undrandi að
hittast þarna. Við skólasysturnar
allar áttum svo frábæran vetur á
Varmalandi og kynni okkar hafa
alla tíð síðan verið góð og traust.
Við höfum á nokkurra ára fresti
efnt til hittings víða um land, í
heimabyggð hver annarrar. Það
eru ógleymanlegar helgar, vel
tekið á móti okkur og margt
skrafað og margs að minnast. Við
höfum í gegnum þessar samveru-
stundir fylgst lítillega með lífs-
hlaupi hver annarrar og lífið
hennar Svövu okkar var enginn
dans á rósum, eftir að veikindin
fóru að gera meira vart við sig. En
hún átti góðan eiginmann og það
var mannbætandi að fylgjast með
því hversu mikla umhyggju hann
Pétur bar fyrir Svövu sinni. Síð-
astliðið vor, þegar við fögnuðum
50 ára útskrift frá Varmalandi,
komum við saman á Hvanneyri, á
fallegu heimili Svövu og Péturs.
Það var yndisleg helgi eins og all-
ar hinar og gott að eiga þessa
samverustund núna í minning-
unni. Svava hafði þá nýlega
greinst með krabbamein á háu
stigi, en að okkar mannanna áliti
hafði nóg verið lagt á elsku Svövu
áður, að vera með MS stóran
hluta ævinnar.
Svava skólasystir mín er fallin
frá langt um aldur fram. Ég votta
Pétri og fjölskyldunni dýpstu
samúð okkar hjóna. Góður Guð
styrki ykkur í soginni og blessi
minninguna um yndislega konu.
Jórunn Eggertsdóttir.
Í dag kveð ég vinkonu til ára-
tuga, Svövu Sjöfn Kristjánsdótt-
ur heimasætu úr Skagafirði.
Svava kom ung stúlka til náms
á Varmalandi. Þá kynntist hún
Pétri Jónssyni, borgfirskum
bóndasyni, og framtíðin var ráðin.
Saman leiddust þau alla tíð síðan.
Svava var glæsilegur einstak-
lingur, vel gerð til orð og æðis og
maður þurfti ekki mikla viðkynn-
ingu til að skynja að hún vildi öll-
um vel. Lagði sitt til samfélags-
ins, kom víða við, sat í
sveitarstjórn og var umhugað um
landið sitt, sveitina sína og sitt
nánasta umhverfi.
Svava var ljúflingur heim að
sækja, hún og Pétur áttu fallegt
heimili á Hvanneyri, þar sem
gaman var að koma, drekka kaffi,
gleðjast og skiptast á skoðunum.
Svava var fjölskyldumann-
eskja fram í fingurgóma, hélt vel
utan um sitt fólk og undir það síð-
asta var hún svo heppin að öll
börnin voru flutt að Hvanneyri.
Maður fann að Svövu var annt um
sína, jafnt í blíðu sem stríðu. Stóð
í stafni þegar gaf á bátinn en lét
aðra um ljósið þegar betur áraði.
Það lýsti Svövu vel, hún þurfti
ekki utanaðkomandi upphefð en
uppskar ríka virðingu þeirra sem
hana þekktu.
Samskipti okkar Svövu sneru
ekki minnst að samfélagsmálum.
Hún var alltaf tilbúin að gefa ráð
og ræða málin. Kannski ekki allt-
af sammála um öll mál en höfðum
sömu sýn.
Ég hitti Svövu í síðasta fáum
dögum fyrir andlátið. Hún var
þrotin kröftum en hélt reisn sinni
þar sem hún lá í rúmi sínu og
ræddi við mig. Við ræddum ekki
veikindi heldur góðar stundir.
Hestaferðir, samkomur og lífið.
Gott ef við komum ekki við í
Skagafirði. Þremur dögum síðar
hélt hún í sína hinstu ferð í þessu
jarðneska lífi.
Eiginmanni Svövu, Pétri Jóns-
syni, og allri fjölskyldunni votta
ég mína dýpstu samúð og vona og
trúi að góður Guð muni halda
verndarhendi sinni yfir þeim.
Sveinbjörn Eyjólfsson.
Það er húmdökkt haustkvöld
og litbrigði náttúrunnar minna á
vetrardvalann. Lífsljós náinnar
vinkonu og samferðakonu er
slokknað. Minningin um síðustu
heimsóknina sækir á hugann,
skuggaský sorgar og saknaðar.
Þó að okkur hafi verið ljóst að
hinn illvígi sjúkdómur sem Svava
hafði barist við af miklum hetju-
skap um nokkurt skeið gæti haft
sigur kemur hið endanlega boð
ávallt illa við og snertir sáran
streng.
Kynni okkar hófust þegar þau
Pétur fluttu hingað að Hvanneyri
frá Danmörku árið 1973 og við
höfum átt samleið í leik og starfi
æ síðan. Í starfi við Bændaskól-
ann og síðar Landbúnaðarháskól-
ann við margvísleg verkefni. Í
samstarfi við fyrirtæki þeirra
Péturs við uppbyggingu staðar-
ins. Á vettvangi sveitarstjórnar
og margvíslegra samfélagslegra
verkefna. Á þetta samstarf, sem
var mikið og náið, bar aldrei
skugga og lagði það grunn að
traustum vináttuböndum langra
samvista. Þá vorum við með í að
stofna þjóðdanshóp til að sýna
þjóðdansa á landsmóti UMFÍ árið
1975 og áttum þar síðan ánægju-
og gleðistundir um áraraðir.
Þau Pétur og Svava voru í hópi
þess unga fólks sem á sínum tíma
kaus að setjast að og byggja eigið
húsnæði hér á Hvanneyri, sem
áður hafði einungis þjónað sem
samastaður nemenda og starfs-
manna skólans. Þetta frumkvæði
myndaði grunninn að því sam-
félagi sem nú blómstrar hér. Þau
hafa allan tímann borið hag stað-
arins fyrir brjósti og verið mjög
virk í að efla og styrkja samfélag-
ið. Fyrirtæki þeirra hafði for-
göngu um að byggja húsnæði til
þess að skapa fólki möguleika á að
setjast hér að.
Svava var hamingjusöm í
einkalífi sínu og voru þau Pétur
eitt í öllu því sem þau tóku sér fyr-
ir hendur í smáu og stóru. Sam-
hent í gleði og sorg og sífellt gef-
andi af sér og miðlandi til þeirra
sem áttu samleið á vegferð lífsins.
Rausn og myndarskapur í öllum
þeirra verkum hvort sem var í
leik eða starfi og framtíðin blasti
við björt og farsæl.
Það var því mikið áfall þegar
hún greindist með MS-sjúkdóm í
blóma lífsins, alvarlegan sjúkdóm
sem einungis myndi unnt að halda
í skefjum en bati ekki í sjónmáli.
Hún lét það þó ekki á sig fá og
sýndi alla tíð mikið æðruleysi og
vakti oft undrun og aðdáun fyrir
það hversu miklu hún fékk áorkað
og gefið af sér í þeirri glímu sem
hún háði löngum og löngum. En
þá kom annað áfall, illvígur sjúk-
dómur og fyrir lá barátta sem far-
ið gat á alla vegu, en aldrei lét hún
bilbug á sér finna og lífsgleðin og
viljinn réði för til hinstu stundar.
Hún sem með lífi sínu veitti svo
mörgum, svo mikið og gaf af sér
til samfélagsins okkar hér á
Hvanneyri er horfin okkur, héðan
í frá lifir minningin ein. Í dag er
hún borin til hinstu hvílu, ævisól
hennar hnigin til viðar og bjarmar
af nýjum degi hins eilífa lífs í kær-
leiksríkum náðarfaðmi hins al-
góða Guðs. Við minnumst hennar
með virðingu og söknuði í huga.
Kæri Pétur, börn og fjölskyld-
an öll, við sendum ykkur innilegar
samúðarkveðjur á sorgarstund.
Megi algóður Guð vera þér og
fjölskyldunni styrkur á erfiðri
stund. Blessuð sé minning Svövu
Sjafnar Kristjánsdóttur.
Magnús, Steinunn og
fjölskylda, Hvanneyri.
Það var fyrir nokkrum áratug-
um að leiðir okkar Svövu og Pét-
urs lágu saman á Hvanneyri. Þau
voru þá af miklum dugnaði að
reisa sér íbúðarhús. Nokkru síðar
höguðu örlögin því þannig til að
við fluttumst í hús handan við göt-
una þar sem þau bjuggu. Það kom
því einhvern veginn af sjálfu sér
að samgangur og einlæg vinátta
milli okkar fjölskyldna var mikil,
sem var sonum okkar mikils virði.
Fyrir það viljum við á þessum
tímamótum færa sérstakar þakk-
ir.
En við vorum greinilega ekki
þau einu sem nutu hlýleika þeirra
og góðsemi því oftar en ekki þeg-
ar okkur var litið yfir til þeirra
voru gestir í heimsókn og greini-
legt að þau voru einstaklega vina-
mörg. Það segir meira en mörg
orð um trygglyndi Svövu við ætt-
ingja og vini.
Það var svo nokkrum árum síð-
ar, eiginlega fyrir tilviljun, að
nokkur pör á Hvanneyri fóru að
æfa og sýna íslenska þjóðdansa
og þar voru Svava og Pétur með. Í
fyrstu voru þessar æfingar og
sýningar nokkuð tilviljanakennd-
ar. Síðar, árið 1995, var þessi hóp-
ur stofnaður með formlegum
hætti og starfar enn, þar voru
Svava og Pétur meðal okkar
áhugasömustu félaga. Þau voru
bæði afar félagslynd og frábærir
félagar á svo marga vegu. Þau
voru ávallt tilbúin að leggja gott
til málanna. Við áttum því margar
samverustundir, sem ávallt ein-
kenndust af glaðværð og vináttu.
Fyrir þessar frábæru stundir vilj-
um við færa innilegustu þakkir
um leið og við sendum Pétri og
fjölskyldunni samúðarkveðjur.
Grétar og Hafdís.
Svava var mjög mikil vinkona
okkar hjóna til tæplega fjörutíu
ára. Við kynntumst henni og Pétri
fljótlega eftir að við fluttum að
Hvanneyri, þá voru báðar fjöl-
skyldurnar að hasla sér völl í
vinnu og að koma upp fjölskyldu.
Allir á fullu í mikilli vinnu. Áhuga-
málin og viðhorf til lífsins voru
svipuð. Eitt einkenndi þó alltaf
Svövu Sjöfn umfram okkur hin,
en það var þetta skagfirska blóð
sem hún bar. Hún var alla tíð mik-
ill Skagfirðingur í hjarta og sál,
en hún var fædd og uppalin á Ós-
landi í Óslandshlíð. Svava var
gullfalleg stúlka, en þrátt fyrir
sinn skagfirska uppruna var hún
ekki söngvin. Í Skagafirði átti hún
mikinn frændgarð, sem hún
heimsótti reglulega. Einn dýr-
mætan eiginleika hafði hún úr
heimagarði, en það var mikil
vandvirkni. Hún hafði einstaklega
fallega rithönd, sem hún sagði að
pabbi sinn hefði kennt sér og
meðal annars var fjallskilaseðill
Andakílshrepps handskrifaður af
henni til margra ára.
Hennar helsta áhugamál var
fólk og mannlíf. Hún starfaði til
margra ára á skrifstofu Bænda-
skólans á Hvanneyri, síðar Land-
búnaðarháskóla Íslands og
kynntist því fjölda ungs fólks sem
kom til skólavistar.
Hún var eins og uppflettirit
varðandi marga nemendur skól-
ans. Við fjölskyldurnar áttum
sameiginlegt áhugamál, sem við
deildum árum saman, en það var
hestamennska. Við byggðum
saman hesthús á Hvanneyri í Le-
golandi. Við riðum út saman í
Andakílnum og fórum í hestaferð-
ir á sumrin vítt og breitt um land-
ið, ásamt fleiri vinum. Svava var
alltaf vel ríðandi og reið sínum
hestum af kvenlegri hógværð og
hafði milda stjórn á okkur körl-
unum ef henni fannst við fara yfir
strikið á einhvern hátt. Við Pétur
reyndum að haga þannig málum á
ferðum okkar að eiginkonur okk-
ar væru vel ríðandi, helst á fal-
legum, viljugum og þjálum hest-
um, sem leiddi óneitanlega til þess
að við vorum sjálfir inni á milli
kannski ekki á truntum, en hest-
um sem létu kannski ekki alveg að
stjórn eða sýndu ganglag sem
hæfði ekki hverjum sem er, svo
vægt sé til orða tekið. Hestakost-
ur okkar var einfaldlega ekki
nægur á þessum árum til lengri
ferða. Eitt sinn á ferð í kringum
Langjökul bjargaði Svava okkur
frá hungurdauða, sögðum við. Við
riðum frá Skammá, austur með
Réttarvatni í áttina að Áfanga-
tjörn þegar skall á niðdimm þoka.
Við fundum samt skálann, en svo
var ekki með trússbílinn, hann
lenti í ógöngum og hittum við
hann ekki fyrr en kvöldið eftir á
Hveravöllum. En Svava hafði ver-
ið svo fyrirhyggjusöm þar sem við
áðum við Skammá að taka með
brauð og epli, sem við lifðum á í
reiðinni yfir Krák að Hveravöll-
um. Svava var betri en engin þeg-
ar kom að matseld, enda menntuð
frá Húsmæðraskólanum á
Varmalandi í Borgarfirði, en frá
þeim tíma átti hún góðar vin-
konur.
Það er mikil sorg að sjá á eftir
góðri vinkonu en missir Péturs og
fjölskyldu er enn meiri, en fátt er
eins erfitt og að sjá eftir yndis-
legri eiginkonu, þegar tími meiri
samveru er fram undan eftir að
striti hins daglega amsturs lýkur.
Við sendum allri fjölskyldunni
okkar bestu samúðarkveðjur.
Gunnar Örn og Elísabet á
Hvanneyri.
Það er svo einkennilegt og
ótrúlegt að vera að skrifa minn-
ingargrein um hana Svövu. Alltaf
finnst manni að það sé nægur tími
og alltaf ætlar maður að fara að
hittast. Svo allt í einu er það orðið
of seint og ekkert nema minning-
ar eftir. En sem betur fer eru þær
margar og góðar. Þegar við fjöl-
skyldan fluttum að Hvanneyri tók
hún á móti okkur með sínu fallega
brosi, bláu augum og léttu lund.
Þau Pétur vildu allt gera til að
auðvelda okkur að aðlagast í nýju
samfélagi. Og það átti ekki bara
við um okkur. Þau voru einhvern
veginn félagslegur kjarni í þessu
litla samfélagi sem Hvanneyri
var, hjálpleg, ljúf og skemmtileg.
Svava var líka potturinn og pann-
an í félagsmálum staðarins, hjart-
að í kvenfélaginu, virk í ung-
mennafélaginu og var í
hreppsnefnd. Hún bar hag sam-
félagsins fyrir brjósti og var yfir-
leitt áhugasamari um líðan vina
sinna og fjölskyldu en sína eigin.
Þegar ég forðum daga var að
skrifa lokaritgerð í kennaranámi
leyfði hún mér að skrifa hana á
heimilistölvuna sína, þar sem ég
átti enga. Ég kunni varla fingra-
setningu en kom kvöld eftir kvöld
og hamraði á tölvuna hennar. Hún
leiðbeindi mér af ljúfmennsku
sinni, lagaði skrifin til eftir á og
kom plagginu í læsilegt horf.
Þannig kenndi hún mér að setja
upp texta á læsilegan og aðgengi-
legan hátt. Það eru svo margar
fleiri minningar sem leita á hug-
ann. Hestaferðir, matarboð, ferð-
ir með börnunum, glaðar og góðar
stundir með kærum vinum. Eða
laufabrauðsgerðin. Þar var hún
leiðtoginn, svo flink og kunni allt
svo vel. Kenndi mér að fletja út
næfurþunnar kökur og steikja svo
upp úr sjóðheitri feitinni sem ég
hafði áður verið svo hrædd við.
Við vorum yfirleitt nokkrar sam-
an og mikið fjör og mikið steikt.
Krakkarnir og eiginmennirnir
skáru út og svo var borðað saman
á eftir.
Allt svo yndislegar og
skemmtilegar stundir sem nú eru
ljúfar minningar sem gott er að
eiga og rifja upp. Við Siggi minn-
umst Svövu vinkonu okkar með
miklum söknuði.
Hjartans samúðarkveður send-
um við fjölskyldan til ykkar kæri
Pétur, Ómar og Íris, Kristján og
Anna, Kristín og Öyvind og börn.
Ólöf og Sigurður.
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018
Sendum okkar innilegustu þakkir til
ættingja og vina fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR PÁLSDÓTTUR
frá Hjarðarbóli, Eyrarsveit.
Sérstakar þakkir sendum við starfsmönnum
á Kríulundi, Hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boðaþingi, fyrir einstaka
hlýju og umhyggju.
Pálmar Einarsson Elín Snorradóttir
Sigríður Einarsdóttir Hallbjörn Þorbjörnsson
Jakobína H. Einarsdóttir Guðlaugur Einarsson
Sædís Einarsdóttir Magnús Jónasson
Svandís Einarsdóttir Kristján J. Kristjánsson
Svava Einarsdóttir Birgir Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
BÓELAR ÁGÚSTSDÓTTUR
frá Svanavatni.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Dvalarheimilisins Lundar á Hellu fyrir góða umönnun og
umhyggju.
Viðar Marmundsson
Aðalheiður Viðarsdóttir Ottó Ólafur Gunnarsson
Bjarki Viðarsson Sigurbjörg Leifsdóttir
Guðbjörg Viðarsdóttir Jón G. Valgeirsson
ömmubörn og langömmubörn
Við þökkum auðsýnda samúð og vinarhug
vegna andláts og útfarar
SVÖVU SVEINSÍNU
SVEINBJÖRNSDÓTTUR
frá Hnausum í Þingi,
Fellsmúla 2, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimaþjónustu
Reykjavíkurborgar og Viðeyjarstofu á Hrafnistu í Reykjavík fyrir
góðan stuðning og prýðilega umönnun um árabil.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ólafur R. Dýrmundsson
Jórunn S. Sveinbjörnsdóttir
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og styrk við andlát og útför
sonar míns og bróður,
ÞORSTEINS KRISTINS
STEFÁNSSONAR,
Lokastíg 4, Dalvík.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rannveig Anna Guðmundsdóttir
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elsku föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR EYJÓLFSSONAR,
Veghúsum 1.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Heimahlynningar og líknardeildar LSH í Kópavogi fyrir einstaka
umönnun og hlýju.
Guðmundur Kr. Guðmunds. Sandra Rut Gunnarsdóttir
Margrét Erla Guðmundsd. Halldór Heiðar Sigurðsson
Eyjólfur Brynjar Guðmunds. Idania Guðmundsson
Ágúst Ingi Guðmundsson Anna Gunnlaugsdóttir
Hulda Björk Guðmundsdóttir Þór Eiríksson
Hanna Guðrún Kristinsdóttir Pétur Hjaltested
Guðleifur Ragnar Kristins.
Heiðrún Gunnarsdóttir Ágúst Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn