Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.9. 2018 LESBÓK Í veglegum kynningarbæklingi, sem hefur aðgeyma upplýsingar, viðtöl, fróðleik og dag-skrá RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíð- arinnar í Reykjavík 2018, segir á einum stað: „Við hjá RIFF trúum því að bíó geti breytt heiminum“. Ekki þarf lengi að ganga að því gruflandi að klásúlan eru runnin undan rifjum Hrannar Marinósdóttur, stofnanda og stjórn- anda hátíðarinnar. Enda er hún sanntrúuð. „Kvikmyndin er gríðarlega sterkur miðill og getur haft heilmikil áhrif á fólk, oft einnig for- varnargildi eins og mynd Baldvins Z, Lof mér að falla, er gott dæmi um. Mér finnst mjög mik- ilvægt að fá tækifæri til að setjast inn í bíósal í 90 mínútur og kynna mér umfjöllunarefnið frá ýmsum hliðum,“ segir Hrönn og er frekar að vísa í heimildarmyndir en leiknar myndir hvað þetta varðar. „Margar leiknar bíómyndir taka einnig á alls konar samfélagsmálum og þær fá ríkulegt pláss á hátíðinni. Allar hafa þó skemmtanagildi, enda eftir marga af fremstu leikstjórum heims, sem vita hvernig á að búa til gott bíó. Mér finnst skipta miklu máli að velja myndir sem fjalla um okkar daglega líf eða veita innsýn í líf ýmissa þjóðfélagshópa þannig að við náum að skilja hvert annað og að þær hjálpi okkur að þróa og gera samfélagið betra,“ segir Hrönn. „Kannski svolítið væmið hjá mér, en ég get ekki orðað þetta öðruvísi,“ bætir hún svo við og brosir. Búin að slíta barnsskónum Úr nógu er að velja af hvoru tveggja leiknum myndum og heimildarmyndum sem og stutt- myndum. Um 70 myndir frá meira en 30 lönd- um verða sýndar á hátíðinni, sem fagnar 15 ára afmælinu í ár og laðar að um 20 þúsund inn- lenda og erlenda gesti ef að líkum lætur. „Ung- lingurinn er búinn að slíta barnsskónum og er alveg að verða fullorðinn,“ segir móðirin með stolti. Veislan stendur yfir í ellefu daga og hefst fimmtudaginn 27. september með ádeilu- og ævintýramyndinni Donbass, þeirri nýjustu úr smiðju Sergei Loznitsa. „Hann fékk leik- stjóraverðlaun fyrir myndina í Cannes og Úkraína valdi hana sem framlag sitt til Ósk- arsverðlaunanna. Loznitsa er rísandi stór- stjarna, sem hefur gert flottar myndir. Að mínu mati ættu allir að sjá þessa mynd. Hún er stórvirki og fjallar, eins og margar myndir á hátíðinni, um ástandið í heiminum, einkum í héraðinu Donbass þar sem stríð er kallað frið- ur, hatur læst vera ást og áróður er dulbúinn sannleikur,“ segir Hrönn og tekur fram að þrátt fyrir nöturlega lýsinguna sé myndin bráðskemmtileg. Loznitsa verður meðal fimm heiðursgesta RIFF í ár, hinir eru Jonas Mekas frá Litháen, Laila Pakalnina frá Lettlandi, Shailene Wood- ley frá Bandaríkjunum og síðast en ekki síst danski leikarinn Mads Mikkelsen. Þau munu sitja fyrir svörum, kynna verk sín og taka þátt í íslenskum Bransadögum og Talent Lab- kvikmyndasmiðjunni, sem haldin eru samhliða. Mads Mikkelsen spurður spjörunum úr? „Ég hef fengið símtöl og fyrirspurnir um Mikk- elsen frá konum sem ég vissi ekki að hefðu nokkurn áhuga á kvikmyndum, en vilja nú endilega tryggja sér miða á myndirnar með honum og taka þátt í spurt og svarað eftir sýn- ingar.“ Þrátt fyrir frægð og afrek Sergei Loznitsa segir Hrönn að hér heima kveiki fáir á nafninu – ennþá að minnsta kosti. „Loznitsa verður veitt heiðursverðlaun RIFF fyrir framúrskar- andi listræna sýn,“ upplýsir hún og jafnframt að hinn aldni Jonas Mekas hljóti heiðurs- verðlaun fyrir æviframlag sitt til kvikmynda- gerðar. Einhverjir fleiri munu einnig hampa verðlaunum á hátíðinni og hneigja sig pent. Til dæmis keppa 9 leiknar myndir í flokknum Vitr- anir um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gyllta lund- ann. „Í þeim flokki eru fyrsta eða önnur mynd framsækinna leikstjóra. Við erum með nánast sömu flokka og í árdaga RIFF. Fyrir opnu hafi er rjóminn af myndum sem sýndar hafa verið á helstu kvikmyndahátíðum heims undanfarin ár. Stundum er um heimsfrumsýningu að ræða eða Evrópufrumsýningu og eru myndirnar þá merktar þannig í bæklingnum. Fyrir nokkrum árum bættist við annar heimildarmyndaflokk- ur, Önnur framtíð, sem tileinkaður er mann- réttinda- og umhverfismálum.“ Í síðasttalda flokknum nefnir Hrönn tvær myndir, sem ættu að vekja alla til umhugsunar. Annars vegar The Cleaners, sem fjallar um netið og fólk úti í heimi, sem ritskoðar allt efni sem fer á Google. Því er m.a. velt upp í mynd- inni hvort allt sem sett er á netið lifi að eilífu. Hins vegar America, sem segir frá fjölskyldu sem annast 93 ára konu, ömmuna á heimilinu, og varpar myndin að sögn Hrannar ljósi á hvernig komið er fram við aldraða. Hrönn horfir oft á margar myndir á dag og er búin að sjá flestar myndirnar á hátíðinni. Henni finnst hún lukkunnar pamfíll að starfa við sitt mesta áhugamál. „Við auglýsum eftir myndum og byrjum að safna um leið og RIFF lýkur á haustin og skipuleggjum þá hver horfir á hvað af þeim um eitt þúsund myndum sem yf- irleitt berast,“ segir Hrönn, en segja má að hún hafi um sig hátt í 40 manna hirð, lærða og leikra, sem búsett er bæði hér og erlendis og veit fátt skemmtilegra en að horfa á bíómyndir. „Síðan flokkum við myndirnar og smám saman fækkar þeim sem koma til greina. Aðal- dagskrárstjórinn okkar, Giorgio Gosetti, sem starfar líka á Feneyjahátíðinni, hjálpar mikið til enda þekkir hann alla. Þá er líka gott að vera með manneskju hér heima eins og Guðrúnu Helgu Jónasdóttur, sem hefur aðalumsjón með heimildarmyndadagskránni. Ég legg mikið upp úr að bjóða upp á gott bland í poka með áherslu á framsæknar og djarfar myndir, sem fjalla um mál er varða okkur öll. Oft evrópskar myndir sem eru tilbrigði við og stundum and- stæða Hollywood-myndanna í bíóhúsum lands- ins árið um kring.“ Eystrasaltslöndin og sjálfsmyndin Hrönn læðir því að að svipað hlutfall kvenna og karla leikstýri hátíðarmyndunum í ár og að þorri starfsliðs RIFF séu konur. Hún vekur ennfremur athygli á að myndir frá Eystrasalts- löndum verði í fókus og að sjálfsmyndin sé þemað að þessu sinni; sjálfsmynd þjóða, hópa og einstaklinga. „Okkur finnst þemað vel við hæfi í ljósi þess að RIFF á 15 ára afmæli, 100 ár eru liðin síðan Ísland fékk fullveldi og Eystrasaltsríkin fagna sjálfstæðisafmælum, en myndir þaðan hafa undanfarið vakið verðskuld- aða athygli á kvikmyndahátíðum heimsins.“ Sem stjórnandi kvikmyndahátíðar, sem fest hefur sig í sessi sem einn helsti menningar- viðburður landsins, er Hrönn á stöðugum þeyt- ingi milli helstu hátíða heims og alla jafna með íslenskar kvikmyndir í farteskinu. „Pælingin um sjálfsmynd þjóða kviknaði í vetur á kvik- myndahátíð í Yellowknife í Norður-Kanada, sem helguð var myndum frá norðurslóðum. Í 30 stiga frosti þar nyrðra rann upp fyrir mér að þótt við tölum kannski ekki mikið um það, er ís- lenska þjóðin um margt lík þjóðunum nyrst á hnettinum, til dæmis í Noregi, Lapplandi og Kanada,“ segir Hrönn, sem útilokar ekki að leggja smá orð í belg á málþingi um sjálfsmynd þjóða sem haldið verður á opnunardaginn í Norræna húsinu. Og vitaskuld bjóða upp á kvikmyndir frá norðurslóðum sem og öllum heimshornum á RIFF 2018. Þeir sem komast ekki í bíó geta fylgst með sérstakri RIFF- dagskrá í Sjónvarpi Símans. Hrönn Marinósdóttur, stofnanda og stjórnanda RIFF, finnst hún vera lukkunnar pamfíll að starfa við sitt mesta áhugamál. Morgunblaðið/Eggert Trúir því að bíó geti breytt heiminum Ellefu daga kvikmyndaveisla í vændum. Fimmtánda Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst 27. september. Hátt í 70 leiknar myndir, heimildarmyndir og fjöldi stuttmynda frá yfir 30 löndum. Eystrasaltslöndin í fókus og Jonas Mekas heiðraður. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is ’ Ég legg áherslu á að bjóðaupp á gott bland í poka meðáherslu á framsæknar og djarf-ar myndir, sem fjalla um mál er varða okkur öll og eru til- brigði við og oft andstæða Hollywood-myndanna í bíó- húsum landsins árið um kring.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.