Morgunblaðið - 19.09.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.09.2018, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2018 Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Höfuðlausnir Voss-Helme hjálmar og hjálmhúfur Þýsk gæðavara framleidd í samræmi við EN 397 og EN 812. Til í öllum regnbogans litum. Allir koma þeir með 6-punkta höfuðneti, með svitabandi og stillihnapp til að tryggja örugga setu á höfði. Hægt að fá með eða án hökubands. Vertu klár í kollinum Stjórnir SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar (St.Rv.) hafa und- anfarið ár kynnt áætl- un um sameiningu fé- laganna. Sameining er sögð vera „eðlilegt næsta skref“ enda hafi félögin um margra ára skeið rekið skrifstofu saman, staðið sameig- inlega að fræðslu trúnaðarmanna, námskeiðum fyrir félagsmenn og blaðaútgáfu. Það er hins vegar í mínum huga ekki ljóst í hverju ávinningur sameiningar á að felast. Ég vil nefna hér nokkur atriði sem ég tel nauðsynlegt að félagsmenn fái svör við, svo þeir geti tekið ígrundaða ákvörðun þegar að kosningu kemur. Ég hvet félagsmenn einnig til þess að spyrja forsvarsmenn félagsins út í þau á næstu vikum þegar efnt verður til vinnustaðaheimsókna þar sem kynnt verður hvað sameining mun hafa í för með sér. Hinn meinti slagkraftur Helstu rök sem nefnd hafa verið til stuðnings sameiningu eru að fjöl- mennara félag gæfi meiri slagkraft í samningaviðræðum. Þetta hljómar ekki illa í sjálfu sér, en er þó ekki svo einfalt þegar betur er að gáð. Félögin hafa ólíka viðsemjendur, annars vegar ríki og hins vegar sveit- arfélag (Reykjavíkurborg). Ólíklegt er að báðir hópar sætu samtímis við samningaborðið. Því hefur ekki verið svarað hvort það er gerlegt (stæðist lög t.d.) að annar hluti félagsins færi í verkfall til að styðja hinn hlutann, en lítill slagkraftur fælist í fjöldanum ef ekki væri hægt að nýta hann við slík- ar aðstæður. Þá má telja ósennilegt að sá hluti félagsmanna sem fyrr næði viðunandi samningum við sinn viðsemjanda, myndi samþykkja verk- fall með tilheyrandi launatapi ef samningaviðræður gengju erfiðlega hjá hinum hlutanum. Það má vel auka slagkraft með samvinnu við önnur félög, það þarf ekki sameiningu til. Þetta var gert í síðustu kjarasamningum. Þá náðist samkomulag milli SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Lands- sambands lögreglu- manna um að fara saman fram með kröfur félag- anna í viðræðum við rík- ið. Þar náðist slagkraftur í krafti fjöldans, án sam- einingar félaganna. Ólík staða verkfallssjóða Ef verkfallssjóðir félaganna eru skoðaðir sérstaklega kemur í ljós mikill munur á eignastöðunni. Verk- fallssjóður SFR er mun sterkari, nemur tæplega 1,2 milljörðum með um 5.600 félagsmenn á bak við sig meðan sjóður St.Rv. telur ekki nema um 440 milljónir með um 4.200 fé- lagsmenn. Í sterkum verkfallssjóði SFR er sannarlega fólginn umtals- verður slagkraftur sem ekki má van- meta og ekki ástæða til þess að þynna hann út með sameiningu við annað fé- lag. Ef af sameiningu yrði væri sam- einaður sjóður félaganna hlutfalls- lega rýrari með minni upphæð á bak við hvern félagsmann. Þannig drægi verulega úr slagkraftinum sem þessi öflugi sjóður hefur veitt SFR hingað til og vinnur sameining því beinlínis gegn slagkrafti SFR. Ólík staða orlofssjóða Orlofssjóður SFR stendur mjög vel og hefur staðið fyrir mikilli upp- byggingu. Sumarhús félagsins í Mun- aðarnesi, Vaðnesi og víðar hafa verið gerð upp og standast nú allar nútíma- kröfur um útlit og þægindi. Fleiri sækja um en fá yfir sumartímann og nýting utan orlofstíma er líka mjög góð. Sjóðurinn keypti nýlega sum- arhús á Spáni með gistirými fyrir átta manns og er að kaupa stóra íbúð þar líka. Að auki voru keypt tvö glæný hús á Akureyri til viðbótar við þær eignir sem félagið átti þar fyrir. Orlofseignir St.Rv. eru ekki í sama gæðaflokki og ljóst er að leggja þyrfti í mikinn kostnað ef ætti að uppfæra þær til jafns við eignir SFR. Hér er því hvatt til þess að félagsmenn heim- sæki orlofssíður beggja félaga og beri saman eignirnar. Orlofshús SFR eru hlunnindi sem félagsmenn hafa greitt fyrir á löngum tíma og ekki er ástæða til að láta af hendi eða gera fé- lagsmönnum erfiðara um vik að nýta sér, með því að nánast tvöfalda fé- lagafjöldann. Ef til sameiningar kæmi væri ekki óeðlilegt að félagsmenn SFR gerðu þá kröfu að eignir héldust aðskildar. Orlofseignir og verkfallssjóður SFR væru þannig einungis aðgengilegar fyrir félagsmenn sem starfa hjá rík- inu og félaga sem kæmu nýir inn og hefðu átt aðild að félaginu fyrir sam- einingu. Slíku samkomulagi þyrfti þó að ganga frá áður en kosið verður. Er þetta tímabært? Með tilliti til upplýsinga sem lagðar hafa verið fram á kynningarfundum um málið er ekki hafið yfir vafa að það yrði til hagsbóta fyrir SFR að sameinast St.Rv. á þessum tíma- punkti. Ekki hefur verið sýnt fram á hvernig meintur slagkraftur myndi birtast í framkvæmd og eignastaða félaganna er gjörólík. Það er því mik- ið vafamál hvort ástæða sé til að sam- eina félögin nú. Samrekstur þeirra hefur gengið vel og engin fyrirstaða að halda hon- um áfram – sameiningu þarf ekki til. Því hvet ég félagsmenn SFR til að kynna sér málið með gagnrýnum hug áður en kosið verður og umfram allt nýta kosningaréttinn. Þannig tjáum við rödd okkar og vilja. Við tökum ákvörðunina. Það eru okkar hags- munir og fjármunir sem eru í húfi. Er ástæða fyrir SFR að sameinast St. Rv? Eftir Svanhildi Steinarsdóttur »Ekki hefur veriðsýnt fram á hvernig meintur slagkraftur myndi birtast í fram- kvæmd og eignastaða félaganna er gjörólík. Svanhildur Steinarsdóttir Höfundur er varaformaður háskóla- deildar SFR, situr í stjórn starfs- menntunarsjóðs, situr í félagsráði, á sæti í ritnefnd blaðs stéttarfélaganna og er í samninganefnd SFR. hilda166168@gmail.com Í umfjöllun sem birtist á dögunum var fjallað um að nem- endur sem útskrifast af starfsbrautum búa ekki við sömu tæki- færi til áframhaldandi náms og starfs og nemendur sem útskrif- ast af öðrum brautum framhaldsskóla. Fram kom að þeir eigi það á hættu að einangrast, þeim finnst þeir ekki lengur hafa tilgang í samfélaginu þar sem þeir eru skyndilega ekki lengur virkir þátttakendur. Lítið sem ekkert standi þeim til boða. Það er freistandi að segja: Það þarf úrræði fyrir þennan hóp, þetta gengur ekki lengur! En frasakenndar yfirlýsingar skila oftast litlu nema orðum á blaði, enda er kominn tími til að hætta að ofnota orðið úrræði þegar um jafn sjálfsagðan hlut og tækifæri til náms og starfs er að ræða og hópinn á að skilgreina sem alla nemendur með fjölbreytta drauma og væntingar. Það er margt sem hægt er að gera, vissulega eiga stjórnvöld að gera sitt til þess að allir viti af þeim fjölbreyttu möguleikum sem er að finna í samfélaginu, það er beinlínis skylda stjórnvalda. En meira þarf til, það á ekki að vera þannig að einstaklingur teljist heppinn þegar hann fær vinnu, að það sé nánast tilviljunum háð að einstaklingur fái að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Ýmislegt er nefni- lega til ráða, atvinna með stuðningi er einn möguleiki og á hverju ári er haldinn svokallaður Fyrir- myndardagur á veg- um Vinnumálastofn- unar þar sem atvinnuleitendur með skerta starfsgetu geta kynnt sér at- vinnumöguleika að námi loknu en það krefst þess að sjálf- sögðu að fyrirtæki taki þátt í þessu frumkvæði með Vinnu- málastofnun. Fyrirmyndardag- urinn í ár verður haldinn 5. októ- ber næstkomandi og nú er lag fyrir öll fyrirtæki að taka þátt í deginum því það er nú einu sinni þannig að við verðum öll að leggj- ast á eitt þannig að allir geti verið þátttakendur óháð getu. Starfs- menn framtíðarinnar koma nefni- lega í öllum stærðum og gerðum. Starfsmenn framtíðarinnar Eftir Önnu Kol- brúnu Árnadóttur Anna Kolbrún Árnadóttir » Það er freistandi að segja: Það þarf úrræði fyrir þennan hóp, þetta gengur ekki lengur! En frasakenndar yfir- lýsingar skila litlu nema orðum á blaði. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. annakolbrun@althingi.is Í svari mínu við stefnuræðu forsætis- ráðherra í síðustu viku reifaði ég hug- myndir mínar þess efnis að í stað þess að stjórnmálafólk hugsaði einungis um hagvöxt myndi það frekar beina sjónum sínum að hagsæld og hamingju borg- aranna. Þá talaði ég um mikilvægi þess að stytta vinnuvikuna, sem gefur fólki val til þess að sinna öðrum hugðarefnum en bara vinnunni. Einnig fjallaði ég um af- nám óréttlátra skerðinga í fé- lagslega kerfinu, svo fólk sem er bundið því kerfi hafi val um að vinna ef það svo kýs. Sem sagt: að fólk hafi val til að vera gerendur en ekki þiggjendur. Vaxtarhagkerfi nútímans býður ekki upp á að fólk taki ekki þátt í hagkerfinu, öllum ber að sjá sér farborða, stækka kökuna og græða í leiðinni. Um það er ekkert val, því þeim sem af einhverjum ástæðum geta ekki tekið þátt í kapphlaupinu er haldið við fátækt- armörk félagslega kerfisins, burt- séð frá því hversu stór kakan er. Í ritstjórnargrein Morgunblaðs- ins sl. mánudag fór nafnlaus höf- undur ritstjórnar mikinn yfir ræðu minni. Eftir að hafa hand- valið punkta úr ræðunni sem þóknuðust framhaldinu ákvað höf- undur því næst að leggja mér orð í munn og sníða svo niðurlag greinarinnar algjörlega að þeim uppspuna. Fyrst ég vil ekki núverandi fyrirkomulag neyslu- hyggju hlýt ég að vilja „miðstýringu og forsjá hins opinbera“. Þessi úrelta tvípóla stjórn- málahugsjón er skemmtilegt dæmi um þörfina á þeirri nýju hugsun sem ég kalla eftir í ræðu minni. Mig grunar að höf- undur hafi meiri áhuga á gamaldags skotgrafapólitík en raunverulegu samtali. Höfundur ritstjórnar hefur samt á réttu að standa með eitt; hagvaxtardrifna hagkerfið hefur tryggt okkur mannkyninu bestu lífskjör sögunnar. Það þýðir samt ekki að það muni gera það áfram. Það eru engin kerfi heilög. Hag- fræði er ekki trúarbrögð. Okkur ber að uppfæra og endurbæta kerfin okkar í takt við breytta tíma. Hvernig getum við tryggt áframhaldandi lífsgæði í framtíð- inni án þess að ganga á þolmörk hvert annars og plánetunnar sem hýsir okkur og fæðir? Þetta er samtalið sem ég hef áhuga á. Framtíðina úr skotgröfunum Eftir Halldóru Mogensen Halldóra Mogensen »Hvernig getum við tryggt áframhald- andi lífsgæði í framtíð- inni án þess að ganga á þolmörk hvert annars og plánetunnar sem hýsir okkur og fæðir? Höfundur er þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar Alþingis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.