Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 Reyktur lax í brunchinn Söluaðilar: Hagkaup, Iceland verslanir, Melabúðin, Nettó, Samkaup kjör- búðir, Samkaup krambúðir og Pure Food Hall í flugstöðinni Keflavík. Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Ofnbakað tómata- og hvítlauks- pasta með prosciotto og ricotta (Fyrir 4) 15-20 kokkteiltómatar, skornir í tvennt (notið tómata í mismunandi litum til að gera réttinn enn fallegri) 4 matskeiðar ólívuolía 2,5 dl fersk basilíka og ferskt timjan 4 hvítlauksgeirar Salt og pipar 6 sneiðar prosciutto 4 egg léttþeytt 2 dl rifinn parmesanostur Ögn af chili-flögum 250 g ferskur ricotta-ostur 400 g af uppáhaldspastanu þínu, ég notaði spagettí í mína uppskrift. Leiðbeiningar: 1. Stillið ofninn á 200 gráður. 2. Leggið tómata, ólívuolíu, basilíku og timjan, hvítlauksgeira (pressið þá létt niður með hníf) og vel af salti og pipar í eldfast mót. Blandið vel saman. Leggið síðan pros- ciotto-skinkuna ofan á og leggið inn í ofn í um 15 mínútur eða þangað til tómatarnir eru farnir að falla saman og skinkan er orðin stökk. 3. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Þegar pastað er tilbúið haldið eftir 1,5 dl af pastavatni. 4. Þeytið eggin, parmesan og chili flögur saman í fatinu eða pönnunni sem þið ætlið að bera réttinn fram í. 5. Blandið pastanu vel saman við eggja- blönduna, eggin ættu að þykkna og verða að sósu. Þynnið sósuna út með pastavatninu þangað til þið eruð ánægð með þykktina. 6. Bætið út í tómötunum og öllum vökv- anum úr mótinu og blandið vel saman. Bætið við salti og pipar og að lokum toppið með ri- cotta-ostinum og ferskum basilíkulaufum. Pasta að hætti Jennifer Berg Þessi uppskrift er í senn einstaklega einföld og ofboðslega góð á bragðið enda kemur hún úr smiðju Jennifer Berg. Jennifer er mikill matgæðingur og meist- arakokkur enda var henni á dögunum boðin þátttaka í sænsku útgáfunni af Master Chef-þáttunum. Hún varð að afþakka sakir anna enda starfar hún um allan heim sem fyrirsæta. Þess á milli dvelur hún hér á landi þar sem hún býr ásamt unnusta sínum og hundinum Knúti. Sjálf segir Jennifer að þetta sé einn af hennar uppáhalds pastaréttum þessa stundina og sé hinn fullkomni réttur til að deila með fjölskyldunni eða vinum með góðri rauðvínsflösku. Sjálf kjósi hún að nota ricotta-ost í sinni uppskrift en allt eins sé hægt að nota burrata eða einhvern annan ferskost. Matgæðingur Jennifer Berg heldur úti blogg- síðunni Jeńs Delicious Life (.com) „Þetta hefur gengið ótrúlega vel, “ segir Ársæll Markússon um verk- efnið en fyrirtækið 1000 ára sveita- þorp ehf. hefur sett á markað kart- öflur úr Þykkvabænum í umhverfisvænum bréfpokum. Ársæll er maðurinn á bak við verkefnið en foreldrar hans, Markús Ársælsson og Halldóra Hafsteins- dóttir, hafa verið kartöflubændur í Hákoti í Þykkvabæ í yfir 30 ár. Að- spurðir segja þeir feðgar að viðtök- urnar hafi verið framar björtustu vonum. Það hafi greinilega verið eftirspurn eftir umhverfisvænum umbúðum. „Þetta hefur hitt í mark,“ segir Markús og bætir við að það sé ekki nóg að tala um umhverfisvernd – það verði að gera eitthvað. Eins og staðan er í dag eru kart- öflurnar seldar í tveggja kílóa pok- um en kartöflunum er pakkað með höndunum og saumað er fyrir með handvirkum saumavélum. Vonir standa til að hægt verði að fjárfesta í stærri pökkunarvélum til að keppa frekar við plastið í framtíðinni. thora@mbl.is Frumkvöðull Ársæll Markússon með kartöflupokana sem hafa slegið í gegn. Kartöflur í um- hverfisvænum umbúðum rjúka út Ræktaðu kryddjurtir í snjallgróðrarstöð Hvað er betra en ferskar krydd- jurtir til að bragðbæta matinn? Ná- kvæmlega ekki neitt – og hvað þá ef hægt er að rækta þær í svokallaðri snjall-gróðrarstöð sem er tengd við app í símanum. Þetta er mögulega það snjallasta sem á fjörur okkar hefur rekið lengi. Gróðrarstöðin er stílhrein og falleg, með ljósi (auðvitað) og gerir okkur kleift að rækta ferskt grænmeti í dimmasta skammdeginu. Gróðrarstöðin fæst í Eirbergi og kostar 11.950 krónur. Snjallstöð Nú er lítið mál að vera með ferskar krydd- jurtir allan ársins hring.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.