Morgunblaðið - 29.09.2018, Side 52
Gestum og gangandi er boðið í
skynjunarreif í Fischer, sem er í
Fischersundi 3, í dag milli kl. 14 og
16. Þar geta gestir smakkað óvana-
legt nammi, tekið þátt í gagnvirkri
hljóðinnsetningu, þefað af mismun-
andi ilmvatnshlutum eftir Jónsa,
leitað að vídeóinnsetningum og
prófað snertistöðvar með skrýtinni
áferð svo fátt eitt sé nefnt. Viðburð-
urinn er í samstarfi við SOE Kitchen
og er aðgangur ókeypis. Börn á öll-
um aldri eru sérstaklega velkomin.
Skynjunarreif í Fischer
LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 272. DAGUR ÁRSINS 2018
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.108 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Ef Valsmenn lyfta ekki Íslandsbik-
arnum í leikslok á Hlíðarenda í dag,
eftir viðureign sína við Keflvíkinga í
lokaumferð Pepsi-deildar karla,
verður það einhver óvæntasta
uppákoma í sögu Íslandsmótsins í
knattspyrnu. Patrick Pedersen og
Hilmar Árni Halldórsson bítast um
gullskóinn sem markakóngur
deildarinnar fær. »3
Óvæntustu mótslokin
ef Valur vinnur ekki
Höfundarnir Jón Kalman Stefáns-
son, Áslaug Jónsdóttir og Yrsa
Sigurðardóttir taka þátt í Bóka-
messunni í Gautaborg um þessar
mundir. Yrsa svarar fyrir velgengni
glæpasögunnar á hinu friðsama Ís-
landi í samtali við Lottu Olsson.
Jón Kalman ræðir m.a. við þýðand-
ann John Swedenmark um ljóðið
sem grundvöll skáldsögunnar og
höfundarferil sinn og nýjustu
skáldsöguna, Sögu Ástu, við
sænska útgefandann sinn, Svante
Weyler. Áslaug ræðir við
Gunnillu Kindstrand
um sérstöðu og ein-
kenni skandinavísks
myndmáls og um ar-
abískar þýðingar
Skrímslabókanna
við Monu Henn-
ing.
Ást, glæpir, myndmál
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Öllum Árbæingum er boðið á leik
Fylkis og Fjölnis í Pepsi-deild
karla í knattspyrnu, sem hefst
klukkan 14 í dag.
Nýi gervigras-
völlur Fylkis,
Floridanavöll-
urinn, verður þá
formlega tekinn í
notkun að lokn-
um miklum lag-
færingum og
breytingum, en
leikið hefur verið
á honum eftir breytingar síðan í
byrjun ágúst.
Björn Gíslason, formaður Fylkis
frá 2011, segir að þetta séu mikil
tímamót í sögu félagsins, sem var
stofnað 28. maí 1967 og fagnaði
hálfrar aldar afmæli í fyrra. „Þessi
nýi völlur er gjörbylting fyrir
knattspyrnuna í Fylki og áhorf-
endaaðstaðan er líka til fyrir-
myndar, en nýja stúkan, sem var
opnuð fyrir áhorfendum í fyrra,
tekur 1.992 manns.“
Vonast er til þess að íbúar taki
boðinu fagnandi og mæti í appels-
ínugulu, einkennislit Fylkis, en fyr-
ir leik verður áhorfendum boðið í
síldarveislu sem hefst klukkan 12.
Björn segir að með boðinu í veisl-
una og á leikinn á eftir vilji stjórn
Fylkis þakka Árbæingum fyrir
stuðninginn við uppbygginguna á
vellinum. „Þegar við fórum í þessa
vegferð vorum við með söfnunar-
átak í hverfinu og afraksturinn var
tæplega tíu milljónir króna,“ segir
hann. Björn bætir við að hlýhugur
íbúanna í garð Fylkis skipti félagið
gífurlega miklu máli og það vilji
endurgjalda hann með þessu boði.
Sannkallað hverfisfélag
Unnið hefur verið að lagfær-
ingum og breytingum á vellinum og
aðstöðu fyrir áhorfendur undan-
farin ár og nú sér loks fyrir endann
á þeim. „Almenn ánægja ríkir með
völlinn og allar aðstæður eftir
breytingarnar og gervigrasið fékk
hæstu einkunn hjá Knattspyrnu-
sambandi Evrópu, UEFA,“ segir
Björn.
Mikil gróska er í Fylki en félagið
heldur úti starfsemi í fimm grein-
um; fótbolta, handbolta, blaki, fim-
leikum og karate. „Við erum til
dæmis með um 700 iðkendur í fim-
leikum og sigurganga okkar fólks í
karate, jafnt innan lands sem utan,
ber vitni um árangursríkt starf,“
bendir Björn á.
Fylkir er sannkallað hverfisfélag
og til að mynda eru nær allir leik-
menn meistaraflokks í fótbolta upp-
aldir hjá félaginu. „Við erum stoltir
af því,“ segir Björn og leggur
áherslu á að félagið sníði sér stakk
eftir vexti. Þátttaka í Evrópu-
keppni sé kannski fjarlægari fyrir
vikið en það sé ekki næg ástæða til
þess að fara út af markaðri braut.
„Krakkar sem æfa hjá okkur vita
að þeir eiga möguleika hjá okkur,“
heldur hann áfram. „Knattspyrnu-
deildin er mjög vel rekin og við
gætum þess að fara ekki út í
skuldasöfnun.“
Morgunblaðið/RAX
Fylkisvöllur Ungir Fylkismenn á æfingu í gær. Stjórnendur félagsins vonast til að sjá stúkuna fulla í dag.
Árbæingar appelsínu-
gulir í tilefni dagsins
Fylkismenn þakka sýndan stuðning og bjóða á völlinn
Björn Gíslason