Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.9. 2018 E ngu líkara er en að Evrópa haldi hvert námskeiðið af öðru um það, hvernig ófyrirsjáanlegir atburðir skekja stjórnmálalífið. Þessi líflega fróð- leikskynning heldur áfram í hverju horni álfunnar. Grikkland og Tyrkland Í vor var það suð-austurhornið. Þá var tilkynnt að megrunarkúrar og þurrkatíð sem ESB, SESB og AGS þvinguðu Grikkland til að sæta væri á enda með „ásættanlegum“ árangri. Þjóðarframleiðsla Grikk- lands var þá orðin fjórðungi minni en hún var þegar að hjálparstarfsemin hófst. Atvinnuleysi var enn óhugn- anlegt og eignastaða einstaklinga og fyrirtækja, svo ekki sé talað um „hið opinbera“ var ávísun með svörtu stórletri á basl og bágindi svo langt sem sást inn í framtíð. En þó var fullyrt að aðgerðirnar hefðu gengið upp og jafnvel framar vonum. En sú fullyrðing gekk ekki sjálf upp fyrr en menn áttuðu sig á að það var framtíðarstaða mikilvægra banka í Þýskalandi og Frakklandi sem hafði verið undir og var nú sögð trygg. Austar í Evrópu hangir lýðræðið í Tyrklandi á blá- þræði og efnahag landsins er haldið á floti með lítið sverari línu. Erdogan forseti er enn að tryggja að þeir sem tengdust með einhverjum hætti byltingartilraun hers- ins (eða hluta hans) fái makleg málagjöld. Réttlæt- issveitir valdsins sýna takmarkalausa „víðsýni“ í því uppgjöri og möskvar netanna sem fleygt er yfir söfn- uðinn eru smáir. Einstaklingar sem gagnrýndu stjórnvöld löngu fyrir byltingartilraunina eru nú tald- ir hafa verið virkir í aðgerðum hersins. ESB og stjórn- endur þess í Brussel og í ríkjunum tveimur sem eitt- hvað vega innan þess fara mjög gætilega í allri gagnrýni og aðvörunarorðin geta ekki máttlausari verið. Er mikill munur á því hvernig valdaöfl ESB um- gangast ríkisstjórnir í Varsjá og Búdapest annars vegar og Ankara hins vegar. Vissulega eru fyrrnefndu ríkin innan ESB en ekki ráðandi þar og því má tuska þau til og hóta að hentugleikum. En Tyrkland hefur um háa herrans tíð verið í eins konar aðlögunarferli umsóknarríkis, þó ekki eins vel sett og umsóknarríkið Ísland sem er enn með óaft- urkallaða umsókn og nú í langtíma hléi samkvæmt óboðlegum yfirlýsingum utanríkisráðuneytisins. En þess utan heldur Erdogan milljónum flótta- manna innan gaddavírsgirðinga að beiðni ESB og er með þá þar í eins konar útseldri leigu fyrir fúlgur fjár. Vissulega skiptir sú atvinnustarfsemi Tyrkland máli efnahagslega eins og staðan er þar nú. Og um leið fær landið hættulegt pólitískt tak, því að verði Erdogan verulega misboðið gæti hann lyft upp girðingunum og flóðaldan myndi óðara færa stjórnmálalíf í ESB í kaf. Spánn og Katalónía Meira en milljón manns mótmælti furðufangelsunum í Madrid fyrir fáeinum vikum, en það var varla nefnt í háværustu fjölmiðlum álfunnar öfugt við fundinn mikla vestra sem tæplega 30 sóttu, dálítið skrítnir flestir, og kitluðu fréttanef þúsund sinnum fleiri fréttamanna. Helstu áhugamál þessara 30 virtist vera að standa í ístaðinu fyrir leiðtoga gömlu „Suðurríkj- anna“ sem lítið hefur heyrst af síðan 1865. Að öðru leyti virðast þeir ekki hættulegri en þeir sem fordæma svik allra sem „hlupu frá þeirri staðreynd að jörðin sé flöt“. En sá hópur telur augljóst af samanburði að fréttamenn halli á þá gagnvart suðurríkjamönnum. En hvað mega þá milljón manns í Katalóníu segja, sem reynt var að þegja í hel, þar sem barist var um frelsi þeirra pólitísku fanga sem sjálfur Hæstiréttur Spánar setti á bak við rimlana, eins og væri hann fyrsta dómstig í landinu að úrskurða menn í varðhald sem mætti áfrýja til annarra dómstiga. Úrskurðurinn var í senn hinn fyrsti og síðasti! Fangarnir vita því ekki hvert þeir mega í raunum sínum leita. Þýskaland Ekki hefur vantað neitt upp á fjörið í Þýskalandi. Hópar skullu saman í borginni Chemnitz í austurhluta Þýskalands. Borgin sú hét í nærri fjóra áratugi Karl- Marx-Stadt og fékk Marx nafnið í eins konar afmæl- isgjöf á 70 ára dánardægri sínu 1953. Eftir að múrinn sem hélt utan um kúgunina hrundi til grunna voru borgarbúar spurðir hvort þeir vildu hafa Marx áfram í öndvegi og báðust 76% þeirra und- an því. Chemnitz hefur ekki verið að glenna sig í kast- ljósi fjölmiðla en komst í það þegar að íbúum laust þar saman vegna innflytjendamála. Fjölmiðlar höfðu gert því skóna að innfæddir öfga- hópar hefðu farið á „innflytjendaveiðar“ og af því væru til myndbönd. En málið varð ekki að stórmáli fyrr en Hans Georg Maassen sem gegndi því virðulega embætti að vera forseti varðstöðu um stjórnarskrána, sem mun vera snoturt heiti á innri leyniþjónustu landsins, tjáði sig um það. Maassen hafði ekki verið mikið fyrir sviðsljósið heldur en kom sér í það með því að segja efnislega að athuganir sinnar stofnunar renndu ekki stoðum undir fullyrðingar um innflytjendaveiðar. Yfirlýsingin þótti vera í fullri andstöðu við stjórnmálalegan rétttrúnað augnabliksins. Sósíaldemókratar, sem búa við minnkandi fylgi, sögðust aldrei myndu þola yfirlýsingar af þessu tagi og kröfðust afsagnar Maassen. Merkel virtist skilja kröfuna um brottrekstur sem hótun um stjórnarslit og gerði hana því að sinni. Seehofen innanríkisráðherra er helsti leiðtogi Kristilegra í Bæjaralandi, CSU, syst- urflokks CDU Merkels, þar sem gengið verður til kosninga í næsta mánuði, og var þar með kominn í klemmu. AfD flokkurinn hefur sótt verulega á svo að CSU getur ekki gengið út frá meirihlutastyrk í Bæj- aralandi. Þetta mál var vatn á myllu AfD. En Seehofer var ómögulegt að ganga gegn op- inberri kröfu kanslarans um að reka Maassen. Hann kvað loks upp dóm í anda Salómons: Maassen skyldi rekinn eins og Merkel og kratarnir krefðust. En ekki rekinn út heldur upp og gerður að toppstjórnanda í innanríkisráðuneytinu og um leið hækkaður mynd- arlega í launum. Þess yrði jafnframt rækilega gætt að Maassen kæmi hvergi nærri málum sem snertu varð- stöðu um stjórnarskrána. Þegar þessi lausn lá fyrir þótti einnig liggja fyrir að skikkjur Salómons færu Seehofer heldur ólánlega um axlir og dró þegar úr stuðningi við hann í könnunum. Síðast þegar fréttist hafði ráðherrann opnað á að end- ursemja við Maassen til að slá á gagnrýnina. En hringlandahátturinn er ekki líklegur til að lokka kjós- endur til fylgilags. Nú var órólega deildin í Þýskalandi orðin mjög óróleg og hafði uppi hótanir. Það bætti ekki úr þegar nýjar kannanir sýndu að AfD hefði enn styrkt stöðu sína, nú sem annar stærsti flokkur Þýskalands. Slíkar tölur, sem skotið var inn í við- kvæma stöðu, hefðu jafnvel sett Salómon út af laginu svo ímynda má sér hvernig minni spámenn báru sig. Og loks Stóra-Bretland En þrátt fyrir þetta uppnám gaf almanakið engin grið, hvorki valdamönnum eða öðrum og það sagði að Mer- Þeir spáðu því að þetta myndi enda einhvern veginn. En er það víst? Reykjavíkurbréf21.09.18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.