Morgunblaðið - 15.09.2018, Side 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Ókeypis aðgangur á greiningarsýningu í Myndasal
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Heiðnar grafir í nýju ljósi – sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð
Alfreð D. Jónsson – Hver er á myndinni? Greiningarsýning í Myndasal
Hjálmar R. Bárðarson – Aldarminning á Vegg
Prýðileg reiðtygi í Bogasal
Leitin að klaustrunum í Horni
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sunnudagur 16.9. kl. 14 Leiðsögn:
Náttúran og sjónarhornin með Viðari Hreinssyni.
Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
grunnsýning Safnahússins
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið alla daga 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið alla daga 10-17
LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR – 17.7 - 16.12.2018
Leiðsögn um handritin á sýningunni laugardaginn 15. september kl. 14
Sunnudagsleiðsögn 16. september kl. 14 – Ókeypis fyrir meðlimi Selmuklúbbsins
ÝMISSA KVIKINDA LÍKI - ÍSLENSK GRAFÍK – 11.5. - 23.9.2018
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign – 7.4.2017 - 31.12.2019
BÓKFELL Eftir Steinu í Vasulka-stofu – 18.5. – 31.12.2018
SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga frá kl. 10-17.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON
21.10.2017 - 7.10.2018
Opið alla daga frá kl. 13-17.
Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR
KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
15.5. - 15.9.2018
Opið alla daga frá kl. 13-17.
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Guðrún Óla Jónsdóttir
gudruno@mbl.is
Tónlistarmaðurinn Nick Cave verð-
ur heiðraður í Tjarnarbíói í kvöld,
laugardag, kl. 20.30. Tilefni tónleik-
anna er 60 ára
afmæli kappans,
sem hann fagnaði
á síðasta ári, og
35 ára starfs-
afmæli hljóm-
sveitar hans, The
Bad Seeds.
Cave hefur
komið að útgáfu
á yfir tuttugu
hljóðversplötum
auk þess sem hann hefur samið
tónlist fyrir fjölda kvikmynda og
smærri verkefna. Þá má segja að
hann sé í hópi hinna svokölluðu Ís-
landsvina en hann hefur heimsótt
landið alls fjórum sinnum og unnið
með leikhópnum Vesturporti.
Erfiðast að velja á milli
Daníel Hjálmtýsson er einn
þeirra sem koma að skipulagningu
kvöldsins. Hann segir að á tónleik-
unum verði einblínt á lagasmíðar
Nick Cave and the Bad Seeds sem
spannar yfir 35 ára tímabil.
„Við tökum lög af næstum því
hverri einustu plötu frá öllum ferli
sveitarinnar og alveg til dagsins í
dag. Erfiðasta verkefnið í þessu
verkefni var að velja lög fyrir tón-
leikana úr hópi þeirra 45 sem við
skrifuðum fyrst niður á blað,“ segir
Daníel og hlær.
Hvernig völduð þið svo úr lög-
unum?
„Við töluðum um að einblína á að
taka lög sem tónleikagesti myndi
langa að heyra, svona bestu lögin
og jafnvel lög sem Nick Cave and
the Bad Seeds taka ekki lengur live
á tónleikum.“
Daníel bætir við að flestir ættu
að þekkja lögin sem verða flutt og
nefnir lög eins og „Into my arms“,
„Red, red hand“, „Where the wild
roses grow“, „Straight to you“ og
„People ain’t no good“.
„Upprunalega pælingin var að
láta nýjustu plötuna vera því hún
er vel þung og fjallar mikið um
hvernig Cave tekst á við andlát
sonar síns og annað. En við
ákváðum svo að taka eitt lag af
þeirri plötu.“
Hvað passar best saman?
Daníel segist vera mikill aðdá-
andi Nicks Cave og það sé ekki
hlaupið að því að fara upp á svið og
syngja lögin hans.
„Við berum mikla virðingu fyrir
efninu en höfum þurft að sníða lög-
in aðeins að okkur þar sem við er-
um færri en hljómsveitin The Bad
Seeds. Við tökum sambland af
stúdíóútgáfum og live-útgáfum og
þurftum að velta því vel fyrir okkur
hvað okkur fannst passa best sam-
an og hvernig.“
Daníel mun sjá um sönginn auk
þess að spila á píanó og gítar. Með
honum verða Birkir Rafn Gíslason
á gítar, Hálfdán Árnason á bassa,
Skúli Gíslason á trommur, Tómas
Jónsson sem spilar á píanó, orgel
og hljóðgervla og Ester Petra
Gunnarsdóttir sem spilar á fiðlu og
slagverk. Auk þess sjá hljómsveit-
armeðlimir um raddir. Þá verður
Elín Harpa Héðinsdóttir sérstakur
gestur, ásamt sönghóp.
Salurinn er opnaður kl. 20 en
tónleikarnir hefjast kl. 20.30.
Virðing borin
fyrir efninu
Nick Cave heiðraður í Tjarnarbíói
Heiðraður Nicholas Edward Cave, betur þekktur sem Nick Cave, fæddist í Ástralíu 22. september 1957. Á tónleik-
unum í Tjarnarbíói verða flutt lög úr smiðju hans og The Bad Seeds. Hér sést Cave í tónleikamyndinni Distant Sky. Daníel
Hjálmtýsson
Kvikmyndaflokkurinn Fyrir opnu
hafi verður að venju á dagskrá Al-
þjóðlegrar kvikmyndahátíðar í
Reykjavík, RIFF, en í honum eru
sýndar myndir sem bjóða upp á
margbrotna og magnaða sýn á
veruleikann, eins og skipuleggj-
endur hátíðarinnar lýsa því en hún
hefst 27. september næstkomandi.
„Á hverju ári þyrla sömu mynd-
irnar upp ryki á kvikmyndahátíð-
um víða um heim. Þetta eru meist-
arastykki sem sum hver eru úr
smiðju þekktra kvikmyndagerð-
armanna en önnur koma áhorf-
endum algerlega í opna skjöldu,“
segir í tilkynningu. Flokkurinn sé
því helgaður broti af því besta á
kvikmyndahátíðum undanfarinna
vikna og rjómanum af bestu kvik-
myndum undanfarinna mánaða.
3 dagar í Quiberon/
3 Tage in Quiberon
Sannsöguleg mynd um aðdrag-
anda sögufrægs viðtals við þýsku
leikkonuna Romy Schneider sem
birtist í tímaritinu Stern árið 1981.
Myndin keppti um Gullbjörninn á
kvikmyndahátíðinni í Berlín og er
leikstýrt af Emily Atef.
Þrjú andlit/ Se rokh
Ung leikkona frá Íran hverfur
með dularfullum hætti. Áður en
hún hverfur sendir hún neyðarkall
til hinnar nafntoguðu leikkonu Be-
hnaz Jafari. Hún fer í ferðalag til
heimaslóða ungu konunnar, ásamt
leikstjóranum Jafar Panahi, sem
leikstýrir myndinni, í von um að
leysa ráðgátuna, segir í tilkynn-
ingu og að kvikmyndin sanni að
írönsk kvikmyndagerð sé einhver
sú besta í heiminum.
Framhjáhald/ En affære
Anita er íþróttakennari sem
byrjar að kenna við nýjan skóla.
Einn nemenda hennar verður
gagntekinn af henni og brátt fer
samband þeirra á vafasamar slóðir.
Leikstjóri er Henrik Martin Da-
hlsbakken.
Nafnlausar grafir/
Les tombeaux sans nom
Þrettán ára barn fer að leita að
gröfum fjölskyldu sinnar meðal
eyðilagðra þorpa en spurningin er
hvers það leitar í raun. „Eftir al-
þjóðlega sigurgöngu The Missing
Picture á Rithy Panh samtal við
sálir sinna nánustu, fórnarlömb
fjöldamorða Rauðu kmeranna, og
segir sögu af ótrúlegum hryllingi
sem þó er full af dulúð, ljóðrænu
og kærleika,“ segir í tilkynningu.
Hinn glaði Lazzaro/
Lazzaro felice
Tancredi, aðalsmaður með ein-
um of fjörugt ímyndunarafl, hefur
fengið nóg af ofríki markgreifynj-
unnar Alfonsina de Luna – drottn-
ingu sígarettnanna. Hann biður
Lazzaro, góðhjartaðan sveitamann
sem margir álíta einfeldning, um
að sviðsetja rán á honum. Þeim
verður vel til vina og Lazzaro
ferðast aftur í tímann í leit að
Tancredi, eins og segir í tilkynn-
ingu. Leikstjóri er Alice Ro-
hrwacher.
M
Menahem Lang býður áhorf-
endum að kynnast heimabæ sínum,
Bneı̈ Brak, höfuðborg rétttrúaðra
gyðinga, einnig þekkt sem „borg
svartstakkanna“. Hann snýr aftur
á vettvang glæps. Áhrifamikil saga
af þolanda misnotkunar sem snýr
aftur til að bjóða geranda sínum
birginn og finna styrk meðal ann-
arra brotaþola, segir í tilkynningu.
Leikstjóri er Yolande Zauberman.
Leitin að Ingmar Bergman / Auf
der Suche nach Ingmar Bergman
Þýski leikstjórinn Margarethe
Von Trotta varpar hér ljósi á líf og
störf kvikmyndagerðarmannsins
og brautryðjandans Ingmars Berg-
mans í gegnum myndbrot og viðtöl
við fjölskyldu hans og samstarfs-
fólk.
Sólsetur/ Napzállta
Sögusvið þessarar kvikmyndar
leikstjórans Lászlós Nemes er
Búdapest árið 1913. Hin unga Irisz
Leiter kemur til höfuðborgarinnar
í von um að gerast hattari í sögu-
frægri hattabúð sem var áður í
eigu foreldra hennar. Þessi áætlun
gengur ekki alveg upp og á sama
tíma er Evrópa á suðupunkti og
stutt í heimsstyrjöldina fyrri.
Of seint til að deyja ung /
Tarde para morir joven
Kvikmynd sem gerist í Síle árið
1990 þegar einræðisstjórninni er
nýlokið og lýðræði tekið við. Í litlu
sjálfbæru samfélagi við rætur
Andesfjalla búa ungmennin Sofía,
Lukas og Clara og eru að kynnast
flóknum tilfinningum og vanda-
málum í fyrsta sinn. Þá er einnig
fjallað um samfélagið í heild og hið
nýfengna frelsi. Leikstjóri mynd-
arinnar er Dominga Sotomayor
Castillo.
Kvikmyndir sem hafa
þyrlað upp ryki á hátíðum
Myndirnar sem
sýndar eru í Fyrir
opnu hafi á RIFF
Ástarsamband Úr norsku kvikmyndinni En affære sem segir af íþrótta-
kennaranum Anitu sem á í sambandi við einn nemenda sinna.