Morgunblaðið - 04.10.2018, Page 34

Morgunblaðið - 04.10.2018, Page 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 Ekki síst flugskeytin sem miklu minni skip gátu borið. Stóru fall- byssurnar voru ekki lengur það sem máli skipti í sjóhernaði. Þegar voru komnar fram sterkar vísbendingar um það fyrir síðari heimsstyrjöldina að orrustuskipin væru að verða barn síns tíma. Bandaríski hershöfðinginn Billy Mitchell sýndi til að mynda fram á það á árunum fyrir síðari heims- styrjöldina hversu auðvelt væri að sökkva orrustuskipum með loft- árásum. Meðal annars vegna þess ákváðu stjórnvöld í Bandaríkjunum að leggja meiri áherslu á að smíða flugmóðurskip, sem reyndust síðan skipta sköpum í síðari heimsstyrj- öldinni þegar Bandaríkjamenn háðu mikilvægar sjóorrustur á Kyrrahaf- inu við Japani. Þar skiptu flug- móðurskip þeirra sköpum. Söfnin í kringum orrustuskipin eru rekin af félagsamtökum sem hafa það fyrst og fremst að mark- miði að varðveita þau og eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Markmiðið er einfaldlega að varðveita þennan hluta bandarískrar sögu. Risi Hér má sjá hvar orrustuskipið New Jersey liggur við bakka Delaware-fljótsins í borginni Camden í New Jersey-ríki í Bandaríkjunum. Skipið er í dag safn sem opið er almenningi. Stefni Sjónhornið úr brúnni á New Jersey út á fallbyssurnar að framan. Við bryggju Orrustuskipið New Jersey séð frá hlið er gengið er um borð. Vopnabúr Orrustuskipið Massachusetts er staðsett á safninu Battleship Cove í borginni Fall River í Massachusetts. Skotfæri Sýningin í skipinu segir frá sögu og búnaði orrustuskipanna. Stál Séð að stefni New Jersey og í átt að Benjamin Franklin-brúnni. PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.