Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 66
VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hrollvekjan Malevolent, í leikstjórn hins alíslenska Ólafs Jóhannesson- ar, sem gengur undir listamanns- nafninu Ólafur de Fleur Jóhannes- son, verður frumsýnd á streymis- veitunni Netflix á morgun, föstu- dag. Frumsýning er kannski ekki rétta orðið þar sem um streym- isveitu í sjónvarpi er að ræða og því réttara að segja að kvikmyndin verði þá aðgengileg notendum veit- unnar sem nær til 190 landa, hvorki meira né minna. Systkini og svikahrappar Kvikmyndin er sú fyrsta banda- ríska sem Ólafur leikstýrir og fóru tökur fram í Skotlandi, í Glasgow og nágrenni borgarinnar fyrir um tveimur árum og var Bjarni Felix Bjarnason kvikmyndatökustjóri. Handrit myndarinnar er eftir Ben Ketai og Evu Konstantopoulos og byggt á bók Konstantopoulos, Hush. Í myndinni segir af syst- kinum, Jackson og Angelu, sem gefa sig út fyrir að vera drauga- banar en eru í raun svindlarar, hafa fé af syrgjandi fólki með fölsuðum tækjabúnaði, tæknibrellum og meintri miðilsgáfu Angelu. Syst- kinin eru fengin til að rannsaka reimleika á gömlu munaðarleys- ingjahæli fyrir stúlkur og komast að því að hryllilegir atburðir áttu sér þar stað 25 árum fyrr. Fljótlega átta þau sig á því að reimleikar eru ekki það versta við staðinn því eitt- hvað mun verra leynist á hælinu. Með hlutverk systkinanna fara ensku leikararnir Florence Pugh og Ben Lloyd-Hughes en af öðrum leikurum má nefna Celiu Imrie sem er einnig ensk og þekkt leikkona. Endurræsti sig Ansi langt er um liðið frá því síð- ast spurðist til Ólafs og engu líkara en hann hafi lagst í híði. Blaðamað- ur ræddi síðast við hann í maí árið 2015 og þá um sömu kvikmynd sem reyndar hét þá Hush og átti að vera með annarri leikkonu í aðalhlut- verki, Sophie Cookson. Eins eins og gengur í kvikmyndabransanum breyttust áætlanir, Cookson reynd- ist of upptekin fyrir verkefnið og önnur leikkona var því fundin í hennar stað og titli kvikmyndarinn- ar var líka breytt. Tökur hófust svo árið 2016. En hvar hefur Ólafur eiginlega verið? „Ég þaggaði aðeins niður í mér og lærði að lesa og skrifa upp á nýtt,“ svarar hann, kátur að vanda. Hvað á hann við með því? „Það er búið að vera mikið álag á mér, eins og gengur og sérstaklega eftir að ég skaut þessa mynd. Ég ákvað því að fara bara að æfa mig í að skrifa kvikmyndahandrit. Ég var búinn að gera mikið af því en langaði til að endurræsa mig og tók mér góðan tíma í að hreinsa pal- lettuna og læra þetta upp á nýtt. Þetta hefur verið rosalega gefandi og ég hef verið að skrifa mikið,“ svarar Ólafur. Bæði hafi hann skrif- að fyrir sjálfan sig og fengið góð verkefni erlendis frá sem hann sé að vinna í þessa dagana. Marineringin er mikilvæg Ólafur segir langt ferli að baki Malevolent, nýir leikarar hafi m.a. verið fundnir og handritið betrum- bætt áður en ráðist var í tökur. Að þeim loknum tók svo klippingin við og stóð yfir í eina 18 mánuði með hléum. „Þessi marineringartími gerir oft gæfumuninn,“ segir Ólafur um þennan langa tíma sem myndin var í klippiherberginu. – Marineringin er líka lykilatriði þegar maður er að grilla … „Jú, jú, nákvæmlega og það er ekki oft sem það er hægt en þarna var það blessunarlega hægt,“ segir Ólafur. Allur gangur sé á því hversu langan tíma klipping taki í kvik- myndagerðarferlinu. „Yfirleitt eru þetta þrír mánuðir sem maður fær í leikstjóraklippið og svo tekur annar klippari við. Svo kem ég inn aftur og sá þriðji og svo gengur þetta bara hægt og rólega,“ útskýrir hann. Ólafur segir það hafa verið áhugaverða reynslu að vinna í bandarísku kvikmyndabatteríi og geta einbeitt sér alfarið að leik- stjórninni. Hann hafi oftast fram- leitt sjálfur sínar kvikmyndir og blessunarlega getað sleppt þeim hluta kvikmyndagerðarinnar að þessu sinni. Draugalegur kastali Malevolent er fyrsta hrollvekja Ólafs og segist hann hafa stúderað slíkar kvikmyndir til að undirbúa sig fyrir tökur. „Þetta er mikil list og það þurfti þó nokkurn undirbún- ing til að geta tekið almennilega þátt í þessu,“ segir hann um hroll- vekjuformið. Hann hafi skoðað vel bæði gamlar hrollvekjur og nýjar, til dæmis Shining og aðrar sígildar. Hrollvekjan var tekin í gömlum kastala í Skotlandi og heyra má á Ólafi að tökustaðurinn hafi verið frekar draugalegur. Spurður að því hvort hann hafi ekki gist í kastal- anum segist Ólafur alls ekki hafa verið til í það. „Það sem var eigin- lega skemmtilegast við þetta var að vinna með átta ára telpum. Þær voru að vinna við mjög erfiðar að- stæður en voru oftast þær fullorðn- ustu á tökustað,“ segir Ólafur en eins og sjá má af stillum og stiklum úr kvikmyndinni eru þessar stúlkur heldur hrollvekjandi. Nýi völlurinn „Þetta er bara nýi völlurinn,“ segir Ólafur um sýningarvettvang kvikmyndarinnar, hina gríðar- vinsælu streymisveitu Netflix. „Að- gengi er orðið svo rosalega gott að þetta verður varla mikið betra, að komast upp á svona svið,“ bætir hann við. – Hefurðu fengið fleiri verkefni út á þessa kvikmynd? „Það á bara eftir að koma í ljós,“ svarar Ólafur sem er að vanda með nokkur verkefni á teikniborðinu. „Ég hef verið að skrifa og líka kenna svolítið handritaskrif. Svo hef ég verið að æfa fólk í kvikmynda- leik, litla hópa,“ segir hann. En hvert er næsta leikstjórnar- verkefni Ólafs de Fleur Jóhannes- sonar? „Ég er að fara að gera heim- ildarmynd í Los Angeles á næsta ári og svo er ég bara að skoða nokk- ur verkefni,“ segir Ólafur. Um heimildarmyndina vill hann sem minnst segja að svo stöddu. Á rauðu teppi í IKEA Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvernig Ólafur muni fagna frumsýningunni sem fer að þessu sinni ekki fram í bíói heldur í þús- undum, ef ekki milljónum, sjón- varpstækja víða um heim. Ætlar hann að sitja heima með poppkorn í skál og opna kampavínsflösku? „Nei, ég fer upp í IKEA, fæ rautt teppi þar og ætla að ganga eftir því og vera með myndina í eyrunum. Þá er eins og ég sé á rauða dreglinum og enginn veit hvað er í gangi.“ Fjör Ólafur með leikurunum Ben Lloyd-Hughes, Florence Pugh, Georgina Bevan og Scott Chambers. „Verður varla mikið betra“  Ólafur de Fleur frumsýnir nýjustu kvikmynd sína, Malevolent, á streymisveitunni Netflix sem nær til 190 landa  Fyrsta Hollywood-mynd Ólafs  Hrollvekja sem var tekin upp í skoskum kastala Í kastala Ólafur leggur þeim Imrie, Hughes og Bevan línurnar í tökum. Ljósmyndir/Graeme Hunter Einbeittur Ólafur við tökur í Skotlandi. 66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.