Morgunblaðið - 04.10.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 184.800 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS
Mjög mikið innifalið!
sp
ör
eh
f.
Aðventublær í Bamberg
Aðventan er einstakur tími í Þýskalandi. Borgirnar Nürnberg,
Würzburg, Rothenburg ob der Tauber og Bamberg skarta
allar sínu fegursta á þessum tíma. Ljósadýrðin er töfrandi og
jólamarkaðirnir dásamlegir þegar ljúfur ilmur af jólaglöggi
og ristuðum möndlum leggur yfir svæðið.
30. nóvember - 7. desember
Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir
Miklar framkvæmdir standa yfir
þessi misserin á svonefndum Baróns-
reit í miðborg Reykjavíkur. Er stefnt
að því að innan tveggja ára verði
framkvæmdum lokið við um 160 íbúð-
ir þar og á svonefndum Laugavegs-
reit sem er þarna skammt undan.
Raunar eru miklar framkvæmdir víð-
ar í gangi á miðborgarsvæðinu og sér
ekki fyrir endann á þeim. Þó þykjast
margir greina merki kólnunar í hag-
kerfinu og þá ekki síst í ferðaþjón-
ustu, en fjöldi hótela hefur verið
byggður í Reykjavík á allra síðustu
árum.
Fjórir kranar sáust á lofti við Bar-
ónsreitinn í gær og allt var á fullum
snúningi. Hvort kranafjöldinn er
táknmynd ofhitnunar í hagkerfinu og
hugsanlega váboði, eins og einhverju
sinni var haldið fram, skal hins vegar
ósagt látið. Morgunblaðið/Eggert
Fjórir kran-
ar á Bar-
ónsreitnum
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Innheimta útsvars er breytileg eftir
sveitarfélögum. Í fyrra var lægsta
útsvarið 12,44% af skattstofni og
hæsta útsvarið 14,52%.
Þetta kemur fram í grein Páls
Kolbeins í Tíund, blaði ríkisskatt-
sjóra, þar sem hann fjallar um álagn-
ingu gjalda vegna tekjuársins 2017.
Fram kemur í grein Páls að munur á
hæsta og lægsta útsvari hafi verið
2,08%, líkt og árið áður. Þetta þýðir
að þeir sem bjuggu í sveitarfélagi
sem lagði á hámarksútsvar greiddu
20.800 krónum meira í útsvar af
hverri milljón sem þeir öfluðu en
þeir sem bjuggu í sveitarfélagi sem
lagði á lágmarksútsvar.
„Fyrir hjón með 15 milljónir í
tekjur þýðir þetta skattalækkun upp
á 312.000 krónur. Það má því ætla að
hjón gætu hækkað kaupið sitt um
892.959 krónur á ári með því að flytja
í annað sveitarfélag, en það myndi
jafngilda sex prósent kauphækkun,“
segir Páll.
Alls voru 213,9 milljarðar lagðir á
landsmenn í útsvar af tekjum ársins
2017, sem var 17,6 milljörðrum
meira en árið áður. Tekjur sveitarfé-
laganna af útsvari jukust því um yfir
9% milli ára. Árið 2016 jukust tekjur
einnig um 17,6 milljarða milli ára,
eða um 9,8%.
Árið 2013 greiddu landsmenn
samtals 158 milljarða í útsvar og því
hefur útsvarið aukist um 35,4% á
fjórum árum. „Þetta er auðvitað
mikil hækkun á svo skömmum tíma,“
segir Páll.
Hann bendir einnig á að frá árinu
2010 hafi laun, hlunnindi, trygginga-
bætur og lífeyri hækkað um 43,8%.
Á sama tíma hafa tekjur ríksins af
tekjuskatti aukist um 51,7% og
tekjur sveitarfélaga um 59,9%.
Fram kemur á vef Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga að útsvarið sé
veigamesti tekjustofn sveitarfélaga.
Það er dregið af launum launþega
ásamt tekjuskatti ríkisins. Útsvars-
prósentan getur verið mismunandi
frá einu sveitarfélagi til annars.
Samkvæmt tekjustofnalögum getur
útsvarsprósentan hæst verið 14,52%
en lægst 12,44%.
Samkvæmt yfirliti Fjársýslu rík-
isins innheimta 66 sveitarfélög há-
marksútsvar en þrír hreppar lág-
marksútsvar. Reykjanesbær
innheimtir hæsta útsvarið, 15,05%.
Hann fékk undanþágu vegna bágrar
fjárhagsstöðu í kjölfar bankahruns-
ins.
Fengju 6% kauphækkun
Þeir sem bjuggu í sveitarfélagi sem lagði á hámarksútsvar í fyrra greiddu 20.800
krónum meira í útsvar af hverri milljón en þar sem lagt var á lágmarksútsvar
Morgunblaðið/Ómar
Reykjavík Höfuðborgin er eitt 66
sveitarfélaga með hámarksútsvar.
Þór Steinarsson
thor@mbl.is
Vinnumálastofnun er að gera mjög
margt í málum erlendra starfs-
manna á íslenskum vinnumarkaði og
hefur eftirlit með starfsmannaleig-
um í samræmi við lög segir Unnur
Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri
Vinnumálastofnunar, í samtali við
Morgunblaðið. Hún telur þó að
mikilvægt að auka samstarf mis-
munandi stofnana og leita annarra
leiða til að uppræta þau vandamál
sem fylgja slíkri starfsemi.
Fjallað var um vinnumansal og
slæma stöðu erlendra aðila á ís-
lenskum vinnumarkaði í fréttaskýr-
ingaþættinum Kveik á RÚV í gær-
kvöldi. Rætt var við erlenda aðila
sem komu hingað til landsins vegna
fagurra fyrirheita en voru á end-
anum hlunnfarnir af íslenskum
vinnuveitendum.
Í þættinum kom fram gagnrýni á
eftirlitsstofnanir og því haldið fram
að þær nýttu ekki nægilega þau úr-
ræði sem þeim stæðu til boða.
Vinnumálastofnun annast eftirlit
með starfsmannaleigum og hefur
heimildir til að beita viðurlögum
samkvæmt lögum um starfsmanna-
leigur.
Unnur telur að gagnrýnin eigi
ekki að öllu leyti rétt á sér enda hafi
Vinnumálastofnun oft krafist úrbóta
og í hvert skipti sem það sé gert til-
kynni Vinnumálastofnun að hún
muni beita dagsektum eða stöðva
starfsemi verði ekki orðið við kröf-
um um úrbætur. Í skriflegu svari til
Morgunblaðsins segir Unnur að hót-
anir um dagsektir eða um stöðvun
starfsemi dugi nær undantekninga-
laust til þess að fyrirtæki geri þær
úrbætur sem krafist er af hálfu
Vinnumálastofnunar.
Hún bendir þó á að Vinnumála-
stofnun hafi ekki enn gert neinni
starfsmannaleigu að greiða stjórn-
valdssekt enda hafi slík heimild ekki
verið til staðar fyrr en í sumar þeg-
ar ný lög tóku gildi 1. ágúst sl. Í eitt
skipti, haustið 2017, hefur Vinnu-
málastofnun kært starfsmannaleigu
til lögreglu vegna brota á lögum.
Vill viðhorfsbreytingu
Unnur tekur fram að Vinnumála-
stofnun geri allt sem í hennar valdi
standi til að aðstoða fólk við að leita
réttar síns og eigi að sama skapi í
góðu samstarfi við stéttarfélög.
Hún telur þó að frekara samstarf
stofnana og viðhorfsbreytingu al-
mennings þurfi til að uppræta
vandamálin sem fylgja starfsemi er-
lendra aðila á íslenskum vinnu-
markaði.
„Ég held að það sé mikilvægt að
við förum að beita öðrum aðferðum
líka. Að allir fari að vinna saman við
að uppræta þetta. Atvinnurekendur,
verkalýðshreyfingin, allir opinberir
aðilar og almenningur,“ bætir
Unnur við.
Kallar eftir samstarfi í eftir-
liti með starfsmannaleigum
VMST hefur kært eina starfsmannaleigu til lögreglu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Atvinnulíf 34 starfsmannaleigur
eru skráðar hjá Vinnumálastofnun.
Þrír hreppar á Íslandi lögðu á
lágmarksútsvar í fyrra, eða
12,44% af tekjum.
Þetta voru Skorradals-
hreppur, Ásahreppur og Gríms-
nes- og Grafningshreppur.
Langflest sveitarfélög lögðu
á hámarksútsvar, 14,52%. Í
þeim hópi eru nokkur fjölmenn-
ustu sveitarfélög landsins, svo
sem Reykjavík, Akranes,
Borgarbyggð, Snæfellsbær, Ísa-
fjörður, Akureyri, Norðurþing,
Fjarðarbyggð, Hveragerði, Ölfus
og Árborg. Nokkur stór sveitar-
félög eru rétt undir lágmarkinu
með 14,48% útsvar, t.d.
Hafnarfjörður, Kópavogur og
Mosfellsbær.
Reykjavík fékk langhæstar
útvarstekjur, rúma 80 millj-
arða.
Þrír hreppar
voru lægstir
ÚTSVARSPRÓSENTAN