Morgunblaðið - 19.09.2018, Síða 16
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vöxtur WOW air beinir 20 vélum á fjölmarga áfangastaði vestanhafs og í Evrópu. Félagið leigir fjórtán Airbus A321 vélar, þrjár A320 og þrjár A330 vélar.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
WOW air sendi frá sér tilkynningu í
gær þess efnis að flugfélagið hefði
tryggt sér 50 milljóna evra fjár-
mögnun, jafnvirði 6,4 milljarða
króna, á grundvelli skuldabréfa-
flokks sem gefinn verður út. Flokk-
urinn mun nema 60 milljónum evra í
heildina, en um miðjan dag í gær
höfðu fjárfestar skráð sig fyrir fyrr-
nefndum 50 milljónum. Heildar-
stærð flokksins mun því jafngilda 7,7
milljörðum króna. Fyrirtækið
hyggst safna þeim 10 milljónum
evra, sem upp á vantar, í söluferli í
kjölfar útboðsins. Samkvæmt upp-
lýsingum frá fyrirtækinu eru það
bæði innlendir og erlendir fjárfestar
sem nú koma að fjármögnun flug-
félagsins með þessum hætti.
Upphaflega hafði WOW air stefnt
að því að safna 6-12 milljörðum
króna í útboðsferlinu og því bendir
flest til að niðurstaða ferlisins, sem
staðið hefur yfir í nokkrar vikur,
verði vel ofan við neðri hluta þess
markmiðs sem lagt var upp með.
Líkt og félagið greindi frá í lok síð-
ustu viku eru lánakjörin byggð á 9
prósentustiga álagi ofan á 3 mánaða
Euribor-vexti sem um þessar mund-
ir eru neikvæðir sem nemur 0,319%.
Í ákvæðum skuldabréfaútgáfunnar
fara vextirnir þó aldrei undir 9% auk
trygginga. Ekki hefur verið gefið
upp í hverju þær felast, þ.e. hver
kostnaður félagsins er af þeim.
Skuldabréfin eru gefin út til þriggja
ára.
Bréfin skráð í Stokkhólmi
Það var norska fjármálafyrirtækið
Pareto Securities sem hafði umsjón
með útboðinu ásamt Arctica Fin-
ance. Skuldabréfin verða gefin út
með rafrænum hætti í Værdigpapir-
sentralen ASA í Noregi og verða þau
svo í kjölfarið skráð til viðskipta í
Nasdaq-kauphöllinni í Stokkhólmi.
Í svari við fyrirspurn Morgun-
blaðsins í gærdag sagði Svanhvít
Friðriksdóttir að þeim fjármunum
sem tryggðir hefðu verið með útboð-
inu yrði varið í almennan rekstur og
áframhaldandi vöxt félagsins. Þá
yrði hluti þeirra nýttur „til þess að
gera upp við birgja félagsins“. Í
spurningum Morgunblaðsins var
sérstaklega vikið að skuld WOW air
við Isavia ohf. vegna vangoldinna
lendingargjalda á Keflavíkurflug-
velli. Ekki var í svari félagsins til-
greint hvort þær skuldir væru meðal
fyrrnefnds uppgjörs. Líkt og fram
kom í Morgunblaðinu á laugardag-
inn síðasta skuldar WOW air Isavia
um 2 milljarða króna vegna nýtingar
á Keflavíkurflugvelli og helmingur
þeirrar fjárhæðar er nú þegar gjald-
fallinn.
Indlandsáformin óbreytt
Spurð út í vaxtaráform félagsins á
komandi mánuðum, einkum nýtt flug
til Indlands á hinum stóru Airbus
A330-900neo breiðþotum, segir
Svanhvít að öll áform félagsins þar
um séu óbreytt. Fyrsta flug félags-
ins til Delí á Indlandi verður farið í
desember næstkomandi. Fyrr á
þessu ári kom fram í umfjöllun Við-
skiptablaðsins að WOW air stefndi á
að fljúga á 15 áfangastaði í Asíu á
komandi árum. Stefnt er á markað
innan skamms
Samhliða tilkynningunni um að
skuldabréfaútboðið væri í höfn
greindi WOW air frá því að félagið
hefði ráðið Arion banka og Arctica
Finance til að hefja undirbúning að
skráningu hlutabréfa félagsins á
markað. Stefnt er á að gera það inn-
an 12-18 mánaða, bæði í kauphöll hér
heima og erlendis.
Morgunblaðið leitaði viðbragða
hjá WOW air við þeirri spurningu
hvort minnihluti í félaginu yrði met-
inn á 200-300 milljónir dollara, jafn-
virði 22-33 milljarða króna, líkt og
vikið var að á síðum Financial Times
í byrjun vikunnar.
„Verðmat hefur ekki verið gert á
félaginu en undirbúningur að skrán-
ingu félagsins er hafinn í samstarfi
við Arion banka og Arctica Finance,“
sagði í svari frá félaginu.
WOW nýtir nýtt fjármagn
til rekstrar og uppgjörs
Tryggði 6,4 milljarða fjármögnun með skuldabréfaútboði Stefnir enn á markað
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2018
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
19. september 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 109.36 109.88 109.62
Sterlingspund 143.25 143.95 143.6
Kanadadalur 83.92 84.42 84.17
Dönsk króna 17.083 17.183 17.133
Norsk króna 13.307 13.385 13.346
Sænsk króna 12.173 12.245 12.209
Svissn. franki 113.34 113.98 113.66
Japanskt jen 0.9756 0.9814 0.9785
SDR 153.04 153.96 153.5
Evra 127.44 128.16 127.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 158.9995
Hrávöruverð
Gull 1196.8 ($/únsa)
Ál 2015.0 ($/tonn) LME
Hráolía 78.07 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Bréf Icelandair
Group lækkuðu
um ríflega 3% í
viðskiptum í
Kauphöll Íslands í
gær. Námu við-
skiptin með bréf
félagsins 105,5
milljónum króna.
Eru bréfin nú um
50% ódýrari en í
upphafi árs. Bréf Eimskipafélagsins
lækkuðu einnig um 1,2% í ríflega 47
milljóna króna viðskiptum. Þá lækkuðu
bréf Heimavalla um tæp 0,9% í afar
takmörkuðum viðskiptum.
Mest hækkuðu bréf fasteignafélags-
ins Reita eða um 1,9% í 170 milljóna
króna viðskiptum. Þá hækkuðu bréf
Skeljungs um 1,8% í 191 milljónar við-
skiptum. Úrvalsvísitalan gaf eilítið eftir
í viðskiptum gærdagsins. Hana vantar
nú 0,42% upp á að ná stöðu sinni um
síðustu áramót.
Icelandair Group lækk-
aði mest í Kauphöllinni
STUTT
Þór Steinarsson
thor@mbl.is
Velta í sölu og viðhaldi vélknúinna
ökutækja í maí og júní 2018 var
11,7% minni en á sama tímabili árið
2017. Mesti hluta minnkunarinnar
eða 95% er vegna minni veltu í sölu
vélknúinna ökutækja, þó ekki vél-
hjóla.
Samdráttinn má rekja til þess að
bílaleigur kaupa nú færri bíla. Þetta
kemur fram á vef Hagstofu Íslands.
Fjöldi nýskráðra fólksbifreiða í
maí og júní 2018 var 5.455 sem er
22% fækkun miðað við sama tímabil
á síðasta ári þegar nýskráningar
voru 6.977 talsins.
Þá hefur nýskráðum bílaleigubíl-
um fækkað á milli ára um 34%. Í maí
og júní 2018 voru nýskráðir bíla-
leigubílar 3.630 miðað við 5.523 á
sama tímabili árið á undan.
Um eðlilega þróun að ræða
„Síðasta ár var það stærsta í sög-
unni. Þá kom gríðarleg þörf á endur-
nýjun á bílum og við sjáum þetta
jafnast út núna. Þetta er nokkuð í
takt við þróun,“ segir María Jóna
Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri
Bílgreinasambandsins, í samtali við
Morgunblaðið.
María segir samdráttinn ekki vera
áhyggjuefni þar sem árið 2017 hafi
verið óvenjulega stórt og erfitt að
nota það í hvers kyns samanburði.
„Þetta er eðlilegt og ég tel að við
munum sjá dálitla minnkun aftur á
næsta ári. Við áætlum að þetta ár
endi í 19 þúsund bílum og næsta ár í
17-18 þúsund bílum,“ bætir María
við að lokum.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Bílar María Jóna Magnúsdóttir hef-
ur ekki áhyggjur af samdrættinum.
Samdráttur í sölu
og nýskráningum
Ekki áhyggju-
efni heldur í takt við
eðlilega þróun