Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Page 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Page 31
kel skyldi til Salzburgar og hitta leiðtoga ESB. Sagt er að þá fyllist Merkel sömu tilfinningu og Gúllíver þegar hann fór á svipaða fundi í Putalandi. Fyrsta fréttin af kanslaranum var myndskeið þar sem hún stóð í ræðustól að tala til áheyrenda og ámót- legt suð yfirgnæfði hana. Hún reyndi með bendingum að vekja athygli tæknimanna á vandanum, sem átti að vera óþarft. En þar sem þetta var fundur í ESB vissi enginn hvað sneri upp eða niður og þá ekki heldur um rafmagnið í ræðustólnum. Merkel þótti ástandið ber- sýnilega pínlegt og sagði loks: Hvaða leið er fyrir okk- ur út úr þessu tæknilega vandamáli sem upp er komið. Við þessa athugasemd brast salurinn í hlátur, kansl- aranum augljóslega til undrunar, því hún hefur ekki verið þekkt fyrir að vera þriðja hjólið undir vagni Halla og Ladda. En kannski voru menn að hlæja eins og óvart út af samhenginu. Vandinn sem ESB stendur frammi fyrir hvert sem litið er gerir tæknilegt vandamál ræðustóla að smælki, þótt Merkel standi þar. En kannski hló einhver vegna þess að honum þótti ekki fara illa á því að rafmagnsbilun þaggaði niður í kanslaranum á fundi þar sem andrúmsloftið var mjög rafmagnað. Hafði þegar náð samningi við sig Þarna ætluðu leiðtogar ESB að svara May forsætis- ráðherra Breta um samningsáætlun hennar kennda við Chequers, sveitasetrið sem forsætiráðherra fékk til afnota fyrir tæpri öld. Chequers-áætlunin varð söguleg strax en ekki af réttum ástæðum. Það eru til margar aðferðir til að nálgast strembna samningagerð og um það hafa verið skrifaðar þús- undir bóka, flestar safn yfirborðslegra klisja. Þeir sem hafa um hríð haft auga með tilverunni hér á landi kannast við margar útfærslur á samningagerð og hvernig lykilmenn nálgast það verkefni. Ein aðferð, ekki góð, skal nefnd til sögu. Hana hafa nokkrir heiðarlegir, góðir, sanngjarnir og velviljaðir menn iðulega notað hér á landi. Og það er heiðarleik- inn, sanngirnin og góðviljinn sem þeir flækjast í og gertir þá að óhæfum samningamönnum. Þeir sem fylla þann flokk eru þó ólíkir um margt, en hafa átt fyrrgreind einkenni sameiginleg. Þess utan þá hófu þeir undirbúning samningagerðarinnar með við- ræðum í sínum hópi. Stilltu upp kröfum og gátu í hugsanleg viðbrögð viðsemjandans. Niðurstaðan leiddi jafnan til þess mats að augljóst væri að viðsemj- andinn teldi ýtrustu kröfur ósanngjarnar ef ekki ósvífnar og myndi skaða andrúmsloftið frá fyrstu stundu. Því var í nokkrum lotum samninganna við sjálfan sig slakað á kröfum uns hópnum þótti augljóst að nú einkenndi sanngirni kröfugerðina, svo það færi ekki framhjá „andstæðingunum“. En raunmyndin var sú að viðsemjandinn sem hlustaði á útlistunina á nið- urstöðunni reyndi að leyna því eins og unnt væri að þetta væri líkast því sem þeir sjálfir töldu að líktist hugsanlegum endapunkti. En honum yrði að ná eftir erfiðar og þreytandi viðræður, þar sem hurðum var skellt, hótað að ganga af fundi. Þá fóru fram látlausar og háværar viðræður við „baklandið“ sem lak öllu. Það var slík atburðarás sem skapaði raunverulegan grundvöll samninga. En nú birtust fullorðin börn með niðurstöðu í mynd fyrsta leiks á byrjunarreit og væntu undirskriftar! Þetta var algjörlega ný staða. Góðu gæjarnir skyldu ekki halda að gagnaðilinn væri óvirkur við samningaborðið. Baklandið dræpi hann þá. Þessi meinta sanngirni væri því í rauninni ósvífin aðför að viðsemjandanum sem vonlaust væri að út- skýra fyrir baklandinu sem var að hita upp, skipa mestu þráhyggjumönnunum í átakanefndir, hita kakó og stilla gítarinn svo syngja mætti We will overcome skaplega. May með Icesave-aðferðina Þessi staða, sem hægt er að nefna kunn dæmi um úr okkar íslenska ranni, var einmitt sú sem May for- sætisráðherra hafði undirbúið í Chequers og átt samningagerð um við sína ráðherra. Að því loknu sögðu nokkrir náfölir ráðherrar sig úr ríkisstjórninni. Johnson fráfarandi utanríkisráðherra sagði að May hefði dregið hvítt uppgjafarflagg upp á freigátu sína er hún lagði út á Ermarsund og fleira í þeim dúr. Og viðsemjandinn hinum megin sunds sá þetta með sömu augum. Hann sá líka að það fjaraði undan for- sætisráðherranum heima fyrir. Þeir sem barist höfðu fyrir „Brexit“ höfðu stokkið fyrir borð eða verið hrint. Eftir sátu May sjálf, sem verið hafði á móti Brexit, Philip Hammond fjár- málaráðherra, sem hefur reynt að skaða útgönguferlið frá fyrstu stundu og réð nú seinast kanadamanninn Mark Carney áfram sem bankastjóra Englands- banka, en sá hafði gengið mjög langt í því að eyði- leggja þjóðaratkvæðið fyrir útgöngumönnum með fyrirlitlegum dómsdagsspám sem birtar voru í nafni bankans, svo helst minnti á ólánlega íslenska embætt- ismenn í Icesave forðum. Þegar May var að koma Chequers-áætluninni í gegnum eigin flokk og þing muldruðu valdamenn í Evrópu í barm sér en þó svo að fréttamenn máttu heyra að frú May hefði sýnt aðdáunarverðan kjark sem tekið væri eftir í Brussel og hún myndi njóta í lokaviðræðunum. Það var því fremur létt yfir breska fosætisráðherr- anum þegar komið var til Salzburgar. En þar sáu við- mælendur ekki annað en konu í snotrum rauðum jakka veifandi hvítri uppgjafardulu. Dulan sú væri þó aðeins upphaf en ekki endir, sögðu þeir glottandi. Nú væri komið að þeim. BBC birti sláandi mynd þegar May stóð til hliðar í snotra rauða draktarjakkanum og baksvipinn á grá- muskulegri karlahjörð sem strunsaði framhjá án þess að virða hana viðlits. Þannig var myndin og hún verð- ur lengi birt. Það má vel vera að ljósmyndarinn hafi rambað á sérstakt sjónarhorn sem var svona myndrænt, en það segi ekki endilega alla söguna. En það skiptir ekki máli. Viðbrögð breskra fjölmiðla voru harkaleg og fyr- irsjánleg. Líka þeirra sem voru og eru á móti Brexit. Það er enginn vafi á því að frú May er góðviljuð, heiðarleg og sanngjörn. Áætlun hennar var kennd við Chequers. Skákborð kemur við sögu nafngiftar sveitasetursins. Það eru nokkrar reglur sem taldar eru óyggjandi í taflmennsku. Ein er þessi: Enginn maður hefur hingað til unnið skák með því að gefa hana. Þannig er það. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ’ En þess utan heldur Erdogan milljónumflóttamanna innan gaddavírsgirðinga aðbeiðni ESB og er með þá þar í eins konar út-seldri leigu fyrir fúlgur fjár. Vissulega skiptir sú atvinnustarfsemi Tyrkland máli efnahags- lega eins og staðan er þar nú. Og um leið fær landið hættulegt pólitískt tak, því að verði Er- dogan verulega misboðið gæti hann lyft upp girðingunum og flóðaldan myndi óðara færa stjórnmálalíf í ESB í kaf. 23.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.