Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 44
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ógilding rekstrarleyfis Mat-vælastofnunar til tveggjafyrirtækja um eldi á laxi ísjókvíum á suðurhluta
Vestfjarða grundvallast á því að ekki
hafi verið rétt staðið að undirbúningi
leyfisins. Ekki hafi verið metin áhrif
annarra kosta en kynslóðaskipts sjó-
kvíaeldis. Þeir valmöguleikar sem
nefndir eru í kærunni eru flestir
óraunhæfir miðað við stöðuna í dag
og falla ekki að framtíðaráformum
fyrirtækjanna og samfélagsins fyrir
vestan. Úrskurðarnefndin bendir á
þann möguleika að meta mismunandi
umfang og tilhögun.
Arnarlax (móðurfélag Fjarða-
lax) og Arctic Sea Farm (áður Dýr-
fiskur) stóðu sameiginlega að um-
hverfismati og umsóknum um leyfi til
aukningar laxeldis í Patreksfirði og
Dýrafirði. Umsóknarferlið hefur
staðið frá árinu 2013. Í endanlegri
matsskýrslu sem gengið er frá í maí
2016 er tekið fram að aðeins sé settur
fram einn valkostur vegna fyrir-
hugaðrar framkvæmdar. Sjókvíaeldi í
þessum fjörðum sé mikilvægur
hlekkur í uppbyggingu fyrirtækj-
anna. Eini raunhæfi möguleikinn á
uppbyggingu sjálfbærs og vistvæns
sjókvíaeldis á Vestfjörðum er að mati
fyrirtækjanna kynslóðaskipti eldis í
sjókvíum með hvíld svæða. Nefndur
er svokallaður núllkostur, það er að
segja að ráðast ekki í framkvæmdir,
og sagt að með honum náist ekki sá
ávinningur fyrir samfélagið sem
stefnt sé að.
Gerðu ekki athugasemdir
Skipulagsstofnun gerði ekki
ágreining um þetta sjónarmið og
heldur ekki Matvælastofnun sem
veitti Arnarlaxi rekstrarleyfi til að
auka eldið í Patreks- og Tálknafirði
úr 3.000 tonnum í 10.700 tonn og Arc-
tic Sea Farm heimild til að framleiða
6.800 tonn en fyrirtækið hafði ekki
verið með starfsemi þar áður. Virðast
stofnanirnar hafa fallist á rök um-
sækjenda.
Sá liður í kæru umhverfis-
verndarsamtaka, landeigenda og
veiðiréttarhafa á Norðvesturlandi að
Matvælastofnun hefði ekki sinnt
þeirri skyldu sinni að rannsaka, fjalla
um og bera saman aðra valkosti sem
til greina komi varð aðalmálið í úr-
skurði úrskurðarnefndar umhverfis-
og auðlindamála. Kærendur nefndu
notkun geldfisks, eldi á landi, eldi í
lokuðum sjókvíum, minna sjókvíaeldi
og svokallaðan núllkost í þessu efni.
Arnarlax og Arctic Sea Farm
ítrekuðu það fyrir úrskurðarnefnd-
inni að fyrirtækin teldu að engir aðrir
raunhæfir valkostir hefðu verið
nefndir til sögunnar. Sögðu það við-
urkennt að notkun á ófrjóum laxi
væri enn í þróun, í eldinu væru ýmis
vandamál og vansköpun og því ekki
raunhæfur kostur, að minnsta kosti
enn sem komið er. Samskonar sjón-
armið ættu við um eldi í lokuðum
sjókvíum og umfangsmiklu landeldi á
laxfiskum.
Úrskurðarnefndin taldi að lög og
reglugerðir stæðu til þess að gera
þyrfti grein fyrir öðrum helstu mögu-
leikum, umhverfisáhrifum þeirra og
allir kostir bornir saman. Þótt við-
urkennt væri að einhverjir þeirra
kosta sem kærendur nefndu kæmu
ekki til greina var á það bent að mis-
munandi valkostir gætu til dæmis fal-
ist í mismunandi staðsetningu, um-
fangi, tilhögun og tæknilegri útfærslu
og því afar ólíklegt að ekki fyndist að
minnsta kosti einn annar valkostur
sem hægt væri að leggja fram. Ekki
yrði við það unað í mati á umhverfis-
áhrifum að einungis væru metin áhrif
eins valkostar.
Valkostir geta falist í
mismunandi tilhögun
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Flutningar Íslensku laxeldisfyrirtækin telja sjókvíaeldi bestu aðferðina
hér. Úrskurðarnefndin segir að þau eigi að kanna mismunandi útfærslur.
44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fjórtánmanns hiðminnsta
létust og rúmlega
fjörutíu til við-
bótar særðust á
kosningafundi í
Nangarhar-héraði í Afganist-
an á þriðjudaginn var, þar sem
stuðningsmenn frambjóðand-
ans Abduls Nasir Mohmmand
höfðu komið saman. Mohmm-
and komst undan, en vitað er
um minnst sjö aðra frambjóð-
endur sem látið hafa lífið í
hryðjuverkaárásum í aðdrag-
anda þingkosninga hinn 20.
október næstkomandi.
Ríki íslams lýsti ábyrgðinni
á árásinni á hendur sér, en hún
hefur vakið nýjar spurningar
um öryggisástandið í Afganist-
an. Um helmingur landsins er í
höndum talíbana, en bæði þeir
og Ríki íslams hafa heitið því
að gera sitt ýtrasta til þess að
koma í veg fyrir að fólk kjósi.
Má því eiga von á fleiri og
hugsanlega skæðari árásum á
komandi vikum, en spáð hefur
verið að meira en 20.000
manns muni láta lífið vegna
ástandsins á þessu ári.
Þegar hefur þurft að fresta
þingkosningunum um þrjú ár
en áhersla hefur verið lögð á
að kosið verði fyrir nóvember,
þegar ráðherrafundur Sam-
einuðu þjóðanna um málefni
Afganistans verður haldinn í
Genf.
Sautján ár eru um þessar
mundir síðan nú-
verandi átakahrina
hófst í Afganistan í
kjölfar hryðju-
verkaárásanna á
New York og
Washington. Sumt
hefur færst til betri vegar í
landinu á þeim tíma, en engu
að síður er ljóst að núverandi
aðstæður geta ekki talist við-
unandi árangur af sautján ára
herferð.
Bandaríkjastjórn hefur í
raun viðurkennt það óbeint. Í
júlí síðastliðnum opnaði
Trump Bandaríkjaforseti á
þann möguleika að hefja bein-
ar viðræður við forystu talíb-
ana. Þær viðræður munu enn
vera í farvatninu, en forystu-
menn talíbana hafa gert þá
kröfu að samið verði um brott-
för herliðs Bandaríkjamanna
frá Afganistan. Trump hefur
hins vegar fyrir sitt leyti sett
það sem skilyrði sitt fyrir slík-
um brottflutningi að ákveðin
önnur skilyrði hafi verið upp-
fyllt, svo sem um aukið öryggi
og afvopnun.
Það má efast um að árangur
geti hlotist af viðræðum við
talíbana, sér í lagi þegar þeir
sýna engan vilja til að taka
þátt í hinu lýðræðislega ferli í
Afganistan. Takist hins vegar
að binda talíbana við það ferli
og um leið koma í veg fyrir að
landið verði á ný að gróðrar-
stöð hryðjuverka gæti verið til
mikils að vinna.
Ástandið í Afganist-
an virðist lítið hafa
skánað eftir sautján
ára átök }
Kosið í skugga ofbeldis
Frá þeirristundu að
Theresa May
dansaði upp á svið-
ið í Birmingham,
þar sem flokksþing
Íhaldsflokksins
hefur verið haldið síðustu
daga, og þar til hún hafði lokið
máli sínu, virtist hún hafa full-
komið vald á aðstæðum, sem
og styrka stöðu meðal grasrót-
ar Íhaldsflokksins.
Í breskum fjölmiðlum mátti
fljótt greina að ræða May hefði
þótt með þeim betri og stóðst
hún óneitanlega vel sam-
anburð við ræðu hennar á
sama vettvangi í fyrra, þar
sem hún var með þrálátt hósta-
kast auk þess sem hlutar af
veggskreytingunni hrundu.
Þrátt fyrir það er ljóst að ein
vel heppnuð ræða getur ekki
bundið enda á vandræði May.
Hennar bíður enn mikil vinna
við að sannfæra samflokks-
menn sína, hvað þá bresku
þjóðina, um ágæti stefnu henn-
ar í Brexit-málunum. Þá er
ljóst að viðsemjendur hennar
innan Evrópusambandsins eru
einnig mjög efins.
Boris Johnson,
fyrrverandi utan-
ríkisráðherra, tók
til að mynda harða
afstöðu í ræðu
sinni á flokks-
þinginu gegn tillögum May,
sem kenndar hafa verið við
sveitasetrið Chequers. May
reyndi sitt besta til þess að
svara gagnrýnisröddunum, en
þó var sérstaklega tekið eftir
því að hún forðaðist að nota
orðið Chequers, en talaði í
staðinn ávallt um tillögur
sínar.
Helsta þemað í ræðu May
var nauðsyn þess, fyrir bæði
flokk og þjóð, að standa saman
gagnvart þeim áskorunum sem
bíða Breta á komandi árum en
síðasta viðræðulotan fyrir út-
gönguna úr Evrópusamband-
inu hefst á næstu dögum. Óvíst
er hvort samflokksmenn May
hlýði kallinu en hvort sem
þeim hugnast tillögur May eða
ekki getur þó verið að óttinn
við ríkisstjórn Verkamanna-
flokksins stuðli að sáttum inn-
an Íhaldsflokksins.
Ræðu May á flokks-
þinginu var vel
tekið en sömu
áskoranirnar bíða}
Áhersla á einingu
H
runið dundi yfir Ísland flestum að
óvörum, jafnvel þótt fáir atburð-
ir hafi sent jafnmörg boð á und-
an sér. Margt hefur verið ritað
um Hrunið en samt er ekki
ennþá komin út yfirgripsmikil saga þess frá öll-
um hliðum. Umræðan snýst um hverjum það sé
ekki að kenna. Þjóðin var lömuð, mánuðum og
jafnvel árum saman og mörgum finnst óþægi-
legt að rifja upp þessa tíma.
Því miður báru Íslendingar ekki gæfu til þess
að snúa bökum saman og einhenda sér í þá við-
reisn sem nauðsynleg var. Mörg skyssan varð
mönnum á fyrir Hrun, en ekki urðu þær færri
eftir það. Þá sögu þarf líka að skrifa.
Einn svartasti bletturinn á sögu Alþingis er
sú ákvörðun að draga Geir Haarde forsætisráð-
herra fyrir Landsdóm. Uppskeran var að Geir
fékk dóm fyrir að halda ekki fund, svo hlægilegt sem það er.
Sjálfstæðisflokkurinn situr nú í annað sinn í ríkisstjórn und-
ir forsæti eins þeirra sem að þeirri sneypuför stóðu og er
mörgum umhugsunarefni.
Í október 2008 skrifaði ég í pistli:
„Geir Haarde forsætisráðherra hefur haldið ró sinni und-
anfarna daga. Það hefur ekki verið auðvelt. Ég heyri það á
mörgum að yfirveguð orð hans á blaðamannafundum hafa
veitt mönnum styrk á erfiðum tímum. Ég hef áður lýst
þeirri skoðun minni að mikilvægasta hlutverk forsætisráð-
herra á þessum erfiðum tímum sé að „peppa upp“ þjóðina.
Geir hefur tekist ágætlega til við það síðustu viku. Hann á
að halda því áfram að halda stutt ávörp til þjóðarinnar með-
an það ástand varir sem nú er.
Núna er mikilvægast er að fá í lið með okkur
færustu menn sem völ er á til þess að byggja
upp þjóðfélagið á ný. Bestu stjórnmálamenn-
irnir átta sig á því að í sigurlið þarf menn sem
vita sínu viti og hafa umboð til þess að taka erf-
iðar ákvarðanir. Þeir sem flykkja um sig já-
mönnum geta glansað þegar allt er í lagi. For-
ingjar sem þora að fá í lið með sér menn sem
hafa sjálfstæðar skoðanir eru alvöru leiðtogar.“
Auðvitað hefði Geir getað gert betur, sér-
staklega hefði hann vitað fyrirfram hvað fram-
tíðin bæri í skauti sér, en í æsingnum yfir
meintum misgjörðum hefur gleymst að minna á
framlag hans.
Geir lagði fram frumvarp til neyðarlaga
sama dag og hann hélt margfrægt sjónvarps-
ávarp.
Geir lýsti því yfir að ríkið ábyrgðist banka-
innistæður á Íslandi og róaði þannig fólk sem hafði dagana
á undan gert áhlaup á bankana.
Geir leitaði eftir aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins,
ákvörðun sem sumir fordæmdu, en varð þjóðinni til
bjargar.
Geir lét semja mikilvægar skýrslur fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn, skýrslur sem hefðu getað hjálpað flokknum og
landinu, hefðu þær ekki verið slegnar út af borðinu í kjána-
gangi.
Nær væri að Alþingi þakkaði Geir hans góðu verk og for-
sætisráðherra bæði hann og þjóðina afsökunar á frum-
hlaupi sínu og þingsins.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Gagnað meir en flestir þeir
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
„Ef við ætlum að vera sam-
keppnisfær er sjókvíaeldi svar-
ið, hvað sem verður í framtíð-
inni en það verður hún að leiða í
ljós. Við erum að reyna að
byggja greinina upp núna en
ekki eftir tuttugu ár. Við vitum
ekki hvort tækifærin verða þá,“
segir Kristján Þ. Davíðsson,
framkvæmdastjóri Lands-
sambands fiskeldisstöðva.
Hann segir að eldi uppi á
landi sé ekki samkeppnisfært
við sjóeldi. Það henti alls ekki á
Vestfjörðum þar sem ekki sé
nægt undirlendi og ekki örugg-
ur aðgangur að köldu vatni og
raforku og því þurfi að endur-
vinna vatn og útvega varaafl.
Tilraunir með stórfellt landeldi
grundvallist á staðsetningu
nærri stærstu mörkuðum til
þess að minni flutningskostn-
aður vegi á móti auknum fram-
leiðslukostnaði. Þá segir Krist-
ján að eldi á ófrjóum laxi og
lokaðar sjókvíar sé enn á til-
raunastigi og ekki raunhæft.
Sjókvíaeldi
er svarið
SAMKEPPNISFÆRNI