Morgunblaðið - 04.10.2018, Síða 40

Morgunblaðið - 04.10.2018, Síða 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 um að færa sig á milli herbergja og fara úr húsi, með hjálp göngu- grindar. Til þess þarf hún að kveikja á raförvurum með lítilli fjarstýringu. Sérhvert skref sem hún tekur krefst mikillar áreynslu. „Það er engin skyndibót til fyrir lamaða,“ sagði frú Thomas við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN. „Ekkert í lífinu fær þó stöðvað mig, því ég gerði nokkuð sem talið var útilokað og breytti því í hið mögu- lega.“ Tímamótaskurðaðgerð Það er þakkað tímamótaskurð- aðgerð að maður lamaður niður frá mitti skyldi geta gengið aftur og stjórnað að nokkru leyti fótahreyf- ingum fyrir tilstuðlan elektróðu sem grædd var við svonefnt mænu- bast. Jered Chinnock heitir maður- inn, er 29 ára og frá Wisconsin. Hann slasaðist á snjósleða. Hann var lamaður um fjögurra ára skeið, en hefur nýlega getað gengið stutt- ar vegalengdir í senn. Álitið er að það sem er að baki þessari endur- heimt máttar sé að samskiptalínur milli tauga og heila hafi opnast á ný. Hægt og rólega eftir margra mánaða sjúkraþjálfun og raförvun mænunnar endurheimti hann mátt til að standa upp og ganga. Hann virtist fyrst um sinn engar vonir eiga vegna afleiðinga hins alvarlega slyss. Framfarir í taugavísindum og tilraun sem hann var þátttakandi í frá 2016 leiddu hins vegar til þess að hann gat um tíma gengið rúmar 100 stikur, lengd keppnisvallar í bandarískum ruðningi. Var elektr- óða grædd við mænuna á Mayo Clinic-spítalanum. Strax og kveikt var á raförvuninni gat Jered hreyft fæturna. Eitthundrað og þrettán endurhæfingartímum seinna gerði hann rannsóknarmennina forviða með því að ganga fyrrnefnda vega- lengd á 16 mínútum, eða með 13 metra gönguhraða á mínútu. Öðru eins höfðu læknarnir og sjúkra- þjálfararnir aldrei orðið vitni að hjá sjúklingi sem greindur hafði verið með algjöra lömun fyrir neðan mitti, svonefnda þverlömun. Rafræn mænustýring Þessi rafræna mænustýring fær- ir meðferð lamaðra inn í nýjar vídd- ir, nýtt svið, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í vefritinu Big-Think. Í dæmi Jered Chinnock var elektróðan fest við mænuna með skurðaðgerð, beint undir þeim stað sem hún skaddaðist. Hún var tengd titrara sem græddur var undir kviðhúð hans. Frá rafhlöðu á kviðnum lá innvortis leiðsla til elek- tróðunnar en hún og titringurinn voru tengd rannsóknarhópnum þráðlausri tengingu. Að þessi raf- ræna mænustýring virki með svo góðum árangri er stórmál fyrir læknavísindin, að sögn vefritsins, þar sem engin þörf er á heilaskurð- aðgerð til að reyna að breyta starf- semi útlima sjúklingsins. „Ástæðan fyrir því hversu mik- ilvægur árangurinn er skýrist í því, að með hugarafli sínu, hugsuninni, gat sjúklingurinn hreyft lappirnar. Það var ekki síður mikilsvert að við gátum fengið hann til að standa sjálfur á fætur og taka fyrstu skref- in óstuddur,“ segir Kendall Lee, taugaskurðlæknir og forstöðu- maður Mayo Clinic, um endur- hæfingu Jered. Enn sem komið er standa hindranir í veginum því þótt hann gæti gengið orðið heilmikið í endurhæfingarþjálfuninni þá varð hann alveg lamaður aftur þegar slökkt var á elektróðunni. Tilfinn- ing í fótunum var þá engin. „Þetta eru mjög spennandi hlutir en við erum enn bara nánast í upphafi rannsóknarvinnunnar,“ segir Ken- dall Lee. Breyta lífi til betri vegar Miklir möguleikar eru taldir fel- ast í þessari nýbreytni í tauga- skurðlækningum, sem raförvun mænunnar er. Jafnvel að stutt sé í fyrstu skref í notkun rafeindatækni innan líkamans til að breyta lífi sjúklinga til betri vegar. Læknar eru sagðir spenntir fyrir framtíð- inni en margt sé þó enn sem þeir skilja ekki um hvernig raförvun gerir kleift að lagfæra skaddaða mænu og endurvekja hreyfifærni hennar. „Ég held að við séum í upphafi þeirrar hólmgöngu að öðlast skiln- ing á því hvernig þetta kom til, hvers vegna það gerðist og hvaða sjúklingum þessi aðferð muni gagnast,“ segir annar helsti for- sprakki rannsóknanna, Kristin Zhao. Í lokaorðum greinar þeirra í Nature Medecin segir rannsókn- arhópurinn nokkuð dirfskulega: „Við höfum sýnt fram á að mænu- kerfi megi umbreyta árum eftir mænuskaða á það lífeðlislega stig sem leiðir af sér samvirka hreyfi- virkni sem kemur af stað sjálf- stæðu stikli og stöðu. Þessar niður- stöður ýta undir hugmyndina um að sambærilega endurhæfingu megi brúka í framtíðinni til að hjálpa hugdjörfu lömuðu fólki, eins og Chinnock, að endurheimta get- una til að ganga og virka upp á nýtt.“ Lamaðir standa á fætur og ganga  Tilraunir sýna að með því að örva mænu lamaðra með rafboðum er þeim gert kleift að ganga  Tímamótarannsóknir vísindamanna sem geta breytt lífi lamaðra til betri vegar á næstu árum Maðurinn gat gengið með því að nota göngugrind eftir að örflaga hafði verið grædd í mjóhrygg hans Lamaður eftir slys 29 ára gamall karlmaður, sem lamaðist árið 2013 eftir slys þar semmænan fór í sundur ummitt bakið Örflagan er á stærð við AA rafhlöðu sem tengist stjórntæki þráðlaust. Örflagan örvar mænuna og gerir taugafrumum kleift að taka á móti boðum frá um að standa og ganga ... og gengur nú með göngugrind Taugar í mæn- unni eru vaktar af dvala Fyrst líkamsþjálfun í 22 vikur Þær senda boð til vöðva í fótunum Örflaga ... tók fyrstu skrefin festur í belti og ólar Örflaga var grædd í mænugöngin þar semmænan fór í sundur Líkamsþjálfun Mænuörvun og líkamleg endurhæfing getur gert lömuðum kleift að ganga Heimild: Nature Medicine Eftir ígræðsluna tók við 43 vikna löng endurhæfing og örvinarstilling Maðurinn hafði enga tilfinningu í fótum og þurfti stundum jafnvægisstuðning Hann er enn bundinn við hjólastól heila- börkur Maðurknn gekk alls 102 metra vegalengd á rannsóknartímanummeð göngugrind og fékk stundum aðstoð frá þjálfurum BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Tveir sjúklingar í tilraunaendur- hæfingarverkefni fyrir lamað fólk hafa getað gengið á ný, þökk sé raf- örvun mænu þeirra. Tveir til við- bótar hafa getað staðið eða setið, að því er fram kemur í tveimur frá- sögnum í læknatímaritum. Annars vegar er um að ræða grein í New England Journal of Medicine og hins vegar í Nature Medicine. Í síðarnefnda ritinu er greint frá manni lömuðum fyrir neðan mitti í meðferð á Mayo Clinic sjúkrahúsinu í Rochester í Minne- sota sem tókst að ganga eftir að í mænu hans var grædd elektróða. Áður hafði Kentucky rann- sóknarsetrið í mænumeiðslum við Louisville-háskólann sagt frá því 2014 að nokkrir lamaðir skjólstæð- ingar þess hefðu endurheimt til- finningu eftir raförvun. Í þetta sinn segir stofnunin að eftir nokkurra mánaða þjálfun tveggja sjúklinga í tilraunaverkefni hafi þeir getað gengið á ný, við staf eða við stuðn- ing af göngugrind. Örvun fengu þeir frá elektróðu sem grædd var við mænuna og tengd var ígrædd- um hlut í maga. Tveir sjúklingar til viðbótar gátu ýmist staðið upp eða sest niður. „Enginn hinna fjögurra þátttakenda gat leyst þessar hreyf- ingar af hólmi þegar slökkt var á örvurunum,“ segja forsvarsmenn tilraunanna. Mænan lærir upp á nýtt Rannsóknarmennirnir segja, að fullkominn skilningur á því hvaða lífeðlislegu viðbragðskerfi voru að verki sé ekki fenginn. En þeir varpa því fram að þrátt fyrir al- gjöra lömun hafi einstaklingarnir tveir sem gengið gátu ekki tapað með öllu tilfinningu á lægra stigi en skaði þeirra segði til um. „Mænan getur lært upp á nýtt að ganga,“ sagði Susan Harkema, forstöðu- maður Kentucky-rannsóknar- setursins, við sjónvarpsstöðina NBC. „Við getum endurþjálfað hana svo hún starfi jafnvel þótt líkamsskaði hennar aftengi hana frá heilanum,“ bætti hún við. Kelly Thomas, annar sjúkling- anna tveggja sem lærðu að ganga upp á nýtt, sagði fyrstu skrefin hafa verið „hjartnæmur áfangi í bataferli mínu sem ég gleymi aldr- ei“. Hún bætti svo við: „Eina mín- útu gekk ég um með aðstoð þjálfar- anna og er þeir stoppuðu gekk ég sjálf áfram hjálparlaust.“ Hún býr nú aftur heima hjá sér og er fær Ljósmynd/Úr safni Rannsóknir Ný tækni getur á næstu árum breytt lífi mænuskaðaðra. Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrir VOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Við tökum út og þjónustum kæli- og loftræstikerfi Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.