Morgunblaðið - 29.09.2018, Side 30

Morgunblaðið - 29.09.2018, Side 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018 Fyrir stuttu heyrðiég sögu þar semaðalpersónanhafði verið með „taugaskitu“. Þetta fannst mér virkilega skemmtilegt orð, gagnsætt og eðlilegt, en mér vitanlega er það ekki til. Ný orð gleðja mig og ég heyri að sumir glugga í orðabækur eða spjalla við vini um ný orð eða orðasambönd sem rek- ur á fjörurnar. Eina menntaskólastúlku heyrði ég um sem gekk með samheitaorðabókina í töskunni. Það þótti mér eftirbreytnivert en veit ekki hvort það er gott fyrir stoðkerfið því bókin sú er tvö kíló. Netið gerir okkur kleift að vera með orðabækur á okkur alla daga ef við erum áskrifendur að snara.is eða notum orðabækur Árnastofnunar á málið.is. Að heyja sér orðaforða er ævilangt verkefni. Börn læra í byrjun eitt og eitt orð, þá stuttar setningar og svo flóknari setningar og fleiri orð. Ef það er lesið fyrir börn verður orðaforði þeirra mun ríkulegri enda fjölmörg orð sem aðeins koma fyrir í rituðu máli. En það dugir ekki allt lífið sá orðaforði sem aflað er á einu æviskeiði. Fyrir stuttu sá ég um- ræðu á samfélagsmiðli þar sem fólk óskapaðist yfir ís- lenskunni sem ungling- arnir tala í dag. Spurt var hvað væri til ráða og það komu ráð eins og að „láta nemendur“ lesa meira, tala meira við ung- lingana, fá þá til að skrifa á íslensku og fleira. Ég velti fyrir mér hvað þetta vel meinandi fólk gerir sjálft til að bæta orðaforða og málfærni. Og hvað geri ég til að bæta mitt mál frá degi til dags? Ég tel það sem ég hreyfi mig og ég sé að margir eiga fín úr með skrefateljara, brennslumæli og rödd sem skammast ef ekki er búið að stunda dag- skammtinn af hreyfingu. Liggi einhver í bókum daginn út og inn er eins víst að hann fái athugasemdir um leti og hreyfingarleysi frekar en spurningar um hvað hann hafi lært af lestrinum. Þannig erum við mörg tilbúin að þjálfa líkamann en hvað gerum við til að þjálfa tungumálið og hugsunina? Gætum við búið til úr sem mælir málræktina eins og úrið sem mælir líkamsræktina? Úrið gæti mælt hvað við lesum eða hlustum á af efni á íslensku og hvað mikið á öðrum tungumálum. Það gæti séð hvort lesefni okkar er á neti eða á pappír, er það daglegt mál og talmál eða er það eitthvað sem er krefjandi og færir okkur ný orð eða nýja hugsun? Þeir sem hafa vald á mörgum tungumálum hljóta að eiga gífurlegt safn orða og orðasambanda í heilanum. Það segir okkur að það á ekkert að trufla færni ungs fólks í íslensku að það læri og noti önnur tungumál samhliða. Fleiri tungumál dýpka skilning unga fólksins á veröldinni og gefa tækifæri til samskipta, upplýsingarleitar og náms óháð búsetu. Málrækt er mikilvæg og við verðum að stunda hana alla ævi, rétt eins og líkamsræktina. Tungumál eru mikilvægt tæki til hugsunar hvort sem er á móðurmálinu eða öðrum tungumálum. Hvetjum unga fólkið til að þroska sitt mál en gleymum ekki að við þurfum sjálf að æfa okkur. Taugaskita og tungumálaúr Tungutak Lilja Magnúsdóttir Lestrarmæling Væri hægt að búa til úr sem gæti mælt hvað við lesum mikið? Senn er áratugur liðinn frá Hruni en kjarniþess var fall íslenzka bankakerfisins semhafði verið einkavætt nokkrum árum áður.Við, sem alla tíð höfum talið einkarekstur hafa ótvíræða yfirburði yfir opinberan rekstur, verð- um að horfast í augu við að niðurstaðan af einkavæð- ingu bankanna var alvarlegur áfellisdómur fyrir okk- ar málstað. Sá þáttur málsins hefur nánast ekkert verið til umræðu. Hins vegar er ríkt tilefni til þess fyrir talsmenn og stuðningsmenn einkaframtaks í at- vinnurekstri að ræða þann þátt málsins. Í ljósi þess að hrun bankanna var grundvallar- þáttur í efnahagshruninu, sem hér varð haustið 2008, hefði mátt ætla að eitt fyrsta mál á dagskrá eftir þá atburði hefði verið endurskoðun bankakerfisins og ný löggjöf um starfsemi banka í ljósi fenginnar reynslu. Það voru viðbrögðin hjá sumum nágrannaþjóðum okkar eins og t.d. Bretum, en svonefnd Turner- skýrsla um brezka bankakerfið kom út árið 2009. Þótt 10 ár séu liðin frá falli íslenzku bankanna hef- ur Alþingi ekki enn tekið afstöðu til tveggja grund- vallarþátta í endurskoðun banka- kerfisins sem blöstu við nánast strax eftir þann örlagaríka atburð. Þá þegar hófust umræður um að- skilnað viðskiptabanka og fjárfest- ingarbanka og ljóst að stuðningur var við slíkan að- skilnað í öllum flokkum. Hann hefur hins vegar ekki verið lögleiddur. Hvers vegna ekki? Jafnframt varð fljótlega ljóst að Fjármálaeftirlitið hafði reynzt alltof veikt, sem sjálfstæð stofnun og sterk rök fyrir því að sameina það Seðlabankanum á ný. Fyrir nokkrum dögum vakti sendinefnd frá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum athygli á að það hefði ekki enn verið gert. Hvers vegna ekki? Hvernig stendur á því að tíu árum eftir fall bank- anna hefur Alþingi ekki tekizt að taka afstöðu til þessara tveggja grundvallarþátta í endurskipulagn- ingu bankakerfisins? Nú er öllum ljóst að fyrirferð bankanna í íslenzku samfélagi síðustu árin fyrir hrun var alltof mikil. Þeir voru orðnir eins konar ríki í ríkinu, þótt í ljós kæmi að það ríki stóð á brauðfótum. Nú eru tveir af þremur bönkum í ríkiseigu. Fyrir nokkrum dögum var upplýst að Landsbankinn hefði greitt í arð af rekstri sínum frá árinu 2013 til þessa dags 131,7 milljarða króna, aðallega til ríkisins. Þetta eru miklir fjármunir og merkilegt að bank- anum skuli hafa tekizt að skila svo miklum hagnaði af þjónustu við samfélag í sárum. Þessi hagnaður kemur ekki úr vasa annarra en viðskiptavina bankans. Þess- ar tölur benda óneitanlega til þess að þarna sé á ferð milliliðastarfsemi sem taki alltof mikið til sín. Svo er auðvitað hugsanlegt að þessar miklu arð- greiðslur séu birtingarmynd annarrar sögu. Nýju bankarnir, sem voru reistir á rústum hinna föllnu, fengu að kaupa eignir af þrotabúum þeirra fyrir hálf- virði eða þar um bil. Það er auðvitað hugsanlegt að þær eignir hafi skilað sér betur en talið var þegar þau viðskipti fóru fram og þar sé komin skýring á miklum hagnaði sem standi undir þessum miklu arð- greiðslum. Ef það er skýringin er auðvitað ljóst að þessi mikli hagnaður hefur að einhverju leyti verið sóttur til þeirra þúsunda fjölskyldna sem misstu eigur sínar í kjölfar hrunsins þegar ýmist verðtryggðar skuldbind- ingar eða gengistryggðar ruku upp úr öllu valdi af ástæðum sem þær fjölskyldur báru enga ábyrgð á. Hagsmunasamtök heimilanna hafa spurt hvers vegna fjölmargir þættir hrunsins hafi verið rannsak- aðir ofan í kjölinn en ekki þessi þáttur þess. Það er réttmæt spurning. Það verður fróðlegt að sjá hvort einhverjir alþing- ismenn sjái ástæðu til að taka þessa ábendingu Hagsmuna- samtaka heimilanna til umræðu á Alþingi. En þegar hér er komið sögu er kominn tími til að ljúka því verki sem við hefur blas- að í áratug að þyrfti að ráðast í, þ.e. endurskipulagn- ingu fjármálakerfisins. Nú er ekki lengur um það deilt að bankakerfið er einfaldlega of stórt fyrir svo lítið samfélag og of dýrt. Þó ber að taka fram að bankarnir hafa dregið sam- an seglin, þeir hafa fækkað útibúum sem auðvitað var sjálfsagt vegna tækniframfara og þeir hafa fækkað starfsfólki verulega. Þeir hafa líka staðið sig vel í þeirri tæknivæðingu sem gerir almennum borgurum kleift að stunda bankaviðskipti sín á nútímalegan hátt, þ.e. við tölvuna heima hjá sér eða í símanum. Framundan eru augljóslega nýir tímar í fjármála- heiminum með tilkomu nýrra fjártækni fyrirtækja sem geta átt eftir að breyta tilveru bankanna meir en við gerum okkur grein fyrir nú. Þó er ljóst nú þegar að fyrirhuguð nýbygging Landsbankans í miðborg Reykjavíkur hlýtur að flokkast undir leifar frá liðn- um tíma sem eigandi bankans, íslenzka ríkið, á auð- vitað að stöðva. Það eru ekki frekar rök fyrir slíkri viðveru banka í miðborg heldur en voru fyrir sam- bærilegri viðveru fjölmiðlafyrirtækja í miðpunkti stórborga fyrir nokkrum áratugum sem mjög var til umræðu í þeirra veröld þá. Núverandi ríkisstjórn hefur boðað hvítbók um fjár- málakerfið innan tíðar. Vonandi verður þar ekki vi- kizt undan því að ræða þá grundvallarþætti sem hér hafa verið nefndir til sögunnar. Og væntanlega er öllum ljóst nú orðið að forsenda fyrir umræðum um breytingu á eignarhaldi ríkisins á tveimur bönkum af þremur er sú að fyrst verði lokið nýrri lagasmíð um endurskipulagningu bankakerfis- ins. Það er enn í grundvallaratriðum rekið með sama hætti og fyrir hrun ef eignarhaldið er undan skilið. Bankakerfið að tíu árum liðnum Tveir grundvallarþættir enn í lausu lofti. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Þriðjudaginn 25. september 2018fór skýrsla mín um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins á netið frá fjármálaráðuneytinu. Þar eru tveir kaflar um Icesave-deilu Breta við Íslendinga. Fimmtudaginn 27. september skrifaði aðalsamninga- maður Íslands í fyrstu lotu máls- ins, Svavar Gestsson, á facebook- síðu sína: „Svokölluð skýrsla HHG um hrunið er komin út. Hún er eig- inlega Reykjavíkurbréf; þau eru ekkert skárri á ensku. Auðvitað er sleppt óþægilegum staðreyndum eins og hollenska minnisblaðinu.“ Þótt Svavar hefði þá haft tvo daga til að lesa skýrsluna hefur farið fram hjá honum að á 154. bls. hennar segir neðanmáls: „In the chaos during the bank collapse, a memo of mutual understanding had been signed by Icelandic of- ficials after talks with their Dutch counterparts, accepting some of the Dutch claims, but it had no leg- al validity and the Icelandic government made it clear afterw- ards that it was not bound by it in any way.“ Ég sleppti því ekki „óþægilegum staðreyndum“ eins og minnisblað- inu, sem var að vísu ekki hollenskt, heldur á ensku og undirritað af hollenskum og íslenskum embætt- ismönnum 11. október. Eins og ég benti á hafði þetta minnisblað ekk- ert lagalegt gildi frekar en fjöldi minnisblaða, sem undirrituð hafa verið um til dæmis fyrirhuguð ál- ver og Íslendingar muna eftir. Geir H. Haarde hringdi í hollenska for- sætisráðherrann til að tilkynna honum að Íslendingar myndu ekki fara eftir þessu minnisblaði emb- ættismannanna. Tvennt er hins vegar athyglis- vert. Svavar kallar minnisblaðið „óþægilega staðreynd“. Óþægilega í huga hverra? Aðeins þeirra sem töldu það hafa eitthvert gildi, sem það hafði ekki að mati neinna nema ef til vill samningamanna Hollend- inga í Icesave-deilunni. Er Svavar í liði þeirra? Í öðru lagi er Svavar bersýnilega ónákvæmur í vinnu- brögðum. Hann fullyrðir að ég sleppi staðreyndum sem ég ræði um í skýrslu minni. Líklega hefur hann ekki nennt að hanga yfir skýrslu minni frekar en yfir Ice- save-samningnum forðum, og er árangurinn eftir því. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð „Hollenska minnisblaðið“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.