Morgunblaðið - 04.10.2018, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018
N
Ý
R
O
U
T
L
A
N
D
E
RVinsælasti bíllinn á Íslandi hefurnú fengið skarpara útlit, meiri íburð,
lengri drægni, meira afl, aukið
akstursöryggi og margt fleira.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is · Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum *Miðað við fulla hleðslu og fullan tank við bestu aðstæður.
Mitsubishi Outlander PHEV er rafdrifinn & svo miklu meira. Fullkominn samleikur raf- og bensínorkunnar
skilar þér sönnu akstursfrelsi og háþróaðar tæknilausnir færa þér allt að 600 km heildardrægni*með
lágmarkseyðslu allt niður í 2.0 l/100 km (NEDC). Virkjaðu það besta úr báðum heimum.
Verð frá 4.690.000KR.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Makrílvertíð ársins lauk í fyrrinótt
þegar Bergur Einarsson og hans
menn á Hoffelli SU 80 komu inn til
Fáskrúðsfjarðar með tæp 700 tonn.
Alls hefur verið landað tæplega 128
þúsund tonnum, samkvæmt vef
Fiskistofu, en heimilt var að veiða
alls 146 þúsund tonn. Vertíðin hefur
á margan hátt verið frábrugðin því
sem verið hefur síðustu ár og í rann-
sóknum á útbreiðslu og magni mak-
ríls á norðurslóð í
sumar mældist
mun minna á haf-
svæðinu við Ís-
land en verið hef-
ur undanfarin ár.
„Vertíðin var
talsvert öðruvísi
en áður,“ segir
Bergur á Hoffelli
í samtali við
Morgunblaðið.
„Þetta voru löng stím ýmist austur á
bóginn eða vestur fyrir land og
hérna fyrir austan var minna af
makríl heldur en verið hefur undan-
farin ár.
Þessi síðasti túr stóð í níu daga og
var sá lengsti á vertíðinni, en um 30
tíma stím var á miðin. Eins og veðrið
er búið að vera gott fyrir okkur í
haust þá var þessi túr hundleiðin-
legur veðurfarslega og það hefur
kólnað mikið í Síldarsmugunni með
stífri norðanátt undanfarið. Um tíma
vorum við alveg austast á þessu al-
þjóðlega hafsvæði, nálægt línunni
eins og í þarsíðasta túr þegar dansað
var við línuna.“
Í sólina á Tenerife
Bergur segir að allur gangur hafi
verið á því hvort makríllinn hafi ver-
ið á hraðferð suður á bóginn. Megnið
hafi verið sunnar en verið hefur á
þessum árstíma og hafi gengið inn í
færeyska lögsögu og þaðan inn í
norska. Íslensku skipin hafi hins
vegar yfirleitt verið talsvert norðar
og fengið þar góðan makríl.
Hoffellið veiddi rúmlega tíu þús-
und tonn af makríl í ár og er afla-
hæsta skipið á vertíðinni samkvæmt
því sem fram kemur á heimasíðu út-
gerðarinnar, Loðnuvinnslunnar á
Fáskrúðsfirði. „Ég er svo sem ekki
mikill talnamaður, en held að aflinn
hafi farið yfir 10 þúsund tonn, sem
er ágætt. Útgerðin hefur staðið sig
vel í að ná í aflaheimildir úr pottum
og frá öðrum útgerðum, en meira en
helmingur aflans er fenginn annars
staðar frá,“ segir Bergur.
Hann segir að Hoffell fari á síld að
lokinni löndun, en vel hefur veiðst af
henni í Seyðisfjarðardýpi og víðar
fyrir austan land undanfarið. Sjálfur
er hann á leið í frí í sólina á Tenerife.
Ein áhöfn er fastráðin á skipinu, en
Bergur segir auðvelt að fá menn til
að leysa af þegar fastráðnir vilja og
þurfa að fara í frí.
Í vetur var Hoffellið lengur en
aðrir á loðnuveiðum og veiddi þá vel
í Húnaflóa fram undir 20. mars, þeg-
ar loðnuvertíð á venju samkvæmt að
vera lokið með hrygningu að stærst-
um hluta fyrir vestan land.
„Þetta ár kennir manni að það er
greinilega ekki hægt að fara ein-
göngu eftir bókinni í þessum fræð-
um. Loðnan sem við fengum við
Skagaströnd hefði verið flott í
hrognatöku fyrir Japan og það var
rosalega mikið að sjá af loðnu þarna
á Húnaflóanum og víðar fyrir norðan
land. Það var sorglegt að vera að
hætta veiðum á þessum tíma og svo
var makrílvertíðin í sumar allt öðru-
vísi en áður,“ segir Bergur Einars-
son.
Góðir dagar á síldinni
Vel hefur gengið á síldveiðum fyr-
ir austan land undanfarið. „Þetta
gengur aðeins í sveiflum, en inn á
milli koma mjög góðir dagar með
stórri og fallegri síld,“ sagði út-
gerðarmaður sem rætt var við í gær.
Í gærmorgun kom Beitir NK með
1.225 tonn af síld til Neskaupstaðar
og á heimasíðu Síldarvinnslunnar er
haft eftir Tómasi Kárasyni, skip-
stjóra, að það hafi verið mokveiði.
Aflinn hafi fengist í þremur stuttum
holum austur og norðaustur úr svo-
nefndum Hornfláka. Stærsta holið
hafi verið 690 tonn og þá var dregið í
tvo og hálfan tíma.
„Þarna var mjög mikið að sjá og
lóðningarnar voru rosalega flottar.
Veiðin var náttúrlega frábær því
aflann fengum við á sextán klukku-
tímum. Byrjuðum að veiða um
klukkan níu á sunnudagskvöld og
vorum hættir veiðum um hádegi í
gær. Það er vart hægt að hugsa sér
það mikið betra. Mönnum hlýtur að
lítast vel á framhald þessara veiða,
það er ekki hægt annað,“ segir Tóm-
as í samtalinu.
Misjafnir markaðir
Vel hefur gengið að selja makríl-
afurðir að undanförnu, en aðra sögu
er að segja af síldinni, samkvæmt
upplýsingum blaðsins. Birgðir frá
síðustu síldarvertíð kláruðust síð-
sumars og gera menn sér vonir um
að eitthvað hærra verð fáist fyrir
nýja framleiðslu.
Er líður á október er líklegt að
uppsjávarskipin reyni fyrir sér á
kolmunna í íslenskri lögsögu austur
af landinu og síðan í færeyskri lög-
sögu. Þá er nóvember oft besti tím-
inn til veiða á íslenskri sumargots-
síld.
Löng stím í austur eða vestur
Sérstakri makrílvertíð lokið Hoffellið með yfir tíu þúsund tonn Ekki hægt
að fara eingöngu eftir bókinni, segir Bergur skipstjóri Kraftur í síldveiðum
Ljósmynd/Gunnar Hlynur
Vertíð Hoffell SU 80 á siglingu. Nú tekur síldin við af makrílnum.
Bergur
Einarsson
Samtök iðnaðarins leggja til að
kennaranám verði stytt í þrjú ár auk
eins árs sem yrði launað starfsnám
og að menntakerfið verði endur-
skoðað með það í huga að betri sam-
fella verði á milli skólastiga en að
nemendur ákveði síðar í ferlinu
hvort þeir leggi fyrir sig bóknám eða
iðnnám að grunnskólanum loknum.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í nýrri menntastefnu Samtaka
iðnaðarins sem kynnt verður á opn-
um fundi á Grand Hótel Reykjavík í
hádeginu í dag.
„Við erum að láta nemendur velja
fyrr á milli en gengur og gerist í
löndunum í kringum okkur. Það eru
tækifæri til kerfisbreytinga sem fela
meðal annars í sér að seinka þessum
brotpunkti, en fram að honum efla
val og starfsmenntun nemenda
þannig að þeir geti frekar tekið upp-
lýsta ákvörðun“ segir Ingibjörg Ösp
Stefánsdóttir, sviðsstjóri mennta- og
mannauðsmála hjá SI.
Markmiðið menntastefnunnar er
efling íslensks menntakerfis með
markvissum aðgerðum til að mæta
færniþörf atvinnulífsins og tekur
nýja menntastefnan til fleiri þátta en
fyrri menntastefnur samtakanna.
„Við leggjum fram stefnuna í
fimm markmiðum og aðgerðalista
með hverju markmiði,“ segir Ingi-
björg. Meðal þess sem kemur fram í
stefnunni er að hlutfall brautskráðra
á háskólastigi í greinum sem kennd-
ar eru við vísindi, tækni, verkfræði
og stærðfræði verði 25 prósent árið
2025, að 20 prósent grunnskólanema
velji starfsmenntun árið 2025 og 30
prósent árið 2030. Auk þess er mikil
áhersla á eflingu list- og verkgreina í
grunnskólum.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Nám SI vilja auka hlut starfsnáms.
Seinki vali
um starfs-
eða iðnnám
SI kynna nýja
menntastefnu í dag