Morgunblaðið - 19.09.2018, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2018
8 Vöruflokkar · 200 PLU númer
· Sjálfvirk dagsetning og tími
· Hitaprentun · Rafrænn innri strimill
· Mjög auðveld í notkun
Verð kr. 49.900,-
ORMSSON.IS LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800
99 vöruflokkar · Allt að 2000 PLU númer · Rafrænn innri
strimill 9000 línur · Stór LCD skjár · SD kortarauf – hægt að
flytja gögn yfir á PC · Sjálfvirk dagsetning og tími
· Hitaprentun · íslenskur strimill· Mjög auðveld í notkun
Verð kr. 74.900,-
99 vöruflokkar · Allt að 2000 PLU númer ·
Rafrænn innri strimill 9000 línur · Stór LCD
skjár · SD kortarauf – hægt að flytja gögn yfir á
PC · Sjálfvirk dagsetning og tími · Hitaprentun ·
íslenskur strimill· Mjög auðveld í notkun
Verð kr. 79.900,-
XE-A217BXE-A207BXE-A147B
ÖRUGGAR OG
ENDINGARGÓÐAR
40 ár á Íslandi
VæNtANLE
GuRVerð kr. 74.900,-
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Útlit er fyrir mjög spennandi þing-
kosningar í Bandaríkjunum 6. nóv-
ember og kannanir benda til þess að
demókratar hafi meðbyr, séu jafnvel
líklegir til að fá meirihluta í fulltrúa-
deild þingsins. Ólíklegra er hins veg-
ar að þeir fái meira en helming þing-
sætanna í öldungadeildinni. Til að ná
meirihluta þurfa demókratar að
bæta við sig a.m.k. 23 sætum í full-
trúadeildinni og tveimur í öldunga-
deildinni.
Fréttaskýrandi The Wall Street
Journal segir að flestir þeirra repú-
blikana sem eigi á hættu að missa
sæti sín í fulltrúadeildinni séu
fulltrúar úthverfakjördæma þar sem
margir kjósendanna séu óánægðir
með Donald Trump forseta. Þing-
mennirnir þurfi því að finna leiðir til
að fá atkvæði þessara kjósenda þótt
þeir séu andvígir forsetanum.
Fréttaskýrandinn, Reid J. Ep-
stein, bendir á að í síðustu tuttugu
fulltrúadeildarkosningum á miðju
kjörtímabili forseta landsins hafi
flokkur hans tapað þingsætum í
átján. Að meðaltali missti flokkur
sitjandi forseta 29 sæti í fulltrúa-
deildinni. Repúblikanar töpuðu
t.a.m. 30 fulltrúadeildarmönnum í
kosningunum árið 2006 á miðju kjör-
tímabili George W. Bush þegar hann
var með álíka lítið fylgi í könnunum
og Trump nú. Epstein segir að þing-
menn í flokkunum tveimur spái því
að demókratar bæti við sig 15 til 50
sætum í þingdeildinni.
Með mikið fylgi
meðal repúblikana
Nýleg könnun Washington Post
og CNN bendir til þess að 52%
skráðra kjósenda ætli að kjósa
demókrata í kjördæmum sínum í
þingkosningunum og 38% þeirra
ætla að kjósa repúblikana. Í slíkum
könnunum eru þátttakendurnir
spurðir hvort þeir séu líklegir til að
kjósa demókrata eða repúblikana í
kjördæmum sínum án þess að nöfn
frambjóðendanna séu nefnd. Til að
eiga möguleika á fá meirihluta í
fulltrúadeildinni er talið að demó-
kratar þurfi að vera með verulegt
forskot í slíkum könnunum, eða um
það bil sjö prósentustig. Þótt munur-
inn sé nú tólf prósentustig hefur
hann breyst mikið á síðustu vikum
og stundum verið mun minni, þannig
að ekki er víst að demókratar haldi
forskotinu.
„Ófyrirsjáanlegir atburðir geta
gert sigurmöguleika demókrata að
engu,“ hefur fréttaveitan AFP eftir
Larry Sabato, forstöðumanni rann-
sóknastofnunar Virginíuháskóla í
stjórnmálafræði.
Könnun, sem CNN birti í vikunni,
bendir til þess að aðeins 36% kjós-
endanna séu ánægð með frammi-
stöðu Trumps í forsetaembættinu,
sex prósentustigum færri en í sams
konar könnun í ágúst. Á meðal
óflokksbundinna kjósenda minnkaði
stuðningurinn við forsetann enn
meira, eða úr 47% í 31%. Kannanir
benda hins vegar til þess að stuðn-
ingurinn við Trump sé mjög mikill
meðal félaga í Repúblikanaflokknum,
eða um 80%.
Þótt talið sé líklegra að repúblik-
anar haldi meirihlutanum í öldunga-
deildinni sagði Mitch McConnell,
leiðtogi þeirra í deildinni, fyrr í vik-
unni að ekki væri víst að það tækist.
Hann kvaðst telja að demókratar
gætu náð þingsætum af flokknum í
Flórída, Nevada, Norður-Dakóta,
Tennessee og Vestur-Virginíu. Hann
sagði að baráttan um þau væri tvísýn
og líkti henni við „hnífabardaga í
húsasundi“, að sögn AFP.
Kjörsóknin mismikil
Cliff Young, forstjóri rannsókna-
fyrirtækisins Ipsos Public Affairs,
telur að þrír kjósendahópar geti ráð-
ið úrslitum í þingkosningunum.
Hann nefnir í fyrsta lagi konur sem
hann segir vera miklu ólíklegri til að
styðja Trump en karlmenn. Hann
telur að miðstéttarfólk í úthverf-
unum geti einnig skipt sköpum. Þessi
hópur hafi yfirleitt stutt repúblikana
vegna stefnu þeirra í skatta- og efna-
hagsmálum en margir þeirra kunni
að sitja heima vegna óánægju með
framgöngu Trumps. Young nefnir að
lokum mikinn stuðning Trumps með-
al félaga í Repúblikanaflokknum sem
eru líklegri til að mæta á kjörstað í
kosningum á miðju kjörtímabili for-
setans en minnihlutahópar þar sem
fylgi demókrata er mikið.
Gerald F. Seib, fréttaskýrandi The
Wall Street Journal, segir það geta
staðið demókrötum fyrir þrifum að
þeim veitist oft erfiðara en repúblik-
önum að fá stuðningsmenn sína til að
kjósa í kosningum á miðju kjör-
tímabili forsetans. Hann bendir á að í
þingkosningunum á miðju fyrra kjör-
tímabili Baracks Obama árið 2010
var kjörsóknin meðal demókrata
40% minni en í forsetakosningunum
tveimur árum áður. Það sama gerðist
árið 2014, þegar síðara kjörtímabil
Obama var hálfnað. Eina undantekn-
ingin á þessari fylgisþróun á síðustu
árum varð í kosningunum 2006 þegar
demókratar náðu meirihluta í báðum
deildum þingsins.
Óvinsældir Trumps gefa demó-
krötum byr fyrir kosningarnar
Konur, miðstéttarfólk og mikil kjörsókn repúblikana gætu skipt sköpum
Heimild: ballotpedia
Kosningarnar í Bandaríkjunum
Kosið er
um 33 sæti
af 100
Kosið er
um öll
sætin 435
Kosið er um 36 af 50 embættum
Ríkisstjórar
Laus sæti
Skipting þingsæta
Mismikil barátta
Demókratar
Óháðir
Ekki kosið
Óörugg sæti
Örugg sæti
Repúblikanar
16
193
33
236
47 51
Öldungadeild þingsins
Fulltrúadeild þingsins
6
2*
*Hafa stutt demókrata
1
Stjórnvöld í Kína tilkynntu í gær að þau myndu leggja refsitolla á banda-
rískan varning að andvirði 60 milljarða dala eftir að Donald Trump Banda-
ríkjaforseti ákvað að leggja verndartolla á kínverskar vörur að andvirði
200 milljarða dala vegna ósanngjarnra viðskiptahátta Kínverja. Kínversku
tollarnir eiga að nema 5-10% og taka gildi á mánudaginn kemur.
Rafeindatæki,
hljóð- og sjónvarpsbúnaður
Vélar og vinnutæki
Húsgögn
Samgönutæki önnur en
járnbrautar- og sporvagnar
Stál og álvörur
Leður
Plast
Lífræn efni
Gúmmí
Vörur úr ódýrum
málmum
47,95 milljarðar
38,50
25,83
11,39
7,57
7,30
6,36
4,56
3,31
3,29
Verndartollar Trumps á varning frá Kína
Nýir verndartollar á vörur að andvirði alls 200 milljarða dala eiga að taka
gildi 24. september. Tollarnir eiga að nema 10% fram að áramótum og
þá hækka þeir í 25% fallist Kínverjar ekki á kröfur Bandaríkjastjórnar.
Eftir innflutningsgreinum (skv. bráðabirgðalista)
Andvirði innflutningsins
í dölum á síðasta áriTíu helstu
Heimild: Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna
Kínverjar svara tollum Trumps
Sýrlandsher skaut rússneska her-
flugvél niður fyrir mistök yfir Mið-
jarðarhafi í fyrrakvöld eftir að Ísr-
aelsher hafði gert loftárásir á herstöð
í strandhéraðinu Latakíu, að sögn
stjórnvalda í Ísrael og Rússlandi. All-
ir í vélinni, 15 manns, létu lífið.
Her Ísraels staðfesti að hann hefði
gert loftárásir á herstöðina til að
koma í veg fyrir að búnaður til vopna-
framleiðslu yrði fluttur á vegum Ír-
ana til liðsmanna Hizbollah, samtaka
sjíta í Líbanon. Einræðisstjórnin í
Sýrlandi hefur notið stuðnings ír-
anskra hersveita, Hizbollah og rúss-
neska hersins.
Rússneska vélin var könnunarvél
af gerðinni Il-20 og var á leiðinni á
herflugvöll nálægt Latakíu þegar
fjórar ísraelskar herþotur gerðu loft-
árásirnar. Rússar sögðu að Ísraelar
hefðu varað þá við árásunum með
minna en mínútu fyrirvara og rúss-
neska vélin hefði ekki fengið nægan
tíma til að forða sér. Þeir sökuðu
einnig ísraelsku herþoturnar um að
hafa stefnt rússnesku vélinni í hættu
með því að nota hana sem skjól fyrir
loftvarnabyssum Sýrlandshers. Her
Ísraels neitaði þessu og sagði að her-
þoturnar hefðu verið komnar í loft-
helgi landsins þegar rússneska vélin
var skotin niður.
Samkomulag um Idlib
Atburðurinn varð eftir að forsetar
Rússlands og Tyrklands samþykktu
á fundi í rússnesku borginni Sotsjí að
koma á hlutlausu belti milli yfir-
ráðasvæða stjórnarhersins og upp-
reisnarmanna í Idlib-héraði, síðasta
stóra vígi andstæðinga einræðis-
stjórnarinnar. Allir liðsmenn ísl-
amskra öfgasamtaka eiga að fara frá
héraðinu samkvæmt samkomulaginu
sem á að taka gildi 15. október. Ant-
onio Guterres, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, fagnaði sam-
komulaginu, sagði það afstýra átök-
um sem gætu stofnað milljónum
manna í hættu.
Rússnesk
vél skotin
niður
Rússar kenna Ísra-
elum um atburðinn
AFP
Mótmæli Sýrlendingar í Idlib mót-
mæla árásum stjórnarhersins.