Morgunblaðið - 15.09.2018, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.09.2018, Blaðsíða 52
Bónusferðin nefnist nýtt útvarps- leikrit í tveimur hlutum eftir leik- hópinn Kriðpleir sem flutt verður á Rás 1 í dag kl. 14 og á sama tíma eftir viku. Ragnar hefur ráðið sig til að sækja óseld eintök af bókinni Bakað úr súrdeigi í helstu Bónus- búðir á landsbyggðinni. Ferðin fer öll úr skorðum eftir að Ragnar leyf- ir vinum sínum, Árna og Friðgeiri, að fljóta með sér í sendibílnum. Bónusferð Kriðpleirs LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 258. DAGUR ÁRSINS 2018 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.108 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Stjarnan og Breiðablik mætast í kvöld í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á Laugardals- velli. Breiðablik getur þar með unn- ið tvöfalt í bikarkeppnum KSÍ í sumar en kvennalið félagsins vann bikarinn í síðasta mánuði og var úr- slitaleikurinn einmitt gegn Stjörn- unni. Baldur Sigurðsson getur orð- ið bikarmeistari í fimmta sinn. »1 Breiðablik getur unnið tvöfaldan bikarsigur Sinfóníuhljómsveit Íslands býður til Barnastundar í Hörpuhorni í Hörpu fyrir yngstu hlustendurna í dag, laugardag, kl. 11.30. Á tónleikunum hljóma sígildir gullmolar í bland við kraftmikil lög. Sérstakur gestur á þessari fyrstu Barnastund vetrar- ins er trúðurinn Barbara sem Hall- dóra Geirharðs- dóttir túlkar. Barnastundin er um hálftíma löng og er að- gangur ókeyp- is. Barbara leiðir barna- stund í Hörpu í dag ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Þór Steinarsson thor@mbl.is „Ég kalla hann stundum litla fer- fætta loðna einkaþjálfarann minn. Ástæða þess að hann er hérna er að hann þarf að fá hreyfingu reglulega og ég þarf þess líka. Ég sit við tölv- una meira og minna allan daginn og ég þarf að hreyfa mig,“ segir Friðrik Skúlason tölvunarfræðingur um hundinn sinn í samtali við Morgun- blaðið. Friðrik hefur átt tvo hunda og hefur tekið þá með sér í vinnuna síð- astliðin 15 ár. Hann segir að fyr- irkomulagið sé mjög hentugt fyrir menn og dýr. „Gallinn við svona kyrrsetuvinnu er að maður fær ekki nægilega hreyfingu og þá er stór hjálp í því að hafa hund sem kemur reglulega og potar í mann ef honum leiðist eða ef honum finnst ég sitja of lengi fyrir framan tölvuna. Þá kemur hann og otar trýninu að mér þangað til hann fær athygli,“ útskýrir Friðrik. „Þetta byrjaði allt fyrir 15 árum þegar þáverandi samstarfsmaður minn mætti með hvolpinn sinn í vinnuna. Hann sagði mér að hvolp- inn hefði hann fengið gefins og það væru fimm hvolpar eftir úr gotinu sem yrði lógað ef enginn vildi eiga þá. Þannig að ég og frúin skruppum í bíltúr austur fyrir fjall og komum heim með lítinn hvolp í pappakassa,“ rifjar Friðrik upp. Á þeim tíma áttu Friðrik og eig- inkona hans fyrirtækið þar sem þau unnu bæði. Það gat því enginn bann- að þeim að taka hvolpinn með í vinn- una. „Það var ekkert vandamál að hafa hvolpinn í vinnunni. Það var pínulítið erfitt í upphafi þegar hann var að læra að það mátti ekki pissa á starfs- mennina og þess háttar en það kom nú fljótlega,“ segir Friðrik hlæjandi. Sá hundur hét Tryggur og hann fylgdi Friðriki í 13 ár eða alla tíð þangað til hann drapst. Fyrir nokkr- um árum tók Friðrik við öðrum hundi frá dóttur sinni og var því með tvo hunda í vinnunni hjá sér á tíma- bili. „Núna er bara þessi yngri vitleys- ingur með mér á daginn, sá heitir Torres. Það var fyrrverandi kærasti dóttur minnar sem skírði hann eftir spænskum knattspyrnumanni. Ég hef hvorki vit né áhuga á fótbolta en hann hélt nafninu þegar ég tók við honum. Núna er hann þó opin- berlega skírður í höfuðið á ágætis léttvínsframleiðanda frá Spáni. Það finnst mér miklu skemmtilegra,“ segir Friðrik sposkur. Torres liggur úti við glugga í vinnunni hjá Friðriki á milli þess sem hann viðrar Friðrik og tekur við heimsóknum frá börnum starfs- manna. „Svo eru hundar líka góðir fyrir sjálfsmyndina. Þeir líta alltaf upp til manns og finnst húsbóndinn vera það stærsta og æðislegasta í heim- inum. En það þarf að hafa tíma fyrir þá. Fólk á ekki að eiga hund nema það hafi tíma til að sinna honum,“ segir Friðrik að lokum. Morgunblaðið/Eggert Vinir Friðrik Skúlason og Torres eru bestu vinir. Torres passar að Friðrik gleymi ekki að hreyfa sig. Hefur tekið hundinn með í vinnuna í 15 ár  Hundar eru félagsverur  Torres einkaþjálfari Friðriks

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.