Morgunblaðið - 05.10.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018 Loftkæling Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 og varmadælur Veður víða um heim 4.10., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Akureyri 2 rigning Nuuk 2 léttskýjað Þórshöfn 7 léttskýjað Ósló 10 skýjað Kaupmannahöfn 13 alskýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 4 léttskýjað Lúxemborg 16 heiðskírt Brussel 18 léttskýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 13 súld London 16 skýjað París 20 heiðskírt Amsterdam 16 skýjað Hamborg 15 skýjað Berlín 14 léttskýjað Vín 15 heiðskírt Moskva 6 skúrir Algarve 29 heiðskírt Madríd 28 heiðskírt Barcelona 23 heiðskírt Mallorca 24 léttskýjað Róm 24 léttskýjað Aþena 22 léttskýjað Winnipeg 0 skýjað Montreal 16 skúrir New York 22 heiðskírt Chicago 13 alskýjað  5. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:49 18:44 ÍSAFJÖRÐUR 7:57 18:46 SIGLUFJÖRÐUR 7:40 18:29 DJÚPIVOGUR 7:19 18:13 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á laugardag Gengur í hvassa suðaustanátt með talsverðri rigningu eða slyddu eftir hádegi, en þurrt NA-lands. Heldur hlýnandi veður og lægir V-til um kvöldið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Lægir smám saman og léttir víða til, fyrst vestanlands, en él norðaustan- lands fram á kvöld. Kólnandi veður, frost 0 til 8 stig annað kvöld. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að stór vinnu- fundur Starfsgreinasambandsins hæfist á Selfossi síðdegis í gær, þar sem lögð yrðu drög að sam- eiginlegri kröfu- gerð aðildar- félaga Starfs- greinasambands- ins. „Félögin eru hvert um sig að leggja lokahönd á sína kröfugerð og þess vegna hafa þetta verið mjög annasamir dagar hjá okkur í þessari viku,“ sagði Sól- veig Anna. Hún segir að stjórn Eflingar hafi fundað með stóru samninganefnd Eflingar og haldinn hafi verið eins- konar maraþonfundur á þriðjudags- kvöld með samninganefndinni, þar sem kröfugerð félagsins var fín- pússuð. Sólveig Anna segist á vissan hátt geta tekið undir það sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði um bréf Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaga, en hún vilji ekki einblína á það bréf, heldur undir- búning Eflingar og SGS fyrir sam- eiginlega kröfugerð. Spennt fyrir viðbrögðunum „Í fyrsta sinn í mjög langan tíma, er Efling að ganga til samvinnu við Starfsgreinasambandið í kjara- samningum og í kvöld munum við kynna kröfugerð okkar fyrir fé- lögum okkar í Starfsgreina- sambandinu á þessum fundi á Sel- fossi. Ég er mjög spennt að sjá hver viðbrögðin verða. Sömuleiðis munu hin 18 félögin í Starfsgreinasambandinu kynna sín- ar kröfugerðir og markmiðið með þessu stóra fundi SGS er svo að smíða eina stóra sameiginlega kröfugerð úr öllum 19 plöggunum,“ sagði Sólveig Anna. Segir kröfugerðina róttæka Hún kveðst telja að kröfugerð Eflingar sé mjög róttæk, t.d. hvað varðar kröfur um aðstæður á vinnu- stöðum og allan aðbúnað vinnuafls- ins. Auk þess séu kröfur félagsins róttækar varðandi styttingu vinnu- vikunnar og ýmislegt fleira áhuga- vert sem síðar verði greint frá. SGS samræmir kjarakröfur sínar  Kröfugerð fyrir viðræður undirbúin Sólveig Anna Jónsdóttir Haustið færist yfir og baráttan verður dýrum merkur- innar og fuglum himinsins erfiðari þegar kólnar í veðri. Lögmál lífsbaráttunnar eru annars ósköp áþekk hvort sem mannfólkið eða aðrar lifandi verur eiga í hlut. Alltaf er hart barist um brauðið eins og sást í ríki andanna í Elliðaárdalnum í gær. Tvær endur bitu hvor í sinn enda brauðmolans og börðust síðan um að ná honum öllum. Engum sögum fer af því hvernig keppni þessari lyktaði, en hitt vitum við að sáttur er sá sem er saddur og því var til mikils að vinna. Morgunblaðið/Eggert Endurnar bítast um brauðmola Fjölskrúðugt fuglalíf í Elliðaárdalnum í Reykjavík Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Að skipta um alla útveggi er að mati sérfræðinga hagkvæmasti og örugg- asti kosturinn til að ráða niðurlögum rakaskemmda á vesturhúsi Orku- veitu Reykja- víkur við Bæjar- háls. Burðarvirki og gólf halda sér við þessa fram- kvæmd en unnið hefur verið að greiningu á nokkrum valkost- um síðasta ár. Lokaákvörðun um framkvæmdina hefur ekki verið tekin en verkfræðihönnun á verkinu verður boðin út. „Hönnun er forsenda vandaðrar kostnaðaráætlunar fyrir viðgerðina. Ákvörðun um framhaldið verður tek- in þegar sú áætlun liggur fyrir,“ segir í fréttatilkynningu Orkuveit- unnar en vesturhúsið hefur nú staðið autt í rúmt ár. Spurð um hugmynd að kostnaði fyrir verkið segir Helga Jónsdóttir, forstjóri Orkuveitunnar, að það fylgi með verkfræðihönnun- inni. „Það er í rauninni það sem búið er að ákveða að fá mat á. Áður en lokaákvörðun verður tekin ætlum við að fá verkfræðihönnunina og þá er hægt að gera vandaða kostnaðar- áætlun.“ Hún segir að Orkuveitan ætli að vanda sig í þessu máli og að þau hafi velt fyrir sér mörgum möguleikum. Kostnaðaráætlun muni liggja fyrir þegar í ljós kemur hversu mikið í byggingunni þarf að endur- nýja en Orkuveitan taldi rétt að kynna hvern áfanga í verkinu og að það væri búið að ákveða að fara út- boðsleiðina. Fyrir ári var reynt að gera við hluta útveggjanna en árangur við- gerðanna þótti óviðunandi. Hug- myndir að lausn voru kynntar en þær hafa verið til skoðunar hjá Orkuveitunni. Þá leið sem fer núna í hönnun byggir Orkuveitan á grund- vallarsjónarmiðum um að beitt verði „viðurkenndum lausnum og út- færslum við viðgerð, hagkvæmni í byggingu og rekstri verði höfð að leiðarljósi ásamt því að heili hlutar vesturhússins nýtist eins og hægt er þ.e. burðarvirki, gólfplata, loftræsti- kerfi o.fl.“. Þá er stefnt að því að hús- ið fái hógværara og lágstemmdara yfirbragð og skrifstofurýmin verði sveigjanleg og heilsusamleg. Lóðréttir veggir að þessu sinni Í samræmi við lágstemmdara yf- irbragð leggur Orkuveitan til að út- veggir hússins verði lóðréttir í stað þess að þrjár hliðar hússins slúti fram yfir sig eins og nú. „Með því má beita byggingaraðferðum sem góð reynsla er af við íslenskar aðstæður. Áhætta og kostnaður af því að við- halda núverandi lögun útveggjanna, hvaða leið sem að öðru leyti yrði far- in, er talin útiloka slíkan kost,“ segir í fréttatilkynningu. Flatarmál hússins mun haldast að mestu óbreytt. Stjórn Orkuveitunn- ar fer með ákvörðunarvald um fram- haldið þegar tillögur ásamt kostnað- aráætlun liggja fyrir. Hagkvæmast að skipta um útveggi  Tillögur að viðgerðum á Orkuveituhúsinu kynntar  Verkfræðihönnun verður boðin út  Vilja hóg- værara og lágstemmdara yfirbragð yfir nýju húsinu  Stjórn OR mun taka ákvörðun um framhaldið Ljósmynd/Orkuveita Reykjavíkur Orkuveituhúsið Vesturhlið OR eftir hugsanlegar breytingar skv. teikningu. Helga Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.