Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Side 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Side 27
23.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 vara ferðalanga við að þröngu göt- urnar breytast ört í útliti eftir að sölu- menn taka niður básana á kvöldin og því gott að leggja smáatriði á minnið svo maður rati örugglega heim! Hér eru kettir jafnmargir og fólkið, fal- legir, græneygðir og eyrnastórir hreiðra þeir um sig á götuhornum, á húsþökum, í búðum, veitingahúsum og sérstaklega á fiskmarkaðnum við höfnina. Virkismúrarnir teiknaðir af frönskum arkitekt á 18. öld Fornleifar hafa sýnt að borgin hefur verið byggð allt frá steinöld og á fyrstu öld fyrir krist lét berbakon- ungurinn Juba annar setja upp lita- verksmiðju sem framleiddi fjólubláa liti úr skeljum. Portúgalar byggðu hér Mogador-virkið á sextándu öld og Frakkar reyndu að nema hér land á þeirri sautjándu. Það var hins vegar á átjándu öld sem virkið í sinni núver- andi mynd var reist, en það var mar- okkóski konungurinn Múhameð þriðji sem sá sér færi á að byggja hafnarborg nálægt Marrakesh, sem yrði ómögulegt að ráðast inn í vegna staðsetningar hennar. Hann fékk franskan arkitekt til verksins, Théo- dore Cornut, sem er sami maður og hannaði virkið í franska bænum St. Malot en það má sjá mikinn svip með umgjörð þessara borga þótt loftslag og andrúmsloft sé gjörólíkt. Miðbær Essouria kann að vera eins og ævintýri úr Þúsund og einni nótt en þar er samt að finna fjölda frábærra gistiheimila eða „riads“ og skemmtilega veitingastaði, bæði nú- tímalega og hefðbundna. Gönguferð um virkisveggina er heillandi og einn- ig er gaman að skoða höfnina og fá sér grillað sjávarmeti á litlum básum þar í hádeginu. Bæjarbúar eru ein- staklega vinalegir og almennilegir og vilja allt fyrir mann gera, sérstaklega ef maður reynir að tala frönsku. En sumir vilja líka selja manni fullt af varningi. Ef enginn áhugi er á slíku er best að brosa bara og vera kurteis en ákveðinn og segja nei takk. Al- mennt mæta ferðamenn hér mikilli vinsemd og alúð. Heimamenn ganga oftast í mjög hefðbundnum fötum og konur með slæðu en það er litið af- slöppuðum augum á ferðamenn og ekki tvisvar á konu í sumarkjól eða stuttbuxum. Þó er gott að vera með sjal við höndina þegar vindurinn byrjar að blása, bæði vegna sandagna í loftinu og vegna þess að það getur kólnað ansi snögglega á kvöldin. Sörfarar á ströndinni og geitur uppi í trjám Meðal þess sem er gaman að festa kaup á inni í medina eru skartgripir úr silfri, teppi, leðurfatnaður og skó- tau og gripir úr ilmandi Thuya-við. Einnig er hægt að kaupa sér argan- olíu en það eru argan-skógar allt í kringum borgina. Argan-olían er í há- vegum höfð í Marokkó og er bæði notuð til eldamennsku og á húð og hár. Á leiðinni milli Marrakesh og Es- souria má sjá furðulega sjón þegar geitur klifra upp í tré rétt við þjóð- veginn til að gæða sér á argan- hnetum, sem er víst þeirra uppá- haldsmatur. Essouria er fræg brimbrettaborg og brimbrettakappar flykkjast þang- að á sumrin. Ströndin við borgina er falleg og fullkomin til sólbaða en get- ur verið vindasöm og öldurnar stórar fyrir venjulegar sundferðir. Aðrar strandir í nágrenni við borgina eru Diabat og í smábænum Sidi Kaoki (í hálftíma fjarlægð) en báðar eru mjög vinsælar til brimbrettaiðkunar. Þar er einnig að finna skemmtilega veit- ingastaði og kaffihús við sjóinn. Sand- öldurnar við sjóinn í Essouria og Dia- bat eru líka fullkomnar fyrir ferð á hest- eða úlfaldabaki, sérstaklega í lok dags þegar sólin er að setjast og kastar bleikri birtu á fagurt og tært hafið við þessa töfrandi sanda Norð- ur-Afríku. Úlfaldaferð frá berba- þorpinu Diabat niður á strönd við sólarlag. Krydd, ólífur, súrsaðar sítrónur og arganolía til sölu. Göturnar í miðborg Essouria eru litríkar og þröngar. Maður með fálkann sinn við höfnina í Essouria. Fatasalinn Abib bauð okkur upp á myntute. jakkafatajoga.is ÁNÆGJA EFLING AFKÖST Essouria er fræg fyrir ferskt og ljúffengt sjávarfang. borginni og klettana við hafið. Fallega innréttaður í nútíma- legum marokkóskum stíl og ró- andi litum. riaddarmaya.com Villa Maroc er rétt innan við borgarvirkið, steinsnar frá, og er dásamlega fallega hannað hótel í 18. aldar höll. Innandyra eru fallegir antíkmunir frá Mar- okkó og á þakinu eru fallegar svalir til að snæða morgunverð. Hótelið býður líka upp á ókeyp- is ferðir aðeins út úr bænum í Jardins de Villa Maroc, fyrir hót- elgesti og alla aðra áhugasama, en þar eru þeir með dásamlegt sveitahús með garði og sund- laug þar sem páfuglar spígspora um. Það er hægt að fara þangað í dýrindis hádegisverð og eyða svo eftirmiðdeginum við sund- laugina. villamaroc.om AFÞREYING Í berbaþorpinu Diabat, í um 10 mínútna fjarlægð frá Ess- ouria, er Ranch de Diabat, fal- legur hestabúgarður sem býður upp á ferðir á hestum eða úlf- öldum. Vel er farið með dýrin og fyrirtækið hefur fengið vott- anir fyrir vistvæna ferða- mennsku. Mæli með úlfaldaferð í gegnum Argan-skóg og svo niður á strönd þar sem þessar merkilegu skepnur vaða með mann út í öldurnar. ranchdedia- bat.com ÚT AÐ BORÐA Taros (Place Moulay al Hass- an) er líflegur og skemmtilegur bar og veitingastaður á nokkr- um hæðum. Hann er opinn all- an daginn en er fullkominn um sólsetursbil til að njóta kokkt- eila eða ískalds bjórs. Oft spila hljómsveitir eða plötusnúðar á kvöldin. La Table by Madada (7 rue Youssef El Fassi) er einn glæsi- legasti veitingastaðurinn í Ess- ouria og er sóttur af hipp og kúl Marokkóbúum. Innréttingarnar eru fagrar og fágaðar og stað- urinn líflegur og oftast troð- fullur þannig að það er best að bóka borð fyrirfram. Matseðill- inn er stútfullur af hinu frábæra sjávarfangi sem Essouria er þekkt fyrir og blandar marokk- óskum og miðjarðarhafs- hefðum saman. GISTING Dar Maya er dásamlegur leynistaður inni í gyðingahverfiu í Medina. Á bak við litla hurð á milli sölubása gengur maður inn á hljóðlátt og fágað riad (hefðbundið marokkóskt gist- heimili) sem býður upp á fimm svítur með baðherbergjum, setustofur og útisvæði á þakinu þar sem er hægt að njóta morg- unmatar og drykkja með stór- fenglegu útsýni yfir þökin á

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.