Morgunblaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 17
Reykjavík Akranes Borgarnes Veglyklar Veglyklarnir eru eign Spalar eins og kveðið er á um í áskriftarsamningum. Notendur skulu afhenda veglykla fyrir lok nóvember 2018 gegn 3.000 króna skilagjaldi fyrir hvern lykil. Tekið verður við lyklunum á skrifstofu Spalar ehf. á Akranesi og hjá • Olíudreifingu ehf. að Hólmaslóð 8-10 í Reykjavík • N1 Ártúnshöfða • N1 Háholti í Mosfellsbæ • N1 Borgarnesi • OLÍS í Borgarnesi Þeir sem ekki hafa tök á að skila veglyklum á þessa staði geta sent þá í umslagi til Spalar, Kirkjubraut 28, 300 AKRANES fyrir lok nóvember. Afar áríðandi er að með fylgi upplýsingar um nafn sendanda, kennitölu, símanúmer og bankaupplýsingar svo unnt sé að koma greiðslu til skila. Spölur gerir upp við viðskiptavini sína Lokadagur innheimtu veggjalds í Hvalfjarðargöngum var 28. september og nú aka menn ókeypis um göngin. Í framhaldinu gerir Spölur upp við viðskiptavini sína með því að taka við veglyklum gegn skilagjaldi, greiða út inneignir á áskriftarreikningum og endurgreiða ónotaða afsláttarmiða. Með þökk fyrir viðskipti og samskipti í 20 ár! Tölur af afsláttarmiðum sem skrá skal á skilagreinar. Inneign á áskriftarreikningum • Notendur veglykla fá inneignir sínar á áskriftarreikningum greiddar þegar þeir hafa skilað veglyklum og fyllt út tilheyrandi skilagreinar. • Ef nauðsyn krefur áskilur Spölur sér lengri frest en 30 daga til að ljúka uppgjöri vegna þess að uppgjörsmálin skipta tugum þúsunda og taka óhjákvæmilega tíma. Afsláttarmiðar Olíudreifing ehf. að Hólmaslóð 8-10 í Reykjavík tekur við afsláttarmiðum og skrifstofa Spalar á Akranesi. Þjónustustöðvar N1 og OLÍS taka ekki við afsláttarmiðum. Frestur til að skila rennur út 30. nóvember 2018. Afsláttarmiða má senda í umslagi til Spalar, Kirkjubraut 28, 300 AKRANES. Afar áríðandi er að með fylgi upplýsingar um nafn sendanda, kennitölu, símanúmer, bankaupplýsingar, fjölda afsláttarmiða og númer afsláttarmiða, til þess að unnt sé að koma greiðslu til skila! Nánari upplýsingar er að finna á vefnum spolur.is og þar er líka hægt að prenta út eyðublöð til útfyllingar fyrir þá sem senda Speli veglykla eða afsláttarmiða í pósti. Tölur af veglyklum sem skrá skal á skilagreina. Sími 431 5900. spolur@spolur.is göngHvalfjarðarl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.