Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 Sjónmælingar eru okkar fag Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind sími 5288500 Optical Studio í Keflavík sími 4213811 Optical Studio í Leifsstöð sími 4250500 HONG KONG | Þeg- ar Sovétríkin féllu árið 1991 fékk kínverski kommúnistaflokkurinn þráhyggju fyrir að skilja hvers vegna það gerðist. Þær hugveitur ríkisins sem var treyst fyrir útskýringum ákváðu að skella skuld- inni að mestu leyti á Míkhaíl Gorbatsjoff, hinn umbótasinnaða leiðtoga sem var einfaldlega ekki nógu miskunnarlaus til þess að halda Sovétríkjunum saman. En leiðtogar Kína þá bentu einnig á aðra mikilvæga þætti, sem núver- andi forysta virðist ekki hafa áhyggjur af í dag. Vissulega hefur kínverski komm- únistaflokkurinn lært utan að fyrstu lexíuna: sterk frammistaða í efna- hagsmálum er grundvöllur að pólit- ísku lögmæti. Og hinn einbeitti fók- us flokksins á að ýta undir vöxt vergrar landsframleiðslu síðustu áratugina hefur skilað sér í „efna- hagsundri“, þar sem tekjur á nafn- virði skutust úr 333 bandaríkjadöl- um á mann árið 1991 upp í 7.329 dali á síðasta ári. Þetta er langmikilvæg- asta ástæðan fyrir því að komm- únistaflokkurinn hefur haldið völd- um. En það að stýra efnahagnum illa var varla það eina sem leiðtogar Sovétríkjanna gerðu rangt. Þeir drógust einnig í dýrt og óvinnanlegt vígbúnaðarkapphlaup við Bandarík- in, á sama tíma og þeir teygðu sig of langt í viðleitni sinni til þess að vera heimsveldi með því að kasta pen- ingum og auðlindum í ríki sem skiptu litlu máli og drógu á eftir sér lang- an slóða af hagstjórn- armistökum. Á sama tíma og Kínverjar eru að fara í nýtt „kalt stríð“ við Bandaríkin, er hætta á að kommúnistaflokkur- inn muni endurtaka þessi sömu hörmulegu mistök. Við fyrstu sýn virð- ist kannski ekki eins og Kína sé í alvörunni í vígbúnaðarkapphlaupi við Banda- ríkin. Þegar allt kemur til alls eru opinber útgjöld Kínverja til varn- armála í ár – sem nema um 175 millj- örðum bandaríkjadala – einungis um einn fjórði af þeim 700 milljörðum dala sem Bandaríkjaþing samþykkti í málaflokkinn. En það er áætlað að Kínverjar eyði í raun mun meiri fjár- hæðum til varnarmála en opinbera fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir: Samkvæmt tölum frá Alþjóðlegu friðarrannsóknarstofnuninni í Stokkhólmi, SIPRI, eyddu Kínverj- ar um 228 milljörðum bandaríkja- dala í herinn á síðasta ári, eða um 150% af opinberu tölunni, sem var 151 milljarður dala. Hvað sem því líður er vandamálið ekki hversu miklu fé Kínverjar eyða í byssur þannig séð, heldur frekar hin stöðuga aukning í hernaðar- útgjöldum, sem gefur í skyn að land- ið sé tilbúið til þess að standa í lang- tíma þreytistríði við Bandaríkin. Samt er efnahagur Kínverja ekki reiðubúinn til þess að búa til næg úr- ræði til þess að styðja við þau út- gjöld sem sigur á þessum víg- stöðvum myndi krefjast. Ef Kínverjar væru með sjálfbært hagvaxtarlíkan sem stæði undir mjög skilvirkum efnahag, þá gætu þeir mögulega haft efni á tiltölulega hófsömu vígbúnaðarkapphlaupi við Bandaríkin. En þeir hafa hvorugt. Í stærra samhengi er líklegt að áfram muni draga úr hagvexti Kín- verja, vegna síhækkandi aldurs- samsetningar þjóðarinnar, hárra skulda, gjalddagamisræmis og hins stigmagnandi viðskiptastríðs sem Bandaríkin hófu. Allt þetta mun draga á hinar takmörkuðu auðlindir kommúnistaflokksins. Svo dæmi sé nefnt munu útgjöld til heilbrigðis- og lífeyrismála hækka á sama tíma og framfærsluhlutfall eldri borgara. Einnig má nefna, að þó að kín- verska hagkerfið sé líklega miklu skilvirkara en hagkerfi Sovétríkj- anna var, er það hvergi nærri jafn- skilvirkt og það bandaríska. Aðal- ástæðan fyrir þessu eru hin viðvarandi ítök kínverskra fyrir- tækja í eigu ríkisins, sem neyta um helmings af heildar-bankainni- stæðum landsins, en gefa einungis um 20% af virðisauka og atvinnu. Vandinn fyrir kommúnistaflokk- inn er að þessi ríkisfyrirtæki leika lykilhlutverk í að viðhalda völdum flokksins, þar sem þau eru notuð bæði til þess að verðlauna þá sem sanna hollustu sína og til að greiða fyrir inngripum ríkisins til þess að ná opinberum markmiðum í þjóð- hagfræði. Það að leysa upp þessi þrútnu og óskilvirku fyrirtæki væri því sama og pólitískt sjálfsmorð. En það að vernda þau gæti mögulega bara slegið hinu óumflýjanlega á frest, þar sem því lengur sem þau fá að sjúga takmarkaðar auðlindir út úr hagkerfinu, þeim mun dýrara verður vígbúnaðakapphlaup við Bandaríkin – og þeim mun meiri verður ögrunin við yfirráð komm- únistaflokksins. Seinni lexían sem leiðtogar Kín- verja virðast ekki hafa lært nógu vel er þörfin til þess að forðast það að láta heimsveldisdrauma sína teygja sig of langt. Fyrir um áratug, þegar hagstæður vöruskiptajöfnuður færði ofgnótt gjaldeyris, fóru kínversk stjórnvöld að taka á sig dýrar skuld- bindingar erlendis og veita styrki til „bandamanna“ sem í raun eru dauð- yfli. Aðalsönnunargagnið er hin marg- lofaða silkileið (BRI) sem mun kosta eina billjón bandaríkjadala og á að auka uppbyggingu innviða í þróunarríkjum með skuldsettri fjár- mögnun. Þrátt fyrir að nokkur var- úðarmerki hafi þegar komið upp – sem í bland við reynslu Sovétríkj- anna ætti að fá kommúnistaflokkinn til að hika – virðist sem Kínverjar séu ákveðnir í að keyra áfram með silkileiðina, sem leiðtogar ríkisins hafa sagt vera eina af meginstoð- unum í nýrri „stóráætlun“ þeirra. Enn grófara dæmi um að heims- veldið sé að teygja sig um of eru hin- ir rausnarlegu styrkir Kínverja til ríkja – frá Kambódíu til Venesúela til Rússlands – sem bjóða lítið í stað- inn. Samkvæmt AidData frá College of William and Mary fengu Kam- bódía, Kamerún, Fílabeinsströndin, Kúba, Eþíópía og Simbabve samtals 24,4 milljarða bandaríkjadala í styrki eða mjög niðurgreidd lán frá Kína. Á sama tímabili fengu Angóla, Laos, Pakistan, Rússland, Túrkmen- istan og Venesúela 98,2 milljarða dala. Nú hafa Kínverjar lofað að veita 62 milljarða dala í lánum til „efna- hagstengingar Kína og Pakistans“. Það verkefni mun hjálpa Pakistön- um að takast á við yfirvofandi greiðslujöfnuðarkreppu sína; en það mun einnig tæma fjárhirslur kín- verskra stjórnvalda á tímum þegar verndarstefna í tollamálum hótar að koma í veg fyrir að þær fyllist á ný. Líkt og Sovétríkin forðum eru Kínverjar að borga allt of mikið fyrir örfáar vinaþjóðir, með takmörk- uðum ávinningi á meðan þeir verða sífellt fastari í ósjálfbæru vígbún- aðarkapphlaupi. Kínversk- bandaríska kalda stríðið er varla hafið, en Kínverjar eru þegar á leið- inni að tapa því. Kína er að tapa nýja kalda stríðinu Eftir Minxin Pei » Ólíkt Sovétríkjunum átta leiðtogar Kín- verja sig á að sterk frammistaða í efnahags- málum skiptir máli til að þeir haldi völdum. Líkt og Sovétmenn eru þeir hins vegar að borga mikið fyrir örfáa vini með takmörkuðum ávinningi á sama tíma og þeir eru að festast í ósjálfbæru vígbún- aðarkapphlaupi við Bandaríkin. Minxin Pei Minxin Pei er prófessor í stjórn- málafræði við Claremont McKenna háskólann og höfundur bókarinnar China’s Crony Capitalism. ©Project Syndicate, 2018. www.project- syndicate.org
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.