Morgunblaðið - 04.10.2018, Síða 57

Morgunblaðið - 04.10.2018, Síða 57
MINNINGAR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 ✝ Kristín AgnesSamsonar- dóttir, eða Ninna eins og flestir þekktu hana, fædd- ist á Þingeyri við Dýrafjörð 12. febr- úar 1933. Ninna lést á líknardeild Landspítalans 25. september 2018. Hún var yngst 14 barna Samsonar Jóhannssonar, f. 1890, d. 1971, og Bjarneyjar Sveinbjörns- dóttur, f. 1888, d. 1943. Systkini Ninnu voru: Sigurður Björn, f. 1912, d. 1946; Ragnheiður, f. 1913, d. 2007; Guðrún Ágústa, f. 1914, d. 2003; Þorbjörg, f. 1916, d. 2003; Samson, f. 1917, d. 1978; Jóhann, f. 1919, d. 2001; Svein- björn, f. 1920, d. 1975; Þorvald- ína Ína, f. 1922, d. 1942; Jónea, f. 1923, d. 2009; Sigríður, f. 1925, d. 2012; Aðalheiður, f. 1926, d. 2011; Haraldur, f. 1928, d. 1995; Valgerður Albína, f. 1930, d. 2003. Ninna giftist Gísla G. Benja- mínssyni 16. október 1960 og eignuðust þau fjögur börn. Þau eru: Linda, f. 21.9. 1956, sem á dótturina Ídu Bjarneyju; Örn Smári, f. 28.7. 1960, kvæntur Sigrúnu Gunnsteinsdóttur og eiga þau Arnar, Gísla Stein og Ólöfu Agnesi; Davíð f. 17.5. 1963, sem á soninn Dúa Juniper, og Benjamín, f. 6.11. 1965, sem á Berg- ljótu Klöru, Herthu Kristínu, Gísla Jón og Stefaníu Agnesi. Ninna fór snemma að heiman og dvaldi hjá systur sinni, Guðrúnu, á Patreksfirði en þaðan lá leiðin í Húsmæðraskóla á Laugum. Eft- ir einn vetur í Húsmæðraskól- anum lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hún vann við sauma- skap í Belgjagerðinni. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna þar sem hún dvaldi hjá Þorbjörgu systur sinni. Eftir dvölina í Bandaríkj- unum flutti hún aftur til Reykja- víkur og vann við saumaskap og fleira. Ninna og Gísli fluttu til Kópavogs árið 1966 og bjuggu þar það sem eftir var, Ninna vann ýmis störf með fram því að sinna heimilinu, svo sem í frysti- húsinu Barðanum í Kópavogi og um tíma ráku þau hjónin fiskbúð á Álfhólsvegi 32. Lengst af starfaði Ninna sem skólaritari bæði í Hólabrekkuskóla og svo síðar í Kópavogsskóla. Útför Ninnu fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag, 4. október 2018, og hefst athöfnin klukkan 11. Hún Ninna mín, blessunin, er dáin, fyrrverandi tengdamóðir og amma barnanna minna Herthu Kristínar, Gísla Jóns og Stefaníu Agnesar. Yndisleg kona og góð amma. Hún var orðin 85 ára göm- ul en þegar hún kvaddi okkur nú í september, þá virtist hún nokkuð sátt. Við fæðumst, göngum í gegn- um lífið með öllum þeim sigrum og sorgum sem það býður okkur upp á og þegar að kveðjustund kemur er það svo mikil blessun þegar fólk er sátt við þá stund. Það eru um 19 ár síðan ég kynntist Ninnu, þegar við Benni yngsti sonur hennar tókum sam- an. Hún kom mér fyrir sjónir sem kona sem hafði reynt margt en á þessum tíma var hún einnig í sorg, enda ekki svo langt síðan hún hafði þá misst manninn sinn, Gísla heitinn. Það var svo greinilegt á öllu hversu mikil sorg hennar var. Ég hugsa stundum til baka til þessara fyrstu kynna minna af Ninnu og hvað það hefur verið happ hennar í lífinu að eiga góðan mann. Hjónabandið hafði verið sterkt og barnalánið mikið. Eftir því sem árin liðu fann hún gleðina á ný og hún var þakklát fyrir það sem hún hafði átt. Nú eru þau sameinuð á ný og fyrir það getum við verið þakklát og yljað okkur við minningarnar um allt það sem hún gaf á sinni góðu og löngu ævi. Ninna var hætt að vinna á þess- um árum og við Benni nutum góðs af því þegar börnin fæddust hvert af öðru og oft veitti okkur ekki af aukahöndum á heimilinu. Krakk- arnir hugsa með hlýju til ömmu Ninnu, bananabrauðsins, brauð- bollanna sem hún bakaði, sköt- unnar á Þorláksmessu og grjóna- grautarins, snúðanna og vínarbrauðsins sem hún kom með á Borgarholtsbrautina og svo ég tali nú ekki um allan prjónaskap- inn. Ninna prjónaði hverja peys- una á eftir annarri, vettlinga, húf- ur, grifflur og svo mætti lengi telja. Það var svo gaman að sjá hversu mikil hannyrðakona hún var og þrátt fyrir gigt i fingrum léku prjónarnir í höndum hennar. Svo voru það ófáar sögurnar sem hún sagði, frá lífinu fyrir vestan, af afa Gísla og svo ekki síst af Benna og bræðrum hans þegar þeir voru litlir. Og svo dekraði hún við og knúsaði Emmu köttinn okkar enda síamsköttur eins og hann Skjási hennar. Nú síðustu árin höfum við Ninna hist minna, en við áttum þó alltaf okkar stundir. Undir það síðasta fór hún ekki svo mikið að heiman en ég talaði reglulega við hana í síma og það var skotist í kaffi. Það var einnig orðin venja hjá okkur Ninnu að fara saman og kaupa jólagjafir fyrir krakkana. Alltaf var það yndisleg stund, sem við áttum, skoðuðum í búðir og tókum okkur svo góðan tíma í spjall á kaffihúsi. Elsku Ninna, ég mun sakna þessara stunda okkar. Ég og börnin þökkum ömmu Ninnu fyrir alla gæskuna og góð- mennskuna og kveðjum með sálmi ortum af afa mínum, sr. Gunnari Árnasyni, presti frá Skútustöðum. Vor sál er himnesk harpa helgum guði frá, vér lifum til að læra að leika hana á. En þá sem ljúfast leika þau lög sem Drottinn ann við komu dauðans kallar í kóra sína hann. Haustsólin skín og umvefur minningarnar og þá sem eftir lifa. Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. Í dag kveðjum við Kristínu Samsonardóttur, kæra vinkonu til margra ára. Okkar kynni hófust fyrir um það bil fimmtíu árum þegar við tvenn hjón fluttumst með börn okkar inn í nýbyggt tvíbýlishús við Álfhólsveginn í Kópsvogi. Við undirrituð og Kristín og maður hennar Gísli G. Benjamínsson. Þar áttum með þeim farsæla sam- búð um þrjátíu ára skeið eða allt þar til Gísli lést langt um aldur fram árið 1995. Kristín flutti þá í annað húsnæði svo og við hjónin nokkru seinna. En sambandið milli okkar hefur haldist óslitið alla tíð. Kristín var glæsileg kona og bar sig með reisn. Hún var tryggðatröll og reyndist vinum sínum vel. Oft undruðumst við dugnað hennar og æðruleysi þeg- ar hún var ein með fjögur börn sumar eftir sumar þegar Gísli var á sjónum. Þetta síðasta ár hefur verið henni erfitt. Hún var orðin miklu veikari en maður gerði sér grein fyrir. En að kvarta var ekki henn- ar siður. Svo kveðjum við þig, elsku Kristín, og þökkum fyrir sam- fylgdina. Við sendum börnum þínum og barnabörnum innilegar samúðar- kveðjur og biðjum Guð að blessa hópinn þinn. Geirþrúður Kristín og Ólafur Bjarnason. Kristín Agnes Samsonardóttir Púlli frændi er dáinn. Mikið óskaplega var erfitt að fá þetta símtal frá móður hans, þegar dauða hans bar að garði. Við Púlli ólumst upp hjá afa og ömmu, og vorum við alltaf eins og bræður. Afa og ömmu kölluðum við pabba og mömmu, því þau voru eins og pabbi og mamma við okk- ur alla tíð. Það var mikið brallað hjá okk- ur í Laugarnesinu á okkar barns- og unglingsárum, þegar við bjuggum á Kleppsveginum. Þá var þetta hverfi mikið óbyggt og talsvert um auð svæði. Það tíðk- aðist að fara í fallin spýta, stór- fiskaleiki, yfir og náttúrulega fót- bolta og síðan á BP bryggjuna að veiða ufsa, marhnút og kola, sem sagt stússast í öllu því sem börn- um fannst gaman í þá daga. Við Púlli fórum saman í veiði- ferðir, og er mér alltaf ógleym- anleg veiðiferðin sem við fórum upp á Arnarvatnsheiði árið 1974 þegar ég var nýbúinn að kaupa nýjan Bronco-jeppa. Vorum við fimm manns í bíln- um með þrjú tjöld og fimm svefn- poka, nesti og veiðigræjur. Um nóttina þegar við þessi fjögur sem vorum með Púlla í Kenneth Páll Price ✝ Kenneth PállPrice fæddist 29. janúar 1956. Hann lést 11. sept- ember 2018. Útförin fór fram í kyrrþey. ferðinni fórum að sofa, þá fór minn maður út að veiða í næturkyrrðinni og var hann að alla nóttina . Veiðin var góð því það lá mikill afli við bílinn um morguninn þegar við hin dröttuðumst á fætur. Eins er mér mjög minnisstætt þegar ég og Monika fórum hringveginn árið 2002, þá vann Púlli á með- ferðarheimili í Jökuldal, var þar ráðsmaður. Við komum að sjálfsögðu við hjá honum og voru þar höfðing- legar móttökur. Mér er einnig mjög minnis- stætt þegar við frændur fengum okkur sölubás í Kolaportinu og seldum þar ýmsan varning sem við þurftum að losna við, þá var hann mjög í essinu sínu. Hann vann meira og minna alla tíð við mannleg samskipti, umönnun og hjálp við þá sem minna máttu sín. Sjálfur glímdi hann við þann sjúkdóm sem erfitt er að eiga við og jafnvel skilja. Það er skrítið til þess að hugsa að ég geti ekki heimsótt hann á Hringbrautina oftar og fengið hlýtt og innilegt faðmlag þegar ég hitti hann og kveð. En nú er hann kominn aftur til mömmu og pabba og líður vel, það veit ég. Ég votta elsku Lollý minni og öllum ættingjum hans og vinum mína dýpstu samúð. Dói. Þórhallur H. Þórhallsson. Gísli var öðling- ur til orðs og æðis, glaðsinna, hrein- skiptinn, söngvinn eins og hann átti kyn til, einkar þægilegur í öll- um samskiptum, vinfastur og hrókur alls fagnaðar á gleði- stundum, róttækur í skoðunum en sá þó veröldina alltaf í öllum litum, ekki bara í svart/hvítu; hafði ríka réttlætiskennd. Hann skráði í dagbók sína hvert kvöld það sem lífið hafði fært honum í skaut. Við kynntumst fyrir meira en 40 árum þegar við komum að útgáfu Skagfirðinga- bókar ásamt góðum félögum okkar. Gísli var hagur á íslenskt mál, nákvæmur í notkun þess og einkar vandaður yfirlesari; sá öðrum betur ýmis mállýti, tuggur í texta, ósamræmi, ásláttarvillur o.s.frv. Hann las jafnan lokapróförk Skagfirð- ingabókar og þeir sem til þekkja vita til víss hver lús- arlestur það er. Hann skrifaði ekki mikið í ritið en las þeim mun meira af handritum fyrir marga fræðimenn og dró þá að landi. Hann sinnti fjölda starfa fyrir Fjölbrautaskólann í Breið- holti, en þangað réðst hann við stofnun skólans og vann þar til starfsloka sinna. Hann kenndi íslensku og sögu og ég þykist þess fullviss að hann hafi verið í þeim kjarna starfsmanna sem yfirvöld leituðu oftast til; hann var ritstjóri námsskrár skólans auk þess sem hann hljóp oft undir bagga þegar mikið lá við. Gísli var í hópi þeirra sem hitt- ust jafnan á laugardögum í Norræna húsinu eftir að kaffi- stofa var opnuð þar fyrir hálfri öld. Þangað komu Skagfirðing- ar og kunningjar þeirra úr nær- Gísli Magnússon ✝ Gísli Magn-ússon fæddist 17. maí 1946. Hann andaðist 11. sept- ember 2018. Útför Gísla fór fram 21. september 2018. sveitum og raunar ýmsir aðrir til skrafs fremur en ráðagerða. Það voru skemmtilegar stundir þótt ég hafi vanrækt þennan fé- lagsskap síðustu ár. Þær voru raunar ekki síðri heim- sóknir okkar til for- eldra Gísla, Magn- úsar og Jóhönnu, þegar þau bjuggu hér syðra; það var ánægjulegt og gefandi að sitja við eldhúsborðið þar sem þau bjuggu við Fjólugötu. Gísli greindist með krabba- mein snemma í fyrra og barðist við það ótrauður. Við Skagfirð- ingabókarmenn héldum upp á 50 ára afmæli bókarinnar og 40 ára setu okkar í ritstjórn í fyrrahaust; fórum þá í sögulega ferð til Skotlands. Nokkuð var þá dregið af Gísla en ferðin var okkur öllum til yndis og þaðan eigum við dýrmætar minningar um samverustundir. Smám saman þyngdi sjúkdómurinn honum lífið en Ólöf kona hans stóð þétt við hlið hans og hann var heima í rauninni lengur en hægt var að búast við. Ég heim- sótti hann nokkrum dögum fyr- ir andlátið og þá var sýnt að hverju stefndi. Dauðinn lauk upp kvölddyrum hans fyrr en varði. Ég átti þess ekki kost að fylgja honum síðasta spölinn en vil nú kveðja góðan dreng með orðum sveitunga okkar, Hann- esar Péturssonar, „Einbátung- ur“: Nú blánar við sjónarrönd fyrir svefneyjunum. Hann leggur árar í kjöl og hafstraumurinn vaggar og vaggar hægt og rótt bátnum þangað í beina stefnu. Ástvinum hans öllum sendum við Magnea samúðarkveðjur. Sölvi Sveinsson. ✝ Ingibjörg Eð-varðsdóttir fæddist á Akureyri 27. sepetmber 1940. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Lög- mannshlíð 24. sept- ember 2017. Foreldrar hennar voru Edmund Ull- rich, f. 10. júní 1901, d. 1989, og Berta Emma Karlsdóttir, f. 8. ágúst 1904, d. 12. apríl 1991. Systur hennar Friða Emma Eð- varðdóttir, f. 31. maí 1927, d. 30. maí 2009, Bryndís Ágústa Eðvarð- sdóttir, f. 6. ágúst 1935, d. 25. nóv- ember 1936, Bryndís Súsanna Eð- varðsdóttir, f. 28. apríl 1938. Börn hennar eru 1. Bryndís 2018. 4) Kolbrún Stella Gests- dóttir, f. 29. apríl 1992, 4a) Árný Tekla Ingólfsdóttir, f. 17. febrúar 2015. Jens Ingi Gestsson, f. 6. okto- ber 1995, Gestur Bergmann Gests- son, f. 16. mars 1999. 2) Sigurður Bergmann Svavarsson, f. 4. des- ember 1963. Börn hans eru 1) Dag- mar Sigurðardóttir, f. 25. júlí 1989, 1a ) Embla Dagbjört Davíðsdóttir, f. 6. mars 2013, 1b) Ernir Daði Davíðsson, f. 14. apríl 2015. 2) Hrönn Sigurðardóttir, f. 18. janúar 1994. 3) Íris Sigurðardóttir, f. 17. mars 1996. 3) Magnús Jón Ólafs- son, f. 14. apríl 1974. Sonur hans Drengur Magnússon, f. 1. júlí 2018. Ingibjörg var búsett á Akureyri að Oddagötu 7. Útför hennar fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ágústa Svavarsdóttir, f. 12. ágúst 1962, börn hennar 1) Ingibjörg Kristín Gestsdóttir, f. 27. september 1981, 1a) Veronika Líf Guð- bjartsdóttir, f. 5. júlí 2006, 1b) Aníta Ösp Bergmann Guðbjarts- dóttir, f. 14. júlí 2013. 2. Ásthildur Helen Gestsdóttir, f. 17. júlí 1983, 2a) Bryndís Rósa Árnadóttir, f. 11. mars 2005, 2b) Ólöf Kristín Árnadóttir, f. 23. desember 2006. 3) Sædís Svava Gestsdóttir, f. 19. apríl 1989, 3a) Þórdís Emma Eyþórsdóttir, f. 19. júní 2012, 3b) Snæþór Ingi Eyþórs- son, f. 24. júlí 2014, 3c) Hafþór Bergmann Eyþórsson, f. 19. maí Elsku amma, nú ert þú farin frá okkur allt of snemma og verður þín sárt saknað. Ég vil þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman, elsku amma, þær voru mér dýrmætar. Samúðarkveðju vil ég senda til Gulla eftirlifandi eiginmanns ömmu. Hinsta kveðja. Þín nafna Ingibjörg Kristín Gestsdóttir. Jæja, þá er komið að því að ég setjist niður og skrifi fallega minn- ingargrein um þig, elsku amma mín. Það sló mig svolítið þegar ég fékk hringinguna frá pabba mínum að þú værir nú farin frá okkur, ég bara áttaði mig ekki á því. Þú varst búin að vera veik og sterk síðustu mánuði. Ég fór með börnin mín og mömmu í heimsókn til þín miðjan ágúst, rúmlega mánuði áður en þú fórst. Mikið er ég glöð að hafa get- að hitt þig þá. Ég man að ég hugs- aði „ætli þetta sé síðasta skiptið sem ég mun sjá þig“. Ég allavega kyssti þig og knúsaði þig vel og lengi áður en við fórum, horfði á þig í glugganum meðan við vorum að bakka bílnum frá húsinu og al- veg þangað til að þú sást ekki meir. Árið 2010 þá kynntist ég þér mjög vel, það var þá sem ég flutti til Akureyrar til að stunda nám. Ég kom til þín 1-2 sinnum í viku, bæði til að spjalla við þig og líka til að hjálpa þér við heimilisstörfin. Við Eyþór vorum mjög dugleg að koma til ykkar Gulla, bæði í að hjálpa ykkur í að gera upp húsið ykkar og bara í spjall. Við náðum ótrúlega góðu sambandi og leit ég á þig sem ein af mínum góðu vin- konum. Þegar ég varð ólétt að börnunum mínum var ég fljót að segja þér frá því, þú varðst alltaf svo glöð þegar ég sagði þér frá þessum gleðifréttum, ég man bara fyrir ári síðan þegar ég varð ólétt að Hafþóri þá sagði ég þér fyrst frá þessu, aðeins gengin fimm vik- ur á leið. Við vorum það nánar. Þegar við Eyþór ákváðum að flytja frá Akureyri í maí 2013 þá fannst mér mjög erfitt að segja þér frá því, en þú tókst því vel og sýndir því skilning. Gulli hjálpaði okkur að flytja austur og við ákváðum að vera duglegar að hringja hvor í aðra sem og við gerðum. Við spjölluðum stundum alveg upp í klukkutíma um allt og ekkert, hlógum og fífluðumst. Ég mun sakna þess að heyra þig hlæja, því að þú hlóst mikið. Undir það síðasta var mjög erfitt og vont fyrir þig að tala og mér Dauðinn kvað; „ég sæki þig svo skjótt“, í skjóli nætur sveipaður skikkju ofinni úr svörtu hýjalíni. Beinaber hönd greypt um gyllt orfið, glampar á ljáinn við fyrsta slátt. Nýverið flutti amma mín í höll minninganna með bílfarm af minn- ingum um hlýja sumarmorgna í sólbaði fyrir utan glugga hennar, hlátur í eldhúsi oft út af ekki neinu sérstöku og sögum sem mér virt- ust úr fyrndinni þegar hún var vinnusöm lítil stúlka í torfbæ eða ung kvennaskóladama og átti lífið allt framundan. Þessi búslóð henn- ar er ekki af verri endanum og mun ég á komandi árum getað leit- að í hirslum og skúmaskotum hennar eftir ljósglætum úr fortíð- inni. Góðum ráðum og fordæmum. Amma bjó yfir mörgum ágætum kostum. Hún var fyrst og fremst stolt kona, hreinskilin og ekki feimin við að deila skoðun sinni. Glaðlyndi hennar og hispursleysi var aðdáunarvert, meira að segja á hennar hinstu dögum var enn hægt að slá á létta strengi og gant- ast með ástand hennar eins og það var orðið. Hún kenndi mér að líta á lífið sem gjöf sem unnt er að ráð- stafa að vild. Það er hugurinn og viðhorfið sem er helsti þröskuldur tilverunnar. Því ber manni að sætta sig við orðinn hlut og líta hnarreistur fram á við með glað- værðina að leiðarljósi, tilbúinn að mæta því sem koma skal. Huggun úr skjóli þú veittir, sefandi sárum beittir, líkn og mildum tárum. Lausnari úr lífsins gárum. Ásthildur Helen. fannst mjög erfitt að geta ekki heyrt í þér. Amma! Ég mun sakna þín! Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín, Sædís Svava. Ingibjörg Eðvarðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.