Morgunblaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 1
Enginn veithvað varð umstó jö
Fa
en
be
kí
um
vö
Ekki hótel áhelgan reit
Týnda
leikkonan
Heiðursborgarar Reykjavíkur snúa nú bök
saman gegn borginni sbótin Þ
30. SEPTEMBER 20SUNNUDAGUR
Ólöglegur á böll-um á Siglufirði
Kappnógaf kápum
Haustlægðirnar láta ekkibíða eftir sér og alla vegakápur eru til í tuskið. 20
Tónlistin hefur frá fyrstu tíðverið leiðarstef í lífi JósepsÓ. Blöndal læknis 16
rst rnunan Bingbingböndin
rast að
nversk-
stjórn-
ldum 18
18
L A U G A R D A G U R 2 9. S E P T E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 229. tölublað 106. árgangur
LIFÐI AF ATBURÐI
SEM HANN HEFÐI
EKKI ÁTT AÐ LIFA AF
HVER OG EINN
BER ÁBYRGÐ Á
EIGIN HEILSU
HJALTI RÚNAR 12CHRIS MOON FYRIRLESARI 20
Morgunblaðið/RAX
Virkjun Það felast meiri verðmæti í virkj-
uninni á Hellisheiði en orkan hrein og ein.
Nýir hluthafar hafa lagt sprota-
fyrirtækinu geoSilica til 40 milljónir
króna. Miðað við hlutafjárframlagið
nemur heildarvirði fyrirtækisins
um 700 milljónum króna. Það var
árið 2012 sem þau Fida Abu Libdeh
og samnemandi hennar í orku- og
umhverfistæknifræði, Burkni Páls-
son, fengu þá hugmynd að vinna
kísilsteinefni úr affallsvatni frá
Hellisheiðarvirkjun. Árið 2015
kynntu þau fyrstu afurðina af þró-
unarstarfi sínu og í dag eru vörur
fyrirtækisins seldar hér á landi og í
Þýskalandi. Með nýju hlutafé er ætl-
unin að hefja sókn inn á markaði í
Skandinavíu. Í samtali við Morgun-
blaðið í dag segir Fida að stefnt sé
að miklum vexti fyrirtækisins á
komandi árum. »22
Hafa breytt kísli úr
Hellisheiðarvirkjun
í hundruð milljóna
Nálgast 100 dali á ný
» Verð á Norðursjávarolíu er
nú komið yfir 83 dali í fyrsta
sinn frá 2014.
» Til samanburðar var verðið
tæplega 60 dalir í lok sept-
ember í fyrrahaust.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hækkun olíuverðs gæti skert svig-
rúm fyrirtækja til fjárfestingar, m.a.
í ferðaþjónustu. Það gæti aftur haft
víðtækari efnahagsáhrif.
Elvar Orri Hreinsson, sérfræðing-
ur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir
að ef rekstrarkostnaður aukist hrað-
ar en tekjur vegna hærra olíuverðs
dragi það úr fjárhagslegu svigrúmi
til fjárfestingar.
„Olía er stór hluti af rekstrar-
kostnaði þessara fyrirtækja. Það
kemur sér því illa fyrir þau ef olíu-
verð hækkar. Þessi fyrirtæki þyrftu
þá að draga úr öðrum kostnaði og/
eða auka tekjur á móti vilji þau við-
halda sömu fjárfestingagetu.“
Hallgrímur Lárusson, annar
eigandi Snæland Grímsson, segir
hækkandi olíuverð bætast við sam-
drátt í ferðaþjónustu í sumar. Lítið
svigrúm sé til fjárfestinga og verð-
hækkana í hópferðaakstri.
Yngvi Harðarson, framkvæmda-
stjóri Analytica, segir fjármálagrein-
ingu benda til að olíuverðið muni
ekki lækka á næstunni. Líklegt þak á
olíuverðinu sé 89-96 dalir á fatið.
Gæti bitnað á fjárfestingu
Sérfræðingur segir hærra olíuverð geta þrengt að fjárfestingu í ferðaþjónustu
Verðið ekki jafn hátt frá 2014 Hagfræðingur segir lækkun ekki í kortunum
MOlíuverðið ekki hærra … »4
Morgunblaðið/Ómar
Ferðamenn Væntingar eru einna
minnstar í ferðaþjónustu.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
54% stjórnenda stærstu fyrirtækja
landsins telja að aðstæður í atvinnu-
lífinu versni á næstu sex mánuðum
og aðeins 4% að þær batni. Þetta
kemur fram í könnun Samtaka at-
vinnulífsins meðal stjórnenda 400
stærstu fyrirtækja landsins, sem
reglulega er framkvæmd.
40% stjórnenda töldu fyrir þrem-
ur mánuðum að aðstæður myndu
versna á næstu sex mánuðum. Hafa
væntingar stjórnenda ekki verið
minni frá upphafi mælinganna árið
2002 og hefur bjartsýni stjórnenda
2013-2017 nú vikið fyrir svartsýni.
45% telja aðstæður nú góðar
Aðeins 45% stjórnenda telja nú-
verandi aðstæður í atvinnulífinu góð-
ar, en hlutfallið var 60% fyrir þrem-
ur mánuðum. 12% telja aðstæðurnar
slæmar og eru væntingar stjórnenda
minnstar í sjárvarútvegi, flutningum
og ferðaþjónustu.
Stjórnendur búast við 3% verð-
bólgu á næstu 12 mánuðum. Þetta er
óbreytt frá fyrri könnunum og yfir
verðbólgumarkmiði Seðlabankans,
2,5%. »14
Blikur á lofti í atvinnulífinu
Yfir helmingur spáir versnandi aðstæðum næsta hálfa árið
Vísindavaka Rannís var haldin í Laugardalshöll í
gær. Dagskráin var þétt og sýnendur yfir 40
talsins. Þessar stúlkur fræddust um starfsemi
ónæmisfræðideildar Landspítalans á bás deild-
arinnar og fengu að vita hvaða hlutverki
ónæmiskerfið gegnir í mannslíkamanum.
Um auðugan garð að gresja á Vísindavöku
Morgunblaðið/Eggert
Starfshópur verður skipaður
eftir helgi til að annast viðræður og
sáttaumleitanir við aðila Guð-
mundar- og Geirfinnsmálsins og
aðstandendur vegna miska og tjóns
sem þeir hafa orðið fyrir. Hópurinn
mun m.a. skoða hvort þeim verði
greiddar einhvers konar bætur.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra bað dómfelldu afsökunar fyr-
ir hönd ríkisstjórnarinnar í gær.
Í samtali við Morgunblaðið segir
hún að vel kunni að vera að for-
sætis-, fjármála- og dómsmála-
ráðherra fundi með aðilum máls-
ins. »4
Funda mögulega
með aðilum málsins
Ný makrílráðgjöf Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins, ICES, gerir ráð fyrir
rúmlega 40% samdrætti í makrílafla
á næsta ári. „Þetta eru u.þ.b. 50 þús-
und tonn sem hverfa þarna fyrir Ís-
lendinga, svona fljótt á litið ef við
miðum við ráðgjöf í fyrra. Áætluð
skerðing er á bilinu 6,5 og 7 millj-
arðar króna sem hverfa þá af tekj-
unum,“ segir Gunnþór Ingvason,
framkvæmdastjóri Síldarvinnslunn-
ar. Ráðgjöfin sé þungt högg fyrir
þau fyrirtæki sem fjárfest hafi í
makríl og þá sem hafi atvinnu af
makrílveiðunum.
„Makríllinn er verðmætasti upp-
sjávarstofninn í dag og þetta verður
töluverð niðursveifla hjá fyrirtækj-
um sem flest hafa verið í miklum
fjárfestingum. Makríllinn hefur
heldur ekki verið lengi hjá okkur,
þannig að fjárfestingarnar eru frek-
ar ungar,“ segir hann.
Norðmenn hafa gagnrýnt aðferða-
fræði ráðsins við stofnmat á makríl.
„Ég reikna með því að vísindasam-
félagið og iðnaðurinn fari vel yfir
þær athugasemdir og forsendur ráð-
gjafarinnar, það er allra hagur að
rannsóknir séu sem bestar þannig að
stofninn sé nýttur með sjálfbærum
hætti,“ segir Gunnþór. »16
Þungt högg fyrir fyrir-
tæki í makrílvinnslu