Morgunblaðið - 05.10.2018, Side 8

Morgunblaðið - 05.10.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018 Litina hennar Sæju færð þú í Slippfélaginu GÆÐIN Ein af ástæðum þess að íslenskir hönnuðir velja Slippfélagið. Votur Volgur Ber Borgartúni 22 og Dugguvogi 4, Reykjavík, Dalshrauni 11, Hafnarfirði Hafnargötu 54, Reykjanesbæ Gleráreyrum 2, Akureyri Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • Sími: 588 8000 • slippfelagid.is Almennur kaupmáttur á Íslandihefur vaxið um tugi prósenta á fáeinum misserum. Það er verið að tala um kaupmátt, hækkun launa um- fram kostn- að. Ein- stakar aðstæður þarf til svo að kaup- máttur fái náð slíku risi án þess að verð- bólgudraugurinn vakni.    Þýskaland, forysturíki ESB, hef-ur búið við óbreyttan kaup- mátt í 18 ár! Kauphækkanir og verðlag hafa verið samferða þann tíma. Slíkan „stöðugleika“ myndi enginn þola hér en hefur þó kosti, því meira verður úr en í boðaföll- um verðbólgu.    Á Íslandi hefur kaupmáttar gertbetur en að ná sér eftir „hrun“. Glannalegt hefði þótt að spá því fyrir 10 árum. En nú lang- ar gömlu sögu að lyfta sér á kreik.    Það er snúið að leiða verkalýðs-hreyfingu í kaupmátt- arbylgju. Hvað þá á tindi hennar. Þaðan liggja allar leiðir niður.    Vandi verkalýðshreyfingar á Ís-landi er ekki aflsskortur. Hún knýr allt fram sem hún vill. Hún læsist um alla þætti þjóðlífsins. Viðsemjandinn á litla vörn fremur en kaupmátturinn. En kannski lýgur sagan.    Kannski þarf reglubundið aðláta reyna á lögmálin. Síð- ustu misseri hefur verið prufað að selja flugmiða á ósjálfbæru verði í von um að þúsund ára lögmál hafi breyst. Þó þekkja flugfélög betur en hinir að ná þarf lendingu. Því lögmáli hafði ekki verið breytt, því miður. Gamla sagan STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðisbæjar mun bera eitt af eftirfarandi nöfnum: Heiðarbyggð, Suðurnesjabær eða Sveitarfélagið Miðgarður. Þetta var ákveðið á sameiginlegum vinnufundi fulltrúa í bæjarstjórn sveitarfélaganna í lok síðasta mán- aðar þar sem unnið var að vali á þeim nafnatillögum sem bárust og það var síðan samþykkt á fundi bæjar- stjórnar hins sameinaða sveitar- félags í fyrradag. Á fundinum var enn fremur samþykkt að íbúakosn- ing um nýja nafnið færi fram laugardaginn 3. nóvember næst- komandi. Allir íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu sem eru fæddir 2002 og fyrr hafa kosningarétt og stefnt er að því að kosning utan kjörfundar hefjist 14 dögum fyrr og fari fram í ráðhúsum sveitarfélagsins í Garði og Sandgerði. Fari þátttaka í kosningunni yfir 50% og hljóti ein tillaga meira en 50% atkvæða er bæjarstjórn skuldbundin til að fara eftir þeirri niðurstöðu, samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðu sameinaðs sveitarfélags. Nýja sveitarfélagið tók til starfa í júní síðastliðnum að undangenginni kosningu í nóvember síðastliðnum. Kosið um nafn í Garði og Sandgerði  Val íbúa stendur á milli Heiðarbyggðar, Suðurnesjabæjar og Miðgarðs Morgunblaðið/Sigurður Bogi Garður Sveitarfélagið sameinaðist Sandgerði og fá þau nýtt nafn. Allnokkuð bar á ryðsvepp á trjá- gróðri víða um land í sumar og asp- arryð breiðist nú út í auknum mæli á Norður- og Austurlandi. Á vef Skógræktarinnar segir að þegar á allt sé litið hafi sumarið verið nokk- uð hagstætt ryðsveppum veður- farslega enda þurfi ryðsveppir á trjágróðri vætu til þess að dafna. Í sumar hafi fréttir borist víða að af landinu um mikið ryð á viðju. Áður hafi það aðallega verið bundið við hreggstaðavíði, að því er segir á vefnum. Sem dæmi er nefnt að í lok júní hafi lerki í Gunnfríðarstaða- skógi í Austur-Húnavatnssýslu verið alsett ryðblettum. Þetta hafi komið á óvart vegna þess að aspar- ryð hafði ekki fundist þar í níu ár og virtist útdautt. Í haust hafi aspir þar verið meira og minna lauflausar eða með svört- um blöðum og jörð þakin sýktum blöðum með vetrargróum. Þá hafi asparryð aftur skotið upp kollinum á Fljótsdalshéraði, en talið hafði verið að það hefði dáið út þar. Getur orðið vandamál í aspar- rækt í öllum landshlutum „Á Akureyri fannst ryð í fyrra og heldur meira í sumar. Töluvert bar til dæmis á því í Kjarnaskógi og Naustaborgum, ekki síst í grennd við tjaldsvæðið á Hömrum og á tjaldsvæðinu sjálfu. Einnig virðist ryð vera að ágerast í Borgarfirði. Allt ber þetta að sama brunni; ryð getur orðið vandamál í asparrækt í öllum landshlutum þegar tímar líða,“ segir á síðunni skogur.is Þar segir einnig að fregnir hafi borist víðs vegar að af landinu um mikið ryð á viðju. Það er önnur ryðsveppategund þótt einkennin séu áþekk. Hins vegar hafi ekki farið miklum sögum af birkiryði í sumar. aij@mbl.is Ljósmynd/Halldór Sverrisson Haukadalur Ólíkir klónar af ösp eru mjög misnæmir fyrir ryðinu. Ryð á trjágróðri víða um landið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.