Morgunblaðið - 29.09.2018, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018
Í þremur greinum í tilefni af
skýrslu minni fyrir fjármálaráðu-
neytið um bankahrunið hef ég
rætt um þá ákvörðun Breta að
beita að þarflausu hryðjuverka-
lögum gegn Íslendingum og að
loka þeim tveimur bresku bönk-
um, sem Íslendingar áttu, um leið
og þeir björguðu öllum öðrum
bönkum, um þá ákvörðun Banda-
ríkjanna og Evrópuþjóða að veita
íslenska seðlabankanum enga
fyrirgreiðslu þótt seðlabankar á
öðrum löndum á Norðurlöndum fengju slíka
fyrirgreiðslu, og um það heillaráð, sem Íslend-
ingar brugðu á til að takmarka langtímaskuld-
bindingar ríkisins, sem var að reisa varnarvegg
um landið og gera innstæður að forgangs-
kröfum í bú banka. En ýmis áleitin siðferðileg
umræðuefni urðu til í bankahruninu og ætla ég
hér að tengja þau við greiningu og umræður ís-
lenskra og erlendra heimspekinga, sérstaklega
um viðskiptasiðferði.
Er eitthvað rangt við
fjármálamiðstöðvar?
Rökstudd hugmynd um Ísland sem fjármála-
miðstöð kom fyrst fram hjá Mikael Karlssyni,
heimspekiprófessor í Háskóla Íslands, í grein-
um í Vísbendingu 1987 og 1988. „Hún felst í víð-
tækri, alþjóðlegri banka- og fjárfestingaþjón-
ustu, gjaldeyrisverslun, útgáfu og sölu spari-
bréfa, aðstöðu til alþjóðlegrar verslunar með
hlutabréf, verðbréf og jafnvel aðra fjármuni.“
Oftast er þá reynt að laða erlent fjármagn til
slíkra fjármálamiðstöðva eða „fjárhæla“ eins og
Mikael kallaði þau með lágum sköttum og rík-
um trúnaði við viðskiptavini. Benti Mikael sér-
staklega á Sviss og Lúxemborg í því sambandi.
Nú kunna aðrir siðfræðingar að færa ýmsar
röksemdir gegn þessari hugmynd. Ein gæti
verið að margvíslegir glæpir, ekki síst skatt-
svik, geti þrifist í skjóli bankaleyndar. Önnur er
að skattasamkeppni sé ósiðleg því að hún leiði
til þess að ríkið missi af tekjum og geti þess
vegna ekki staðið undir nauðsynlegum út-
gjöldum, til dæmis bótum til þeirra sem minna
mega sín.
Svör eru þó til við þessum röksemdum. Hug-
myndin felur ekki nauðsynlega í sér stranga
bankaleynd og hefur til dæmis Sviss horfið frá
henni enda var aðstoð bandaríska seðlabankans
við hinn svissneska í fjármálakreppunni 2008
bundin því skilyrði. Hitt er annað mál að óvin-
sælir minnihlutahópar eins og gyðingar í Hit-
lers-Þýskalandi njóta góðs af bankaleynd og
geta þá stundum bjargað einhverju af eignum
sínum undan þungum hrammi einræðisríkisins.
Í öðru lagi er ekki víst, þegar fjármagn er flutt
til eins lands frá öðru, að eins gróði sé annars
tap. Það getur verið og er meira að segja líklegt
að fjármagnið beri miklu meiri ávöxt í viðtöku-
landinu en háskattalandinu. Þar gufar það ekki
upp, heldur nýtist á einhvern hátt. Í þriðja lagi
er erfitt eða jafnvel ókleift að segja til um hver
séu „nauðsynleg“ útgjöld ríkisins annað en það
að þau séu líklega miklu minni en gengur og
gerist á okkar dögum. Til dæmis er velmegun
miklu meiri nú en áður og fólk hraustara og því
í raun minni þörf á samhjálp.
Eignasala í Noregi,
Finnlandi og Danmörku
Sala eignasafns íslensku bankanna á Norður-
löndum ætti að komast í allar kennslubækur í
viðskiptasiðferði. Rekja þarf kafla úr þeirri
sögu stuttlega. Þegar bankahrunið varð á Ís-
landi, þurfti norski Glitnir lausafé. Norski
Seðlabankinn neitaði honum um það, þótt hann
væri norskur banki, og vísaði honum á hinn
norska Tryggingarsjóð innstæðueigenda, sem
veitti honum lán, fyrst til 19. október, síðan 22.
október. Bankinn var auglýstur til sölu og 21.
október keypti hann hópur norskra fjárfesta
með stjórnarformann Tryggingarsjóðs inn-
stæðueigenda, Finn Haugan, í broddi fylkingar.
Var kaupverðið 300 milljónir norskra króna.
Strax eftir það var lánalínan frá Tryggingar-
sjóðnum framlengd og í janúar 2009 bókfærðu
kaupendur eignina á tvo milljarða. Glitnir Sec-
urities í Noregi var selt starfsmönnum 12. októ-
ber fyrir 50 milljónir, og átta dögum síðar seldu
hinir nýju kaupendur helming fyrirtækisins
fyrir 50 milljónir: Það hafði tvöfaldast í verði á
átta dögum. Í Finnlandi lagði finnska Fjármála-
eftirlitið fast að slitastjórn Glitnis að selja
finnska Glitni. Keyptu starfsmennirnir það 14.
október á 3.000 evrur. Í árslok 2008 bókfærðu
kaupendur eignina á 43 milljónir evra, og 2013
seldu þeir hana fyrir 200 milljónir evra.
Kaupþing átti FIH banka, einn af stærstu
bönkum Danmerkur. Þegar Seðlabankinn veitti
Kaupþingi neyðarlán 6. október
2008, tók hann allsherjarveð í
bankanum, og þegar Kaupþing
fór í þrot, leysti Seðlabankinn
veðið til sín. FIH banki fékk í
upphafi sömu lausafjárfyrir-
greiðslu og ábyrgðir frá danska
seðlabankanum og aðrir danskir
bankar. En síðan var bankanum
tilkynnt að ríkisábyrgðin danska
rynni út haustið 2010. Seðlabank-
inn íslenski, sem nú var undir
nýrri stjórn, taldi sig neyðast til
að selja bankann. Kaupendur
voru hópur danskra fjárfesta og
danskra og sænskra lífeyrissjóða
og var kaupverðið fimm milljarðar danskra
króna en aðeins voru 1,9 milljarðar greiddir út.
Frá afganginum skyldi draga töp bankans frá
30. júní 2010 til 31. desember 2014. Að sjálf-
sögðu gengu hinir nýju eigendur hart fram í því
að láta öll töp koma fram á því tímabili og fær
Seðlabankinn líklega ekki meira upp í kaup-
verðið. Gætti hann ekki hagsmuna sinna með
því til dæmis að hafa mann í stjórn eða setja
skilyrði um bókfærð töp. FIH banki var lagður
niður en hinir nýju kaupendur hirtu óskipt eig-
ið fé bankans, sem var 2014 metið á 5,7 millj-
arða danskra króna. Seðlabankinn situr eftir
með sárt ennið. Önnur töp lentu á búum bank-
anna og þannig á kröfuhöfum en þetta tap, að
minnsta kosti 53 milljarðar íslenskra króna,
lenti á íslenska ríkinu.
Hvenær er nauðung beitt í viðskiptum?
Finn Haugan, einn kaupenda norska Glitnis,
og Lars Rohde, einn kaupenda FIH banka,
sögðu íslenskum fjölmiðlum að þeir væru að-
eins að stunda venjuleg viðskipti. Aðrir kaup-
endur hefðu ekki boðið betur. En hvenær eru
aðstæður svo óvenjulegar að viðskipti eru ekki
raunverulega frjáls? Tvö dæmi eru alþekkt í
umræðum siðfræðinga um viðskiptasiðferði.
Heilagur Tómas af Akvínas greinir söguna af
kaupmanni frá Alexandríu, sem er fyrstur á
vettvang með korn til Ródos-eyjar, þar sem
verið hafði hungursneyð. Hann þykist vita að
fleiri kaupmenn séu á leiðinni með korn því að
hann sá seglin á skipum þeirra bera við sjón-
deildarhringinn. Þarf hann að segja eyjar-
skeggjum frá því en það myndi auðvitað fella
korn hans verulega í verði? Heilagur Tómas
segir að kaupmaðurinn þurfi þess ekki enda
geti hann ekki verið viss um að aðrir kaupmenn
komi þótt það sé líklegt. Hann er að veita þjón-
ustu, siglir að eigin frumkvæði til Ródos.
Robert Nozick greinir söguna af vin í eyðimörk
þar sem eru tuttugu uppsprettulindir. Skyndi-
lega þorna þær allar nema ein. Má þá eigandi
hennar krefjast svimhás verð fyrir vatnið, jafn-
vel setja grönnum sínum afarkosti? Nozick seg-
ir nei, því að viðskiptin séu ekki lengur frjáls
eða nauðungarlaus og þau almennu rök fyrir
séreignarrétti, að menn græði á þeim án þess
að aðrir tapi, séu því fallin úr gildi (fyrirvari
Lockes, sem kallaður er). Lindareigandinn sé
að nýta sér neyð annarra, kúga þá.
Nú er spurningin, hvort kaupendur íslensku
eignasafnanna í Noregi, Finnlandi og Dan-
mörku séu eins og kaupmaðurinn í Alexandríu í
dæmi heilags Tómasar, eins og Haugan og
Rohde virðast telja, eða eins og eigandi upp-
sprettulindarinnar í vininni í dæmi Nozicks. Ég
leiði rök að því í skýrslu minni að þeir séu eins
og eigandi uppsprettulindarinnar. Þeir höfðu
aðgang að lausafé sem dótturfélögum íslensku
bankanna var neitað um: Lánalína hins norska
Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta
til norska Glitnis var umsvifalaust framlengd
og bankinn skírður hinu gamla norska nafni
sínu. Lánalína danska seðlabankans til FIH
banka var framlengd og honum raunar veitt
aukin fyrirgreiðsla. Kaupendur eignasafnanna
nýttu sér neyð íslensku bankanna og dóttur-
félaga þeirra á Norðurlöndum til að kaupa
eignasöfn þeirra á smánarverði. Þeir voru víð-
ast vel tengdir kaupsýslumenn. Við þetta nutu
þeir atbeina yfirvalda, til dæmis í Noregi Seðla-
bankans, sem neitaði Glitni um lán, og Trygg-
ingarsjóðsins, í Finnlandi Fjármálaeftirlitsins
sem neyddi Glitni til skyndisölu (þar sem 3.000
evrur urðu á fimm árum að 200 milljónum evra)
og í Danmörku Seðlabankans, sem knúði fram
skyndisölu á FIH banka með hótunum um að
framlengja ekki lánalínur, nema eigendaskipti
yrðu á bankanum. Verður ekki sagt að norræn-
ir frændur okkar að Færeyingum undan-
teknum hafi reynst okkur vel í erfiðleikum
okkar og er þar engin afsökun að í kreppu
breytast þverþjóðlegir bankar jafnan í þjóðlega
banka.
Icesave-deilan
Icesave-deila Íslendinga við Breta og Hol-
lendinga ætti líka að eiga heima í öllum
kennslubókum í viðskiptasiðferði. Til einföld-
unar skoða ég aðeins hinn breska þátt. Í Bret-
landi safnaði Kaupþing innstæðum á Edge-
reikninga, sem vistaðir voru í dótturfélagi,
KSF, sem var breskur banki, undir bresku
eftirliti og aðili að bresku innstæðutrygginga-
kerfi. En Landsbankinn safnaði innstæðum á
Icesave-reikninga, sem vistaðir voru í útbúi
bankans í Lundúnum, ekki í dótturfélagi, svo að
það var undir íslensku eftirliti og aðili að ís-
lensku innstæðutryggingakerfi. Bresk stjórn-
völd lögðu hart að íslenskum að gangast í
ábyrgð fyrir Icesave-innstæðurnar en hin ís-
lensku harðneituðu að gera það, en kváðust
reiðubúin að gera það sem í þeirra valdi stæði
til að hinn íslenski Tryggingarsjóður innstæðu-
eigenda gæti staðið við skuldbindingar sínar.
Hinn 6. október samþykkti Alþingi neyðarlögin
svonefndu, en með þeim urðu innstæður í ís-
lenskum bönkum forgangskröfur í bú þessara
Framkoma sumra granna í bankahr
Eftir Hannes Hólmstein
Gissurarson
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
InDefence-hópurinn mótmælir
þeirri ákvörðun ríkisstjórnar
Jóhönnu Sigurðardóttur að
veita ríkisábyrgð á Icesave-
reikningum Landsbankans.
SKÝRSLAN UM BANKAHRUNIÐ