Morgunblaðið - 29.09.2018, Page 29

Morgunblaðið - 29.09.2018, Page 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018 banka. Jafnframt lýstu stjórnvöld yfir því opin- berlega, að allar innstæður á Íslandi væru tryggðar. Þessu mótmælti Bretastjórn og kváðu Íslendinga mismuna innlendum og er- lendum innstæðueigendum. Bretastjórn beitti 8. október hryðjuverkalög- um til að kyrrsetja allar eigur Landsbankans í Bretlandi, jafnframt því sem hún greiddi eig- endum Icesave-reikninga í Bretlandi út með vöxtum innstæður þeirra eins og þeir hefðu verið tryggðir þar. (Það skiptir ekki máli í þessu sambandi að ég kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslu minni að Bretastjórn þurfti ekki að beita hryðjuverkalögunum því að hún hafði nægar valdheimildir í tilskipun, sem breska Fjármálaeftirlitið hafði sent útbúi Landsbank- ans í Lundúnum fimm dögum áður). En það var alrangt að með neyðarlögunum íslensku væri innlendum og erlendum innstæðueigendum mismunað. Breskir innstæðueigendur urðu jafnmiklir forgangskröfuhafar í bú Landsbank- ans og hinir íslensku og fengu þeir allt sitt fé að lokum til baka þegar eignasafn Landsbankans var selt. Yfirlýsing íslensku ríkisstjórnarinnar um sérstaka ábyrgð á innlendum innstæðum var sams konar og yfirlýsingar annarra ríkis- stjórna á sama tíma og hafði ekkert lagagildi. En Bretastjórn beitti hryðjuverkalögunum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir sig til að knýja ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem tók við völdum eftir bankahrunið til samninga um að ís- lenska ríkið ábyrgðist fulla endurgreiðslu með fullum vöxtum á útgjöldum breska ríkissjóðsins sem skilgreint var sem „lán“ til Íslendinga. Samsekt og samábyrgð Á Íslandi geisuðu harðar deilur um Icesave- málið. Þorri þjóðarinnar og þar á meðal ég taldi fráleitt að ríkið ætti lagalega eða siðferðilega að bera ábyrgð á viðskiptum einkaaðila. Sigraði sá málstaður í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum. En fámennur hópur háskólamanna hélt því fram að íslenska þjóðin væri siðferðilega sam- ábyrg Landsbankanum í Icesave-málinu (þótt þessi hópur minntist ekki á sambærilega inn- lánasöfnun Kaupþings í útibúum í Svíþjóð og Þýskalandi). Prófessor Þorvaldur Gylfason sagði til dæmis að tengsl Landsbankans við Sjálfstæðisflokkinn hefðu verið svo náin að við- skiptavinir bankans í Bretland hefðu verið í góðri trú um að íslenska ríkið styddi við bakið á bankanum. Prófessor Stefán Ólafsson kvað Landsbankann hafa verið undir íslensku eftir- liti og aðila að íslensku innstæðutryggingakerfi og hefðu íslensk stjórnvald oft staðfest ábyrgð sjóðsins. Prófessor Vilhjálmur Árnason sagði að með neyðarlögunum hefði erlendum og ís- lenskum innstæðueigendum verið mismunað. Þeim Stefáni og Vilhjálmi er að vísu skjót- svarað. Íslensk stjórnvöld lýstu aldrei yfir ríkis- ábyrgð á Tryggingarsjóði innstæðueigenda og innlendum og erlendum innstæðueigendum var ekki mismunað með neyðarlögunum: Öðru nær: Breskir innstæðueigendur fengu forgang yfir ýmsa aðra kröfuhafa bankanna, til dæmis þýska banka. Forvitnileg spurning vaknar hins vegar þeg- ar rök Þorvaldar eru skoðuð: Hvenær eru tengsl einstaklinga innan hóps á þann veg að hópurinn sem heild beri ábyrgð á gerðum sumra einstaklinga innan hópsins? Um þetta hafa margir heimspekingar skrifað þykkar bækur, þar á meðal einn kennari minn í Oxford, David Miller, árið 2007, National Responsibility and Global Justice (Þjóðarábyrgð og hnattrænt réttlæti). Finnar greiddu rússnesku ráðstjórn- inni háar skaðabætur eftir framhaldsstríðið 1941-1944. Þjóðverjar hafa greitt Ísraelsríki verulegt fé til að bæta að einhverju leyti fyrir gyðingaofsóknir Hitlers og taldi heimspeking- urinn Karl Jaspers raunar að Þjóðverjar í heild bæru ábyrgð á ódæðum nasista. Eiga hvítir menn í Suður-Afríku sem heild sök á kúguninni og niðurlægingunni, sem fólst í aðskilnaðar- stefnunni (apartheid), til dæmis vegna þess að þeir nutu sjálfir forréttinda um skeið? Voru þeir Norðmenn, sem gengu í nasistaflokk Quislings, samsekir honum um illvirki hans, jafnvel þótt þeir gerðu ekkert af sér sjálfir? Átti samábyrgðarhugtakið við í Icesave-málinu? Hinn frjálslyndi heimspekingur Jan Narve- son varar að vísu við að nota hugtök eins og samsekt og samábyrgð af því að með því sé at- hyglinni beint frá fullri ábyrgð einstaklinga á eigin gerðum og gamalt ranglæti iðulega „leið- rétt“ með nýju. En til þess að hægt sé að tala um siðferðilega samábyrgð eða samsekt hóps sýnist mér að þremur skilyrðum að minnsta kosti þurfi að vera fullnægt: 1) Aðgerðir hópsins hafi valdið öðrum skaða, sem geti jafnt verið fjárhagslegt tjón eða niðurlæging annarra. 2) Hlutaðeigandi hópur er nátengdur og tekur ákvarðanir og kemur fram sem ein heild, jafn- vel þótt einhverjir innan hópsins séu þeim ósamþykkir. 3) Ekki er hægt að koma fram fullri ábyrgð á einhverjum aðgerðum og afleið- ingum hennar með því að draga einstaklinga til ábyrgðar. Í Icesave-málinu virðist þessum þremur skil- yrðum ekki vera fullnægt. 1) Þegar upp var staðið biðu innstæðueigendur í Bretlandi ekk- ert fjárhagslegt tjón. Þeir fengu allt sitt til baka og meira að segja með þeim ríflegu vöxtum sem Landsbankinn bauð. Ein ástæða til þess var að kröfur þeirra urðu við neyðarlögin forgangs- kröfur. 2) Ekki var um nátengda hópa að ræða. Landsbankinn, Sjálfstæðisflokkurinn og ís- lenska ríkið mynduðu ekki eina heild í eðlileg- um eða röklegum skilningi, hvað sem kunn- ingjatengslum leið. 3) Hægt var að draga einstaklinga til ábyrgðar. Landsbankinn skuldaði breskum innstæðueigendum fé og hann greiddi þeim það og með því lauk málinu. Hefði hann brostið fé hefði Tryggingarsjóður innstæðueigenda tekið við og borið ábyrgð og það hefði verið vandi hans og innstæðueigenda, hvort hann hefði ráðið við skuldbindingar sínar. Þetta voru aldrei skuldbindingar íslenska ríkisins. „Caveat emptor,“ kaupandinn gæti sín sjálfur. Það var ekki hlutverk skattgreiðenda á Íslandi að gæta hagsmuna breskra sparifjár- eigenda, sem vildu háa vexti á innstæður sínar í bönkum. Ábyrgð, yfirbót og afsökun Málflutningur hins fámenna hóps háskóla- manna, sem taldi Íslendinga siðferðilega sam- ábyrga um bankahrunið, verða því að greiða skuldir bankanna og bæta viðskiptasiðferði sitt, minnir talsvert á málflutning lærðra manna eft- ir Tyrkjaránið 1627, þegar þeir töldu það refs- ingu Guðs fyrir syndir Íslendinga og yrði þjóðin nú að gera yfirbót. En greiningu heimspekinga eins og Davids Millers á siðferðilegri sam- ábyrgð má nota á götuóeirðirnar á Íslandi eftir bankahrunið. Miller leiðir rök að því að þátttak- endur í slíkum götuóeirðum séu allir sam- ábyrgir eða samsekir, til dæmis um tjón sem af þeim hlýst og verður ekki rakið til einstaklinga. Ef Miller hefur rétt fyrir sér gætu Þorvaldur Gylfason og aðrir þeir menntamenn, sem héldu æsingaræður á útifundum vikurnar eftir banka- hrunið, væntanlega talist samsekir ofbeldis- seggjunum sem börðust við lögregluna, jafnvel þeir hefðu ekki gert neitt annað sjálfir en tala. Hugtakið siðferðileg samábyrgð ætti hugsan- lega líka við um Breta þegar þeir beittu hryðju- verkalögum á Íslendinga. Ég sé ekki betur en öllum þremur skilyrðunum, sem hér voru nefnd, sé fullnægt: 1) Íslendingum var unnið tjón. 2) Breska ríkisstjórnin var lýðræðislega kjörin og kom fram fyrir hönd heildarinnar. 3) Erfitt er að greina einhverja skýra einstakl- ingsbundna ábyrgð í málinu. Í bók sinni um þjóðarábyrgð ræðir Miller líka um hvernig hóp- ur geti leiðrétt ranglæti sem hann hefur í sam- einingu beitt annan hóp. Einn möguleiki er bætur (eins og Finnar greiddu Rússum og Þjóðverjar gyðingum), annar opinber afsök- unarbeiðni. Langt er liðið frá bankahruninu og erfitt að reikna út það tjón sem Bretar bökuðu okkur með beitingu hryðjuverkalaganna. Krafa um bætur er því ekki raunhæf. En skulda Bret- ar okkur ekki afsökunarbeiðni? uninu var siðferðilega ámælisverð » Verður ekki sagt að norrænir frændur okkar, að Færeyingum undanteknum, hafi reynst okkur vel í erfiðleikum okkar. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og höfundur nýrrar skýrslu á ensku til fjármálaráðuneytisins um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Golli Bretastjórn reyndi að traðka á Íslendingum 2008. Skulda Bretar okkur ekki afsökunarbeiðni? Heimspekingurinn David Miller tel- ur að ræðumenn á útifundum kunni að vera samsekir óeirðaseggjum sem síðan beita sér í sama ferli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.