Morgunblaðið - 29.09.2018, Side 38

Morgunblaðið - 29.09.2018, Side 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018 ✝ Viktoriya Sem-ina Olegovna fæddist 13. sept- ember 1969 í Se- vastopol á Krím- skaga í Úkraínu. Hún lést 12. september 2018. Foreldrar henn- ar eru Semin Oleg Georgievich og Semina Zoya Petr- ovna. Börn hennar eru: 1) Aurika Bank, sonur henn- ar er Nikita Bank. 2) Vyacheslav Usik. Eiginmaður Viktoriyu er Arnar Berg Grétarsson, fæddur 10. septem- ber 1966. Útför Viktoriyu fer fram frá Húsa- víkurkirkju í dag, 29. september 2018, klukkan 14. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir. Þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Nálgun Viku á tilveruna var svo falleg. Einlægt bros með glampa í augum sögðu oft meira en mörg orð, nærvera hennar var einstök og gefandi. Hjónaband Viku og Arnars geislaði af ást og umhyggju. Samstiga bjuggu þau sér fal- legt heimili og áttu gnótt af sameiginlegum áhugmálum sem þau ræktuðu saman þegar tími var til. Alltaf boðin og búin ef á þurfti að halda. Minnisstæðar eru kræsingar. Þegar Vika hafði útbúið fram- andi rétti frá sínum átthögum og borið á borð fyrir fjölskyldu og vini, þá naut hún sín. Út- skýrði með sínu fallega brosi innihald réttanna. Vika lagði mikla rækt við að ná tökum á íslenskunni og sat löngum stundum með kennslu- efni í þeim efnum – oft þótti henni erfitt en lét ekki deigan síga og var óðum að ná tökum á málinu. Öll hennar framsetning bar vott um vandvirkni og listrænt handbragð svo eftir var tekið. Vika var mikil útivistar- manneskja og náttúruunnandi. Ófáar ferðir fór hún með Arnari sínum, að sinna hest- unum sem hún hafði mikið yndi af, á vélsleða, í rjúpur, á hrein- dýr eða á sjó þar var hún í ess- inu sínu og naut sín í botn. Hún hreifst mjög af íslenskri nátt- úru og ósjaldan hrópaði hún ef hún sá framandi fugl: „Stoppa, stoppa.“ Það var einstaklega gefandi og til eftirbreytni að fylgjast með henni þegar hún fór í langa göngutúra með Fálka sinn. Upp með Búðará – um- hverfis Botnsvatn – upp á Skálamel – út á Höfða og niður í fjöru. Alltaf var hún að miðla þessari upplifun með myndum, hvað náttúran væri falleg og einstök hér umhverfis Húsavík. Hún lagði mikla rækt við garðinn sinn á Brávöllum og kom til nýjum plöntum og mat- jurtum sem hún hafði svo gam- an af að sýna. Þessar matjurtir notaði hún síðan í matargerð af þeirri snilld sem henni einni var lagið. Vika var einstakur dýravinur – mátti ekkert aumt sjá. Alltaf tilbúin að hlúa að ef á þurfti að halda. Smáfuglarnir áttu hauk í horni þar sem Vika var. Á hverjum degi kíkti hún út um gluggann til að vita hvort mat- ar væri þörf – og það er víst að endurnar á stíflunni koma til með að sakna hennar á kom- andi vetri enda ósjaldan þar sem hersingin arkaði eftir Brá- völlunum heim til Viku til að fá gott í gogginn. Já, það gátu verið margir í heimili hjá Viku og stundum var mætt inn í for- stofu í von um æti. Vika kallaði endurnar dúddurnar sínar. Betri manneskju er vart hægt að hugsa sér, hún nærði samferðafólk sitt með ást, gleði og umhyggju. Elsku Arnar minn, innileg- ustu samúðarkveðjur til þín og þinna. Megi minningin um Viku þína vera þinn styrkur á lífsins vegferð. Þorgrímur og Dagmar (Dammý). Kynnin voru allt of stutt en á móti svo góð og kærleiksrík. Við trúum því ekki enn að við eigum aldrei eftir að hittast aft- ur hér á jörð. Elsku Viktoriya, okkur skortir orð. Engin orð fá því lýst hversu mikið við sökn- um þín og hversu sorgleg sú staðreynd er að fá ekki að hitta þig aftur. Það er á svona stund- um sem gott er að trúa. Við vit- um og trúum að þér líði vel þar sem þú ert nú og við eigum eft- ir að hittast þar næst. Þú munt alltaf vera í hjarta okkar og í hvert sinn sem við sjáum fallegan regnboga mun- um við minnast þín, elsku vin- kona. Minning þín lifir í ljósinu. Regnbogi glitrar um himin, þvílíkt undur sem það nú er. Líkt og vinátta sem maður öðlast og varðveitir um alla eilífð í hjarta sér. Á enda hvers regnboga er gullið góða, maður finnur það ef vel er að gáð. Maður getur fundið slíka gersemi í vináttu, sérstaklega ef vel í byrjun er sáð. (Katrín Ruth.) Elsku Arnar Berg og fjöl- skylda. Innilegar samúðar- kveðjur og megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Þínir vinir Kjartan Antonsson, Eydís Gréta Guðbrands- dóttir. Elsku fallega, góða Vika mín. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vina mín kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Kveðja Ragnheiður H. Eiríksdóttir. Viktoriya Semina Olegovna Elsku Stebbi. Hvað get ég sagt. Hugurinn reikar, minningar hrannast upp, ég ætla að ylja mér með þeim góðu og þakka þér fyrir þau ár sem við áttum þó saman. Ég fann þetta ljóð, sem mér fannst eiga svo vel við það sem ég annars vildi segja þér. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu Sigurþór Stefán Jónsson ✝ Sigurþór Stef-án Jónsson fæddist 6. janúar 1980. Hann lést 17. september 2018. Útför Sigurþórs Stefáns fór fram 24. september 2018. í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin; mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Hvíl í friði, elsku sonur, bróðir, þú munt ávallt eiga rúm í hjört- um okkar. Mamma, Beta og Inga, Katrín Sigurþórsdóttir. Þann 3. septem- ber sl. dó besta vin- kona mín. Það voru ákveðin forréttindi, elsku Begga mín, að hafa átt þína vináttu yfir 70 ár, en hún hófst í fyrstu bekkjum barnaskóla. Austur í Neskaupstað liðu dásamleg bernskuárin, alltaf höfðum við vinkonurnar nóg fyrir stafni, ég minnist fallegu sumar- kvöldanna fyrir austan þegar við orðnar unglingar sátum á stöll- unum heima hjá Beggu spiluðum á gítar og sungum og skemmtum okkur á okkar hátt. Begga var sá mesti og besti gleðigjafi sem ég hef kynnst, al- Bergþóra Ásgeirsdóttir ✝ Bergþóra Ás-geirsdóttir fæddist 5. ágúst 1937. Hún lést 3. september 2018. Útförin fór fram í kyrrþey 20. sept- ember 2018. veg einstök mann- eskja. Við vorum það samrýndar að við ákváðum að eignast fyrstu börn- in okkar í mars með fimm daga millibili árið 1955, það var mikið gengið um götur bæjarins með barnavagnana það sumarið, ég með Oddu mína og hún með Sverri sinn. Svo liðu árin og Begga kynnist Samma sínum sem síðar varð eig- inmaður hennar og áttu þau gott hjónaband og eignuðust fjögur börn. Okkar vinátta hélst óbreytt alla tíð Mikið á ég eftir að sakna þín, elskulega vinkona mín, takk fyrir allt og allt. Ég bið góðan guð að gæta allra afkomenda þinna og votta þeim dýpstu samúð mína. Þín vinkona, Ríkey. Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is. Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra HÖGNA SIGURÐSSONAR, Helgafelli, Vestmannaeyjum. Starfsfólki sjúkradeildar Heilbrigðis- stofnunar Vestmannaeyja sendum við hjartans þakkir fyrir alla umhyggjuna og elskuna í hans garð og fjölskyldunnar. Guð blessi ykkur. Ágústa, Svana, Þorsteinn og Sigríður Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ADOLFS JAKOBS BERNDSEN, Bankastræti 9, Skagaströnd. Hjördís Sigurðardóttir Adolf Hjörvar Berndsen Dagný Marín Sigmarsdóttir Guðrún Björg Berndsen Lúðvík Jóhann Ásgeirsson Steinunn Berndsen Gísli Snorrason Hendrik Berndsen Bára Björnsdóttir Sigurður Berndsen Harpa Vigfúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU INGER KLEIN KRISTJÁNSSON. Börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn Elskuleg fósturmóðir, tengdamóðir, frænka, amma og langamma, ÍDA HEIÐUR JÓNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi sunnudaginn 9. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Þökkum starfsfólki 4. hæðar á Sólvangi yndislega umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Ævar Sigdórsson Una Lilja Eiríksdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINVÖR FJÓLA GUÐLAUGSDÓTTIR, Lindargötu 61, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Reykjavík, fimmtudaginn 6. september. Útförin hefur farið fram og þökkum við innilega fyrir samúð og hlýhug við fráfall hennar. Sérstakar þakkir til heimaþjónustunnar á Vitatorgi, Lindargötu, sem og til starfsfólks á Hrafnistu. Guð blessi ykkur öll. Pálína Kristinsdóttir Magnea I. Kristinsdóttir Haukur Hauksson Magnús Kristinsson Edda Erlendsdóttir Guðrún Kristinsdóttir Bragi Pálmason Hafdís Kristinsdóttir Reynir E. Kristinsson Gunnur Stella Kristleifsdóttir Sigfús Þormar barnabörn og langömmubörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát yndislega föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS SKÚLA ÞÓRISSONAR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Markar fyrir alúðlega umönnun. Jóhanna Þórey Jónsdóttir Ragnheiður Helga Jónsdóttir Arnfinnur Bragason Berglind Jónsdóttir Rikharð Sigurðsson Ragnar Gunnar Þórhallsson Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.