Morgunblaðið - 04.10.2018, Side 64

Morgunblaðið - 04.10.2018, Side 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84% prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Fullkominn ferðafélagi AF BÓKUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það er sunnudagur í Delí og ekkert ský á himni sem gæti mögulega dempað brennandi hádegissólina; hitamælirinn segir 34 og stígur enn. En taktur hinna 26 milljóna íbúa borgarinnar virðist ekkert róast þrátt fyrir hitann; þegar kom- ið er að Delí-hliðinu svonefnda, einu af hinum gömlu hliðum á borgarmúrnum sem á miðöldum umlukti glæsta borg mógúlanna, þá eru allrahanda farartæki – fjór- þrí- og tvíhjóla – þar á mishraðri fleygiferð með tilheyrandi flauti og glamri, þarna fer skrúðganga gegnum hringtorgið við hliðið með hornablæstri, trumbuslætti og há- værri ræðu á hindí sem er þrusað úr rifnum hátölurum á vörubíl sem leiðir marsinn, brotvélar verka- manna sem eru að brjóta niður veggi og rífa upp gangstétt eru æði háværar og allsstaðar er gangandi fólk á ferð. En á misgreiðfærum gangstéttum og dyraskotum gatn- anna sem ganga norður inn í gömlu borgina og líka vestur frá hliðinu má svo langt sem augað eygir sjá fólk standa yfir bókum, blaða í bók- um, ræða bækur og kaupa bækur. Þetta er vikuleg uppákoma, sunnu- dags bókamarkaðurinn í Daryag- anj hverfinu. Markaður sem heima- menn segja taka yfir um tveggja kílómetra langan kafla. Og fjöldi bókanna sem dreginn er þar fram í viku hverri og reynt að selja hleyp- ur á milljónum eintaka. Þetta er draumamarkaður áhugamanna um bækur – ef ís- lenskir lesendur hafa á annað borð áhuga á bókum á ensku eða öðrum opinberum málum indverska mál- svæðisins, hindí, úrdú og hinum tuttugu opinberu málunum, og láta ryk á skruddum ekki trufla sig – því það er nóg af því þarna við mal- bikaðar og rykugar göturnar í einni menguðustu borg jarðar. Ef indverskir bókaútgefendur sendu árleg bókatíðindi inn á heim- ili landsins eins og þeir íslensku gera, þá er ólíklegt að sá doðrantur kæmist inn um hefðbundna dyra- lúgu. Indverski bókamarkaðurinn mun vera sá sjötti stærsti á jörðinni og útgefendur rúmlega níu þúsund talsins. Samsetning bókanna sem boðnar eru á Daryaganj-markað- inum ber þess merki að þorri for- laganna einbeitir sér að kennslu- og fræðslu af ýmsu tagi en rúmlega níuhundruð forlög gefa út bók- menntir af ýmsu tagi, bækur, sem þrátt fyrir gríðarstórt markaðs- svæðið, einn komma þrjá milljarða íbúa landsins, seljast flestar aðeins í nokkur þúsund eintökum. En svo eru alltaf einhverjar sem slá í gegn og þá er talað um sölu sem hleypur jafnvel á tugum milljóna seldra ein- taka – og þær bækur verða jafn- fram áberandi á markaðinum í end- ursölu. Heilu fjöllin af sumum mátti sjá þennan rykuga og góða bóka- dag í gömlu Delí. Staflar Alla sunnudaga, frá því snemma um morgun og fram á kvöld, eru bóksalarnir að stafla bókunum, leita og gramsa með viðskiptavinum. Reyrðar Sumir selja teiknimyndasögur, aðrir kokkabækur – sérhæfing bóksalanna er umtalsverð – einhverjir halda bókastöflunum bundnum. Ýmislegt Frá Rankin til McEwan – fjölbreytileikinn er mikill, sumir sérhæfa sig í skáldsögum og verðið aðeins 15 krónur á bók. Í rykinu Bóksalarnir vanda sig mismikið við frá- ganginn, sumir hrúga varningnum bara upp. Á götunni Námsmenn leita að ýmiss konar kennslubókum og bóksal- ar reyna að aðstoða þá. Þeir segja ástarsögurnar líka sívinsælar. Milljónir bóka í sól og ryki Morgunblaðið/Einar Falur Heitar bækur Þrátt fyrir að margir bóksalanna strekki dúk yfir sig og bæk- urnar, þá er heitt og suma syfjar meðan viðskiptavinir róta í skræðunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.