Morgunblaðið - 04.10.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018
30% afsláttur
af stökum jökkum,
buxum og vetrarjökkum
Fimmtudag, föstudag og langan laugardag
Laugavegi 47, sími 552 9122 Laugavegi 47, sími 551 7575
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta er risastórt dæmi sem við
þurfum að rannsaka,“ segir Ragnar
Þór Ingólfsson, formaður VR.
Mikil ásókn hefur verið í sjúkra-
sjóði verkalýðsfélaga undanfarið.
Það sem af er ári
hafa greiðslur úr
sjúkrasjóði hjá
VR aukist um
43% og svipaða
sögu er að segja
hjá Eflingu.
„Þetta eru
mjög sláandi töl-
ur. Aukningin er
fordæmalaus,“
segir Ragnar.
Hann vísar til
þess að árið 2009 hafi ásókn í sjúkra-
sjóði stéttarfélaganna farið yfir áður
þekkt mörk. Árin þar á eftir hafi
ásóknin minnkað hlutfallslega en
greiðslur hafi svo tekið að aukast á
ný árin 2013 og 2014. „Þá fara að
koma fram þessi einkenni kulnunar,
kvíða- og þunglyndistengdir kvillar.
Aukningin er mikil fram á 2017 en þá
erum við komin á svipaðan stað og
við vorum 2009. Þá varð okkur eigin-
lega nóg um.“
Meiri aukning á
almennum vinnumarkaði
Samkvæmt upplýsingum frá Sig-
ríði Ólafsdóttur, sviðsstjóra sjúkra-
sjóðs hjá Eflingu, hækkuðu dagpen-
ingagreiðslur til félagsmanna á
almennum vinnumarkaði um 149
milljónir þegar bornir eru saman
fyrstu níu mánuðir 2017 og 2018. Alls
nemur hækkunin 39% milli ára.
„Í þessum hópi fjölgaði dagpen-
ingaþegum um 20% og þeir fengu
hærri upphæðir og fleiri daga.
Dagpeningar eru hlutfall af laun-
um og laun hafa hækkað á tíma-
bilinu, sem skýrir að hluta til þessa
hækkun. Hluta ástæðunnar má einn-
ig rekja til fjölgunar í félaginu en
greiðendum í sjóðinn fjölgaði um
11% milli áranna 2016 og 2017. Þó er
ljóst að hlutfallslega fleiri sóttu um
(veikum hefur fjölgað), þeir voru
lengur veikir og fengu hærri upp-
hæðir,“ segir Sigríður.
Hún segir að ekki sé ástæða til að
hafa áhyggjur af stöðu sjóðsins.
„Þessi sjóður stendur vel og þolir að
vera rekinn með tapi fari það svo.“
Öðru máli gegnir um sjúkrasjóð
fyrir félagsmenn Eflingar á opinber-
um vinnumarkaði. „Dagpeninga-
greiðslur til félagsmanna á opinber-
um vinnumarkaði hækkuðu um 8,4
milljónir, eða 13% milli ára. Þar
fjölgaði greiðsluþegum þó aðeins um
5%, meðalfjöldi daga var nær
óbreyttur en upphæðir dagpeninga
hærri. Í þessum sjóði hefur ekki ver-
ið mikil fjölgun greiðenda í sjóðinn
og er því aukninguna aðallega að
finna í því að laun hafa hækkað og
hlutfallslega fleiri sóttu um.
Þessi sjóður var rekinn með tapi
árið 2016 og það stefnir í að svo verð-
ur aftur í ár. Hann þolir þetta í ein-
hvern tíma en gæti lent í vandræðum
ef hann er rekinn með tapi mörg ár í
röð eða ef stór skellur kemur,“ segir
Sigríður.
Ekki séríslenskt fyrirbæri
Ragnar segir að nú sé starfandi
rannsóknarhópur á vegum VIRK
með aðkomu stjórnvalda, verkalýðs-
félaga og fleiri. Á hans vegum sé
komin af stað vinna við að reyna að
greina þetta ástand.
„Við viljum vita af hverju fólkið
okkar er að gefast upp. Hvað er það í
okkar samfélagi sem veldur því að
við erum að missa fólk í þetta mikl-
um mæli í veikindi, í streitutengda
sjúkdóma, og út af vinnumarkaði?
Þetta er ekki bara séríslenskt. Í
Danmörku hafa til dæmis verið sett-
ir á fót hópar til að greina eða koma
með úrræði við þessum vanda,“ segir
Ragnar sem kveðst telja að meðal
líklegra orsakavalda séu fyrirtækja-
menning hér, að of mikið álag sé á
starfsfólki, óöryggi vegna stöðu á
húsnæðismarkaði og framfærslu auk
þeirrar pressu sem fylgir nútíma-
tækni og -miðlum. „Fólk er alltaf á
samfélagsmiðlum og þar upplifir það
kannski annan veruleika en hjá
sjálfu sér. Það á öllum að ganga svo
vel en kannski er það ekki svo. Þetta
eru margir þættir sem koma til
greina og kannski eru þeir samverk-
andi.“
Síðbúin áhrif hrunsins?
Ragnar nefnir einnig að þegar
kreppti að í Finnlandi á tíunda ára-
tugnum hafi rannsóknir sýnt að
raunveruleg áhrif á fólk myndu ekki
koma fram fyrr en hugsanlega sjö til
tíu árum eftir að áfallið reið yfir.
„Það er spurning hvort við séum
að horfa á eitthvað sambærilegt í
okkar samfélagi. Að áhrif hrunsins
hafi komið fram á síðustu árum af
meiri þunga en við gerðum okkur
grein fyrir. Það eina sem við vitum
er að þessi þróun getur ekki haldið
áfram endalaust. Samfélagið þarf að
stíga inn í og spyrja spurninga.
Annars mun þetta leggjast af þunga
á almannatryggingakerfið.“
Þróun sem þarf að bregðast við
Mikil aukning í greiðslum úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga í ár Þarf að greina af
hverju fólk „gefst upp“ Mögulegt að áhrif hrunsins hér séu enn að koma fram
Morgunblaðið/Ómar
Atvinnulíf Sífellt meiri ásókn er í sjúkrasjóði verkalýðsfélaga, m.a. VR.
Ragnar Þór
Ingólfsson
Enska er orðin áberandi í mál-
umhverfi íslenskra barna og er við-
horf ungra Íslendinga til enskunnar
mjög jákvætt. Fyrstu niðurstöður
viðamikillar rannsóknar fræðimanna
við Háskóla Íslands á stöðu og fram-
tíð íslenskunnar á tímum stafrænna
samskipta og snjalltækja benda til
þess að enskan í málumhverfinu sé
meiri og á fleiri sviðum en nokkru
sinni fyrr, enskt máláreiti nær til
yngri barna en áður og enskunotkun
barna og unglinga er að aukast.
Sigríður Sigurjónsdóttir, prófess-
or í íslenskri málfræði við Háskóla
Íslands, og Eiríkur Rögnvaldsson,
prófessor emeritus, fara fyrir rann-
sókninni sem er styrkt af Rann-
sóknasjóði Rannís. Hún hófst árið
2016 og er ein sú yfirgripsmesta sem
gerð hefur verið á stöðu íslenskrar
tungu. Þau munu kynna hluta af
fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar
á Skólamálþingi Kennarasambands
Íslands síðar í dag sem ber yfir-
skriftina „Íslenskan er stórmál“.
„Með málumhverfi er átt við
hversu mikla ensku og íslensku við
heyrum, hversu mikið við notum
tungumálin,“ segir Sigríður í samtali
við Morgunblaðið. „Við erum meðal
annars að skoða hvort enskan og
þetta aukna enskuáreiti sem
óneitanlega hefur aukist með til-
komu netsins, snjalltækja, tölvu-
leikja og efnisveitna á borð við Net-
flix og Youtube sé að taka frá
íslenskunni.“
Netkönnun með spurningum um
m.a. málumhverfi, hversu miklum
tíma fólk eyðir á netinu, snjall-
símanotkun og notkun ensku og ís-
lensku í ræðu og riti og málkunnáttu
var lögð fyrir fimm þúsund manna
handahófskennt úrtak. Af þeim eru
3.500 13 ára og eldri og 1.500 þriggja
til tólf ára.
Niðurstöður verkefnisins gefa til
kynna að 57 prósent barna í aldurs-
hópnum þriggja til fimm ára byrjuðu
að nota tölvur og snjalltæki þegar
þau voru tveggja ára eða yngri og
átta prósent þeirra byrjuðu fyrir
eins árs aldur. Þá nota 19 prósent
barna á aldrinum þriggja til fimm
ára netið daglega samkvæmt svörum
í könnuninni. Sigríður bendir á að
líklega sé þar vanmat á ferð frekar
en ofmat þar sem foreldrar svara
fyrir yngstu börnin og eru líklegri til
að gera minna úr netnotkun barna
sinna en að ýkja hana.
Að sögn Sigríðar geta tækni- og
samfélagsbreytingar haft afdrifa-
ríkar afleiðingar fyrir íslenskuna og
þar skipti börn og unglingar mestu,
því íslenskan eigi allt sitt undir mál-
töku og málþroska ungra barna.
„Þau þurfa að heyra nægilega ís-
lensku á fyrstu árum ævinnar til að
bera málið áfram til næstu kyn-
slóða,“ segir hún.
Nýleg niðurstaða MA-ritgerðar
sem var skrifuð innan verkefnisins
bendir til þess að 16-20 ára ung-
menni sem nota mjög mikla ensku
séu líklegri til að samþykkja nýj-
ungar í háttanotkun í íslensku sem
ekki samræmast málhefð. „Þessar
niðurstöður gætu bent til þess að
aukin enskunotkun gæti hraðað mál-
breytingum sem þegar eru komnar
fram í íslensku.“
Enska orðin áberandi í
málumhverfi ungra barna
Mikil enskunotkun gæti hraðað breytingum á íslensku
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Málnotkun Tækni- og samfélagsbreytingar hafa í för með sér enskuáreiti.
Aukin enskunotkun gæti hraðað breytingum á íslenskunni að sögn Sigríðar.
Guðlaugur Þór
Þórðarson utan-
ríkisráðherra og
Jeremy Hunt, ut-
anríkisráðherra
Bretlands,
ræddu samskipti
Íslands og Bret-
lands og útgöngu
Breta úr Evrópu-
sambandinu
(Brexit) á fundi
sínum í Birmingham í gærmorgun.
„Ég hef átt gott samtal bæði við
fyrirrennara hans, Boris Johnson,
og aðra sem hafa komið að þessum
málum en við höfum ekki náð svona
fundi eins og í morgun,“ sagði Guð-
laugur Þór í samtali við mbl.is í gær
og nefndi að Bretar litu til þjóða
sem hafa sína eigin viðskiptastefnu
og stjórna sínum fiskveiðum eins og
Íslendingar gera en Bretar hafa
ekki stjórnað sínum fiskveiðum og
öðrum málum sjálfir vegna aðildar
sinnar að ESB.
Flókið vegna Brexit
„Það er vilji hjá báðum aðilum að
halda áfram góðu og uppbyggilegu
samstarfi og samvinnu á milli land-
anna.“ Guðlaugur sagði stöðuna
enn vera nokkuð flókna því Bretar
hafa ekki formlegt samningsumboð
til að fara með slík mál.
„Það eru líka, eins og allir vita,
álitaefni á milli Breta og Evrópu-
sambandsins út af Brexit en það
hefur verið stefna mín og þeirrar
ríkisstjórnar sem ég hef verið í sem
utanríkisráðherra að setja Brexit í
forgang og sömuleiðis að undirbúa
okkur fyrir alla þá kosti sem upp
geta komið.“
Aðspurður sagði Guðlaugur Þór
enga áherslubreytingu vera hjá
Hunt varðandi samskipti Breta og
Íslendinga í ljósi þess að hann tók
nýverið við embætti utanríkisráð-
herra af Johnson. freyr@mbl.is
Átti samtal
við Hunt
Guðlaugur Þór
Þórðarson