Morgunblaðið - 29.09.2018, Síða 32

Morgunblaðið - 29.09.2018, Síða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018 Kirkjusandur 1, 105 Reykjavík 4 herbergja • 113,3m2 59.900.000 Kr. Mjög góð 113,3m2 íbúð ásamt góðu stæði í lokuðu bílskýli. Sérlega vel skipulögð íbúð sem hentar fyrir eldra fólk. Glæsilegt útsýni, góðar yfirbyggðar svalir. Húsvörður. Íbúð er laus fljótlega. Nánari upplýsingar veita Ellert í síma 893-4477 eða ellert@eignalind.is og Sigurður Oddur Sigurðsson löggiltur fasteignasali. Ekki gefur byrjun íslenskaliðsins, sem tekur þátt íopnum flokki ólympíu-mótsins í Batumi í Georgíu, tilefni til mikillar bjartsýni þótt unnist hafi góður sigur yfir sterku liði Letta í 2. umferð. Síðan komu stór töp fyrir Ísrael og Nor- egi í næstu tveimur umferðum. Það er þó bót í máli að hér er teflt um stig en ekki vinninga og vonandi verður endaspretturinn betri en í Bakú í Aserbaídsjan fyrir tveimur árum. Tefldar verða ellefu umferðir og í gær tefldi íslenska sveitin við Suður-Kóreu. Í kvennaflokknum hefur íslenska sveitin einnig unnið tvær viður- eignir og tapað tvisvar. Guðlaug Þorsteinsdóttir hefur staðið sig best allra í hópnum; hefur hlotið þrjá vinninga af fjórum mögulegum. Ís- lenska kvennasveitin mætti sveit Möltu í gær. Núverandi ólympíumeistarar eru Bandaríkjamenn og þeir virðast staðráðnir í að verja titilinn og hafa unnið allar fyrstu viðureignir sínar. Í fjórðu umferð lögðu þeir geysi- sterka sveit Indverja að velli, en úr- slitum réð er Fabiano Caruana vann skák sína við Viswanathan An- and á 1. borði í aðeins 26 leikjum. Rússar eru hið fórna stórveldi skákarinnar en hafa ekki unnið ól- ympíumót í opna flokknum síðan í Bled 2002, en þá var Garrí Kaspa- rov í liðinu. Þeir vilja eindregið ná fyrri stöðu í skákinni og til marks um það heilsaði Pútín Rússlands- forseti upp á liðsmenn áður en hald- ið var til Batumi. En í fjórðu um- ferð töpuðu þeir fyrir Pólverjum, 1½:2½, og hinn þrautreyndi Vladim- ír Kramnik á 3. borði missti niður yfirburðastöðu og þegar hér var komið sögu var orðið tvísýnt um úr- slit: Tomczak – Kramnik Hér er besti og eini leikur svarts 26. … Hd4 sem hindrar aðgang hvítu drottningarinnar að mikil- vægum reitum. Þá telst staðan í jafnvægi. En Kramnik lék 26. … Hd5?? og svarið kom um hæl: 27.Db4! Hótar 28.Df8 mát. 27. … c5 28. Dh4! h6 29. Bxh6 Db3 30. Bd2! Kg7 31. Dh8+ Kg6 32. Dh7 mát. Annað lið sem mun án efa blanda sér í baráttuna um gullið er lið Armena. Þeir koma alltaf sterkir til leiks og unnu ólympíumótin árin 2006, 2008 og 2012. Mættu hins veg- ar ekki til leiks í Aserbaídsjan fyrir tveimur árum, en milli þjóða Asera og Armena hefur ríkt hálfgert stríðsástand í meira en 30 ár. Í gær mættust þessar þjóðir í einni af toppviðureignum fimmtu umferðar. Á toppnum sátu níu þjóðir með átta stig en það er athyglisvert að á síð- ustu mótum hefur engu liði tekist að vinna með yfirburðum og margir sakna þess kerfis þegar vinningar voru látnir ráða og umferðirnar voru þrettán eða fjórtán. Tefldi fyrst á ólympíumóti fyrir 40 árum Eins og getið var um í pistli hér um daginn eru lið Íslands í báðum flokkum býsna reynslumikil. Guð- laug Þorsteinsdóttir tefldi fyrst á ólympíumóti í Buenos Aires í Arg- entínu fyrir 40 árum. Reynslan nýttist vel í viðureigninni við Hol- land, en þá kom þessi staða upp: Anna Haast – Guðlaug Þor- steinsdóttir Þessi staða er aðeins betri á svart og hollensku skákkonunni gast ekki að framhaldinu 28. Hdd1 Rg4 29. Rd3 Ha2 og svarta staðan er betri, þar sem a3-peðið er veikt. Hún valdi hróknum annan stað: 28. Hd3?? Og þá kom … 28. … He1+! Það er ekki nóg með að hrókur- inn á d3 falli, hvítur er óverjandi mát eftir 29. Hxe1 Hxe1+ 30. Kh2 Rg4+ 31. Kh3 Rxf2+ og 32. … Hh1 mát. Hvítur gafst upp. Erfið byrjun á ólymp- íumótinu í Batumi Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Við lifum óvenjulega tíma. Tíu árum eftir hrunið ríkir úlfúð og ósætti í samfélagi okk- ar. Mitt í öllu ósættinu eru ráðamönnum þjóð- arinnar afhentar ríf- legar launahækkanir á silfurfati og fyrirtæki landsins, sem lífeyris- sjóðirnir eiga að stórum hluta, ákveða að gera vel við stjórnendur sína og hækka verulega við þá launin sem þó voru rífleg fyrir. Stjórnvöld hreyfa ekki litla fingur til að vinda ofan af launahækkuninni sem þeim var rétt og Samtök atvinnulífsins (SA), sem tilnefna helming stjórnarmanna al- mennu lífeyrissjóðanna, tala fjálg- lega um hóflegar hækkanir til stjórnenda fyrirtækja þar sem fulltrúar lífeyrissjóðanna sitja í stjórnum. Lítið er svo gert til að tryggja að hin fögru fyrirheit gangi eftir. Eða ætli almenningur telji að fyrirtækin, „… starfi í góðri sátt við um- hverfi sitt og samfélag. Launakjör æðstu stjórnenda séu hófleg, innan skynsamlegra marka og ofbjóði ekki réttlætiskennd almennings“ eins og segir í stefnuyfirlýsingu SA? Eru það ekki einmitt launakjör stjórnenda fyrirtækjanna sem nú eru að misbjóða rétt- lætiskennd almenn- ings? Frómar óskir og framkvæmdin Þegar vakin er at- hygli á hversu illa mál- flutningur SA rímar við gjörðir fyrirtækjanna og upplifun almennings af tekjuskiptingu í landinu, eins og gert var í grein í Frétta- blaðinu 18. september þá skrifar framkvæmdastjóri SA grein í Morg- unblaðið 25. september sl. þar sem hann rekur meðaltalshækkanir stjórnenda og launþega til að sýna fram á að stjórnendur séu vel að þessum hækkunum komnir. Ekki kemur fram ofan á hvaða laun hækkanirnar voru reiknaðar og ekki virðist hvarfla að honum að e.t.v. hafi launin, sem hækkanirnar reikn- uðust ofan á, verið of há miðað við þann veruleika sem Íslendingar búa við í dag og hækkanirnar því bein- línis til þess fallnar að auka á úlfúð og ósætti í samfélaginu. Við einhverjar tilteknar aðstæður hefði samanburður á prósentutölum á borð við þær sem bornar eru fram í greininni haft eitthvað að segja. En við búum við allt aðrar aðstæður á öðrum og óvenjulegri tímum sem kallar á óvenjulegar ráðstafanir. Ráðstöfununum sem SA gætu gripið til var lýst í greininni í Frétta- blaðinu og einnig á opnum fundi með Landssambandi lífeyrissjóða fyrir hálfu þriðja ári. SA gætu sem hægast notað sam- takamátt sinn til að hindra þá ofur- launaþróun sem þegar er orðin og fyrirséð hjá stjórnendum fyrirtækja í eigu lífeyrissjóðanna. Þannig gætu SA látið yfirlýsingar þeirra um að laun stjórnenda „skuli vera hófleg og í samræmi við íslenskan launa- veruleika“ verða að veruleika. Framkvæmdin hjá SA fram að þessu ber ekki vott um að hinar frómu óskir forráðamanna SA séu neitt annað en orðin tóm. Því ættu samtök launafólks að treysta félagsskap sem notar sam- takamátt sinn eingöngu til að semja við verkalýðsfélög en neita að nota samtakamáttinn til að halda aftur af ofurlaunum stjórnenda í atvinnu- lífinu? Samtakamáttur Samtaka atvinnulífsins Eftir Bolla Héðinsson » SA gætu sem hægast notað samtakamátt sinn til að hindra þá ofurlaunaþróun sem þegar er orðin hjá stjórnendum fyrirtækja í eigu lífeyrissjóðanna. Bolli Héðinsson Höfundur er hagfræðingur. bh@hi.is Birgir Jakobsson, fyrrverandi land- læknir og núverandi aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra, skrifaði grein í Fréttablaðið 25. sept- ember. Þar spyr hann sig sjálfan á óbeinan hátt og nokkuð lymskulega „hags- muna hvaða sjúk- linga“ sé gætt með því að leyfa starfsemi sjálfstætt starfandi sérfræðinga á stofu. Hann gefur sér sjálfur eins og áð- ur það svar að það séu hagsmunir sérfræðinganna, sem séu í húfi, en ekki skjólstæðinga þeirra, sem hann segir að „hafi tiltölulega ein- föld heilbrigðisvandamál, sem sjúklingarnir geta sinnt sjálfir með ráðgjöf og sem í mörgum til- fellum ganga yfir af sjálfu sér“! Hvaðan hefur Birgir þessar upp- lýsingar? Hvaða læknir eða skjól- stæðingur lækna tekur undir þessi orð Birgis? Hver á að gefa ráðin? Ekki læknirinn? Birgir veit líklega svarið við þessum spurningum síst af öllum sjálfur þar sem hann hefur ekki starfað sem læknir í langan tíma og lýst því opinberlega yfir, nokk- uð þóttalega, að hann sjálfur noti engin lyf! Ég hef engan lækni hitt undan- farin ár, sem ber traust til Birgis, hvorki sjálfstæða stofulækna né aðra lækna. Ekki heldur aðra, t.d. skjólstæðinga mína, sem hafa bor- ið traust til hans. Ástæðan er fyrst og fremst ofstækisfullar skoðanir hans á lausn á vanda heilbrigðis- mála Íslendinga, sem felast í því hann hefur stöðugt ráðist að störf- um okkar sjálfstætt starfandi sér- fræðilækna með hinum ýmsu og oft furðulegustu rökum og tillögur hans eiga allan vanda að leysa! Nú síðast segir hann að starfsemi okkar sérfræðilækna skemmi fyrir starf- semi Landspítalans – þegar staðreyndin er allt önnur; við léttum augljóslega undir Landspítalanum með störfum okkar – sem og með heilsugæsl- unni, en báðir þessir aðilar hafa átt við gríðarlegan vanda að stríða undanfarin ár og hafa að ýmsu leyti vanrækt skyldur sínar að flestra mati vegna fjárskorts og skorts á mannafla, aðallega hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á spítalanum og lækn- um í heilsugæslunni. Ég hef unnið sem sjálfstætt starfandi sérfræðilæknir í 35 ár og tel mig því þekkja vel til þessara mála. Ég fer brátt að láta af störf- um vegna aldurs þannig að ég hef lítilla persónulegra hagsmuna að gæta. Viðbrögð mín gegn öfga- fullum áróðri Birgis byggjast hins vegar á því að ég vil vernda hags- muni skjólstæðinga minna og heil- brigðiskerfisins sjálfs – að láta ekki einn óupplýstan, ofstækis- fullan og valdamikinn aðila rústa því sem gefist hefur vel í rúma öld; – starfsemi sjálfstætt starf- andi lækna. Birgir nefnir teymisvinnu sem rök gegn starfsemi sjálfstætt starfandi lækna. Teymisvinna get- ur oft átt vel við, ég stunda hana daglega með því að óska eftir að- stoð annarra lækna, sjúkraþjálf- ara, sálfræðinga o.fl. til að leysa með mér vandamál skjólstæðinga minna. En þessir aðilar vita, eins og skjólstæðingar mínir líka, að það er ég sjálfur sem ber ábyrgð á öllu ferlinu og hag míns fólks, en ekki eitthvert óljóst teymi sem hægt er að fela sig á bak við þegar það hentar. Á endanum erum við öll að leita til læknis með heilsu- vanda okkar, en ekki til einhvers hóps eða teymis. Það er ljóst, hvað sem Birgir segir, að hugmyndir hans um að breyta núverandi kerfi hafa nú þegar fælt og munu áfram fæla sérfræðilækna frá því að snúa heim til Íslands að loknu sérnámi. Það er mikill skaði því meðalaldur íslenskra sérfræðilækna er orðinn mjög hár og mikil þörf fyrir end- urnýjun í flestum sérgreinum. Loks tvennt: Þjónusta sér- fræðilækna á stofu er sannanlega ódýrari en sambærileg þjónusta í heilsugæslu og á göngudeild spít- ala, og hins vegar – allt tal Birgis um oflækningar sérfræðilækna á stofu er margfalt minna vandamál en vanlækningar lækna almennt; – jafnt sérfræðilækna, í heilsugæslu- lækna og á sjúkrahúsum, – með því að hafa biðlista eftir þjónustu óhóflega langa. Þar er vissulega mikilla úrbóta þörf og það er sá mikli vandi sem heilbrigðisyf- irvöldum ber að leysa hið fyrsta í stað þess að standa í stríði við okkur sérfræðilækna, en mikil þjónusta okkar kostar eftir allt ekki nema um 6% af útgjöldum til heilbrigðismála. Birgir og hags- munir sjúklinga Eftir Árna Tómas Ragnarsson »Hugmyndir hans um að breyta núverandi kerfi hafa nú þegar fælt og munu áfram fæla sérfræðilækna frá því að snúa heim til Íslands að loknu sérnámi. Það er mikill skaði því meðalaldur íslenskra sérfræðilækna er orðinn mjög hár og mikil þörf fyrir endurnýjun. Árni Tómas Ragnarsson Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.