Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.9. 2018
VETTVANGUR
Langt frameftir öldum voru þaðálitin óhrekjandi sannindi aðá Íslandi gætu ekki nema um
fimmtíu þúsund manns þrifist með
bærilegu móti. Flestir þyrftu reynd-
ar að sætta sig við að tóra naumlega,
því nýting landsins væri þá komin á
ystu nöf þess mögulega. Reynslan
hafði kennt okkur að fleiri væri
ómögulegt að fæða og klæða með
þeim nytjum sem okkur voru
skammtaðar. Sambærilegir útreikn-
ingar hafa verið gerðir víða um heim
og dómsdagsspár um offjölgun
mannkyns hafa í gegnum tíðina
valdið ugg og ótta. En eitt vill
gleymast við slíkar spár. Þær gera
sjaldnast ráð fyrir að hægt sé að
sækja meiri verðmæti úr sömu land-
kostum. Þær gera semsagt ekki ráð
fyrir nýsköpun.
Á Íslandi erum við svo lánsöm að
hafa aðgang að ríkulegum náttúru-
auðlindum. Hafið, orkan, vatnið og
náttúrufegurðin eru allt auðlindir
sem hver um sig hefur orðið undir-
staða mikillar verðmætasköpunar.
Oft er sagt að velmegun Íslands sé
fyrst og fremst reist á miklum land-
kostum, en minna gert úr hugviti og
nýsköpun. Samt
voru allar þessar
auðlindir til staðar
meðan við héldum
okkur fullnýta þær
til að fæða fimmtíu
þúsund manns.
Munurinn liggur í
nýrri þekkingu, betri nýtingu og
opnun nýrra markaða. Allur mun-
urinn er nýsköpun.
Spurningunni um það hvort ný-
sköpun skipti máli hefur því í raun
fyrir löngu verið svarað. En hug-
takið líður ef til vill fyrir hughrifin
sem orðið ber með sér. Nýsköpun er
ekki aðeins krúttleg uppátæki ungs
fólks sem fær sniðugar hugmyndir
sem skapa vissulega einhver verð-
mæti en skipta litlu í heildarmynd-
inni. Nýsköpun er þvert á móti mikil
alvara fyrir samfélag sem vill horfa
til framtíðar og stuðla að frekari
verðmætasköpun.
Efnahagsstoð sem byggist
á óþrjótandi auðlind
Hátækni- og hugverkaiðnaðurinn
skiptir æ meira máli og myndar nú
fjórðu stoð hagkerfisins. Það er
helst ólíkt með þessari stoð og hin-
um þremur; sjávarútvegi, ferðaþjón-
ustu og stóriðju, að hugvitið sem ný-
sköpun byggist á er óþrjótandi
auðlind. Við viljum auðvitað skila
góðu búi til komandi kynslóða og ef
við ætlum áfram að auka nýtingu og
framleiðni án þess að ganga á tak-
markaðar auðlindir liggur beinast
við að beina ljósi nýsköpunar til allra
sviða samfélagsins.
Vinna hafin við mótun
nýsköpunarstefnu
Þótt ég sé almennt á því að mark-
aðurinn blómstri best á eigin for-
sendum þá skiptir stuðnings-
umhverfi stjórnvalda í þessum
málaflokki miklu máli. Umhverfið á
alþjóðavísu sýnir þeirri staðreynd
skilning. Framsæknustu ríki heims
eru einfaldlega að fjárfesta til fram-
tíðar með slíkum stuðningi. Við eig-
um að gera jafn vel og taka mið af
samkeppnisumhverfi þeirra landa
sem við berum okkur saman við ef
við viljum ekki eiga á hættu að missa
fólk, fyrirtæki og
lífsgæði frá okkur.
Við mótun slíks um-
hverfis verður samt
að horfa vandlega
og heildstætt á
hvernig kerfið nýt-
ist sem best sem og
fjármunirnir sem í það fara.
Þess vegna er kveðið á um í
stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
að mótuð skuli heildstæð nýsköp-
unarstefna fyrir Ísland. Ég hef
hrundið af stað þeirri vinnu. Fyrsti
fundur stýrihóps var í vikunni með
fulltrúum frá atvinnulífinu, vísinda-
og háskólasamfélaginu, tækni- og
nýsköpunarsamfélaginu, þing-
flokkum og sprota- og nýsköp-
unarsamfélaginu. Stýrihópurinn
hefur ásamt verkefnastjórn það
verkefni að greina þá þætti sem
mest áhrif hafa á Ísland sem ákjós-
anlegan vettvang fyrir nýsköpun og
samkeppnishæfni við það besta sem
gerist í heiminum. Samhliða munu
verkefnahópar leggja fram tillögur
að aðgerðum sem stuðla að sama
marki.
Helsti grundvöllur aukinnar vel-
megunar okkar Íslendinga er ný-
sköpun. Á Íslandi er mikill nýsköp-
unarkraftur og markmið stjórnvalda
hlýtur að vera að stuðla að því að
hann nýtist sem best og að hér geti
þrifist heilbrigt, sanngjarnt og frjó-
samt umhverfi til nýsköpunar.
Að búa til meira úr því sama
’Hátækni- og hug-verkaiðnaðurinnskiptir æ meira máliog myndar nú fjórðu
stoð hagkerfisins.
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@anr.is
Morgunblaðið/Eggert
Fólk veltir fyrir sér ýmsum hliðum
tilverunnar á netinu. Sagnfræðing-
urinn Magnús Lyngdal Magn-
ússon deildi skemmtilegri sögu á
Facebook: „Keypti
mér dökkbláan
frakka í gær sem ég
vígði í dag. Tók svo
leigubíl í hádeginu
en um það bil sem
ég var að setjast inn sagði leigubíl-
stjórinn: „Ertu stöðumælavörður?“
Ég neitaði því og svaraði: „Uh, nei,
ég er sagnfræðingur!“ Hann svaraði
um hæl: „Jæja, þá skal ég aka þér, en
ég á nefnilega í stríði við stöðu-
mælaverði!“ – Þarf kannski að fara
að endurskoða fatasmekk minn!“
Ómar R. Valdimarsson lög-
fræðingur skrif-
aði á Facebook:
„Fullorðinsár
mín hafa ein-
kennst af pæl-
ingum um hvað
eigi að vera í
matinn í kvöld og vangaveltum um af
hverju mér er illt í bakinu.“
Salka Sól Eyfeld leikur um
þessar mundir Ronju ræn-
ingjadóttur fyrir
fullu húsi í Þjóð-
leikhúsinu, hún tísti
í vikunni: „Stund-
um langar mig bara
að vera með gervi-
augnhár og langar
neglur og brúnkukrem en fatta svo
að ég er að leika 11 ára barn allar
helgar.“
Þórhildur Ólafsdóttir útvarps-
kona tísti: „Allt breyttist eftir að
mér var bent á að
mörg lög með Sál-
inni eru ekki ein-
hver væmin ást-
arlög heldur lög
um það að vera
foreldri og elska barnið sitt. Nú
græt ég bara þegar þau eru tekin í
gítarpartíum í stað þess að ösk-
ursyngja með.“
AF NETINU
Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
Po
ul
H
en
ni
ng
se
n:
„P
H
-5
/3
“.
St
an
dl
am
pi
m
eð
st
ön
g
og
fe
st
in
ga
rú
r
pa
tin
er
uð
u,
br
ún
uð
u
m
es
si
ng
i,
m
eð
sk
er
m
iú
rr
au
ðu
/b
ro
ns
uð
u
zi
nk
i.
H
am
ar
sh
ög
g:
17
0.
00
0
DK
K.
Sundkrogsgade 30
2150 Nordhavn, Kbh.
Tel +45 8818 1111
Søren Frichs Vej 34 D
8230 Åbyhøj, Aarhus
Tel +45 8818 1100 S
já
ná
na
r
á
br
uu
n-
ra
sm
us
se
n.
dk
Hittið sérfræðinga Bruun Rasmussen
Verið velkomin í Norræna húsið, Sæmundargötu 11, 101 Reykjavík
Þriðjudaginn 2. október kl. 17-20
Þar munu reynslumiklir sérfræðingar okkar meta listaverk af öllu tagi,
með sérstakri áherslu á nútímalist, „design“, fornmuni, silfurmuni,
skartgripi, armbandsúr, bækur, mynt og frímerki.
Matið er án endurgjalds og án skuldbindinga – með hugsanlega
sölu á uppboði í huga.
Dagana 3. – 4. október er boðið upp á heimsóknir í heimahús, eftir því sem tími leyfir
Nánari upplýsingar veita Össur Kristinsson, 5554991 og 6984991,
Peter Beck +45 8818 1186 / e-mail pb@bruun-rasmussen.dk
Torben Ringtved +45 8818 1225 / tr@bruun-rasmussen.dk
Fáið mat á
verðmætin ykkar