Morgunblaðið - 05.10.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála felldi í gær úr gildi
ákvarðanir Umhverfisstofnunar
(UST) um útgáfu starfsleyfa fyrir
Arctic Sea Farm hf. og Fjarðalax hf.
í Patreksfirði og Tálknafirði. Hún
hafði áður fellt úr gildi ákvarðanir
Matvælastofnunar um útgáfu
rekstrarleyfa til sömu aðila og á
sömu forsendum.
UST sendi frá sér tilkynningu af
þessu tilefni. Þar sagði m.a. að úr-
skurðarnefndin teldi „að álit Skipu-
lagsstofnunar um mat á umhverfis-
áhrifum framkvæmdanna geti ekki
verið grundvöllur leyfisveitinga
vegna skorts á umfjöllun um val-
kosti. Ekki liggur fyrir á þessari
stundu hvernig brugðist verður við
niðurstöðum úrskurðanna en farið
verður yfir mögulegar lausnir með
umhverfis- og auðlindaráðuneytinu“.
UST telur að útgáfa starfsleyf-
anna hafi verið í samræmi við lög og
reglur. Stofnunin hefur mælt með
því við úrskurðarnefndina að réttar-
áhrifum verði frestað á meðan málin
verða til meðferðar hjá dómstólum,
en rekstraraðilarnir höfðu beðið um
það. Þess er vænst að úrskurðar-
nefndin taki afstöðu til þeirrar beiðni
í dag, að sögn UST.
Umhverfisstofnun segir úrskurð-
inn sýna „þörf á að skýrt verði nánar
í lögum hvert sé hlutverk leyfisveit-
enda hvað varðar ábyrgð á áliti um
mat á umhverfisáhrifum“.
Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri
hjá UST, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að úrskurðarnefndin teldi að
valkosti hefði skort í umhverfismatið
sem eldisfyrirtækin létu vinna. Þau
hefðu einungis lagt fram einn kost og
svo núllkost.
„Framkvæmdaaðili lætur vinna
matsskýrslu og Skipulagsstofnun
heldur utan um það ferli. Skipulags-
stofnun býr svo til álit um mat á um-
hverfisáhrifum. Síðan byggja leyfis-
veitendur á umhverfismatinu. Við
hjá Umhverfisstofnun teljum að um-
hverfismatinu hafi lokið með álitinu,
en úrskurðarnefndin segir að svo sé
ekki,“ sagði Sigrún. Leyfin hefðu
verið ógilt á grundvelli þess að um-
hverfismatinu hefði verið áfátt. „Það
er ekki ljóst hvernig á að vinna úr
þessum niðurstöðum því skyldur
leyfisveitenda eru ekki útfærðar í
lögunum eins og úrskurðarnefndin
túlkar þau. Nefndin túlkar þau með
þeim hætti að leyfisveitandinn eigi
að meta hvort hægt sé að byggja á
umhverfismatinu eða hvort því sé
áfátt. Þá vandast málið því Skipu-
lagsstofnun heldur utan um um-
hverfismatsferlið.“
Mikið er í húfi
Einar Kr. Guðfinnsson, stjórnar-
formaður Landssambands fiskeldis-
stöðva, sagði greinilegt á úrskurðum
úrskurðarnefndar umhverfis- og
auðlindamála varðandi starfsleyfi og
rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækjanna
að skýra þyrfti leikreglur varðandi
umhverfismat og leyfisveitingar.
„Fiskeldisfyrirtækin eru á vissan
hátt fórnarlömb í þessu og eins
starfsfólkið og byggðarlögin þar sem
þau starfa. Fyrir okkur er nauðsyn
að það leiki enginn vafi á því hvað
skuli taka með annars vegar í um-
hverfismati og hins vegar við undir-
búning rekstrar- og starfsleyfa. Við
viljum að þetta sé sem skýrast svo
bæði við og opinberar stofnanir viti
nákvæmlega hverjar leikreglurnar
eru,“ sagði Einar.
Hann sagði að fyrirtækin sem um
ræddi væru búin að setja seiði í
kvíar. Einnig væri verið að ala meira
en sex milljónir seiða í seiðastöðvum
sem ætlunin væri að setja út í vor.
Það væri því mikið í húfi.
Fiskeldisfyrirtækin fórnarlömb
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti starfsleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja UST tel-
ur að útgáfa starfsleyfanna hafi verið í samræmi við lög og reglur Ljóst er að skýra þarf leikreglurnar
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Patreksfjörður Óvissa ríkir um framtíð fiskeldis vegna ógildingar leyfa.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hafnarfjarðarbær hefur fengið heimild
Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðis-
ráðherra til að fjölga hjúkrunarrýmum í
bæjarfélaginu um 33 innan tveggja ára.
Þar með verða hjúkrunarrými á Sólvangi
rúmlega 90 talsins. Ráðherrann tilkynnti
Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra í
Hafnarfirði, ákvörðun sína í gær. Átakið er
liður í framkvæmdaáætlun stjórnvalda um
uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2023
sem heilbrigðisráðherra kynnti fyrr á
þessu ári.
„Þetta er mjög mikilvægt skref og við
erum ákaflega ánægð með að fá þessi
hjúkrunarrými til viðbótar við þau sem fyr-
ir eru,“ sagði Rósa bæjarstjóri í samtali við
Morgunblaðið.
Í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu er
vitnað í Svandísi heilbrigðisráðherra, sem
segir að sú sókn sem hafin sé í uppbygg-
ingu hjúkrunarrýma á landsvísu hafi marg-
vísleg áhrif til góðs. Hún sagði þetta hafa í
fyrsta lagi áhrif á lífsgæði aldraðra sem
væru á biðlistum eftir slíkum rýmum.
Einnig styrkti þetta stöðu Landspítalans til
að sinna sérhæfðri heilbrigðisþjónustu þar
sem útskriftir sjúklinga gengju greiðar fyr-
ir sig. Einnig skapaðist aukið svigrúm hjá
heilsugæslu og sveitarfélögum til að sinna
betur þjónustu við aldraða.
Öldruðum fjölgar ört
Rósa sagði að Hafnarfjarðarbær hefði
dregist aftur úr öðrum sveitarfélögum
varðandi fjölda hjúkrunarrýma á undan-
förnum árum. Þessi viðbót bætti því úr
brýnni þörf.
„Það munar gríðarlega mikið um þessa
viðbót fyrir Hafnfirðinga. Íbúum hér fjölg-
ar jafnt og þétt,“ sagði Rósa. „Það er mikil
þörf fyrir hjúkrunarrými á öllu svæðinu.
Svo þarf að halda áfram því eldra fólki
fjölgar hratt. Fjöldi fólks 67 ára og eldra
hefur tvöfaldast í Hafnarfirði frá aldamót-
um. Við sjáum fyrir okkur að næsta hjúkr-
unarheimili rísi annars staðar í bænum.“
Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili við Sól-
vang í Hafnarfirði verður væntanlega tekið
í notkun um næstu áramót. Hafnarfjarðar-
bær leitaði til velferðarráðuneytisins fyrr á
árinu og lýsti áhuga á að nýta húsnæði
gamla hjúkrunarheimilisins áfram. Brýn
þörf væri fyrir fleiri rými og fjölgunin
myndi styrkja rekstrarhagkvæmni hjúkr-
unarheimilis við Sólvang.
Hafnarfjarðarbær á gamla Sólvangshúsið
og hefur sótt um fjármagn til nauðsynlegra
endurbóta svo hægt sé að reka þar þau 33
hjúkrunarrými sem um ræðir. Laga þarf
húsnæðið svo það uppfylli nútíma kröfur.
Kostnaðaráætlun vegna endurbóta á hús-
næðinu hljóðar upp á tæpar 600 milljónir
króna. Fallist Framkvæmdasjóður aldraðra
á umsókn Hafnfirðinga gæti framlag úr
sjóðnum numið allt að 40% kostnaðarins.
Stefnt er að því að hefja endurbætur á
húsnæðinu um leið og nýja hjúkrunar-
heimilið verður tekið í notkun. Áætlað er að
hægt sé að ljúka endurbótunum og taka
rýmin 33 í notkun innan tveggja ára.
Rósa sagði mikilvægt að geta ráðist í
endurbætur á gamla Sólvangi til að nýta
húsið. Með því yrði hægt að byggja upp al-
hliða öldrunarþjónustu á Sólvangssvæðinu
og njóta stuðnings af heilsugæslunni sem
væri þar.
Rekstur nýja hjúkrunarheimilisins á Sól-
vangi var boðinn út á vegum Sjúkratrygg-
inga Íslands. Rósa kvaðst eiga von á að til-
kynnt yrði fljótlega um niðurstöðu út-
boðsins. Ekkert hefur verið ákveðið um
fyrirkomulag reksturs rýmanna 33 sem
bætast við í framtíðinni.
Hafnfirðingar fá 33 viðbótarrými
Gamli Sólvangur
verður endurnýjaður
Nýtt hjúkrunar-
heimili um áramót
Morgunblaðið/Eggert
Sólvangur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skoðuðu ásamt fleirum nýbygginguna í gær.
Hafnarfjörður
» Íbúar 67 ára og eldri í Hafnarfirði voru
1.495 árið 1999 en 2.851 árið 2016. Þeim
fjölgaði því um 91% á þessu tímabili.
» Hjúkrunarrými á Hrafnistu í Hafnarfirði
voru 146 árið 1999 og 163 árið 2016.
» Á Sólvangi voru 96 hjúkrunarrými 1999
en hafði fækkað í 59 árið 2016.
» Hjúkrunarrými í Hafnarfirði voru því
samtals 242 árið 1999 en fækkaði í 222
árið 2016.