Morgunblaðið - 04.10.2018, Page 16
16 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Þessa dagana eru liðin rétt ogslétt 50 ár síðan Hamra-borg, bæjarbúðin á Ísafirðivar opnuð. Þar ráða í dag
bræðurnir Gísli og Úlfur Úlfarssynir
sem fyrir allmörgum árum tóku við
keflinu af foreldrum sínum, Úlfari
Ágústssyni og Jósefínu Gísladóttur,
sem lést fyrr á þessu ári. Þeir Úlfar
og Heiðar Sigurðsson hófu rekstur-
inn 30. september 1968 í Aðalstræti
22 á Ísafirði, en þar sem aðilar máls
náðu ekki saman um húsaleigu var
næsta dag, 1. október, flutt í húsið að
Hafnarstræti 7. Og þar er enn í dag
og verður hin eina og sanna Hamra-
borg. Ekki var efnt til neinnar af-
mælishátíðar af þessu tilefni, hvað
sem síðar verður.
Kostur til breskra togara
„Fyrst var Hamraborg ný-
lenduvöruverslun eða kjörbúð með
helstu nauðsynjum fyrir fólkið í bæn-
um. Svo þurfti líka kost fyrir skipin;
mikið var selt til bresku togaranna
sem komu til Ísafjarðar í landlegur.
Því sem selja mátti hér voru jafn-
framt ýmsar skorður settar fyrstu
árin. Mjólk fékkst til dæmis ekki í
heildsölu og mátti til dæmis aðeins
selja í mjólkurbúðinni hér handan
við götuna. Og þangað var farið og
náð mjólk og hún síðan seld aftur í
Hamraborg,“ segir Úlfar, sem tók al-
farið við rekstrinum árið 1971 þegar
Heiðar Sigurðsson sneri sér að öðru.
„Já, þessi rekstur var talsvert
basl fyrstu árin og stundum þurftu
ógreiddir reikningar að bíða. En
birgjar voru þolinmóðir, þetta tókst
allt með tímanum og reksturinn er
fyrir löngu kominn á gott ról. Og í
dag er Hamraborg kannski öðru
fremur veitingastaður, pizzutilboð á
þriðjudögum, hamborgarar, pylsur,
samlokur, ís og slíkt. Einnig helstu
vörur sem fólk þarf til heimilis ef
eitthvað vantar í skyndingu. Það er
þörf þjónusta, engin verslun á Ísa-
firði með jafn langan opnunartíma.“
Bræðurnir Gísli og Úlfur eru
gjarnan mættir í Hamraborg upp úr
klukkan 6 á morgnana til að undir-
búa daginn. „Um leið og fyrsti maður
mætir til vinnu hér er búðin opnuð.
Sjálfur er ég mest hér baka til að
finna til vörur, hnoða pizzudeigið,
smyrja samlokurnar, panta inn og
fleira slíkt á meðan Úlfur bróðir
minn er meira í afgreiðslunni og
spjallar við viðskiptavini. Það er
verkaskipting sem okkur bræðr-
unum hentar mjög vel. Svo er faðir
okkar alltaf viðloðandi, hann kemur
hér á hverjum morgni í pappírs-
vinnu, fer í bankann og fleira slíkt
sem þarf. Við bræður vorum byrjaðir
að vinna hér 6-7 ára og Moggann,
sem faðir minn var umboðsmaður
fyrir í 25 ár og einnig fréttaritari á
Ísafirði, byrjaði ég að bera út áður en
ég varð læs, “ segir Gísli, sem er
fæddur árið 1968 og því nánast jafn
gamall versluninni. Úlfur er hins
vegar sex árum yngri.
„Já, auðvitað er vinnudagurinn
oft langur og Hamraborg stjórnar
lífinu að verulegu leyti. Þetta er hins
vegar nokkuð sem ég er vanur og
þekki ekkert annað. Við höfum
skyldur við samfélagið og afgreiðslu-
tíminn fer stundum eftir aðstæðum.
Um páskana þegar rokkhátíðin Aldr-
ei fór ég suður er haldin hér á Ísa-
firði er Hamraborg opin allan sólar-
hringinn, enda er þá fjöldi fólks í
bænum og allir svangir,“ segir Gísli,
sem er með um 20 starfsmenn. Hafa
margir Ísfirðingar einmitt byrjað
þarna starfsferilinn.
Fastagestir úr lögreglunni
Gísli segir að margt hafi breyst í
rekstri Hamraborgar á síðustu ár-
um. Lengi voru þar leigðar út vídeó-
spólur, bíómyndir sem nú má nálgast
í símasjónvarpi.
„Vídeóleigan dó nánast á einum
sólarhring og sala á blöðum er miklu
minni en áður var. En sumt breytist
ekkert, heimagerðu hamborgararnir
sem settir eru í örbylgjuofinn standa
til dæmis alltaf fyrir sínu, mikil
traffík allan daginn og lögreglu-
mennirnir af stöðinni sem er hér í
næsta húsi eru fastakúnnar og
standa um okkur vörð, “ segir Gísli
Úlfarsson, kaupmaður í Hamraborg
á Ísafirði, að síðustu.
Verslun í hálfa öld og
fastur punktur í bæjar-
lífinu á Ísafirði. Nauð-
synjar og skyndibiti, en
vídeóleigan dó á einum
degi.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Kaupmenn Gísli Úlfarsson, Úlfar Ágústsson og Úlfur Úlfarsson. Bræðurnir byrjuðu ungir að vinna í Hamraborg hjá foreldrum sínum og tóku síðar við.
Krakkar Allir leiðir liggja í Hamraborg og í gær voru þar þessir kátu
krakkar sem komu til þess að kaupa gotterí og spjalla við fólk.
Höll Að fyrsta starfsdeginum frátöldum hefur Hamraborg verið í Hafnar-
stræti 7 á Ísafirði, sem er einn fárra staða á landinu sem hafa miðbæ.
Hamraborg stjórnar lífinu
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk.
s: 781-5100
Opið: Mán-fim: 12-18
fös: 12-16
Haust
2018
Nýjar haustvörur
Holtasmári 1
201 Kópavogur
sími 571 5464
Str. 38-52