Morgunblaðið - 19.09.2018, Side 33

Morgunblaðið - 19.09.2018, Side 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2018 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á lambið ICQC 2018-20 Lestur Bandaríkjamanna á skáld- sögum og smásögum hefur náð áður óþekktum lægðum, skv. niður- stöðum könnunar sem fjallað er um í dagblaðinu The Guardian. 8% færri lesa slíkar bókmenntir nú en fyrir fimm árum. Samkvæmt könn- uninni hefur lesturinn minnkað hlutfallslega mest hjá konum, þel- dökkum og fólki á aldrinum 18 til 24 ára, eins og segir í frétt blaðsins. Reglulegar kannanir á lestri Bandaríkjamanna hafa verið gerðar allt frá árinu 1982 og tóku 30.000 manns þátt í þeirri sem fjallað er um í frétt The Guardian. Í nið- urstöðum kemur fram að 11,7% fullorðinna segjast hafa lesið ljóð á síðastliðnu ári, sem er 76% fleiri en árið 2012. Staðan er öllu verri þegar kemur að skáldsögum og smásög- um, sem fyrr segir, en slíkar bækur lásu 47% þátttakenda árið 2008, fyrir tíu árum, en 41,8% í fyrra. 54,6% kvenna lásu skáld- og smá- sögur árið 2012 en 50% fimm árum síðar, svo dæmi sé tekið. Niðurstöðurnar ættu ekki að koma svo mjög á óvart því sala á skáldsögum og smásögum hefur dregist saman um 17% í Bandaríkj- unum undanfarin fimm ár. AFP Í bókabúð Viðskiptavinur í bandarískri bókabúð virðir fyrir sér bók blaða- mannsins Bobs Woodwards um Donald Trump Bandaríkjaforseta. Á borð- inu til hliðar má hins vegar sjá eina af bókunum um Kaftein ofurbrók. Minnkandi lestur á skáld- og smásögum Bandarísku Emmy-verðlaunin voru afhent í Los Angeles í fyrrakvöld og voru það þættir sjónvarpsstöðv- arinnar HBO, Game of Thrones, sem hlutu flest verðlaun eða níu alls. Á eftir fylgdu gamanþáttarað- irnar Saturday Night Live og The Marvelous Mrs Maisel með átta verðlaun hvor, The Assassination of Gianni Versace: American Crime Story sem hlaut sjö verð- laun og fimm verðlaun hlutu Ant- hony Bourdain: Parts Unknown, Jesus Christ Superstar Live In Concert, RuPaul’s Drag Race og The Crown. Þrír Bretar hlutu verðlaun Vefur breska ríkisútvarpsins, BBC, vekur athygli á því hversu margir Bretar hlutu verðlaun, leik- konurnar Thandie Newton og Claire Foy og handritshöfundurinn Charlie Brooker. Newton hlaut verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaþáttum fyrir leik sinn í Westworld og Foy verð- laun sem besta leikkona í aðal- hlutverki fyrir túlkun sína á El- ísabetu II Englandsdrottningu í The Crown. Brooker fékk svo verðlaun sem besti handritshöf- undur stuttrar þáttaraðar, Black Mirror, ásamt William Bridges. Velski leikarinn Matthew Rhys hlaut verðlaun sem besti aðalleik- ari í dramaþáttum, fyrir leik sinn í The Americans, og Peter Dinklage var valinn besti leikarinn í auka- hlutverki dramaþátta fyrir leik sinn í Game of Thrones. Winkler hlaut loksins verð- laun Í flokki gamanþátta voru það þættirnir The Marvelous Mrs Mai- sel sem voru fengsælastir og hlutu m.a. verðlaun fyrir bestu leikkonur í aðal- og aukahlutverki, besta handrit og leikstjórn. Þá var bandaríski leikarinn Henry Win- kler kampakátur með að hljóta sín fyrstu Emmy-verðlaun, 42 árum eftir hafa verið tilnefndur í fyrsta sinn. Verðlaunin hlaut hann sem besti leikari í aukahlutverki í gam- anþáttaröð, fyrir leik sinn í Barry. Jeff Daniels var líka sáttur, hlaut verðlaun sem besti leikari í auka- hlutverki í stuttri þáttaröð fyrir leik sinn í vestraþáttunum Godless. 122 verðlaunaflokkar Í flokki spjallþátta var það John Oliver sem hreppti verðlaunastytt- una fyrir þætti sína Last Week To- night with John Oliver. Þakkaði hann streymisveitunni Netflix, sem framleiddi þættina, fyrir að leyfa listamönnum að vera listamenn. Verðlaunaafhendingin var sú seinni af tveimur því fyrir viku var stór hluti þeirra afhentur, svoköll- uð Creative Arts Emmy-verðlaun. Alls eru 122 verðlaunaflokkar og tæki því heldur langan tíma að veita öll verðlaunin á einu kvöld og líklega fáir sem hefðu úthald í að horfa á herlegheitin. Í fyrrakvöld voru 26 verðlaun afhent af 122. helgisnaer@mbl.is AFP Kampakát Helstu leikarar og leikkonur þáttanna Game of Thrones fögnuðu uppskerunni í Los Angeles. Verðlaunaleikkonur Thandie Newton hlaut verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki í dramaþáttum og Regina King fyrir besta leik í aukahlut- verki í stuttri dramaþáttaröð, fyrir leik sinn í Seven Seconds. Game of Thrones hlaut flest Emmy-verðlaun  26 verðlaun voru afhent í Los Angeles í fyrrakvöld Fyndnir Bill Hader og Henry Winkler hlutu verðlaun fyrir sömu þáttaröð, Barry, Hader sem besti leikari í aðalhlutverki og Winkler í aukahlutverki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.