Morgunblaðið - 04.10.2018, Page 67

Morgunblaðið - 04.10.2018, Page 67
MENNING 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 Daginn sem ég lauk lestribókar Guðrúnar Nordal,Skiptidaga, nesti handanýrri kynslóð, birtist í Morgunblaðinu forvitnileg lýsing Þórarins Eldjárns skálds á leit hans að orðinu „tjaldkúlur“. Hann leitaði að því í öllum almennum og dag- legum orðabókum og orðfræðiritum. Sjálft ritmálssafn Orðabókar Há- skólans sagði pass. Eftir það sneri Þórarinn sér til þess „margfróða Bandaríkja- manns Gúgúls“ sem beit á agnið þegar orðið var sent honum í ein- tölu, „vísanir fundust einkum í Harðar sögu, þar sem frá því segir í átjánda kafla að Gunnhildur konungamóðir sendir menn sína til að drepa Geir Gríms- son: „Þeir koma um nótt og berja þeim tjaldkúlur og fella á þá tjöldin.“ Úr neðanmálsgrein í Fornritafélags- útgáfu Harðar sögu lá svo leiðin yfir í Ólafs sögu helga í Flateyjarbók, 15. kafla, og Örvar-Odds sögu, 7. kafla. Jafnframt mátti sjá að í 22. kafla Þorsteins sögu Víkingssonar sé tal- að um að „kemba e-m ekki hagligar tjaldkúlur“. Í þessari stuttu frásögn tengist ís- lenskt samtímaskáld höfundi Íslend- ingasagna með aðstoð bandarísku leitarvélarinnar Google eftir að hafa árangurslaust leitað eftir íslenskum leiðum. Í bók sinni leitast Guðrún einmitt við að tengja nútíð og fortíð í menningarheimi okkar en veltir einnig fyrir sér hver verða áhrif upp- lýsingatækninnar, hvort hún veiki til dæmis stöðu okkar fámenna mál- samfélags eða styrki. Undir lok bókarinnar segir Guð- rún: „Ég kalla þessa hugleiðingu mína um fortíð Íslands og framtíð skiptidaga; því að mér finnst við lifa milliskeið tveggja heima, þess gamla og þess nýja. Síðustu tíu árin eru að- eins forsmekkurinn að þeirri um- byltingu sem á eftir að verða.“ Guðrún hefur frá árinu 2009 gegnt stöðu forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hún varð doktor í Sturl- ungu frá Oxford University og hefur sem dósent og síðar prófessor kennt íslenskar miðaldabókmenntir, Ís- lendingasögur, konungasögur, bók- menntafræði miðalda og Snorra- Eddu, kveðskap frá öndverðu til siðaskipta. Rannsóknarsvið hennar eru ritmenning íslenskra miðalda með megináherslu á ritun verald- legra sagna og kveðskapar í ljósi bókmenntafræði miðalda. Mikil þekking hennar á þessum fræðum birtist í nýrri bók hennar sem lýst er á kápu sem persónulegu ferðalagi „höfundar um sögu Íslands og bókmenntir allt frá landnámi til okkar daga“. Meginkostur bókarinnar fyrir al- mennan lesanda er hve Guðrún býr þetta efni í aðgengilegan búning á hnitmiðaðan og vandaðan hátt. Vald hennar á tungunni og sögunni er á þann veg að textinn flæðir áreynslu- og tilgerðarlaust. Fróðleikurinn verður lifandi hluti samtímans og lesandinn sannfærist um hve tungan og ritmenningin skiptir miklu fyrir sjálfsvitund þjóðarinnar. Ekki fylgir nafna- eða atriðisorðaská textanum. Útgefanda hefði þó ekki átt að vera skotaskuld úr að sjá til þess að slík hjálpartæki fylgdu samhliða tilvís- anaskránni. Kaflinn um Jón Sigurðsson bregð- ur einkar skýru ljósi á ómetanlegt menningarlegt framlag hans til að greina sérstöðu Íslands innan danska ríkisins á grundvelli þekk- ingar og rannsókna: „Rétt eins og reisa varð hinn sögulega málflutning á eldri skjölum var mikilvægt að nýtt Ísland risi á grunni nýrra og traustra upplýsinga. [...] Mikið væri gaman að fá Jón Sigurðsson í heim- sókn einn eftirmiðdaginn og sýna honum gagnagnægð nútímans og sjá hvort hann fyndi ekki nýjar leiðir til miðlunar.“ Jóni Sigurðssyni var kappsmál að skýrslur yrðu gerðar um aðskiljan- leg mál svo að almenningur gæti gert upp hug sinn á grundvelli ljósra upplýsinga. Styrkur hans fólst í yfir- burða þekkingu á sögu landsins sem hann aflaði sér með því að kynnast efni fornra skjala um hagsæld og þjóðhætti. Þessi þekking hvatti hann síðan til dáða. Hann var jarðbundinn á öldinni þegar rómantíkin ýtti undir ættjarðarástina. Á þann hátt öðl- aðist hann einstakan sess í sögu þjóðarinnar. Frásögn af alúð Jóns við að hafa staðreyndir á hreinu og áhuga hans á að leggja þær fyrir almenning til umræðu í því skyni að vinna málstað þjóðarinnar gagn á fullt erindi nú á tímum þegar óttinn við falsfréttir og misbeitingu miðla til áhrifa á al- menning vex. Þessi þráður úr Íslandssögunni er aðeins einn af mörgum sem Guðrún gerir að umtalsefni. Miðaldirnar og menningarstarf tengt þeim er henni hugstætt og um það efni er fjallað af yfirburðaþekkingu. Þar ætti bókin að höfða til margra sé tekið mið af áhuga á fyrirlestrum fyrir lærða og leika sem Miðaldastofa við Háskóla Íslands skipuleggur ár eftir ár við mikla aðsókn. Hún segir einnig sögu forfeðra sinna og beinir sérstakri athygli að hlut kvenna, formæðra sinna og ann- arra. Á þann veg er áréttað að um persónulegt ferðalag sé að ræða. Guðrún segir: „Okkar styrkur í heiminum, eins og allra annarra þjóða, felst í því að vera við sjálf, án nokkurs þjóðar- rembings, tala okkar tungumál og læra önnur, hlúa að styrkleika okk- ar, hugviti og nýsköpun, og missa ekki sjónar af þeim siðferðilegu gild- um sem búa í menningu okkar og sögu. [...] Við dýpkum skilning okkar og nákvæma greiningu á samtíma okkar með því að bera hann upp að fortíðinni eða sögu annarra þjóða því að þá verðum við að hugsa skýrt. Við sjáum ótrúlega lík stef endurtaka sig aftur og aftur.“ Þótt í Skiptidögum sé lögð áhersla á sérkenni Íslendinga og nauðsyn þess að huga að þeim er í bókinni jafnframt áréttuð nauðsyn þess að láta ekki stjórnast af viðhorfinu „við“ og „þeir“. Gefum Guðrúnu orðið: „Ég efast um að Snorri Sturluson hafi litið á Snorra-Eddu á þrettándu öld sem íslensk fræði, miklu fremur sem norræn eða jafnvel alþjóðleg fræði. En líklega leiddi hann ekki hugann að þessu álitaefni. Örvunin kom úr öllum áttum, úr lærdómi sem var sá sami í öllum skólum Evrópu og úr munnlegum frásögnum og kvæðum. Edda hans varð rit um norrænt efni, einstakt í alþjóðlegu samhengi á fyrri hluta þrettándu aldar, en þó skilgetið afkvæmi beggja heima.“ Við erum enn á mörkum tveggja heima og getum leitað víða til að brúa þá eins og Þórarinn Eldjárn sannreyndi með aðstoð Gúguls. Með bók sinni, Skiptidögum, nesti handa nýrri kynslóð, leggur Guðrún Nor- dal verðugan skerf af mörkum til auðvelda okkur að sjá söguna í heild með augum 21. aldarinnar. Bókin er markverð gjöf í tilefni af 100 ára af- mæli fullveldisins. Samtíminn borinn upp að fortíðinni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ferðalag „Með ... Skiptidögum ... leggur Guðrún Nordal verðugan skerf af mörkum til auðvelda okkur að sjá sög- una í heild með augum 21. aldarinnar,“ segir meðal annars í umsögninni. Menningarsaga Skiptidagar bbbbm Höfundur: Guðrún Nordal Harðkilja, 188 bls. Útgefandi: Mál og menning 2018. BJÖRN BJARNASON BÆKUR Niviaq Korneliussen vaktiathygli og usla á Græn-landi og í Danmörku þeg-ar bók hennar Homo sap- ína kom út fyrir fjórum árum og hefur henni verið hampað víðar síðan. Í bókinni lýsir hún tilveru ungra Grænlendinga með ágengum og afdráttarlausum hætti. Þar er ekki að finna fagrar náttúrulífslýsingar og frásagnir af veiðimannasamfélagi í útrýmingarhættu heldur af hvers- dagsvolki, tilfinningaróti og helgar- glaumi í Nuuk. Það hefur verið bið eftir að fram kæmi grænlensk bók- menntastjarna og horfa nú margir til Korneliussen. Í bókinni segir frá veröld þar sem ungt fólk er að finna sjálft sig og reyna að finna leið til að búa í sam- félagi, sem á erfitt með að sýna því skilning, en er þó að breytast og verða umburðarlyndara. Fyrsta saga Korneliussen, San Francisco, birtist eftir að hún tók þátt í smásagnakeppni á vegum grænlensku útgáfunnar Milik. Í Homo sapínu fjallar hún um sömu persónur og í San Francisco. Bókin hverfist um fimm vini. Hún skiptist í fimm kafla og skiptast þeir á að vera sögumenn. Kaflarnir bera nöfn þeirrar sögupersónu, sem segir frá, og heiti pönk- og popplaga flytj- enda á borð við Pink og Joan Jett and the Blackhearts (með því að slá inn nafn bókarinnar, Homo Sapienne, má finna lagalistann á tónlistarveitunni Spotify). Lesandinn fær því að lesa um sömu atburðina út frá fimm sjón- arhornum og horfa inn í kviku per- sónanna og óreiðu tilfinninga þeirra. Orð eru látin falla, sem ekki verða þurrkuð út, gerðir, sem ekki verða teknar aftur, iðrun fylgir og eftirsjá, en einnig frelsun og von. Bókin fjallar líka um það að koma út úr skápnum, tilfinningaglímuna því samfara, bæði að átta sig á sjálf- um sér og finna sér stað í sam- félagi sem lítur samkynhneigð hornauga, þótt það sé að breyt- ast. Fía er búin að fá nóg af kærastanum sínum, ekki síst vegna þess hvað hann leggur sig fram um að vera góður við hana, og er að átta sig á að hún hneigist að eig- in kyni. Bróðir hennar horfist í augu við útskúfun af því að ljóstrað hefur verið upp um samband hans við karl úr grænlensku stjórninni. Arnaq (sem þýðir kona á grænlensku) ræð- ur ekki við fíknina og brennir allar brýr að baki sér með hegðun sinni. Konan Ivinnguaq ákveður að fara í kynleiðréttingu og verða karlinn Ivik. Og Sara finnur ástina eftir að hafa áttað sig á að kærasta hennar var innst inni karl. Skáldsagan fjallar einnig um upp- runa og heimkynni. Á einum stað set- ur ein sögupersónan fram skilgrein- ingu á því að vera Grænlendingur í átta liðum. „Grænlendingur elskar land sitt. Grænlendingur er fullur þjóðarstolts,“ segir meðal annars. Síðan kemur það „sem í rauninni er að vera Grænlendingur“: „Grænlend- ingur er alkóhólisti. Grænlendingur lemur maka sinn. Grænlendingur misnotar börn sín,“ hefst sá listi og heldur áfram í sama dúr í tólf liðum. Og örlitlu síðar: „Grænland er ekki landið mitt. Ég finn til með Græn- lendingum. Það er vandræðalegt að vera Grænlendingur. En ég er Græn- lendingur. Ég get ekki hlegið með Dönum, mér finnst þeir ekki fyndnir. … Ef heima er ekki á Grænlandi, ef heima er ekki hér hvar á ég þá heima?“ Slík skrif vekja umræður og jafn- vel reiði heima fyrir. Korneliussen hefur gagnrýnt danska rithöfunda á borð við Kim Leine fyrir að lýsa Grænlandi sem alkóhóliseruðu, of- beldisfullu samfélagi, en setur spurn- ingarmerki við að hann láti vera að skrifa um hið „venjulega“ Grænland, þótt hann viti að það sé til. Í viðtali við Politiken var henni bent á að hún skrifaði líka um drykkju og misnotkun. „Jú, en ég er líka Grænlendingur,“ svarar hún blaðamanni, sem segist sjá stríðnis- glampa í augum hennar. Korneliussen notar margvíslega frásagnartækni, allt frá samtölum, hugleiðingum, dagbókarbrotum, sendibréfum og smáskilaboða- samskiptum. Í upprunalegri útgáfu bókarinnar blandast saman græn- lenska, enska og danska. Í íslensku þýðingunni eru langir kaflar á ensku og grænlensk orð á stöku stað. Með því leitast Korneliussen við að lýsa því hvernig ungt fólk á Grænlandi tal- ar saman. Þýðing Heiðrúnar Ólafsdóttur er lipur og læsileg og fellur vel að sög- unni. Homo sapína ber engan veginn með sér að vera fyrsta bók höfundar. Hún er skrifuð af miklu innsæi og þroska og stíllinn er áhrifaríkur, snarpur og grípandi. Tilfinningarót og helgarglaumur í Nuuk Ljósmynd/Jørgen Chemnitz Skáldsaga Homo sapína bbbbn Höfundur: Niviaq Korneliussen. Þýðing: Heiðrún Ólafsdóttir. Útgefandi: Sæ- mundur. 160 bls. KARL BLÖNDAL BÆKUR Ný stjarna „Það hefur verið bið eftir að fram kæmi grænlensk bók- menntastjarna. Henni er lokið,“ segir í umsögn um Homo sapínu eftir Niviaq Korneliussen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.