Morgunblaðið - 04.10.2018, Síða 28

Morgunblaðið - 04.10.2018, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is „Eitt það erfiðasta í starfi geðlækn- is er að meta hvort sjúklingur sé í sjálfsvígshugleiðingum eður ei. Það er algengt að geðlæknir á spítala sé kallaður til af hjarta- eða skurð- lækni til að spá fyrir um hættu á sjálfsvígi hjá við- komandi sjúk- lingi. Og þess auðvitað vænst að hann hafi þekkingu til að gera það,“ segir Jón Hallur Stef- ánsson geð- læknir. Hann segir sjálfsmorð og sjálfsmorðs- tilraunir vera alvarlegt heilbrigðis- vandamál og mun algengari en flestir halda. Hjálpartæki til að meta áhættu Jón Hallur varði doktorsritgerð sína, Clinical Assessment of High- risk Suicide Attempters: Intent, Violence and Biomarkers, við Kar- ólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi 15. júní síðastliðinn. Ritgerðin fjallar um hjálpartæki til að meta hættuna á sjálfsvígum sjúklinga og byggist á könnunum sem gerðar voru á tímabilunum 1988-1991, 1993-1998 og 2000-2005. Til að meta hættu á sjálfsvígi ein- stakra sjúklinga var stuðst við sjúkrasögu og klínískt mat. Skoð- aðir voru 209 sjúklingar sem höfðu stuttu áður gert sjálfsvígstilraun yf- ir meðaltímabil sem spannaði tíu til tólf ár. Jón Hallur segir að af þessum 209 sjúklingum hafi sautján framið sjálfsvíg síðar á tímabilinu og voru karlmenn í meirihluta. Áhættan eykst við áföll Rannsóknin leiddi í ljós að meðal þeirra atriða sem virtust hafa sitt að segja um hættu á sjálfsvígi var saga um ofbeldishegðun, hvort sem sjúklingurinn hafði orðið fyrir of- beldi eða beitt aðra ofbeldi. Jón Hallur segir margar rann- sóknir benda til þess að hættan á sjálfsvígi aukist ef einstaklingur hefur orðið fyrir áfalli og það sé mikilvægt fyrir lækna að vera með- vitaðir um það. „Það er því mikilvægt að skoða hvort sjúklingur hafi upplifað áfall (e. trauma), hvort sem það var í æsku eða á fullorðinsaldri.“ Hann bætir við að hér sé átt við áfall, bæði hjá þeim sem hafi verið beittir ofbeldi og þá sem hafi beitt aðra of- beldi, hvort sem þeir séu á barns- eða fullorðinsaldri. „Þannig að það sem sjúklingur upplifði sem ungur maður gæti skipt máli fyrir hann út lífið.“ Testósterón tengt árásargirni Jón Hallur segir fleiri karla en konur fremja sjálfsvíg og það geti verið erfitt að skilja hver ástæðan sé fyrir því, þar sem fleiri konur en karlar leita til dæmis til geðlækna almennt í flestum vestrænum lönd- um. Í rannsókninni hafi verið skoð- að hvort líffræðilegar ástæður lægju að baki. „Við skoðuðum bæði blóðprufur og heila- og mænuvökva úr sjúk- lingunum og það kom í ljós að þeir karlmenn sem voru í minnihluta áhættuhópsins (n=9) voru að meðaltali með hærra testósterón í blóði og heila- og mænuvökva en aðrir í sama aldurshópi (n=12). Testósterón hefur verið tengt árásargirni og það að reyna að fremja sjálfsvíg er stórtæk ákvörð- un svo ásamt hvatvísi getur það verið mikilvægur þáttur í ákvarðanatökuferlinu.“ Hann bætir við að menningaröfl komi líka þar inn í. „Til dæmis virð- ist vera hærri sjálfsvígstíðni í ákveðnum löndum í heiminum á mörgum Vesturlöndum frekar en annars staðar og það er ólíklegt að það stafi einungis af líffræðilegum mun.“ Hættan metin út frá aðferðinni Jón Hallur segir niðurstöður rannsóknarinnar meðal annars gefa til kynna að hægt sé að meta hluta á hættu á sjálfsvígi í framtíðinni út frá þeim aðferðum sem sjúklingur- inn notaði við sjálfsvígstilraunina. „Oftast er almennt meiri áhætta hjá þeim sjúklingum sem nota til dæmis byssu heldur en hjá þeim sem nota lyf. Þess vegna er mikil- vægt að vita hversu ofbeldisfull til- raunin er. Að nota lyf getur líka verið lífs- hættulegt. Svo er líka almennt meiri áhætta hjá þeim sem gerir sjálfsvígstilraun einn úti í skógi heldur en heima með ástvin í næsta herbergi. Þess vegna er mikilvægt að vita hversu einangraður sjúk- lingurinn var þegar hann gerði til- raun til sjálfsvígs.“ Jón Hallur segir að mikilvægt sé að gerðar séu fleiri og stærri rann- sóknir á þessu sviði svo hægt sé að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Alvarlegt heilbrigðisvandamál  Mikilvægt að læknar séu meðvitaðir um að áföll auki hættu á sjálfsvígi  Karlar eru í meiri áhættu en konur  Fleiri rannsóknir þarf svo hægt sé að koma í veg fyrir sjálfsvíg Morgunblaðið/Golli Jón Hallur Stefánsson Áhættuhópur Jón Hallur segir fleiri karla en konur fremja sjálfs- víg. Hætta á sjálfsvígi aukist ef ein- staklingur hafi orðið fyrir áfalli í æsku eða á fullorðinsaldri. Snorri Olsen tók við embætti ríkisskattstjóra 1. október síðast- liðinn. Snorri lauk embættisprófi í lögum frá Há- skóla Íslands ár- ið 1984 og hóf störf í fjármála- ráðuneytinu í apríl á því ári. Hann gegndi þar m.a. starfi skrifstofustjóra á sviði skattamála. Snorri var settur ríkisskattstjóri á árunum 1995 til 1997 en frá 1. október 1997 var hann skipaður tollstjóri og gegndi því embætti fram til loka september 2018. Ingvar J. Rögnvaldsson vara- ríkisskattstjóri hefur gegnt emb- ætti ríkisskattsjóra síðan Skúli Eggert Þórðarson lét af störfum og tók við embætti rikisskattstjóra 2. maí síðastliðinn. Skúli Eggert hafði gegnt embættinu í ríflega 11 ár. Ingvar hefur verið vararíkisskatt- stjóri frá 1. ágúst 2000. Sigurður Skúli Bergsson að- stoðartollstjóri hefur verið settur tímabundið í embætti tollstjóra frá 1. október, þar til skipað hefur ver- ið í stöðuna. sisi@mbl.is Snorri hef- ur tekið við embættinu Snorri Olsen Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.