Morgunblaðið - 04.10.2018, Qupperneq 53
Jafnréttis-pub quiz, áhorf á Friends, leik-
reglur karlmennskunnar, jafnrétti á bak við
tjöldin, fötlun og andóf, ungt fólk og jafn-
rétti, kynjað vald, jafnrétti í sviðslistum og
konur í hópi innflytjenda í #MeToo frásögn-
um á Íslandi ásamt óvæntum jafnréttisupp-
ákomum er meðal þess sem kemur við sögu
á Jafnréttisdögum í háskólum landsins dag-
ana 1.-5. október. Þetta er í tíunda sinn sem
Jafnréttisdagar eru haldnir og dagskráin er
þétt skipuð og er henni ætlað að sameina
hátíðarbrag og gagnrýna sýn á stöðu jafn-
réttismála. Markmiðið er að breyta heim-
inum. Hvorki meira né minna, segir Sara
Stef, jafnréttisfulltrúi HR í spjalli á K100.
Krakkarnir eru breytingin. Hún segir
áherslu lagða á þau tækifæri sem skapast
með því að setja hugmyndir um normið hið
eðlilega og hið undirskipaða undir smásjána.
Háskólarnir vinna þétt saman og í anda
jafnréttisins segir hún þau vinna saman í
öllum landshlutum reglulega. Með Jafn-
réttisdögum í háskólum landsins er leitast
er við að skapa opna umræðu og aukinn
skilning á jafnrétti ásamt því að auka sýni-
leika jafnréttismála og virkja slagkraft
þeirra fjölmörgu aðila sem vinna að jafn-
rétti. Nánari upplýsingar má nálgast á
Facebook-síðu verkefnisins, facebook.com/
Jafnrettisdagar. magasinid@k100.is
Friends
„krufðir“
á Jafnrétt-
isdögum
Friends Stertabenda-leikhópurinn vinnur um þessar mundir að verkinu Insomnia sem fjallar um goðsögu okkar tíma, Friends-þættina.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018
F
IM
M
TU
DAGSLEIKU
R
•
M
O
RGUNBLAÐ
SI
N
S
•
HAPPA-
TALA
DAGSINS
TIL HAMINGJU - ÞÚ HEFUR FUNDIÐ HAPPATÖLUNA!
Farðu inn ámbl.is/fimmtudagur, fylltu út upplýsingar um þig og sláðu inn Happatöluna, en hún
er einfaldlega blaðsíðutal þessarar síðu. Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland vaknar
á K100 í fyrramálið.
Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að taka þátt á hverjum fimmtudegi, því það er til mikils að vinna.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í
Jólastjörnuna 2018 sem er söng-
keppni fyrir unga snillinga undir 14
ára aldri. Keppnin er haldin í átt-
unda sinn og mun sigurvegarinn
koma fram á stórtónleikunum Jóla-
gestir Björgvins í Eldborgarsal
Hörpu í desember. Á þriðja hundr-
að krakkar tóku þátt í keppninni í
fyrra og varð Arnaldur Halldórsson
þeirra hlutskarpastur. Hann segir
keppnina hafa fært sér mörg tæki-
færi og er hvergi nærri hættur að
syngja. „Þetta var mikið fjör. Ég
hafði verið í Sönglist og farið í
nokkrar prufur þar sem þurfti að
syngja og svona,“ segir Arnaldur
og bætir við að það hafi alltaf verið
planið að taka þátt sem hann lét
svo verða af í fyrra.
Sesselja Ómarsdóttir, móðir Arn-
alds, segist ekki muna sérstaklega
eftir því að hann hafi sungið mikið
fyrr en um leikskólaaldurinn.
„Hann hefur hins vegar alltaf talað
mikið,“ segir hún og skellir upp úr.
Hún segist ekki kannast við mikla
söng- og leikhæfileika hjá foreldr-
unum sem bæði hafa einbeitt sér
að raunvísindum. „Hann er svolítið
önnur týpa, ef við getum sagt sem
svo.“
Á svið í Borgarleikhúsinu
Það er nóg um að vera hjá Arn-
aldi þessa dagana en hann stundar
fimleika og leiklist af kappi auk
þess að vera í skólanum. En fáum
við að sjá hann eitthvað á sviði á
næstunni? „Já, ég er að fara að
leika í Matthildi og byrja æfingar
núna í nóvember og verður sýn-
ingin í Borgarleikhúsinu eftir ára-
mót.“ Aðspurður hvort ekki þurfi
mikið skipulag til að komast á milli
staða þegar svona mikið er að gera
segir Arnaldur að hann njóti góðs
stuðnings frá Þrúði, ömmu sinni,
og að hún sé fínasti einkabílstjóri.
Þeir sem hafa áhuga á því að
taka þátt geta sent inn YouTube-
myndband af söngnum, sem má
vera hvaða lag sem er og eftir
hvern sem er. Keppnin er sem fyrr
ætluð 14 ára og yngri og þurfa allir
þátttakendur leyfi forráðamanna.
Tekið verður við myndböndum til
miðnættis 17. október á mbl.is/
jolastjarnan.
Sérstök dómnefnd velur þá tólf
söngvara sem standa sig best og
verða þeir boðaðir í prufur. Sér-
stakir þættir verða gerðir um allt
ferlið og sýndir í lok nóvember í
Sjónvarpi Símans.
islandvaknar@k100.is
Amma Þrúður er
einkabílstjórinn
Arnaldur Halldórsson vann söngkeppnina Jólastjörnuna í fyrra og segir
sigurinn hafa fært sér mörg tækifæri. Búið er að opna fyrir umsóknir í
keppnina í ár sem unnin er í samstarfi við mbl.is og Sjónvarp Símans.
K100/Rikka
Jólastjarnan Arnaldur
ásamt móður sinni,
Sesselju Ómarsdóttur.