Morgunblaðið - 29.09.2018, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 29.09.2018, Qupperneq 43
systkinasynir. Móðir hans var systir föður míns og faðir hans var bróðir móður minnar. Við litum því á og kölluðum hvor annan bræður.“ Björgvin lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Reykvíkinga 1942, stúdentsprófi frá MR 1946, embætt- isprófi í guðfræði frá HÍ, gerðist kaþólskur, var vígður djákni árið 1953 og var djákni í Hafnarfirði í átta ár hjá Kaþólsku kirkjunni. Hann lauk síðan kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands og lauk prófi í námsráðgjöf frá University of San Fransico. Björgvin kenndi við Gagnfræða- skóla Reykjavíkur 1946-55, var skólastjóri heimavistarskólans á Jaðri 1955-74, yfirkennari Vörðu- skóla 1974-77 og kennari við Öldu- selsskóla 1977-86: „Á Jaðri voru 30 drengir sem komu úr erfiðum heim- ilisaðstæðum, en allt bestu piltar og góðir vinir mínir. Þeim hefur flest- um farnast vel og halda sumir enn sambandi við mig.“ Eftir að Björgvin hætti að sinna skólamálum varð hann fjár- málastjóri og umsjónarmaður hús- næðis Þjóðskjalasafnsins. Þaðan fór hann til Viðlagatryggingar Íslands þar sem hann er enn í vinnu tvo og hálfan tíma á dag.. Björgvin gekk ungur í skátahreyf- inguna, sá um sumarbúðir fyrir drengi, var sendur af Bandalagi ís- lenskra skáta í Gilwell-þjálfun á Gil- well park utan við London, var skólastjóri Skátaskólans á Úlfljóts- vatni um langt árabil frá 1947, en 1959 fékk hann leyfi til að vera í for- svari fyrir Gilwell-skáta í Íslandi. Björgvin hefur tekið þátt í ótelj- andi skátamótum á Úlfljótsvatni og víðar og fyrir fjórum árum fór hann á alheimsskátamót í Svíþjóð: „Þar kom í ljós að ég er að öllum líkindum elsti starfandi skáti í heimi í dag.“ Þú ert óvenju ern og lífsglaður Björgvin. Áttu lykil að langlífi og lífshamingju? „Hún amma mín á Kirkjubóli kenndi mér margt gott. En ætli þetta sé ekki kjarni þess: „Vertu léttur í lund, einblíndu á björtu hlíð- arnar í lífinu og sýndu öðrum tillits- semi.“ Ég hef reynt að lifa eftir þessu mottói og sé ekki eftir því. Ég hef verið þakklátur konu minni og síðar sambýliskonu fyrir allt sem þær hafa gert fyrir mig gegnum tíðina. En síðast en ekki síst er það nú hún Edda, dóttir mín, og afkomendur hennar, sem gefa lífinu lit. Við Edda erum mjög náin og í daglegu sambandi. Hún er einstök og allt hennar fólk. Þau eru minnar gæfu smiðir.“ Björgvin var sæmdur hinni ís- lensku fálkaorðu fyrir störf að upp- eldis- og skólamálum og var sæmdur Silfurúlfinum, æðsta heiðursmerki skáta, árið 1991. Fjölskylda Eiginkona Björgvins var Margrét Kristinsdóttir, f. 26.3. 1930, d. 24.11. 2012, sjúkraliði og nuddari. Hún var dóttir Kristins Magnússonar, verkstjóra á Staðarhóli við Reykjavík, og k.h., Ágústu Sigríðar Kristófersdóttur húsfreyju. Björg- vin og Margrét skildu. Dóttir Björgvins og Margrétar er Edda Björgvinsdóttir, f. 13.9. 1952, leikkona. Dætur Eddu og fyrri manns hennar, Sigurgeirs Guð- mundssonar skólastjóra eru Eva Dögg, f. 1970, MBA og á hún fjögur börn, og Margrét Ýrr, f. 1973, hjúkr- unarforstjóri á Lundi á Hellu, en maður hennar er Sigurður Rúnar Sigurðsson og eiga þau þrjú börn. Synir Eddu og seinni manns hennar, Gísla Rúnars Jónssonar leikara, eru Björgvin Franz, f. 1977, leikari en kona hans er Berglind Ólafsdóttir og eiga þau tvær dætur, og Róbert Óliver, f. 1993, nemi. Sambýliskona afmælisbarnsins var Sigrún Sigurjónsdóttir, f. 14.4. 1934, d. 24.6. 2011, húsfreyja. Foreldrar Björgvins voru Magnús Guðbjörnsson, f. 22.9. 1899, d. 1.11. 1964, póstfulltrúi í Reykjavík og frægur hlaupari á sinni tíð, og k.h., Guðbjörg Sigurveig Magnúsdóttir, f. 28.7. 1905, d. 28.3. 1928, húsfreyja. Magnús Magnússon kennari við Vélskólann í Rvík Dr. Guðmundur Magnússon prófessor emeritus og fyrrverandi háskólarektor Úr frændgarði Björgvins Friðgeirs Magnússonar Björgvin Friðgeir Magnússon Margrét Gunnarsdóttir húsfreyja í Nýjabæ Jón Brandsson yngri sjómaður í Nýjabæ í Garðahr. og í Hafnarfirði Solveig Jónsdóttir húsfreyja á Kirkjubóli Guðbjörg Sigurveig Magnúsdóttir húsfreyja í Rvík Magnús Vigfússon verkstjóri á Kirkjubóli við Rvík Sigríður Narfadóttir húsfreyja í Reykjakoti Vigfús Ólafsson b. á Suður-Reykjum og í Reykjakoti í Mosfellssveit Valfríður Guðbjörnsdóttir húsfreyja í Kanada Jón Björgvinsson prentmyndasmiður og bókavörður í Flórída Margrét Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur og forstöðum. elliheimilis í Boston í Bandaríkjunum Regína Magnúsdóttir sunddrottning og húsfr. í Rvík Sigurrós Sigurðardóttir húsfreyja í Leyningi og á Torfmýri Magnús Jónasson b. í Leyningi í Eyjafirði og á Torfmýri í Blönduhlíð Ólafur Friðriksson aðalbókari hjá Agli Vilhjálmssyni Friðrik Ólafsson stórmeistari í skák, fv. forseti FIDE og fv. skrifstofustj. Alþingis Valgerður S. Magnúsdóttir húsfreyja í Rvík Guðbjörn Bjarnarson verkamaður í Rvík Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Hjallanesi Björn Björnsson b. í Hjallanesi í Landsveit rlingur Roland agnús- son kipherra g forstj. Vöru- kaups í Rvík E M s o Rögn- valdur Othar Erlingsson framkvstj. í Kópavogi Magnús Guðbjörnsson póstfulltrúi og frægur hlaupari í Rvík ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018 Jón Axel Pétursson fæddist áEyrarbakka 29.9. 1898. For-eldrar hans voru Pétur Guð- mundsson, kennari og skólastjóri á Eyrarbakka, og k.h., Elísabet Jóns- dóttir, húsfreyja þar. Pétur var sonur Guðmundar Sig- urðssonar, bónda í Langholtsparti í Flóa, bróður Guðlaugar, móður Sig- urðar regluboða, föður Sigurgeirs biskups, föður Péturs biskups, föður Péturs prófessors. Elísabet var syst- ir Ólafar, ömmu Bergsteins Jóns- sonar sagnfræðings, og systir Berg- steins, langafa Atla Heimis Sveins- sonar tónskálds. Elísabet var dóttir Jóns, alþingismanns í Eyvindarmúla í Fljótshlíð. Bróðir Jóns Axels var Pétur Pét- ursson, útvarpsþulur og þáttagerðar- maður, faðir Ragnheiðar Ástu. Eiginkona Jóns Axels var Ástríð- ur, dóttir Einars Matthíasar Jóns- sonar, múrara í Reykjavík, og k.h., Þóru Magnúsdóttur húsfreyju. Jón Axel lauk stýrimannaprófi hinu meira frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1920 og vélstjóraprófi sama ár. Jón Axel var sjómaður frá Eyrar- bakka og Þorlákshöfn, var síðan á skipum Eimskipafélags Íslands hf. og flóabátnum Ingólfi, var í sigl- ingum á íslenskum, enskum og norskum skipum, sem háseti og stýrimaður á árunum 1920-25, hafn- sögumaður í Reykjavík 1925-46, að undanskildu hálfu öðru ári er hann var framkvæmdastjóri ASÍ, var framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur 1946-61 og bankastjóri við Landsbankann 1961-69. Jón Axel var bæjarfulltrúi í Reykjavík fyrir Alþýðuflokkinn 1934- 54, sat í bæjarráði á sama tíma, í brunamálanefnd, byggingarnefnd og hafnarstjórn, sat í stjórn Stýri- mannafélags Íslands og var formaður þess, sat í stjórn Alþýðuhúss Reykja- víkur frá stofnun og var formaður hennar um hríð, var formaður Full- trúaráðs verkalýðsfélaganna og sat í stjórn ASÍ og Alþýðuflokksins um árabil. Jón Axel lést 8.6. 1980. Merkir Íslendingar Jón Axel Pétursson Laugardagur 95 ára Björgvin Magnússon 90 ára Einar Magnússon Guðni Sigfússon Ingunn Guðbrandsdóttir 85 ára Jóna Jónsdóttir Steinunn Ingimundardóttir Þóra Sigurmundsdóttir 80 ára Lúðvík Lúðvíksson Margrét Jóhannsdóttir Sigurður Jóhannsson Svavar J. Árnason Sveinn Þórarinsson 75 ára Barbara Stefánsdóttir Katla Kristinsdóttir Magnús Kristjánsson Þórdís Ingibjörg Ólafsdóttir Þórunn Ásta Sveinsdóttir 70 ára Erla Þorsteinsdóttir Gissur Þór Árnason Guðbjörg Hulda Árnadóttir Halldór Kristinsson Jón E. Árnason Margrét Friðbergsdóttir Sóley G. Vilhjálmsdóttir 60 ára Björg Jóhannesdóttir Guðjón Guðmundsson Guðlaugur Ágústsson Guðrún Á. Björgvinsdóttir Hilmar Ægir Þórarinsson Hjálmar Kristjánsson Inga Margrét Árnadóttir Íris Ólöf Sigurjónsdóttir Júnía Vald Jia Lárentsínus H. Ágústsson Margrét Káradóttir Óskar Björgvinsson Þorgeir Ver Halldórsson Þórdís Lára Ingadóttir 50 ára Ásta Finnbogadóttir Birgir Þórarinsson Boguslawa B. Wisniewska Bryndís Lúðvíksdóttir Friðrik Már Gunnarsson Guðmundur S. Óskarsson Hanna Lára Sveinsdóttir Hrefna V. Guðmundsdóttir Ívar Jón Arnarson Júlíus Björgvinsson Sigþór Einarsson Steinunn Guðnadóttir Steinunn Þorsteinsdóttir 40 ára Brynjar Emil Friðriksson Darius Katkus Dóra Birna Ævarsdóttir Dumitru Mihai Hjalti Már Einarsson Ingibjörg Ó. Þorvaldsdóttir Ingvi Þór Guðmundsson Kristinn Karl Jónsson Linda Hrönn Sigfúsdóttir Margrét Friðriksdóttir Martins Laugalis Sveindís Ýr S. Sveinsdóttir Swee Wah Liew Tinna Kristjánsdóttir Vignir Örn Arnarson 30 ára Alexander P. Donguiz Anna Dís Guðrúnardóttir Anna María Sanders Bjarni F. Guðmundsson Guðmundur B. Jóhannsson Guðmundur Ólafsson Halldór Eiríksson Helga Guðnadóttir Lára Hólm Heimisdóttir Lovre Cevid Ragnhildur J. Júlíusdóttir Renz Ronan Mendoza Sandra Rós Steinarsdóttir Sigþór Þórisson Steinar Ingi Gunnarsson Svava Gunnarsdóttir Vésteinn Snæbjarnarson Viðar Engilbertsson Viðar Örn Víkingsson Sunnudagur 95 ára Ingigerður Ágústsdóttir Sigríður Pálmadóttir 90 ára Aðalbjörg Jónasdóttir 85 ára Björk Nóadóttir Hanna B. Jóhannsdóttir Margrét Ámundadóttir 80 ára Bjarni Már Jónsson Erla Halls Hallsdóttir Gunnar K. Guðmundsson Jóhann Sigurjónsson 75 ára Árni Jósep Júlíusson Baldur Björnsson Haukur Þorvaldsson Ingibjörg Steindórsdóttir Mikael Sigurðsson Minnie Karen Walton Sigrún Karlsdóttir Sigrún María Gísladóttir Stefnir Einar Magnússon Valur Haraldsson 70 ára Baldur Brjánsson Guðborg Elísdóttir Gyða Bárðardóttir Hilmar Ingólfsson Jón Bjarni Þorsteinsson Stefán Jón Bjarnason Þráinn Árnason 60 ára Erla Erlendsdóttir Gunnar Júlíusson Helga Melsteð Jan Piekarski Magnús H. Vilhjálmsson Ólafur Jósef Gunnarsson Rósa Aðalsteinsdóttir Rósa Guðný Þórsdóttir 50 ára Andrzej Pilat Björk S. Jóhannsdóttir Gunnlaugur Jónasson Olga S. Sigurbjörnsdóttir Óskar Ingi Böðvarsson Ragnheiður B. Guðmundsdóttir Sigríður Erlingsdóttir 40 ára Agnieszka Zagórska Hrafnhildur Benediktsdóttir Noemi Cubas Martin Robert Jan Trzebinski Sara Ross Bjarnadóttir Trausti Pálsson 30 ára Alexandra Sif Nikulásdóttir Anastasia Valerie Gröfke Antonia Cristina Dandos Fannar Magnússon Garðar Arnarsson Herdís Helga Arnalds Hrefna Þórsdóttir Hulda Jónasdóttir Jaroslaw Pawel Kudlak Jelle Palmaerts Jóhannes Þórðarson Kristaps Kaspers Lars Mikael Hedman Óskar Harðarson Tanja Dögg Björnsdóttir Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.