Morgunblaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018
Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 |
Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt
St. 36-4
Verð 2
4
.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Alþjóða hafrannsóknaráðið, ICES,
leggur til rúmlega 40% samdrátt í
makrílafla á næsta ári. Lagt er til að
aflinn fari ekki yfir 318 þúsund tonn
2019, en ráðgjöf þessa árs var upp á
551 þúsund tonn. Í mörg ár hefur
makríll verið veiddur umfram ráðgjöf
og þannig er áætlað að heildaraflinn í
ár verði ríflega ein milljón tonn.
Hrygningarstofn makríls er kominn
undir varúðar- eða aðgerðamörk og er
það í fyrsta skipti sem það gerist frá
árinu 2007. Í Noregi hefur komið fram
hörð gagnrýni á aðferðafræði við
stofnmatið.
Enginn heildarsamningur er í gildi
um veiðar á uppsjávartegundum í
NA-Atlantshafi. Fundir strandríkja
um veiðar úr þessum stofnum verða
haldnir í London í næsta mánuði og
verður fundað um makríl 8.-9. októ-
ber. Samkomulag Norðmanna, Evr-
ópusambandsins og Færeyinga um
makrílveiðar rennur út um áramót.
Íslendingar eru ekki aðilar að því
samkomulagi, en hafa miðað við 16,5%
af aflamarki fyrrnefndra þjóða.
Í aflareglu samnings ESB, Noregs
og Færeyja hefur verið ákvæði um að
aflinn sveiflist aldrei meira upp en sem
nemur 25% og aldrei meira niður en
sem nemur 20% á milli ára. Þessi
tregðuregla átti hins vegar að falla nið-
ur færi stofninn undir aðgerðamörk.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir,
framkvæmdastjóri Samtaka fyrir-
tækja í sjávarútvegi, sagðist í gær
ekki vilja tjá sig um ráðgjöfina að svo
stöddu.
Þrjár ástæður fyrir lækkun
Samkvæmt upplýsingum frá ICES,
sem einnig er að finna á heimasíðu
Hafrannsóknastofnunar, eru þrjár
ástæður fyrir minnkun á ráðlögðum
afla fyrir árið 2019 samanborið við síð-
ustu ráðgjöf. Í fyrsta lagi er hrygning-
arstofninn núna metinn minni en í
stofnmati síðasta árs. Í öðru lagi hefur
hrygningarstofninn farið minnkandi
undanfarin ár, veiðiálag hefur verið
hátt og nýliðun undir meðallagi síð-
ustu ár sem veldur því að spáð er enn
frekari minnkun hrygningarstofns á
næstu árum.
Í þriðja lagi mun stærð hrygning-
arstofns verða undir aðgerðamörkum
árið 2019 og í samræmi við nýtingar-
stefnu er þá dregið úr veiðiálagi. Mið-
að verður við 0,17 í fiskveiðidánartölu
í staðinn fyrir 0,21 þegar lífmassi
stofnsins er yfir varúðarmörkum.
Fiskveiðidauði hefur aukist frá árinu
2012 og er meiri en sá fiskveiðidauði
sem gefur hámarksafrakstur.
Samkvæmt stofnmati stækkaði
hrygningarstofninn frá 2005–2011 en
hefur farið minnkandi síðan. Nýliðun
var að jafnaði góð frá aldamótum til
ársins 2014 en árgangar 2015 og 2016
eru metnir undir meðaltali. Spár sýna
að stærð hrygningarstofns verður
áfram fyrir neðan aðgerðamörk 2019
og 2020 jafnvel þótt afli ársins 2019
verði samkvæmt ráðgjöf ICES.
Norðmenn vilja að ICES
fari yfir aðferðir og gögn
Síðustu daga hafa heyrst háværar
gagnrýnisraddir frá Noregi um gæði
stofnmatsins. Þannig fóru samtök út-
gerðarmanna, uppsjávarfyrirtækja
og sjómanna í Noregi fram á það í vik-
unni að ráðgjöf um makrílafla yrði
ekki birt. Undir gagnrýnina tók
norska hafrannsóknastofnunin í gær
og fór fram á að Alþjóða hafrann-
sóknaráðið færi nákvæmlega yfir
gögn og aðferðir sem liggja að baki
ráðgjöfinni.
Einkum eru það merkingagögn og
mikil áhrif þeirra sem hafa valdið
gagnrýni og í eftirfarandi kafla um
gæði stofnmats á makríl verður ekki
annað séð en að ICES taki að hluta
undir gagnrýni Norðmanna:
„Sumar gagnaraðirnar sem notað-
ar eru við mat á stofnstærð eru stutt-
ar (t.d. makrílleiðangur að sumri í 8 ár
og merkingargögn með 6 ár af end-
urheimtum). Þegar ný gögn bætast
við stuttar gagnaraðir getur vægi við-
komandi gagna í stofnmati breyst og
þar með útkoma stofnmatsins. ´
Þannig kemur í ljós að ef merking-
argögnin væru ekki notuð í stofnmat-
inu eða forsendum breytt hvernig
gögnin eru notuð, þá hefur það mikil
áhrif á niðurstöður matsins.“
Einnig kemur fram að stofnmatið
er viðkvæmt fyrir ósamræmi í mis-
munandi inntaksgögnum sem notuð
eru. Merkingargögn sem til eru frá
árinu 2012 hafa þannig mest vægi inn-
taksgagna í núverandi mati.
Þá segir jafnframt: „Þörf er á ná-
kvæmari greiningu á því hvernig
stofnmatslíkanið ákvarðar vægi
gagnaraða í stofnmati.“ Vart er hægt
að túlka þetta öðruvísi en svo að
ICES telji að þörf sé á að farið verði
yfir líkanið en hvergi kemur þó fram
hvort ICES hyggist gera slíkt á
næstu vikum eða mánuðum.
Makríll hefur gengið á Íslandsmið í
fæðuleit yfir sumarmánuðina í ríflega
áratug og er orðinn einn helsti nytja-
stofninn. Niðurstöður árlegs makríl-
leiðangurs í NA-Atlantshafi sumarið
2018 benda til að talsvert minna magn
af makríl hafi verið innan íslenskrar
lögsögu en síðustu sumur. Ástæður
minni makrílgengdar eru óþekktar.
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Á makrílveiðum Áætlað hefur verið að heildarverðmæti makrílafurða frá Íslandi verði 14-16 milljarðar króna í ár.
Mikill samdráttur
í makrílráðgjöf
Hrygningarstofn kominn undir varúðarmörk Spáð enn
frekari minnkun Norðmenn efast um gæði stofnmatsins
ICES leggur til, í samræmi við langtímanýtingarstefnu, að afli ársins
2019 verði ekki meiri en 1,14 milljón tonn. Ráðgjöf fyrir þetta ár var 1,39
milljón tonn en gert er ráð fyrir að aflinn á árinu verði alls um 1,7 milljón
tonn.
Frá árinu 2011 hefur veiðidánartala hækkað og hefur frá árinu 2014
verið yfir þeim fiskveiðidauða sem gefur hámarksafrakstur til lengri tíma
litið. Hrygningarstofninn hefur minnkað frá árinu 2017 en er enn vel ofan
við aðgerðamörk. Árgangar 2016 og 2017 eru metnir undir meðallagi en
árgangar 2013–2015 voru stórir.
Venjulega hefur ICES birt ráðgjöf á sama tíma í norsk-íslenskri síld og
fyrir makríl og kolmunna. Þar sem unnið er að endurskoðun aflareglu í
síld mun ICES ekki veita ráð um hámarksafla úr norsk-íslenska síldar-
stofninum fyrr en 23. október næstkomandi.
Kolmunni niður – síldin bíður
ALÞJÓÐA HAFRANNSÓKNARÁÐIÐ
318.000 t.
Heildarráðgjöf ICES fyrir 2019.
551.000 t.
Ráðgjöfin fyrir árið 2018
1.000.000 t.
Áætlað er að heildarafli ársins
fari yfir eina milljón tonna.
MAKRÍLL
»
Landsréttur staðfesti í gær dóm
Héraðsdóms Reykjavíkur í skaða-
bótamáli Ástu Kristínar Andrésdótt-
ur hjúkrunarfræðings gegn íslenska
ríkinu þar sem ríkið var sýknað af
skaðabótakröfu hennar. Ásta Kristín
fór fram á fjórar milljónir króna í
miskabætur.
Ásta Kristín var ákærð fyrir
manndráp af gáleysi í kjölfar þess að
sjúklingur á Landspítalanum sem
var í hennar umsjá lést í byrjun októ-
ber 2012. Héraðsdómur sýknaði
Ástu Kristínu síðan af ákærunni í
desember 2015. Höfðaði hún skaða-
bótamálið gegn ríkinu í framhaldinu.
Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröf-
unni 29. nóvember á síðasta ári.
Skaðabótakrafan var byggð á því
að starfsmenn ríkisins, einkum lög-
reglumenn sem komu að rannsókn
málsins, hefðu gert mistök við upp-
haf málsins sem hefðu leitt til þess að
Ásta Kristín tók á sig ábyrgð á and-
láti sjúklingsins að ósekju. Ekki var
fallist á að bótaskylda hefði skapast
vegna framgöngu lögreglu.
Fram kemur þannig í dómi Lands-
réttar að þrátt fyrir forsendur þær
sem fram komi í niðurstöðu Héraðs-
dóms Reykjavíkur í sakamálinu um
að rannsókn þess hafi verið ábóta-
vant verði ekki talið í ljósi gagna
málsins að lögreglan hafi sýnt af sér
saknæma og ólögmæta hegðun eða
að ákæruvaldið hafi ekki farið að lög-
um.
Þannig verði ekki talið að rann-
sókn lögreglu hafi falið í sér ólög-
mæta meingerð gegn frelsi, friði,
æru eða persónu Ástu Kristínar
þannig að það leiði til bótaskyldu rík-
isins eða að farið hafi verið gegn
ákvæðum mannréttindasáttmála
Evrópu og stjórnarskrárinnar um
réttláta málsmeðferð.
Málskostnaður Ástu Kristínar
greiðist úr ríkissjóði en um gjafsókn
var að ræða.
Ásta Kristín fær
ekki miskabætur
Landsréttur staðfesti sýknudóminn
Morgunblaðið/Jón Pétur
Dómur Ásta var sýknuð af mann-
drápi af gáleysi árið 2015.