Morgunblaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þ að færist í vöxt að fólk leiti til sjúkraþjálfara vegna ýmissa einkenna sem rekja má til notk- unar á snjallsíma, tölvu eða spjaldtölvu í lengri tíma. Gjarn- an á þarna í hlut fólk sem kvartar yfir verkjum í hálsi, öxlum og brjóstbaki sem rekja má til lang- varandi kyrrstöðu í sömu líkams- stöðu eða beitingar við notkun á snjalltækjum. „Nei, þetta er ekki stórt hlutfall af skjólstæðingahópi sjúkraþjálfara en þróunin er samt alveg skýr. Tölvur og snjalltæki verða sífellt stærri hluti af tilveru okkar og við þurfum því að læra að skapa okkur góðar venjur við notk- un þeirra til að stuðla að bæði lík- amlegu og andlegu heilbrigði,“ seg- ir Hjalti Rúnar Oddsson, sjúkra- þjálfari hjá Styrk við Höfðabakka í Reykjavík. Álag, erfðir og áföll Fólk leitar til sjúkraþjálfara af mjög mörgum mismunandi ástæð- um, allt frá stoðkerfisvandamálum til endurhæfingar vegna slysa og sjúkdóma. Það fer að einhverju leyti eftir færni og áhugasviði hvers sjúkraþjálfara hvaða vanda- málum hver og einn sinnir helst. Þar af leiðandi sinnir Hjalti því að- allega fólki með stoðkerfisvanda- mál sem meðhöndla má með réttum æfingum, fræðslu um líkamsbeit- ingu og viðeigandi mjúkvefja- meðferð. „Ætli gigt sé ekki sá stoðkerf- issjúkdómurinn sem við sjáum mest af hjá Styrk, þá helst slit- og vefjagigt,“ segir Hjalti. Sjúkra- þjálfunin er í sama húsi og Þraut ehf. sem veitir þjónustu við fólk sem er með vefjagigt. „Það eru ýmsir þættir sem geta aukið líkur á því að einstaklingur þrói með sér slitgigt, til dæmis langvarandi röng líkamsbeiting, slys eða áverkar, erfðir og ofþyngd. Í sambandi við vefjagigtina er ekki hægt að benda á einn afgerandi orsakaþátt, þar sem í flestum tilfellum er um að ræða samspil margra þátta eins og líkamlegt og andlegt álag, erfðir, sjúkdóma og áföll.“ Verkjaboðin þögguð niður Oft gerist það að fólk sem hef- ur þrotið örendið – greinst með kulnun eins og slíkt er kallað – leit- ar til sjúkraþjálfara. Stundum ger- ir fólk sér kannski ekki grein fyrir einkennum kulnunar og leitar því fyrst til fagfólks eins og sjúkra- þjálfara, sem hins vegar geta greint hlutina í stærra samhengi. Oft fylgja kulnun, að sögn Hjalta, undirliggjandi stoðkerfisvandamál sem fólk hefur verið of upptekið til að sinna. Verkjaboðin eru einfald- lega þögguð niður með pillum og streðinu haldið áfram. Það er ekki fyrr en fólk staldrar aðeins við að það gerir sér grein fyrir hvaðan verkirnir eru að koma og hverju þeir gætu mögulega tengst. Þá eru einnig dæmi um einstaklinga í kulnun sem upplifa ósérhæfða verki sem rekja má til líkamlegs og andlegs álags. Æfingar, mjúkvefjameðferð, liðlosun og sértæk þjálfun eru sú aðstoð sem er á færi sjúkraþjálfara að veita og eðli mála samkvæmt er meðferð alltaf einstaklingsmiðuð. „Já, ég tel að við sjúkraþjálf- arar getum gert heilmikið fyrir fólk, en hver er sjálfum sér næstur og öll berum við ábyrgð á eigin heilsu. Í flestum tilfellum er hreyf- ing það úrræði sem ber mesta og varanlegasta árangurinn. Reglu- bundin þjálfun með réttum áherslum spilar þar lykilhlutverk, hvort sem um er að ræða líkamlega eða andlega kvilla. Oft virðumst við þó eiga erfitt með að finna hvatann og forgangsraða tímanum okkar til að fara og hreyfa okkur, jafnvel þó að við vitum hversu gott það gerir okkur. Göngutúr, þó ekki sé nema hálftími á dag, getur gert mikið fyrir heilsu okkar og líðan.“ Vilja komast fljótt á völlinn Hjalti Rúnar starfar í litlu hlutfalli hjá Styrk samhliða því að vera aðjúnkt við íþróttafræðasvið Háskólans í Reykjavík. Fram til haustsins starfaði hann hjá karla- liði ÍA í knattspyrnu sem sjúkra-, og styrktarþjálfari ásamt því að vera styrktarþjálfari kvennalands- liðsins í fótbolta. Hann segir verk- efni þessi ólík, þó vissulega svipi mörgu saman. Í öllum tilvikum sé hann að vinna með fólk sem þurfi þó að nálgast með ólíkum hætti. „Munurinn á stofunni og fót- boltanum er helst sá að viðhorf fólks til meðferðarinnar eru yf- irleitt ólík. Fæstir leita til sjúkra- þjálfara á stofu nema þeir þurfi nauðsynlega á því að halda og oft þarf að virkja áhugahvöt til þess að fá fólk til að sinna æfingum og breyta venjum. Í fótboltanum þarf minna að hvetja leikmenn til að vinna í meiðslunum sínum, enda vilja flestir leikmenn komast eins fljótt á völlinn og mögulegt er. Munurinn á því að starfa með landsliði og félagsliði er þónokkur. Í landsliðsverkefni koma ekki leik- menn nema þeir séu heilir heilsu, eða mjög líklegir til þess að geta tekið þátt í verkefninu. Verkefnin eru yfirleitt stutt og leikmenn eru að koma úr mismunandi aðstæðum sem þarf að mæta hverju sinni,“ segir Hjalti og bætir við að lokum. Halda meiðslum í lágmarki „Hjá félagsliði er þessu öfugt farið. Undirbúningstímabilið er frá nóvember til loka apríl og þjálfarar geta haft áhrif á alla þætti þjálf- unarinnar, ólíkt því sem gerist í landsliðinu. Þetta er langt tímabil sem þarf að skipuleggja með tilliti til álags, æfinga og keppni. Þó að meiðsli sé óhjákvæmleg í fótbolta er ég þó þeirrar skoðunar að með réttu álagi og æfingavali sé hægt að halda meiðslum í lágmarki og þar með gefa leikmönnum mögu- leika á því að taka framförum á vellinum. Reglulega yfir tímabilið þarf að mæla leikmennina til að meta framgang þjálfunarinnar og aðlaga. Þá má ekki gleyma mann- lega þættinum, en samskipti og traust á milli þjálfara, sjúkra- og styrktarþjálfara og leikmanna skipta öllu máli.“ Sinna æfingum og breyta venjum Gigt og stoðkerfisvandi eru algeng viðfangefni sjúkra- þjálfara. Hver er sjálfum sér næstur um ábyrgð á eig- in heilsu en þegar hún brestur getur kulnun í starfi oft verið hin raunverulega skýring, segir Hjalti Rúnar Oddsson hjá Styrk - sjúkraþjálfun. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjúkraþjálfari Stundum gerir fólk sér kannski ekki grein fyrir einkennum kulnunar og leitar því fyrst til fagfólks eins og sjúkraþjálfara, sem geta greint hlutina í stærra samhengi, segir Hjalti Rúnar Oddsson í viðtalinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlaup Í flestum tilfellum er hreyfing það úrræði sem ber mesta og varan- legasta árangurinn í endurhæfingu eftir veikindi, slys og áföll. AFP Farsími Notkun snjalltækja getur fylgt röng líkamsbeiting svo aðstoð sjúkraþjálfara reynist nauðsynleg. Verkjaboðin eru ein- faldlega þögguð niður með pillum og streðinu haldið áfram. Það er ekki fyrr en fólk staldrar aðeins við að það gerir sér grein fyrir hvaðan verkirnir koma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.