Morgunblaðið - 29.09.2018, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018
STUTT
● Fjórir stjórnendur Símans nýttu sér
í gær kauprétt í félaginu samkvæmt
kaupréttaráætlun fyrirtækisins, en hún
fól í sér að allir starfsmenn gátu
keypt hlutabréf í félaginu fyrir 600
þúsund krónur á ári í þrjú ár á geng-
inu 2,62.
Frá þessu er greint í tilkynningu
sem send var í gegnum Kauphöllina.
Stjórnendurnir sem nýttu kauprétt-
inn í Símanum voru þeir Orri Hauks-
son forstjóri, Magnús Ragnarsson
framkvæmdastjóri, Óskar Hauksson
fjármálastjóri og Eric Figueras fram-
kvæmdastjóri.
Fjórir stjórnendur Sím-
ans nýttu kauprétti sína
Nýjar tölur Hagstofu Íslands sem
birtar voru í gær benda til þess að
ferðamenn lengi nú dvöl sína á hót-
elum landsins.
„Þetta virðast vera sterkar tölur,
nánast þvert um landið. Það er
áfram mikill vöxtur á Suðurlandi,
og við erum að sjá gistinóttum
fjölga hjá erlendum ferðamönnum.
Þeim fjölgar á höfuðborgarsvæðinu,
Suðurnesjum, Vesturlandi og á Suð-
urlandi. Þetta gerist á sama tíma og
ferðamönnum fækkaði í ágúst,“ seg-
ir Þorsteinn Andri Haraldsson, sér-
fræðingur hjá greiningardeild Ar-
ion banka, þegar tölurnar eru
bornar undir hann.
Hann segir að þróunin sé öfug við
hvað gerðist á fyrri helmingi ársins.
„Framan af ári sáum við að ferða-
mennirnir voru að stytta dvöl sína,
en þarna snýst það við. Við sjáum
þetta líka í neyslutölum, en korta-
veltutölur í ágúst voru nokkuð
sterkar.“
Þorsteinn segir að hótelnýting sé
áfram góð, þó hún haldi áfram að
minnka á höfuðborgarsvæðinu,
enda hafi framboðið á gistirými
aukist um sex prósent nú í ár að
hans sögn. „Það er að myndast eðli-
legra ástand á höfuðborgarsvæðinu.
Nýtingin er að lækka alls staðar
annars staðar en á Suðurnesjunum
og Vesturlandi.“
Gistinætur voru 1,7 milljónir
Samkvæmt tölum frá Hagstofunni
voru gistinætur ferðamanna á öllum
gististöðum í ágúst sl. rúmlega 1,7
milljónir, en tæplega 1,6 milljónir í
sama mánuði í fyrra.
„Gistinætur á hótelum og gisti-
heimilum voru 714.500, gistinætur á
farfuglaheimilum, svefnpokaplássi,
tjaldsvæðum o.þ.h. voru 688.500, og
331.000 í gegnum vefsíður á borð
við Airbnb. Heildarfjöldi gistinátta í
ágúst jókst um 10% milli ára, þar af
var 7% fjölgun á hótelum og gisti-
heimilum, 16% fjölgun á öðrum teg-
undum gististaða og 6% fjölgun á
stöðum sem miðla gistingu gegnum
Airbnb og svipaðar síður.“
Þá kemur fram að gistinætur er-
lendra ferðamanna hafi til viðbótar
verið 84 þúsund í bílum utan tjald-
svæða og 46 þúsund hjá vinum og
ættingjum, í gegnum húsaskipti eða
á öðrum stöðum þar sem ekki var
greitt sérstaklega fyrir gistingu.
tobj@mbl.is
Viðsnúningur
í gistinóttum
10% fjölgun Hótelnýting minnkar
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Íslenska sprotafyrirtækið geoSilica
er metið á 700 milljónir króna miðað
við fyrstu umferð fjármögnunar sem
fyrirtækið hefur nú lokið. Nýir hlut-
hafar koma að
fyrirtækinu með
40 milljónir króna
í formi nýs hluta-
fjár. Þeir eignast
með framlagi sínu
tæplega 6% hlut í
fyrirtækinu. Í
hópi hinna nýju
hluthafa eru Guð-
mundur Þórodds-
son, Hjörtur
Gíslason og Guðjón Jónsson. Það er
fyrirtækið Spakur sf. sem kom að
undirbúningi hlutafjáraukningarinn-
ar í samstarfi við forsvarsmenn
geoSilica.
Fida Abu Libdeh stofnaði geoSi-
lica árið 2012 ásamt samstarfsmanni
sínum, Burkna Pálssyni. Hún segist
afar ánægð með aðkomu hinna nýju
hluthafa.
„Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir
okkur og núna getum við haldið
áfram að byggja fyrirtækið upp. Með
nýju hluthöfunum ætlum við líka að
stefna inn á nýja markaði, ekki síst í
Skandinavíu. Í hópi þeirra er þekk-
ing á þeim markaði sem mun nýtast
okkur vel.“
Jarðhitavatnið er grunnurinn
GeoSilica vinnur kísilsteinefni sem
unnið er úr jarðhitavatni sem fellur
til við rekstur Hellisheiðarvirkjunar.
Fyrirtækið var stofnað af Fidu og
Burkna árið 2012 á grundvelli loka-
verkefnis þeirra í orku- og umhverf-
istæknifræði. Það tók fyrirtækið
þrjú ár að þróa fyrstu vöruna sem frá
þeim tíma hefur verið á markaði.
„Við seldum vörur okkar fyrir 40
milljónir á fyrstu sex mánuðum
þessa árs og það er rétt tæpur helm-
ingurinn sem hefur selst erlendis og
að langmestu leyti í gegnum þýska
vefverslun sem sérhæfir sig í heilsu-
vörum. En við erum líka að selja vör-
urnar í mörgum verslunum hér á Ís-
landi, apótekum, Nóatúni, Nettó,
Hagkaup og svo mun þetta einnig
fást í Krónunni fljótlega,“ segir Fida.
Hún segir að mikil eftirspurn sé
eftir vörum eins og þeim sem geoSi-
lica framleiðir. Slíkar vörur hafi
lengi verið á markaði í Þýskalandi en
mun víðar sé fólk að opna augun fyrir
alvarlegum afleiðingum steinefna-
skorts.
„Það eru í raun ekki síst allskyns
lífsstílssjúkdómar sem tengjast
skorti á steinefnum í líkamanum.
Vörurnar okkar hjálpa fólki til að
tryggja líkamanum þessi efni. Það
sem gerir þau ekki síst spennandi í
huga kaupenda er sú staðreynd að
þau eru náttúruleg og það skemmir
svo sannarlega ekki fyrir að þau eru
frá Íslandi,“ segir Fida.
Endalaus framleiðslugeta
Spurð út í framleiðsluna segir
Fida að það séu í raun engir eiginleg-
ir flöskuhálsar þegar kemur að
henni.
„Það er í raun hægt að framleiða
endalaust af þessu efni. Við erum í
dag að nýta um 1 lítra á sekúndu frá
virkjuninni en þar renna í gegn 750
lítrar á hverri sekúndu. Framleiðsl-
an hjá okkur byggist á góðu sam-
starfi og langtímasamningi við Orku
náttúrunnar.“
En það er ekki framleiðslugetan
sem Fida segir að áskoranirnar
tengist í rekstrinum.
„Helmingurinn af þessu er þróun-
in og framleiðslan. Það er markaðs-
setningin og sölustarfið sem er ann-
að eins. Þar liggur gríðarleg vinna að
baki og ég held að núna munum við
sjá aukinn kraft fara í það. Fjár-
magnið sem við fáum inn í fyrirtækið
núna verður nýtt til að sækja inn á
nýju markaðina.“
Spurð út í vaxtarmöguleikana seg-
ir hún að næstu ár verði spennandi.
Stefnt sé að því að fyrirtækið verði
réttum megin við núllið árið 2020 en
að viðtökurnar á mörkuðum erlendis
gefi til kynna að vöxturinn geti orðið
mjög mikill á komandi árum. Í dag
starfa 5 manns í fullu starfi hjá fyr-
irtækinu.
Merkilegur bakgrunnur
Saga Fidu Abu Libdeh er merki-
leg fyrir margra hluta sakir. Hún er
frá Palestínu en flutti hingað til lands
aðeins 16 ára gömul. Hún átti fyrst í
stað erfitt með að læra íslensku en
innritaðist að lokum í háskólabrú
Keilis á Reykjanesi og lauk svo námi
í orku- og umhverfistæknifræði. Þá
hefur hún einnig lokið MBA-gráðu
frá Háskólanum í Reykjavík.
Sprotafyrirtækið geoSilica
metið á 700 milljónir króna
Fjárfestar koma að fyrirtækinu með nýtt hlutafé Selja mest til Þýskalands
Nýting Vörurnar eru unnar úr vatni úr borholum Hellisheiðarvirkjunar.
Velgengni Vörurnar seljast afar vel.
Fida Abu Libdeh
29. september 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 109.74 110.26 110.0
Sterlingspund 144.21 144.91 144.56
Kanadadalur 84.0 84.5 84.25
Dönsk króna 17.233 17.333 17.283
Norsk króna 13.506 13.586 13.546
Sænsk króna 12.43 12.502 12.466
Svissn. franki 113.08 113.72 113.4
Japanskt jen 0.9727 0.9783 0.9755
SDR 153.76 154.68 154.22
Evra 128.54 129.26 128.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 156.2953
Hrávöruverð
Gull 1196.0 ($/únsa)
Ál 2056.0 ($/tonn) LME
Hráolía 81.8 ($/fatið) Brent
bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar
Enn einn dagur
í Paradís
Bez
t á svínið
Viðskipti