Morgunblaðið - 29.09.2018, Síða 2
Fagnar
niðurstöðu
Hæsta-
réttar
„Ég get ekki
gert annað en að
fagna þessu því
ég hef verið
þessar skoðunar
áratugum sam-
an,“ segir Hauk-
ur Guðmundsson,
fyrrverandi
rannsóknar-
lögreglumaður í
Keflavík, sem
var einn þeirra sem rannsökuðu
hvarf Geirfinns Einarssonar, um
sýknu Hæstaréttar í málinu. „Ég
held nú að ég hafi verið fyrsti mað-
urinn sem sagði opinberlega að ég
efaðist um þessa niðurstöðu, sem
endaði í þáttunum Sönn íslensk
sakamál hjá Sigursteini Mássyni.“
Rannsókn í Keflavík var lokað en
síðar tekin upp að nýju í Reykja-
vík. „Við lokuðum engu, það var
náttúrlega bara dómsmálaráðu-
neytið sem ákvað að þessari form-
legu rannsókn í Keflavík yrði hætt
5. júní 1975.“ Spurður um hvort
hann muni eftir viðhorfi samstarfs-
félaga sinna á þessum tíma segir
hann að flestir hafi trúað því að
málið væri leyst. „Þangað til dóm-
urinn kom þá héldu menn að það
væri búið að upplýsa þetta. Allir
ánægðir með Þjóðverjann og héldu
að þetta væri snillingur. Það var
engin sérstök umræða um það en
svo fór ég að lesa þetta yfir og
skoða þetta og þá fannst mér þetta
mjög sérkennilegt,“ segir Haukur
og bætir við að það sé heilmikill
léttir að búið sé að sýkna dómfelldu
í málinu.
Haukur
Guðmundsson
Rannsakaði hvarf
Geirfinns upphaflega
Óska fjárnáms hjá vistmanni
Eir krefur Lýð Ægisson um 1,3 milljónir Eignalítill og lítill afgangur af lífeyri
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Hjúkrunarheimilið Eir hefur með aðgerðar-
beiðni óskað fjárnáms hjá Lýð Ægissyni, sjötug-
um öryrkja í hjólastól með heilabilun, til trygg-
ingar skuld að fjárhæð um 1,3 milljónir króna.
Lýður bjó um tíma í öryggisíbúð á vegum Eir-
borga í Grafarvogi, en Eir öryggisíbúðir ehf.
rekur öryggisíbúðirnar og er félagið að fullu í
eigu hjúkrunarheimilisins Eirar. Eftir að hann
greindist með heilabilun í lok árs 2016 neyddist
hann til að flytja úr íbúðinni af heilsufarsástæð-
um og í hjúkrunarrými á hjúkrunarheimilinu.
Leigusamningi vegna íbúðarinnar var sagt upp,
en í samningnum var sex mánaða uppsagnar-
frestur. Krafðist Eir því sex leigugreiðslna fyrir
íbúðina, 574 þúsund króna fyrir hvern mánuð
samtals fyrir íbúðina og hjúkrunarrýmið.
Ósátt með samskiptin við Eir
Sigurjón Lýðsson, sonur Lýðs, hefur annast
samskipti við Eir fyrir hönd föður síns, en hann
segir að engar eignir séu til staðar til að greiða
skuldina. Hann er ósáttur með samskiptin við
hjúkrunarheimilið, sem hafði gefið vilyrði fyrir
því að greiðslum fyrir íbúðina yrði fækkað að
ósk Lýðs og aðstandenda hans.
„Við leituðum til þeirra og útskýrðum stöð-
una. Við báðum um styttingu á uppsagnarfrest-
inum og þeir sögðu að þetta ætti ekki að verða
neitt vandamál. Síðan fengum við bara áfram
reikningana og Eir vildi ekkert gera frekar í
þessu máli,“ segir hann.
Engar veraldlegar eignir til staðar
„Það er lítið sem er hægt að gera og það er
ekkert fyrir þá að hafa. Hann á enga veraldlega
hluti lengur og það sem hann átti fór í brun-
anum [í húsnæði Geymslna ehf.] í Miðhrauni í
Hafnarfirði. Þetta hefur því miður verið alveg
glatað ár fyrir þennan karl,“ segir Sigurjón.
Lýður hefur 397 þúsund krónur í lífeyris-
tekjur á mánuði og 320 þúsund fara til Eirar
vegna hjúkrunarrýmis, þar sem Lýður býr í
dag. Það sem eftir er hefur Lýður milli hand-
anna til að standa undir öðrum útgjöldum.
„Þetta smotterí sem hann fær í vasann notar
hann til að fara í klippingu og til að borga af
síma. Kannski vilja þau bara hafa það af honum
líka,“ segir Sigurjón. „Það tæki hann allavega
töluvert langan tíma að greiða þetta til baka,“
segir Sigurjón.
Ekki náðist í forsvarsmenn hjúkrunarheim-
ilisins Eirar við vinnslu fréttarinnar.
Lýður Lífeyristekjur Lýðs eru 397.000 kr. á mán-
uði og 320.000 greiðast mánaðarlega til Eirar.
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018
VERÐ FRÁ 179.900 KR.
MIKIÐ INNIFALIÐ
NÁNAR Á UU.IS
MAROKKÓ 13.–20. OKTÓBER
Á KONUNGASLÓÐUM
Marrakesh Atlasfjöllin Beni Mellal
Fes Rabat Casablanca
Áhugaverðir staðir á heimsminjaskrá
UNESCO heimsóttir
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Stytting á námstíma til stúdentsprófs
hefur lítil sem engin áhrif á getu nem-
enda í undirstöðugreinunum stærð-
fræði og íslensku.
Þetta kemur fram
í úttekt sem
Verzlunarskóli Ís-
lands gerði en
skólinn hélt sam-
ræmd próf fyrir
nemendur sem
voru að útskrifast
á fjórum og þrem-
ur árum.
Meðaleinkunn
nemenda í 3 ára námi var 6,0 og 5,4
hjá þeim í fjögurra ára námi. Í ís-
lenskuhlutanum voru árgangarnir
með sömu meðaleinkunn eða 6,5 og
enginn merkjanlegur munur á dreif-
ingu einkunna.
Skólinn fékk einnig Maskínu með
sér í lið sem gerði könnun meðal
kennara og nemenda ásamt rýni-
hópaviðtölum og var afstaða beggja
hópa almennt jákvæð.
„Í fyrsta lagi ætluðum við að rann-
saka námsárangur. Meginniðurstað-
an þar er að nemendur úr þriggja ára
náminu eru ekkert síðri og í mörgum
tilfellum betri,“ segir Ingi Ólafsson,
skólastjóri, í samtali við Morgunblað-
ið.
Stærðfræði í fersku minni
„Það eru nú kannski skýringar á
þessu en við vitum það ekki. Það gæti
verið vegna þess að það er styttra síð-
an þriggja ára nemarnir voru í stærð-
fræðinni. Þar eru ýmsar formúlur
sem maður þarf að muna þannig að
þau hafa sjálfsagt verið ferskari.“
Nemendur sem voru virkir í fé-
lagslífi vildu helst vera í 4 ár í skól-
anum, samkvæmt könnun Maskínu.
Á heildina litið voru þeir 40 kennarar
sem tóku þátt í könnun og rýnihópum
ánægðir og fannst styttingin hafa tek-
ist vel.
Þakkar starfsfólki fyrir
Ingi segir að í upphafi hafi hann
haft allt á hornum sér við að stytta
framhaldsskólann um eitt ár. „Þegar
ég kynnti mér málið betur og fór að
sökkva mér í þetta þá sá ég að þetta
væri mjög vel gerlegt. Ég er persónu-
lega mjög sáttur við hvernig þetta
tókst hjá okkur. Það er þessum hópi
kennara og annarra starfsmanna að
þakka. Það voru um 50 manns sem
tóku þátt í þessari vinnu,“ segir Ingi.
mhj@mbl.is
Stytting hefur ekki áhrif
Verslunarskóli Íslands birtir úttekt á styttingu náms í 3 ár
Ingi Ólafsson
„Ef þetta gerist efast ég um að
þetta verði endurtekið nokkurn
tímann,“ segir Ísleifur B. Þórhalls-
son, tónleikahaldari hjá Senu Live,
sem íhugar nú hvort haldnir verði
aukatónleikar með Ed Sheeran á
Laugardalsvelli næsta sumar.
Miðar á tónleika kappans seldust
upp á svipstundu fyrir helgi. Verið
er að kanna grundvöll þess að bæta
við öðrum 30 þúsund manna tón-
leikum daginn eftir. Ákvörðun ligg-
ur fyrir eftir helgi. freyr@mbl.is
Tónleikahaldarar
íhuga aukatónleika
Mads Mikkelsen, leikarinn danski, tók í gær við
heiðursverðlaunum RIFF, Alþjóðlegu kvik-
myndahátíðarinnar í Reykjavík, fyrir framúr-
skarandi framlag sitt til leiklistarinnar. Verð-
launin afhenti Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
í Höfða í Reykjavík. Á hátíðinni, sem nú stendur
yfir, verða sýndar nokkrar kvikmyndir með
Mikkelsen í aðalhlutverki og mun hann taka þátt
í umræðum um þær.
Verðlaunaður fyrir framúrskarandi leik
Morgunblaðið/Hari