Morgunblaðið - 05.10.2018, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 05.10.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018 Kauphlaup / Kringlukast 3.-8. okt. 4.-8. okt. 20-30% afsláttur af öllum vörum Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Okkur finnst þetta skemmtilegt vín núna. Haustið er allsráðandi og þarna er verið að nota uppskeru sumarsins. Vínið passar eflaust mjög vel með villibráð eða sveppum. En svo verður líka bara áhugavert með vorinu að sjá hvernig vínið mun eldast,“ segir Ragnheiður Axel vín- gerðarkona. Ragnheiður og Liljar Már Þor- björnsson hafa stofnað Og natura, brugghús þar sem notast verður við íslenskt hráefni sem þau telja að hafi verið vannýtt við framleiðslu áfengra drykkja. Þau kynntu fyrstu afurðir sínar í gær; bláberjabjór og krækiberjavín. Ragnheiður Axel hefur þróað vín- ið Axel sem er borðvín unnið úr krækiberjum. Þetta mun vera eina borðvínið sem framleitt er hér á landi um þessar mundir. „Mér finnst krækiber vera vannýtt hráefni. Það er forvitnilegt í víngerð enda eru í því tannín og olía sem þú færð ekki í öðrum berjum hér,“ segir Ragnheið- ur en hún hefur kosið að lýsa víninu sem náttúrulegu víni. Um þessar mundir er svokallað náttúruvín afar vinsælt í ákveðnum kreðsum en helstu páfar innan þeirrar hreyfing- ar vilja meina að vín hennar falli ekki undir þá skilgreiningu. Ástæð- an er sú að notast er við sætu úr döðlum og eplum við víngerðina. „Við tíndum villt krækiber og not- uðum svo vínpressu til að pressa hrásafa úr þeim. Síðan var hann settur á stórar plasttunnur til gerj- unar. Þá setjum við eplasafa út í til að gefa sykur. Síðan er þetta látið standa og gerjast í tiltölulega lang- an tíma áður en því er tappað á flöskur. Þetta er alveg náttúrulegt vín, það eru ekki notuð nein kemísk efni. Allt sem er notað eru hreinar náttúruafurðir,“ segir hún. Vínið verður selt á veitingastöðum og stefnan er sett á að það fáist einnig í vínbúðum fyrir jólin. Liljar Már hefur þróað bláberja- bjór sem ber nafn hans. Hann segir að bjórinn sé gerður úr handtíndum íslenskum bláberjum. „Bjórinn hef- ur djúpan berjatón og er mjög góð- ur með villibráð,“ segir hann. Stefnan er sett á frekari fram- leiðslu og vöruþróun. „Hugsunin er að Og natura sé samstarfsvettvang- ur. Við ætlum að reyna að fá hæfi- leikaríkt fólk til að þróa bjór og fleiri drykki með okkur,“ segir Liljar. „Okkur finnst núna vera pláss á markaðnum. Fólk er meira tilbúið en áður að smakka eitthvað nýtt. Náttúrulegar afurðir eru vinsælar og þær mega alveg vera bragð- sterkar,“ segir Ragnheiður Axel. Íslenskt hráefni vannýtt auðlind  Framleiða borðvín og bjór úr berjum Morgunblaðið/Hari Berjaveisla Ragnheiður Axel og Liljar Már Þorbjörnsson kynntu í gær borðvín og bjór sem gerð eru úr íslenskum berjum sem tínd voru í sumar. Í frétt í Morgunblaðinu í gær var tekið dæmi af hjónum með 15 millj- ónir í árstekjur og sagt réttilega að 312.000 krónum munaði á skatt- greiðslum þeirra á ári eftir því hvort þau væru búsett í sveitarfélagi með lágmarks- eða hámarksútsvar. Í Tíund, blaði Ríkisskattstjóra sem Morgunblaðið vitnaði í í frétt sinni, var því ranglega haldið fram að aukning ráðstöfunartekna hjónanna, sem fylgdi því að flytja á milli sveit- arfélaganna, jafngilti launahækkun upp á 892.592 krónur á ári. Hið rétta er að hún jafngildir launahækkun upp á rúmar 495.000 krónur á ári. LEIÐRÉTT Jafngildir hækkun upp á 495.000 Lyfjastofnun gerir engar athuga- semdir við læknabekki Læknavakt- arinnar, en tveir sérfræðingar stofn- unarinnar fóru í eftirlitsferð þangað í gær eftir að tveggja ára gömul stúlka klemmdist á milli rafknúinna arma á bekk þar um síðustu helgi. Að sögn Sindra Kristjánssonar, lögfræðings Lyfjastofnunar, tóku sérfræðingar stofnunarinnar mynd- ir og myndskeið, ræddu við starfs- fólk og könnuðu virkni tækisins. Einnig var farið yfir notkunarleið- beiningar bekkjarins og samkvæmt þeim er bekkurinn rétt uppsettur. Forathugun þeirra gagna sem afl- að hefur verið hefur leitt í ljós að ekkert er að tækinu og það virkar sem skyldi. Næstu skref eru því að óska eftir upplýsingum frá Lækna- vaktinni um þjálfun starfsfólks og hvernig kennslu á tækin er háttað. „Það eru engar athugasemdir gerðar við tækið eða aðstöðuna mið- að við þær upplýsingar sem liggja fyrir. Það er hins vegar ekki hægt að útiloka að eitthvað komi upp við nán- ari athugun á gögnum, en eins og sakir standa eru engar athuga- semdir í bígerð við tækið sjálft,“ sagði Sindri í samtali við mbl.is. Gunnar Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Læknavaktarinnar, sagði í samtali við mbl.is fyrr í vik- unni að allir læknabekkir hefðu ver- ið gerðir óvirkir á meðan ítarleg rannsókn færi fram. Var það ákvörð- un Læknavaktarinnar og Sindri seg- ir því ekki þörf á því að Lyfjastofnun gefi sérstaklega grænt ljós á að bekkirnir verði teknir aftur í notkun. Bekkirnir á Læknavaktinni eru nýlegir og voru teknir í notkun í fyrra. Á þeim er slá og ef á hana er ýtt lyftist bekkurinn upp eða niður. Öryggislás á að koma í veg fyrir að bekkurinn fari upp og niður án þess að ýtt sé á slána. Gunnar sagðist ekki vita til sambærilegs slyss hér á landi og sagði framleiðendur bekkjarins aldrei hafa fengið til- kynningu um slys áður. Engar athugasemdir  Lyfjastofnun segir læknabekki Læknavaktarinnar í lagi  Ekki vitað um sambærilegt slys og þegar barn slasaðist Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Læknavaktin Lyfjastofnun segir læknabekki þar vera í lagi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.