Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 56
56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 ✝ Reidar Jóhann-es Óskarsson fæddist í Reykjavík 5. mars 1944. Hann lést á Hvamstanga 18. september 2018. Foreldrar hans voru Óskar Ingimar Husby Jóhannson, f. 29. október 1918, d. 1. júní 1998 og Björg Elísabet El- ísdóttir, f. 23. mars, d. 4. desember 2010. Systkini: 1) Þórdís S. Óskarsdóttir, f. 20. maí 1946, maki Örlygur Rúdólf Þor- kelsson, f. 15. apríl 1943. 2) Ragnar M. Óskarsson Husby, f. 7. október 1949, maki Edda Baldvinsdóttir, f. 22. júní 1951. Unnusta Reidars er Laufey E. Sigurðardóttir, f. 24. nóvember 1960. Fyrstu árin ólst Reidar upp hjá foreldrum í Reykjavík og hjá móðursystur sinni, Guðrúnu, og Sigurði í Straumi. Á sumrin lék hann sér í Straumi og hjálpaði til en á veturna var hann í foreldrahúsum og gekk í Laugarnes- skóla uppvaxtarár sín. Reidar hóf störf í Rafgeymahleðslu í Síðumúla aðeins 20 ára. Fimm árum seinna hóf hann störf í heildsölu hjá Daníel Ólafssyni. Einhverjum ár- um seinna fór Reidar að keyra hjá sendibílastöð Kópavogs og var þar um sex ára skeið. Nokkr- um árum seinna keypti hans sér kröfu og flytur suður með sjó. Fyrst í Hafnir og síðan í Garð. Reidar hóf þá störf hjá Íslensk- um aðalverktökum og var þar í 30 ár eða þangað til að hann komst á eftirlaun. Útför Reidars fer fram frá Út- skálakirkju í Garði í dag, 4. októ- ber 2018, klukkan 14. Elsku bróðir og mágur. Nú ertu kominn í drauma- landið sem þér var svo hugleikið og talaðir oft um. Allt var svo dásamlegt. Nú hittir þú Stínu ættingja og vini. Þið Stína áttuð heimili á Rafnkelsvegi 8, þar bjugguð þið lengst af en voruð búinn að búa í 40 ár saman. Stína féll frá árið 2010. Seinna kynntist þú Laufeyju sem var unnusta þín síðustu ár. Laufey býr á Hvammstanga. Elsku bróðir, þú fórst marg- ar ferðir frá Garði til Hvamms- tanga til að hitta Laufeyju þína. Allt lék í lyndi en þú varst orð- inn lasburða síðustu ár en lést það ekki stoppa þig. Síðasta sinn sem þú heim- sóttir fólkið þitt fórstu með Ragga bróður á rúntinn um Reykjanesið og síðan brunaðir þú norður til Laufeyjar þinnar og kvaddir hana. Jæja, bróðir minn ég ætla ekki að hafa þetta lengra. Til þín ég hugsa, staldra við. Sendi ljós og kveðju hlýja. Bjarta minningar lifa ævina á enda. Guð blessi þig að eilífu Þín systir, Þórdís S. Óskarsdóttir, og Örlygur R. Þorkelsson. Ég var stödd á Spáni þegar Laufey systir mín hringdi og sagði að unnusti hennar, Reid- ar, hefði látist þá um nóttina. Mig setti hljóða og í gegnum huga mér fóru sem elding þær stundir sem ég hafði verið með þeim Laufeyju og Reidari. Eins og allir þeir sem umgengust Reidar vissu, var hann áhuga- maður um radíó-labbrabb og talstöðvar af öllum gerðum. Hann var sérfræðingur um þessi tæki og áttu þau hug hans allan. Laufey og Reidar bjuggu í svokallaðri fjarbúð, hann í Garðinum og hún á Hvamms- tanga, þetta hentaði þeim vel enda með ólíkar aðstæður. Þau ferðuðust með tjaldvagn- inn í eftirdragi og hafði Reidar gaman af að segja frá þegar þau ferðuðust um og gistu í vagn- inum góða. Reidar var góður maður og vildi öllum vel. Hann var sérstaklega góður við systur mína og er hennar missir mikill. Símtal þeirra á milli á hverj- um degi og á kvöldin var hringt til að bjóða góða nótt. En nú hefur hann boðið góða nótt í hinsta sinn og er vísan sem ég læt fylgja svolítið tákn- ræn því fárveikur keyrði hann til Hvammstanga til að hitta hana Laufeyju sína. En hamingjan geymir þeim gullkrans- inn sinn, sem gengur með brosið til síðustu stundar, fær síðan kvöldroða á koddann sinn inn, kveður þar heiminn í sólskini og blundar. (Þorsteinn Erlingsson) Elsku Laufey, fallega og góða systir mín, megi Guð veita þér styrk á þessum erfiðu tím- um. Með þökk og virðingu dvelur mér í huga minning um Reidar, hvíl í friði, kæri mágur. Jónína Auður. Elsku frændi. Mikið er erfitt að kveðja þig, söknuðurinn er mikill en minn- ingarnar margar sem við getum glaðst yfir. Alltaf varstu tilbúinn til að hjálpa mér ef þörf var á. Elsku frændi, ég gæti skrifa heila bók um okkar samveru. Það var allt- af svo gaman að kíkja á þig í Garðinn og það eina sem við ræddum um var allar þessar talstöðvar sem þú áttir. Elsku frændi, þér fannst ekkert leið- inlegt að rúnta um allt og heim- sækja alla sem þú þekktir. Ég og fjölskyldan erum svo þakklát fyrir að hafa fengið þig í mat um áramótin og okkur grunaði ekki að það væru síðustu áramótin sem við ættum saman en svona er lífið, við vitum ekki hvenær síðasta daginn ber að. Það er gaman að minnast þess að þegar ég fór að eiga drengina mína þá fannst þér svo gaman að gefa þeim talstöðvar í jólagjöf svo þeir gætu kallað á milli sín því ekki voru þeir með síma svo þér fannst þetta alveg tilvalið, já og öll verkfærin sem þú gafst þeim líka því þeir áttu að gera við hjólin sín sjálfir. Elsku frændi, ég er svo þakk- látur fyrir að hafa fengið þig í kaffi 15. september því þremur dögum seinna ertu farinn frá okkur og engan grunaði að þetta væri í síðasta skiptið sem við myndum hittast. Jæja, elsku frændi, ég ætla ekki að hafa þetta lengra svo hafðu það sem best í Sumar- landinu góða eins og þú kallaðir alltaf. Sjáumst seinna. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Kveðja, Örlygur Örn, Elín María Arnar Már, Óli Þór, Sævar Ingi. Reidar Jóhannes Óskarsson ✝ RagnheiðurSvava Karls- dóttir fæddist á Akureyri 3. júlí 1943. Hún lést 24. september 2018. Foreldrar henn- ar voru Kristbjörg Sveinsdóttir, f. 22. júní 1912, d. 22. nóvember 1991, og Karl Jóhann Jóns- son, f. 8. október 1906, d. 25. október 1976. Systkini hennar eru 1) Svala, f. 1934, d. 1948. 2) Erna Tom, f. 1936. 3) Karlý Björg, f. 1940, d. Kristbjörg Erna, f. 1969. Hún á synina Björn Aron Valdez og Andra Þór Valdez. 3) Björn, f. 1970, kvæntur Önnu Bergrós Arnarsdóttur og eiga þau þrjú börn, Björn Heiðar, Gunnþór Andra og Ragnheiði Svövu. Fyrir átti Anna þau Alexander Arnar Þórisson og Elínu Mar- gréti Þórisdóttur. Barna- barnabörnin eru tvö, Unnur Birna og Sara Björk. Ragnheiður gekk í Barna- skólann og Gagnfræðaskólann á Akureyri. Auk húsmóð- urstarfa vann hún mestan hluta starfsævinnar hjá Akur- eyrarbæ, lengst af við barna- gæslu en síðustu starfsárin hjá Sundlaug Akureyrar. Útför Ragnheiðar Svövu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, fimmtudaginn 4. október 2018, klukkan 13.30. 2003. 4) Helga Sigurlína, f. 1942, d. 2016. 5) Jón Em- il f. 1944. 6) Svala, f. 1951. 7) Sveinn, f. 1954. Eiginmaður hennar er Björn M. Snorrason, fæddur á Fáskrúðsfirði 2. febrúar 1939. Börn þeirra eru: 1) Val- gerður Ósk, f. 1966, gift Garðari Baldurssyni og eiga þau fjögur börn, Ragn- heiði Erlu, Andreu Björtu, Tómas Karl og Hrefnu Ósk. 2) Sagt er að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Í tilfelli móður minnar var því ekki þannig farið. Við vissum öll alltaf hversu falleg og góð sál hún var. Hún lifði fyrir okkur börnin sín og sennilega voru það bara barnabörnin og barnabarna- börnin sem hún gat hugsanlega sett á undan okkur í forgangs- röðina. Í þeirri röð setti hún sjálfa sig ávallt í síðasta sæti. Það voru því örlög hennar að vinna við að annast börn og það gerði hún svo sannarlega með hjartanu. Mamma mátti ekki vita af neinum sem átti erfitt. Þá reyndi hún að létta undir og leggja sitt af mörkum. Hún var alltaf til taks fyrir alla en aldrei nálægt því að vera yfirþyrm- andi. Hún einhvern veginn gerði allt svo rétt og það var henni svo eðlislægt. Við gerðum oft grín að mömmu fyrir það hversu um- hyggjusöm hún var og orðin „farðu varlega“ notaði hún mjög oft. Þá skipti aldur engu máli og var sama hvort um var að ræða barnabarn hennar á fimmta aldursári að fara yfir götu eða barn hennar á sex- tugsaldri að fara yfir sömu götu. Sömu orðin hljómuðu: „Farðu varlega“. Þetta kann að hljóma yfirþyrmandi en eins og áður sagði þá er það víðs fjarri sannleikanum. Stundum sögðum við að fyrra bragði ef við vorum að fara að gera eitt- hvað áhættusamt eins og fara út í matvörubúð, „mamma, ég fer varlega“, þá brosti hún og sagði „já, gerðu það“. Við fjölskyldan mín vorum svo heppin og e.t.v. pínulítið eigingjörn að plata foreldra mína til að flytja í sömu götu og við og öll nutum við góðs af því. Börnin mín voru lagin við það að fara í „kurteisisheim- sóknir“ til ömmu og afa í kring- um kaffitímann þar sem þau vissu að alltaf var til nóg af mat og enn meira af væntumþykju. Ef eitthvað bjátaði á þá gerði þessi blanda oft kraftaverk. Það verða viðbrigði að hafa ekki ömmu en afi á eftir að vera þeim til halds og trausts. Hann á vonandi eftir að halda áfram að gauka að þeim óþekktarkaramellum sem amma var ekki hrifin af. Ef amma og afi voru fengin til að passa, þá voru börnin ekki í geymslu þar á meðan. Þau voru til í að vera með þeim frá morgni til kvölds þar sem börn- in fengu óskerta athygli allan tímann. Leika, baka, út að ganga eða bíða í tvo klukkutíma við flug- völlinn til að sjá eina lendingu var meðal þess sem þau gerðu með barnabörnunum. Meira að segja var mamma stundum far- in að spila knattspyrnu með þeim þó töluvert hafi skort á hæfileikana þar. Þau sváfu að sjálfsögðu uppi í og ef tvö börn voru í pössun yfir nótt þurfti bara annaðhvort afi eða amma að víkja úr hjóna- herberginu. Þegar börnin voru sótt sagði amma alltaf „takk“. Ég gæti skrifað endalaust um hana móður mína en ég stel orðum góðs manns og geri að mínum og kalla hana meistara- verk skaparans. Við vitum að okkar bíður langur og erfiður vetur en sólin á eftir að hækka á lofti á ný. Dögum sem við grátum fer fækkandi og dögum sem við brosum aftur fer fjölg- andi. Líf okkar verður samt aldrei eins og á meðan við höfðum mömmu. Takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur öll, takk fyrir að vera mamma mín. Björn Björnsson. Til ömmu. Loginn stendur hér við hliðina á þér þið tvö saman. Ég vildi að þú værir enn hjá mér svo allt væri gaman. Ragnheiður Svava Björnsdóttir. Elsku amma, ég sakna þín svo mikið. Það var svo gott að koma til þín. Það var svo gott að halla sér upp að þér í sóf- anum og láta þig strjúka mér um kollinn. Þá sagðir þú alltaf „elsku karlinn“ við mig. Þarna leið mér best og ég vildi að ég gæti alltaf átt svona stundir. Þú og afi voruð þau sem skildu mig best. Mig langar svo að geta hald- ið áfram að koma til ykkar beggja eftir skóla. Þú vildir alltaf að ég fengi eitthvað hollt og þess vegna var LGG ömmu nammið. Það fengum við alltaf. Það var líka svo gott að þegar ég var lasinn komst þú alltaf við í búðinni og keyptir eitthvað handa mér. „Lasinn-drykkinn“ og margt annað. Ef veðrið var vont þá þurfti ég bara að hringja og þið buðust til að keyra mig á æfingu. Stundum skildi ég ekki hvernig var hægt að vera eins góð og þú varst alltaf við mig. Ég sakna þín svo mikið, amma. Gunnþór Andri Björnsson. Það var mjög sárt að heyra að elsku Ragnheiður tapaði baráttunni við hinn illvíga sjúk- dóm, sem hún hafði barist við í nokkur skipti á svo löngu tíma- bili. Þessi einstaka kona sem með hæglæti sínu og góðvild í garð okkar strákanna sem ólumst upp í nágrenni við hana, er í minningunni ein allra besta manneskja sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Ég á svo ótrúlega margar fallegar og góðar minn- ingar úr Espilundinum og víð- ar, þegar við frændurnir vorum að gaurast í kringum hana. Alltaf mætti okkur sama jafn- aðargeðið og yndislegheitin, hvað sem okkur datt í hug að prakkarast. Í samtali við kunningja fyrir skömmu síðan barst talið að góðu fólki og þrátt fyrir að við Ragnheiður höfum lítið hist síð- ustu tvo áratugi, þá valdi ég hana sem dæmi um ljúfustu persónu sem ég gat lýst. Ég veit að fráfall hennar skilur eft- ir risastórt skarð hjá eldri Birni og frændsystkinum mín- um, Valgerði, Kibbu, Bjössa og fjölskyldum þeirra. Það var ein- stakt og fyrir mér var það mjög dýrmætt að fá að alast upp í nágrenni við Ragnheiði. Elsku Ragnheiður, takk fyrir mig. Kæra fjölskylda, ég votta ykkur mína allra dýpstu samúð. Agnar Hlynur Daníelsson. Ragnheiður Svava Karlsdóttir ✝ Ellen Ásthild-ur Ragn- arsdóttir fæddist í Keflavík 10. janúar 1957. Hún lést 24. september 2018. Foreldrar henn- ar voru Ragnar Sigurður Sigurðs- son, f. 2.7. 1913 á Eyjum í Breiðdal, d. 22.10. 1985, og Björg Erlings- dóttir, f. 9.3. 1930 á Þorgríms- stöðum í Breiðdal, d. 2.11. 2008. Alsystkini Ellenar: 1) Þorkell Ragnarsson, f. 28.10. 1958, 2) Kristín Þórdís Ragn- 17.8. 2009, 2) Ragnar Þórður Friðþjófsson, f. 25.1. 1982, d. 9.4. 1982, 3) Róbert Frið- þjófsson, f. 3.2. 1984, 4) Ragna Björg Friðþjófsdóttir, f. 18.10. 1990, í sambúð með Páli Elia- sen, f. 24.1. 1990, barn þeirra er Embla Sif Eliasen, f. 29.10. 2016. Ellen fluttist til Reykjavíkur á fyrsta ári og ólst upp á Hjallavegi til níu ára aldurs en síðan í Breiðholtinu. Ellen og Friðþjófur stofnuðu ung heim- ili í Hafnarfirðinum og bjuggu mörg síðustu árin á Slétta- hrauni. Ellen byrjaði 17 ára að vinna hjá Samvinnubanka Ís- lands og síðar Landsbankanum og átti í ár 44 ára starfs- afmæli. Útför Ellenar fer fram í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 4. október 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. arsdóttir, f. 19.4. 1960. Hálfsystkini Ellenar: 1) Ingunn Ragnarsdóttir, f. 14.11. 1944, 2) Guðmundur Birgir Ragnarsson, f. 1.5. 1947, 3) Soffía Ragnheiður Ragn- arsdóttir, f. 26.8. 1950, d. 20.10. 2015, 4) Ásþór Ragnarsson, f. 10.1. 1952. Ellen var gift Friðþjófi Bragasyni, f. 24.10. 1954, d. 1.5. 2016. Börn þeirra: 1) Bragi Friðþjófsson, f. 17.8. 1978, d. Elsku systir. Ég kveð þig með miklum söknuði og á erfitt með þá hugs- un að þú sért farin frá okkur. Alveg frá æskuárunum á Hjallaveginum vorum við mjög samrýmd og gátum við alltaf lesið hvort annað. Á unglings- árum brölluðum við ýmislegt saman í stórum vinahópi í Breiðholtinu sem var mjög stór og samheldinn. Þú varst alltaf til í að hafa gaman og hugsa ég hlýtt til gömlu góðu daganna. Minnist ég sérstaklega þess þegar þú komst í heimsókn í sveitina hjól- andi 750 km leið með vinkonu þinni, sem er góð lýsing á seiglu þinni og dugnaði. Eftir að þú og Bubbi kynnt- ust voru ófá skipti sem ég kom í heimsókn til ykkar í Hafnar- fjörðinn og áttum við góðar stundir saman. Þið voruð alltaf til í að lána mér einhvern flottan kagga sem Bubbi hafði gert upp og þótti mér það æði sem ung- um manni. Eftir að við bæði höfðum stofnað fjölskyldu þá hugsa ég hlýtt til þeirra tíma sem við eyddum saman, oftast á gamla æskuheimilinu hjá móður okk- ar. Áttum við margar góðar samverustundir þar sem oftar en ekki var gripið í spil og keppnisskapið þitt hjá annars rólegri manneskju kom í ljós. Þegar ég sit og skrifa þessi orð upplifi ég mikla sorg í hjarta að þú sért fallin frá. Ljúfu góðu minningarnar sem við áttum saman koma nú upp í hugann og er ég þakklátur fyrir þær. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og ég gat ávallt leitað til þín. Þú komst alltaf fram að heiðarleika og varst mjög hrein- skilin. Sérstaklega er ég þakk- látur þér hvað þú lagðir á þig vegna mín árin 1988 og 1989 til að hafa góð áhrif á mig þegar ég var ekki á góðum stað í lífi mínu. Þú stóðst alltaf með mér og ég gat alltaf stólað á það. Hugur minn er hjá börnunum þínum á þessum erfiðu tímum. Elsku Róbert og Ragna Björg, Páll og Embla Sif, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þinn bróðir, Þorkell. Elsku frænka. Mikið er erfitt að þurfa að kveðja þig og hugsum við til þín með miklum söknuði. Við erum þakklát fyrir allar góðu stund- irnar sem við eyddum saman og hugsum hlýtt til allra jólaboð- anna þar sem spilað var langt fram eftir nóttu. Það var alltaf gaman að hitta þig, þú varst góð og skemmtileg frænka. Einstaka sinnum þótt- ist þú hafa vit á fótbolta en hélst með Liverpool. Gaman þótti okkur þegar þú komst með skemmtileg skot þegar Liver- pool hafði óvænt unnið, Róberti til mikillar gleði. Þú varst hógvær, hlý, fyndin og sterk. Sjaldan hefur maður kynnst eins hjartahlýrri og góðri konu og erum við heppin að hafa haft þig í okkar lífi. Með miklum söknuði kveðj- um við þig, elsku frænka. Jóhannes og Björg. Ellen Ásthildur Ragnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.