Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Qupperneq 37
þeir gerðu fyrir sjö árum þegar hvatt hafði
verið til þess á netinu að Bert og Ernie
gengju í heilagt hjónaband. „Bert og Er-
nie eru bestu vinir. Þeir voru skapaðir
til að kenna leikskólabörnum að
menn geti verið góðir vinir enda
þótt þeir séu gjörólíkir að gerð og
upplagi. Jafnvel þótt þeir séu skil-
greindir sem karlkyns persónur
og hafi marga eiginleika okkar
mannanna (eins og flestar
brúðurnar í Sesame Street)
eru þeir eftir sem áður brúður
og búa ekki yfir kynferðislegum
löngunum.“
Aðstandendur bandaríska brúðuþáttarins vinsæla
Sesame Street hafa enn og aftur þurft að senda frá
sér yfirlýsingu þess efnis að tvær af aðalstjörnum
þáttarins, Bert og Ernie, séu ekki samkynhneigðar.
Tilefnið eru orð Marks Saltzmans í tímaritinu
Queerty en hann var einn af handritshöfundum Ses-
ame Street snemma á níunda áratugnum. Þegar
hann lagði þeim orð í munn gaf hann sér víst alltaf að
þeir væru par. „Ég myndi ekki kunna að skrifa þá
öðruvísi en sem ástfangið par,“ segir Saltzman sem
sjálfur er samkynhneigður og staðfestir
að Bert og Ernie hafi upp að vissu
marki verið byggðir á honum sjálf-
um og ástmanni hans á þessum
tíma, leikstjóranum Arnold
Glassman, sem nú er látinn.
Saltzman rifjar einnig upp
þegar hann varð vitni að því
að leikskólabarn í New York
spurði móður sína hvort
Bert og Ernie væru elskendur.
Fyrst leikskólabarn sæi þetta
hlyti það að vera öllum ljóst.
Aðstandendur Sesame
Street svara þessum orð-
um með sama hætti og
Vinátta Berts og Ernies stendur á eldgömlum merg.
Sesame Street
BERT OG ERNIE Í SESAME STREET
Eru ekki sam-
kynhneigðir
23.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
KVIKMYNDIR Glimrandi leikur dame Judy Dench nær ekki
að lyfta Red Joan, nýrri njósnamynd Trevors Nunns, upp úr
meðalmennskunni, ef marka má umsögn í breska dagblaðinu
The Guardian. Myndin, sem fær tvær stjörnur af fimm, bygg-
ist á sannri sögu breskrar konu sem afhjúpuð var á gamals
aldri sem njósnari KGB. Dench leikur njósnynjuna á efri árum
og hefði mátt vera meira í mynd, að mati blaðsins, en Sophie
Cookson leikur hana unga og stendur sig þokkalega
framan af. Það sem fer mest í taugarnar á gagnrýn-
andanum er hversu „kósí“ myndin sé en ofboðs-
lega illa fari á því í sögu þar sem milljónir manns-
lífa eru í húfi. Þegar öllu sé á botninn hvolft þyki
áhorfendum handtaka Rauðu-Joan varla papp-
írsvinnunnar virði.
Máttlaus njósnamynd
Dame Judy
Dench AFP
MÁLMUR Philip Anselmo, fyrrverandi
söngvari Pantera, virðist á beinu brautinni
eftir langvarandi hremmingar, ef marka má
viðtal á hlaðvarpinu If I Ruled The World.
Þar kom fram að hann hefði endanlega losað
sig við öll lyf, lyfseðilsskyld og önnur, fyrir
níu mánuðum, auk þess sem hann hefði ekki
dreypt á áfengi í heil þrjú ár. Anselmo fagn-
aði fimmtugsafmæli sínu í sumar og segir
það hafa verið „ljósárum betra“ en bæði þrí-
tugs- og fertugsafmælið. „Það er yndisleg til-
finning að vakna ótimbraður,“ sagði An-
selmo sem sendi nýlega frá sér sólóskífuna
Choosing Mental Illness As A Virtue.
Yndisleg tilfinning að vakna ótimbraður
Phil Anselmo hefur tekið upp heilbrigðari lífsstíl.
Korteri áður en málmgoðunum í
Judas Priest skolar loksins upp á
Íslandsstrendur eru Ian Hill bassa-
leikari bandsins til 49 ára og gít-
arleikarinn K.K. Downing, sem
sagði skilið við Priest árið 2011
eftir 42 ára starf, komnir í hár
saman.
Ástæðan er sú að Downing var
ekki boðið að snúa aftur þegar
Glenn Tipton, annar gítarleikari
Judas Priest, neyddist til að hætta
að túra með félögum sínum fyrr á
þessu ári en hann glímir nú við
Parkinson-sjúkdóminn. Í staðinn
var Andy nokkur Sneap fenginn til
að ferðast með bandinu.
Í nýlegu samtali við Backstage
Axxess sagði Hill að aldrei hefði
komið til álita að Downing snéri
aftur enda hefði Richie Faulkner
tekið við af honum á sínum tíma.
Þar með væri það skarð fyllt. Nú
þyrfti að fylla skarð Tiptons.
„Glenn og Ken eru báðir frábærir
gítarleikarar en gríðarlega ólíkir
hvað varðar stíl og hljóm. Fyrir
vikið gengi ekki að Ken spilaði
partana hans Glenns, það hefði
aldrei hljómað rétt. Þess vegna
hugsuðum við aldrei til Kens.“
Algjört kjaftæði
Downing gaf lítið fyrir þessa skýr-
ingu í samtali við hlaðvarpið Co-
bras & Fire. „Þetta er algjört
kjaftæði. Hefði ég gengið til liðs
við bandið á ný hefði ég aug-
ljóslega tekið við mínu hlutverki á
ný – eins og fólk hefði gert ráð fyr-
ir. Richie er hvort sem er að spila
partana hans Glenns nú þegar.
Aldrei hefði komið til greina að ég
spilaði partana hans Glenns og
Richie mína.“
Downing skaut svo föstum skot-
um á félaga sinn. „Það flögraði að
mér, Ian, var það of snemma dags
eða of síðla kvölds sem þú fékkst
þessa hugmynd? Ég veit það ekki.
En blessi hann vegna þess að við
vorum sem bræður. Vorum saman
í barna- og grunnskóla og deildum
ferlinum saman. En ég kann ekki
við þetta. Það er engu líkara en að
Ian sé að segja: Enginn saknar K.K.
og Richie hefur komið inn með
nýja orku í farteskinu. Einmitt
það. Ian minn góður, á síðasta
túrnum var ég orkan. Þurfti meira
að segja að hægja á mér vegna
þess að aðrir höfðu ekki við mér.“
Hill og Downing eru báðir fædd-
ir árið 1951, þannig að vináttan
stendur sannarlega á gömlum
merg.
Að sögn Downings var farið að
hægjast á Priest á síðasta túrnum,
sem hann fór í, vegna þess að Rob
Halford söngvari var farinn að
styðjast við textavél og Tipton að
henda sér í bjór milli laga. Þess
vegna fékk Downing nóg.
Íslenskir flösufeykjar fá því
hvorki að sjá Downing né Tipton,
það goðsögulega tvíeyki, í Laug-
ardalshöllinni en samanlagður
starfsaldur þeirra í Priest er 86 ár.
Í þeirra stað mæta á svæðið,
Andy Sneap, sem leikið hefur með
Hell og Sabbat, og Richie Faulk-
ner. Sá ágæti maður afplánaði
unglingsárin í Svíþjóð þar sem
hann starfaði um fimm ára skeið
sem pylsusali. Dagsatt!
Rob Halford, söngvari Judas Priest, í essinu sínu á Wacken Open Air-hátíðinni
í Þýskalandi í sumar. 45 ár eru síðan hann gekk upphaflega til liðs við bandið.
AFP
VERÐANDI ÍSLANDSVINI GREINIR Á
Geistlegar glósur
Richie „pylsusali“ Faulkner leysti K.K.
Downing af hólmi árið 2011.
AFP
Easy2Clean
Mött málning
sem létt er að þrífa
Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum
Svansvottuð
betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig
Þessir myndu mæta í brúðkaupið
færi það yfir höfuð fram.
Reuters