Morgunblaðið - 19.09.2018, Side 11

Morgunblaðið - 19.09.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2018 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin • Bolir • Túnikur • Blússur • Peysur • Vesti • Jakkar • Buxur 1988 - 2018 Nýjar glæsilegar haustvörur Eigum alltaf vinsælu bómullar- og velúrgallana í stærðum S-4XL N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Filippa borðstofuhúsgögn Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Komið og skoðið úrvalið Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mikill kostnaður við uppbyggingu hreinsistöðva, fráveitu og tengdra mannvirkja er meginástæða þess hve há fasteignagjöld í Borgarbyggð eru. Byggðastofnun birti á dögunum samanburð á heildarálagningu fast- eignagjalda í 26 sveitarfélögum á landinu. Þar er Borgarbyggð í 2. sæti. Gjöld af fasteignum eru annars sett saman úr nokkrum þáttum og þar á meðal fráveitugjaldi, sem hvergi er hærra á landinu en í Borg- arbyggð. Fjárfest fyrir 8,5 milljarða króna „Þetta á sínar skýringar,“ segir Gunnlaugur A. Júlíusson sveitar- stjóri í samtali við Morgunblaðið. Hann vísar til þess að árið 2006 keypti Orkuveita Reykjavíkur allan veiturekstur Borgarbyggðar. Var þá ljóst að fara þyrfti í dýrar endur- bætur á veitukerfinu sem sveitar- félagið hafði ekki bolmagn til að fara í. Hefur OR, nú Veitur, síðan end- urbyggt fráveitur og byggt dælu- og hreinsistöðvar í Borgarnesi, á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Bifröst. Er samanlagður kostnaður við þessar framkvæmdir nú orðinn um 8,5 milljarðar króna og fráveitu- málin komin í gott horf. Álagður fasteignaskattur í Borg- arbyggð í A-flokki sem íbúðar- húsnæði tilheyrir er 0,45% af fast- eignamati á hverjum tíma. Þessi skattur rennur til sveitar- félagsins. Álagn- ingarhlutfall fasteignaskatts er heldur lægra en víða gerist á landsbyggðinni. Það eru hins vegar aðrir þættir sem hækka gjöldin í heild sinni. Þannig var fráveitugjald í Borgarbyggð 516 kr. á hvern fermetra íbúðar- húsnæðis þar á árinu 2017, saman- borið við 390 kr. til dæmis á Akra- nesi og í Reykjavík, sem einnig eru á starfssvæði Veitna. Þá var vatnsgjald á hvern fer- metra íbúðarbygginga í Borgarnesi 296 krónur en 203 krónur í fyrr- nefndu sveitarfélögunum tveimur. Hækkun skatta fylgi fasteignamati „Auðvitað ætti að vera sanngirnis- mál að fasteignagjöldin, það er frá- veitu- og vatnsgjöldin, væru hin sömu á öllu starfssvæði Veitna. Sú ákvörðun snýst um pólitískan vilja þeirra sem stýra Orkuveitu Reykja- víkur en er ekki á valdi okkar í Borg- arbyggð. Á hinn bóginn hefur sveit- arstjórn lagt áherslu á að álagning fasteignaskatts í Borgarbyggð verði í samræmi við hækkun fasteigna- mats í sveitarfélaginu við gerð fjár- hagsáætlunar þess fyrir næsta ár þannig að skattbyrði aukist ekki. Sú vinna er nú þegar hafin,“ segir Gunnlaugur. Mál þetta var til umfjöllunar á síð- asta fundi sveitarstjórnar Borgar- byggðar. Samstaða ríkir um afstöðu sveitarstjórnar um þetta mál. Hall- dóra Lóa Þorvaldsdóttir, formaður byggðarráðs og fulltrúi Borgar- byggðar í stjórn OR, lagði áherslu á í umræðum um málið að eðlilegt væri að sterk fjárhagsstaða Veitna væri notuð til að lækka fráveitu- og vatnsgjald í Borgarbyggð með líku lagi og gert hefði verið í Reykjavík og á Akranesi. Guðveig Eyglóardótt- ir, fulltrúi minnihlutans, hvatti til að meirihlutinn og fulltrúar hans myndu beita sér af festu fyrir því að gjaldskrá OR vegna vatns- og frá- veitu verði sambærileg og á öðrum veitusvæðum fyrirtækisins. Það væri mikilvægt svo sveitarfélagið yrði samkeppnishæft við aðrar byggðir hvað álögur varðaði. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Borgarnes Fráveitumál í sveitarfélaginu eru komin í lag og þess sér stað í gjöldum sem greidd eru af fasteignum. Fráveituframkvæmdir skýra há fasteignagöld  Borgarbyggð í 2. sæti  Gjöldin verði þau sömu á öllu starfssvæði Veitna Gunnlaugur A. Júlíusson Ekkert samráð var haft við stjórn- völd hér á landi þegar bandaríska varnarmálaráðuneytið undirritaði á sunnudaginn viljayfirlýsingu um að leggja fram fjármuni til uppbygg- ingar á mannvirkjum á Grænlandi með það fyrir augum að styrkja stöðu Bandaríkjanna og Atlants- hafsbandalagsins á norðurslóðum. Þetta segir Sveinn H. Guðmars- son, blaðafulltrúi utanríkisráðu- neytisins. Hann segir jafnframt að áformin hafi engin áhrif á umsvif bandaríska hersins á Keflavíkur- flugvelli, en þar á að byggja stórt flugskýli og viðhaldsstöð fyrir kaf- bátaleitarflugvélar. Í yfirlýsingu varnarmálaráðu- neytisins segir að áhugi sé á því að fjárfesta á Grænlandi í því skyni að stuðla að auknu svigrúmi Banda- ríkjahers til þess að grípa til að- gerða og afla upplýsinga um stöðu mála innan þess með það fyrir aug- um að geta brugðist við breyttri stöðu öryggismála á norðurslóðum. Vilji sé til þess að setja mikla fjár- muni í slíkar fjárfestingar á Græn- landi. Þar á meðal fjárfestingar sem nýtist bæði til varnarmála og borgaralegrar starfsemi. Tekið er sem dæmi í þeim efnum að varnarmálaráðuneyti Bandaríkj- anna hafi áhuga á að fara í grein- ingarvinnu á því hvar sé ástæða til þess að fjárfesta í verkefnum tengdum flugvallarmannvirkjum á Grænlandi. Slíkar fjárfestingar væru hugsaðar til þess að styrkja möguleika Bandaríkjanna og NATO til þess að grípa til aðgerða á Norður-Atlantshafi og Bandaríkj- unum, Danmörku og íbúum Græn- lands til hagsbóta. Vivian Motzfeldt, utanríkisráð- herra Grænlands, segir að þarlend stjórnvöld fagni áhuga Bandaríkja- manna á að fjárfesta í vörnum landsins og séu reiðubúin að hefja viðræður við bandaríska ráðamenn um frekari útfærslu á slíkum fjár- festingum. Hliðstæð sjónarmið eru höfð eftir Anders Samuelsen, utan- ríkisráðherra Danmerkur, sem leggur áherslu á gott varnarsam- starf Bandaríkjanna og Danmerk- ur. Claus Hjort Frederiksen, varn- armálaráðherra Dana, segir þörf á aukinni viðveru og eftirliti á norð- urslóðum vegna vaxandi umferðar þar og aukins mikilvægis svæðis- ins. Ljósmynd/Wikipedia Varnir Þörf er talin á auknum varnarviðbúnaði NATO á Grænlandi. Auka hernað- arumsvif sín  Til greina kemur að Bandaríkjaher fjárfesti í flugvöllum á Grænlandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.