Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Síða 17
23.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
vinskíjs í Coco Chanel & Igor Stravinsky frá
2009 og Struensee greifa í A Royal Affair frá
2012. Spurður hvort hann nálgist slík hlutverk
á einhvern hátt öðruvísi en skálduðu persón-
urnar svarar hann: „Í raun ekki. Auðvitað er
maður meðvitaður um að persónan hafi í eina
tíð verið af holdi og blóði og gott getur verið að
lesa sér til um þær. En þegar tökur hefjast er
það bara eins og hvert annað verkefni; þá velt-
ur allt á handritinu, leikstjórninni og túlkun
leikarans. Hafandi sagt það þá er ég mikill
áhugamaður um sagnfræði og gæti vel hugsað
mér að leika fleiri sögulegar persónur. Það er
svo forvitnilegt að vita hver við vorum og hvað-
an við komum.“
Engin leið er að fá Mads til að gera upp á
milli hlutverka sem hann hefur leikið gegnum
tíðina; hann er greinilega gott efni í diplómat.
„Hlutverkin eru orðin svo mörg og ekki sann-
gjarnt að draga eitt sérstaklega út. Ég hef
leikið svo mörg hlutverk sem standa hjarta
mínu nærri. Hlutverk geta í eðli sínu verið æð-
isleg og maður rennur hreinlega inn í þau; þau
geta líka verið geggjuð vegna þess að þau
beina manni á nýja braut og þau geta verið eft-
irminnileg vegna þess að þau komu manni á
óvart. Það er leiðinlegt að svara spurningunni
ekki beint en því miður get ég ekki tilgreint
eitt ákveðið hlutverk.“
Flestir, alltént utan Norðurlandanna,
þekkja Mads líklega sem illmennið Le Chiffre
í Bond-myndinni Casino Royale frá 2006. Það
var sannarlega vendipunktur á ferlinum.
„Ég segi ekki að það hlutverk hafi breytt lífi
mínu, sem betur fer, en það breytti ferli mín-
um sem leikara. Á því er ekki nokkur vafi. Í
stað þess að hafa bara eitt eða tvö handrit á
borðinu fyrir framan mig var ég skyndilega
kominn með heilan bunka. Það er auðvitað
risastór sýningargluggi fyrir leikara að kom-
ast að í kvikmyndaseríu eins og James Bond
og þetta var mikil upplifun fyrir mig. Tilboðum
fjölgaði svo sannarlega í framhaldinu en höf-
um hugfast að magn er ekki endilega sama og
gæði. Það á við um kvikmyndahandrit eins og
annað í þessu lífi. En það er alltaf jákvætt fyrir
leikara að hafa úr hlutverkum að velja.“
– En hvort er það kostur eða galli að vera
danskur/norrænn leikari í hinu alþjóðlega um-
hverfi?
„Það fer eftir því hvernig á það er litið.
Segja má að „dogmað“ hafi komið okkur Dön-
um á kortið fyrir um tuttugu árum og allar
götur síðan hefur gefist vel að vera danskur
leikari á alþjóðavettvangi. Danir eru í tísku.
Alltént er það mín upplifun. Bandarískir leik-
stjórar – og raunar evrópskir líka – eru stöð-
ugt að leita að nýjum andlitum og ekki spillir
fyrir að menn kunni eitthvað til verka. Þess
vegna hafa þeir sótt töluvert í danska leikara
sem hafa fyrst slegið í gegn heima fyrir. Það
getur verið minni áhætta en að taka sénsinn á
einhverjum sem er ennþá blautur bak við eyr-
un. Í þeim skilningi vinnur þjóðernið með mér.
Hin hliðin á peningnum er sú að ég er ekki
bandarískur sem þýðir að ég verð aldrei Su-
perman eða Batman. Til þess að fá slík hlut-
verk þurfa menn að vera amerískir út í gegn.“
Mads hefur alla tíð búið í Kaupmannahöfn
og ekki séð ástæðu til að flytja til Hollywood,
eins og margir erlendir leikarar hafa kosið að
gera til að minna á sig og vera í hringiðunni. Á
árunum 2013 til 2015 var hann hins vegar með
annan fótinn í Kanada, meðan hann lék í sjón-
varpsþáttunum um Hannibal Lecter.
„Tökurnar stóðu í sex til sjö mánuði í senn,
þannig að ég átti ekki annarra kosta völ en að
dveljast þar á meðan. Það var mjög skemmti-
leg lífsreynsla; ég dýrka Kanada. Fallegt land
og frábært fólk. En rosalega kalt. Maður lif-
andi. Muni ég rétt féll kuldamet á hverjum
vetri sem ég var þarna.“
Gott að hlaða rafhlöðurnar
Eins og gefur að skilja er Mads mikið á ferð og
flugi vegna verkefna og fyrir vikið finnst hon-
um best „að gera ekki neitt“ þegar hann er
heima hjá sér. Slaka bara á og verja tíma með
fjölskyldunni. Þau Hanne eiga tvö börn, dóttur
fædda 1992 og son fæddan 1997. „Ætli ég sé
ekki eins og sjómennirnir, vil bara hafa það
náðugt með mínum nánustu þegar ég er í
landi.“
Og hann er í öruggri höfn núna, á milli verk-
efna. „Ég er búinn að vera í stuttu frí og verð
að óbreyttu aðeins lengur. Ég er að skoða
ýmsa möguleika en ekkert er fast í hendi
ennþá. Það er voðalega gott að hlaða rafhlöð-
urnar annað veifið,“ segir Mads en auk Arctic
kemur At Eternity’s Gate eftir Julian Schna-
bel í öll betri kvikmyndahús á næstunni. Mads
leikur þar prest en sagan hverfist um lokadag-
ana í lífi listmálarans Vincents Van Goghs, sem
Willem Defoe leikur.
Mads hefur lokið við að leika í tveimur
myndum til viðbótar sem frumsýndar verða á
næsta ári; Chaos Walking eftir Doug Liman,
þar sem hann leikur illa þenkjandi borgar-
stjóra, og Polar eftir Jonas Åkerlund.
Hann er opinn fyrir því að leika meira fyrir
sjónvarp í framtíðinni. „Það væri óskandi.
Hannibal var hins vegar mjög stórt, róttækt
og spennandi verkefni og ég efast um að mér
bjóðist svo feitur biti á næstunni. Róttækni er
lykilorð í þessu sambandi, það hefur alltaf ver-
ið leiðarstef í mínu lífi, og næsta sjónvarps-
verkefni yrði að standast Hannibal snúning.“
– Margir íslenskir sjónvarpsunnendur muna
eftir þér úr Rejseholdet sem gerði garðinn
frægan á árunum upp úr aldamótum. Minnistu
þeirra þátta með hlýju?
„Fyndið að þú minnist á það,“ segir hann og
skellir upp úr. „Alla jafna legg ég ekki í vana
minn að horfa á gamalt efni með sjálfum mér
en fyrir hreina tilviljun sá ég einn þátt af
Rejseholdet í sjónvarpinu um daginn. Og hafði
bara býsna gaman af. En rosalega vorum við
ung. Hvernig í andskotanum, hugsaði ég með
mér, gat þetta fólk orðið löggur? Það er rétt
skriðið yfir tvítugt.“
Hann hlær.
„En metnaðinn skorti ekki. Þættirnir
byggðust á sönnum sakamálum í Danmörku
og nutu vinsælda. Það var margt gott í Rejse-
holdet og ég horfi til þessa tíma með bros á
vör. Þættirnir eru ekki úr sér gengnir en við
vorum ung. Við skulum orða það þannig.“
Ekki er víst að allir viti það en Mads starfaði
sem ballettdansari í áratug áður en hann
skráði sig í leiklistarskóla, kominn um þrítugt.
Hvernig ætli hafi staðið á því?
„Ég ætlaði aldrei að verða dansari, það bara
gerðist. Ég hafði yndi af starfinu en eftir sjö til
átta ár fóru að renna á mig tvær grímur. Ég er
mikill áhugamaður um hið leikræna, dramað,
og dansinn uppfyllti ekki alltaf þá þörf. Ég átti
vini sem voru leikarar og hugsaði með mér:
Hvers vegna læt ég ekki á það reyna. Þar ligg-
ur áhugi minn. Það má því með sanni segja að
ég hafi orðið leikari gegnum dansinn.“
Nýr tónn sleginn
Þegar hann lagði upp í þessa vegferð vissi
Mads að hann langaði að leika í kvikmyndum.
„Hjartað sló í kvikmyndunum og á þær vildi ég
horfa. Fljótlega fann ég að tækifæri var til að
gera hluti sem enginn hafði áður gert í danskri
kvikmyndagerð. Evrópskar myndir frá áttunda
áratugnum hafa alltaf heillað mig og þegar ég
var að byrja að leika komust danskar myndir
ekki með tærnar sem þær höfðu hælana. Hvers
vegna ekki? spurði ég mig og fann fyrir brenn-
andi löngun til að taka þátt í því að breyta
þessu. Það var mín gæfa, að þegar ég braut-
skráðist úr leiklistarskólanum var komin fram á
sjónarsviðið ný kynslóð kvikmyndaleikstjóra
sem deildu þessari sýn og einn þeirra, Nicolas
Winding Refn, gaf mér stóra tækifærið.“
Þar er hann að tala um glæpamyndina
Pusher sem hefur „költ“-stöðu í danskri kvik-
myndagerð á seinni tímum.
„Sleginn var nýr tónn í Pusher og fleiri
myndum á þessum tíma. Orkan og frumleikinn
voru bráðsmitandi og saman tókst okkur að
breyta danskri kvikmyndagerð til frambúðar.
Ég er gríðarlega stoltur að hafa tekið þátt í
því. Í upphafi var þetta draumurinn. Allt sem
síðan hefur gerst hefur auðvitað farið langt
fram úr mínum björtustu vonum.“
Þá er bara ein spurning eftir; ég fengi fjöl-
mörg spörk neðan beltis ef ég sleppti henni.
– Bjórgerð stendur í miklum blóma hér í fá-
sinninu um þessar mundir. Ætlar þú að
smakka einhverja íslenska bjóra meðan á dvöl
þinni stendur, eða muntu halda þig við Carls-
berg?
„Þú segir nokkuð,“ svarar hann hlæjandi.
„Svo lengi sem þeir heita Carlsberg mun ég
smakka þá!“
Þar með er Mads Mikkelsen rokinn út í
haustið, vafalaust á hjólhesti. Kveður þó fyrst.
„Sjáumst efra, lagsi! Hafðu það gott!“
Mads Mikkelsen með Maríu
Thelmu Smáradóttur og leikstjór-
anum Joe Penna þegar Arctic var
frumsýnd í Cannes sl. vor.
AFP