Morgunblaðið - 19.09.2018, Síða 31

Morgunblaðið - 19.09.2018, Síða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2018 Skáldsagan Meistararnir eftirHjört Marteinsson veitireinstaka innsýn i þaðhvernig heimur hinna full- orðnu litur út með augum barns. Rósi er tíu ára gamall og svo virðist sem hann sé al- farið alinn upp af afa sinum og nafna, Rósant. Hirti tekst á ein- stakan hátt að skrifa söguna svo hún virðist raun- verulega koma beint úr hug- arheimi barns, en í sögunni fær les- andinn einungis að vita hvað er að gerast í kringum Rósa á hverri stundu, sem og innsýn í nokkrar minningar sem tengjast því á einn eða annan hátt. Sagan snýst um nokkurra mánaða tímabil í lífi nafnanna, Evrópumót öldunga í frjálsum íþróttum sem fram fór í Finnlandi 1972, sem og æfingar og undanfara ferðalagsins. Rósi litli fylgist með afa sínum og æfingafélögum hans æfa af kappi fyrir mótið, en afinn er feikilega góð- ur kringlukastari og Evrópumethafi, þökk sé happakringlunni sem eig- inkona hans heitin gaf honum. At- burðarásin hefst fyrir alvöru þegar heimsfrægur sænskur kringlukast- ari, Rikki brúskur, heimsækir Ís- land í tilraun til að setja nýtt heims- met með hjálp íslenska vindsins og Rósant afi dæmir. Það eru ákveðin forréttindi að fá að fylgjast með upplifun Rósa af heimi hinna fullorðnu, en á sama tíma og hann skynjar og skilur allt sem gerist í kringum hann skilur hann samt svo lítið. Hann skynjar tilfinningar afa síns mætavel en það er ýmislegt í samskiptum hinna full- orðnu sem er honum óskiljanlegt. Meistararnir er passlega létt og skemmtileg lesning, þrátt fyrir nokkur dauðsföll sem henda bæði af náttúrulegum og ónáttúrulegum or- sökum. Stundum gæti lesandinn jafnvel þurft að staldra við og velta fyrir sér hvort það sem hann er að lesa um sé raunverulegt eða spunnið úr ímyndunarafli Rósa. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Úr hugarheimi barns Skáldsaga Meistararnir bbbbn Eftir Hjört Marteinsson Forlagið, 2018. Kilja, 217 bls. ÞORGERÐUR ANNA GUNNARSDÓTTIR BÆKUR Rithöfundurinn Hjörtur Marteinsson. Sjálfsvíg er vandmeðfariðumfjöllunarefni. Rann-sóknir hafa ítrekað sýnt aðsjálfsvíg eru „félagslega smitandi“, því þeim fjölgar þegar þau eru til umfjöllunar í fjölmiðlum. Af ótta og jafnvel vanmætti bregða margir skiljanlega á það ráð að vilja ekki ræða þetta erfiða málefni, sem getur einmitt orðið ennþá þungbær- ara fyrir þá sem eiga um sárt að binda og þá sem sjá ekkert nema svartnættið fram undan. Í einleiknum Allt sem er frábært beina enska leikskáldið Duncan Macmillan og írski skemmtikraft- urinn Jonny Donahoe sjónum að þessu vandasama viðfangsefni af virðingu og húmor. Verkið segir sögu manns sem er aðeins sjö ára þegar móðir hans reynir í fyrsta, en ekki síðasta, sinn að svipta sig lífi. Af lýsingum að dæma glímir móð- irin við geðhvarfasýki með tilheyr- andi upp- og niðurtúrum. And- spænis dauðanum bregst dreng- urinn við með því að búa til lista yfir allt sem er frábært í heiminum og gerir lífið þess virði að lifa því. Til að byrja með rata inn á listann einfald- ir hlutir eins og ís með dýfu, en list- anum deilir drengurinn með móður sinni í von um að geta bjargað lífi hennar. Eftir því sem fram líða stundir rata flóknari hlutir inn á listann sem endurspegla aldur og þroska drengsins allt fram á fullorð- insár. Rúmum áratug síðar gerir móð- irin aðra tilraun og í þetta sinn bregst sonurinn ekki við með barns- legri bjartsýni heldur réttlátri reiði. Áður en yfir lýkur verður áhorf- endum ljóst hversu gríðarlega mikil áhrif veikindi móðurinnar hafa haft á soninn, sem í örvæntingarfullri til- raun til að halda móður sinni stöð- ugri reynir að hemja tilfinningar sínar og vera sjálfur ávallt í jafn- vægi. Hann kemst þó ekki hjá því að fyllast bæði reiði og vanmætti gagn- vart aðstæðum sínum. Hvernig er hægt að koma í veg fyrir að önnur manneskja sjái það sem einu lausn vanlíðunar sinnar að svipta sig lífi? Stærsti ótti hans er hins vegar að honum gæti sjálfum einhvern tím- ann liðið jafn illa og móðurinni og brugðist við með sama endanlega hætti. Verkið vekur áhorfendur óneit- anlega til umhugsunar um hvaða áhrif það hefur á börn að alast upp við andleg veikindi foreldra með til- heyrandi áhyggjum og álagi sem aftur getur framkallað andleg veik- indi hjá börnunum sjálfum. Þannig glímum við sem samfélag ekki að- eins við „félagslegt smit“ sjálfsvíga, heldur einnig andleg veikindi sem „erfast“ hæglega sem lærð hegðun sé ekkert að gert til að hjálpa börn- unum að takast á við vandasamar kringumstæður sínar. Af ofangreindu mætti auðveldlega halda að hér væri á ferðinni þung eða erfið sýning. Svo er hins vegar ekki því efniviðurinn er matreiddur af hlýju og húmor. Samkvæmt for- skrift höfunda taka áhorfendur óvenjustóran þátt í uppfærslunni og ganga inn í ýmis hlutverk lykilfólks í lífi sögumannsins, sem Valur Freyr Einarsson túlkar. Sökum þessa verða engar tvær sýningar eins, enda býður spuninn upp á samtal. Enginn ætti samt að kvíða því að vera boðið að taka virkan þátt í framvindunni, því Valur Freyr hefur einstakt lag á að leiða áhorfendur í gegnum senurnar og grínið verður aldrei á kostnað þátttakenda. Ólafur Egill Egilsson leikstjóri hefur valið að raða áhorfendum all- an hringinn í kringum meginleik- rýmið. Skertar sjónlínur sem óneit- anlega fylgja slíkri uppröðun eru ríkulega bættar með aukinni nánd. Sem betur fer er Valur Freyr ekki bundinn við miðrými salarins heldur ferðast upp og niður eftir tröppum milli sætisraða og jafnvel aftur fyrir áhorfendur þegar því er að skipta. Hann tekur á móti áhorfendum í upphafi kvölds og deilir út broti af listanum yfir allt sem er frábært sem leikhúsgestir eru beðnir að lesa upphátt þegar hann nefnir númerið sem skráð er á miðann. Spuna- formið og uppröðun salarins minna áhorfendur á hvað við sem samfélag erum í raun tengd og vitum aldrei nema sessunautur okkar glími við depurð, kvíða eða sjálfsvígshugsanir hvort heldur er á eigin skinni eða sem aðstandandi. Íslensk þýðing og staðfærsla Kristínar Eiríksdóttur virkar með ágætum. Sömuleiðis lagaval list- rænna stjórnenda sem undirstrikar vel líðan sögumannsins hverju sinni. Einfaldur búningur og fábrotin um- gjörð Brynju Björnsdóttur þjóna efniviðnum vel. Þórður Orri Péturs- son á sérstakt hrós skilið fyrir út- hugsaða lýsingu. Þannig virkaði vel að myrkva salinn mun seinna en venjulega til að auðvelda áhorf- endum að sjá hver annan, heitir og kaldir litir voru notaðir með góðum árangri til að undirstrika ólíkar til- finningar sögumanns og loks ber að nefna skemmtilega ljósalausn loka- senunnar. Valur Freyr er eins og fiskur í vatni í þessari sýningu þar sem hann leikur, syngur og dansar léttilega í gegnum vandmeðfarinn efniviðinn. Hann býr yfir mikilli breidd sem leikari og hefur á umliðnum árum sýnt að hann fer jafn auðveldlega með að leika tengdamóður sína, eins og hann gerði í Tengdó árið 2012, og fulltrúa hins miskunnarlausa valds í dystópíunni 1984 á liðnum vetri. Sviðssjarmi hans og áreynsluleysi, en ekki síst einlægni, henta ein- staklega vel í Öllu sem er frábært. Í samræmi við efniviðinn er ekki boðið upp á neinar einfaldar lausnir í sýningunni. Áhorfendur eru aftur á móti minntir á að hamingjan býr í litlu hlutunum. Þeir, sem tekst að gleðjast yfir hversdagslegum hlut- um, halda vel nestaðir út í lífið. Að lokum er ekki úr vegi að deila ráði sögumannsins til þeirra sem eru að íhuga að svipta sig lífi, en það hljóm- ar svo: „Ekki gera það. Þetta lagast. Það verður kannski ekkert frábært. Ekki strax. En það verður betra. Smám saman. Það er alltaf von.“ Það er alltaf von Ljósmynd/Grímur Bjarnason Samtal „Samkvæmt forskrift höfunda taka áhorfendur óvenjustóran þátt í uppfærslunni og ganga inn í ýmis hlut- verk lykilfólks í lífi sögumannsins, sem Valur Freyr Einarsson túlkar,“ segir í rýni um Allt sem er frábært. Borgarleikhúsið Allt sem er frábært bbbbn Eftir Duncan Macmillan ásamt Jonny Donahoe. Þýðing og staðfærsla: Kristín Eiríksdóttir. Aðlögun og frekari stað- færing: Ólafur Egill Egilsson og Valur Freyr Einarsson. Leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson. Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir. Lýsing: Þórður Orri Péturs- son. Hljóð: Baldvin Þór Magnússon. Leikari: Valur Freyr Einarsson. Frumsýn- ing á Litla sviði Borgarleikhússins föstudaginn 14. september 2018. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fim 20/9 kl. 20:00 57. s Lau 29/9 kl. 20:00 59. s Fim 11/10 kl. 20:00 61. s Fös 21/9 kl. 20:00 58. s Fös 5/10 kl. 20:00 60. s Fös 12/10 kl. 20:00 62. s Besta partýið hættir aldrei! Allt sem er frábært (Litla sviðið) Fös 21/9 kl. 20:00 3. s Fim 27/9 kl. 20:00 6. s Lau 6/10 kl. 20:00 9. s Lau 22/9 kl. 20:00 4. s Fös 28/9 kl. 20:00 7. s Sun 7/10 kl. 20:00 10. s Sun 23/9 kl. 20:00 5. s Lau 29/9 kl. 20:00 8. s Fös 12/10 kl. 20:00 11. s Gleðileikur um depurð. Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið) Fös 21/9 kl. 20:00 Frums. Fös 28/9 kl. 20:00 5. s Lau 6/10 kl. 20:00 8. s Lau 22/9 kl. 20:00 2. s Lau 29/9 kl. 20:00 6. s Sun 7/10 kl. 20:00 9. s Sun 23/9 kl. 20:00 3. s Sun 30/9 kl. 20:00 aukas. Fim 11/10 kl. 20:00 10. s Fim 27/9 kl. 20:00 4. s Fös 5/10 kl. 20:00 7. s Fös 12/10 kl. 20:00 12. s Velkomin heim, Nóra! Elly (Stóra sviðið) Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 28/9 kl. 20:00 150. s Sun 7/10 kl. 20:00 154. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sun 30/9 kl. 20:00 151. s Lau 13/10 kl. 20:00 155. s Mið 26/9 kl. 20:00 148. s Fim 4/10 kl. 20:00 152. s Sun 14/10 kl. 20:00 156. s Fim 27/9 kl. 20:00 149. s Lau 6/10 kl. 20:00 153. s Fim 18/10 kl. 20:00 157. s Síðasta uppklappið. Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.